Þjóðviljinn - 10.06.1976, Page 16

Þjóðviljinn - 10.06.1976, Page 16
í fyrsta sinn á íslandi Frá ráðstefnu fatlaðra á Noröurlöndum sem haldin er aö Hótel Loftieiðum þessa dagana. Þátttaka í samtökumuii Mikil hreyfing 1 landhelgismálum r Ymsar þjóðir fœra út í 200 okkur ómetanleg segir Theodór A. Jónsson formaður Sjálfsbjargar og norrœna sambandsins — Mér er óhætt að fullyrða það, að þátttaka okkar Islendinga i þessu norræna sambandi hefur verið okkur ómetanieg og hug- myndir af mörgu þvi besta sem við höfum gert, er þaðan komið, sagöi Theodór A. Jónsson for- maður Sjálfsbjargar, landssam- bands fatlaðra, en hann er einnig formaður sambands fatlaðra á Norðuriöndum — Nordisk Handi- kappförbund — sem nú heldur þing sitt hér á landi og er þaö i fyrsta sinn sem þingið er haldið hér á landi, en þing sambandsins eru haldin á fjögurra ára fresti. Theodór sagði að jafnan væru mörg mál rædd á þessum þingum og þar gæfist mönnum kostur á að skiptast á skoðunum og miðla hverjum öðrum upplýsingum um það helsta sem er á döfinni I hverju landi fyrir sig i málefnum fatlaðra. A þessu þingi sagði Theodór að m.a. yrði rætt um örorkulffeyri, atvinnumöguleika fatlaðra, kaup og rekstur á bifreiðum fatlaðra, samskipti fatlaðra og ófatlaöra, félög foreldra sem eiga fötluð börn, svo dæmi væru nefnd. Sagði hann að jafnan kæmi margt gott útúr þessum þingum og þó alveg sérstaklega fyrir okkur Islend- inga sem erum eftirbátar Norðurlandanna hvað viðkemur flestu er snertir fatlaða, enda eru samtökin á flestum hinna Norðurlandanna orðin yfir 50 ára gömul en Sjálfsbjörg er ekki stofnuð fyrr en 1958. Theodór sagði að hér á landi væru stærstu vandamál fatlaðra einkum þrjú, þ.e. örorkulifeyrir, að kaupa og reka bifreið og at- vinnuspursmál. Hann sagði að þegar nóg væri aö gera hefðu flestir þeir sem geta unnið starf, en sannleikurinn væri sá, að fatl- aðir væru þeir fyrstu sem sagt væri upp störfum þegar harðnar á dalnum og atvinna dregst saman. 1 Sviþjóð er mjög vel búið að fötluðu fólki, og norðmenn eru i mikilli sókn. Eins er ástandiö gott i Finnlandi, þar sem samtök fatl- aðra reka iðn- og verslunarskóla viða um landið. I Danmörku eiga samtökin við ákveðinn vanda að Framhald á 14. siðu. Líbanon: Alsír, Líbýa og Irak senda liðsauka Eiga að aðstoða sýrlendinga við að koma á reglu MÚBVIUINN Fimmtudagur 10. júni 1976 Þing fatlaðra á Beirut 9/6 reuter ntb — Hersveitir frá Líbýu og Alsir eru nú á leiöinni til Sýrlands til að aðstoða sýr- lenska herinn við að koma á röð og reglu í Líbanon. Ekki er vitað með vissu hvernig þátttöku þeirra verður hagað né hvert hlutverk þessa liðsauka verður. Frá Bagdad, höfuðborg Iraks, berast fréttir um að hersveitir úr stjórnarher landsins hafi haldið þaðan til ,,að taka sér stöðu I ara- biskri framlinu og rækja þannig skyldur sinar viö föðurlandiö” að þvi er útvarpið i Baghdad sagði. Ekki er ljóst hvar I fylkingu sveit- irnar munu skipa sér. Þessar fregnir bárust eftir að utanrikisráðherrar Arababanda- lagsins sem héldu fund i Kairó i gærkvöldi höfðu hvatt til þess að vopnahlé yrði komið á i Libanon eins fljótt og hægt er, að sýrlenskt herlið verði tafarlaust á brott frá Libanon og að friðargæslusveitir skipaðar hermönnum frá öllum Arabaríkjunum verði sendar til landsins. Ekki er ljóst hvort lita ber á iiðsfiutningana sem 'týrr er getið sem áframhald af fundinum eða hvort þeir eru I andstöðu við vilja hans. Forsætisráðherra Libanon, Abdel-Salem Jalloud, gerði i dag tilraunir til að koma á friði i landinu. Hafði hann samband við hina ýmsu deiluaðila frá höfuð- stöðvum sinum á flugvellinum i Beirut meðan falibyssuskothriðin glumdi allt i kring. Mikil sprengju- og stórskota- hrið rikti i Beirut framan af deginum og útvarp borgarinnar sem lýtur stjórn vinstrisinna þagnaði i miðri sendingu þegar 18 sprengjum var kastað að aðsetri þess. Aður en það þagnaöi skýrði það frá þvi að sýrlendingar hefðu fallist á vopnahléð en það varð ekki merkt á gangi átakanna. Útvarpsstöðvar skýrðu frá bar- Theodór A. Jónsson, formaöur samtaka fatlaöra á Noröur- löndum. dögum i hafnarborgunum Tripoli og Sidon. Sýrlenskir skriðdrekar eru enn á hraðbrautinni sem ligg- ur ofan úr fjöllum niður i Beirut en ný innrás I borgina virtist ekki á dagskrá. Þvi er haldið fram aö sýrlendingar hyggist umkringja Beirut og biöa svo i 1-2 daga áður en ákvörðunin er tekin um það hvort gera skuli innrás i borgina eða ekki. Ef til slíkrar innrásar kemur má búast við miklu blóö- baði þvi vinstrimenn og palestiu- arabar hafa strengt þess heit að berjast til siðasta blóðdropa. tbúar Beirut eru þegar farnir að finna fyrir einangruninni. Vatn er af mjög skornum skammti, rafmagn ekkert, sáralitið elds- neyti er til og langar biðraðir eru við bakarl eftir brauðum. Verð á matvælum hefur rokið upp úr öllu valdi siðustu daga. mílur Ýmsar þjóðir viröast nú hugsa sér til hreyfings i landhelgismál- um. t siöustu viku tilkynnti stjórnin I Kanada aö hún hyggöist færa fiskveiöilögsögu landsins út i 200 milur frá og meö 1. janúar næstkomandi. Mexikanska utanrikisráðu- neytið tilkynnti I gær að reglugerð um 200 milna fiskveiðilögsögu fyrir landið hefði tekið gildi sl. sunnudag. Hefur Kaliforniuflóa þar með verið lokaö fyrir fisk- veiðum útlendinga þótt banda- rískir fiskimenn fái að veiða þar áfram til næstu mánaöamóta meðan viðræður fara fram um áframhaldandi veiðiheimildir þeim til handa. Þá eru hafnar við- ræður við Kúbu um hvar draga skuli miöllnur milli landanna i Mexlkóflóa. Loks barst sú fregn frá Banda- rlkjunum aö nokkur Afrikurlki, svo sem Angóla, Grænhöfðaeyj- ar, Ghana og Senegal, heföu þeg- ar fært út fiskveiöilögsögu slna i 200 mllur. Grœnlandsráðið: 200 mílur eína lausnin Kaupmannahöfn 9/6 ntb — A fundi Grænlandsráðsins, sem fer meö málefni Grænlands i umboöi dönsku stjórnarinnar, i dag varö sú skoöun ofaná aö eina Ieiöin til aö ieysa fiskveiöivandamál græn- lendinga væri sú aö lýsa yfir 200 milna efnahagslögsögu. Ráðið telur þó best að bíða úr- slita hafréttarráðstefnunnar sem heldur næsta fund sinn i haust. Formaður ráðsins, Lars Chem- nitz.sagði hins vegar að ef enginn árangur yrði af ráðstefnunni bæri grænlendingum nauðsyn til að færa fiskveiðilögsögu sina út ein- hliða eins og mörg önnur riki hafa þegar gert. í skýrslu frá grænlandsmála- ráðuneytinu kemur fram að rækjustofninn við Grænland er I einna meciri hættu. Er vitað um 40 skip frá öðrum löndum en Grænlandi sem stunda veiðar á úthafsrækju á grænlenskum fiski- miðum. Rækja fellur ekki undir kvótaskiptingu sem gerö er á al- þjóðavettvangi. en danir hafa nú lagt til aö Norðaustur-Atlants- hafsnefndin setji verndunarregl- ur um rækju. ALÞYÐUBANDALAGSFERÐIN Farið upp að Þórisvatni Rœtt við Þór Vigfússon, sem verður aðalfararstjóri Hin árlega Alþýðu- bandalagsferð verður sunnudaginn 27. júni nk. Þjóðviljinn hafði samband við Þór Vig- fússon menntaskóla- kennara en hann verð- ur aðalfararstjóri ferðarinnar að þessu sinni. Þór sagði að ferðaáætlunin væri sú að ekið verður austur yfir Hellisheiði, farið um Selfoss og upp Landsveit og síðan um Sigöldu aö Þórisvatni. Til baka verður farin sama leið fyrst, en siðanyfir nýju Þjórsárbrúna of- an við Búrfellsvirkjun, niður Þjórsárdal og um Skeiö. Þetta er mjög skemmtileg leið og margir fallegir staöir aö skoöa, sagði Þór. Fyrri ferðir Alþýðubanda- lagsins i Reykjavik hafa verið mjög vel heppnaðar og fjöl- mennar, enda hefur verið lögð áhersla á að fá landsþekkta og reynda leiðsögumenn I hverja rútu. Björn Th. Björnsson, sem verið hefur yfirfararstjóri i mörg ár, getur ekki orðið með núna vegna dvalar erlendis. Lagt verður af staö klukkan 8 að morgni eins og venjulega og komiö heim um 9-leytiö um kvöldið. Kostnaði verður I hóf stillt og allt berídir til að þátt- tökugjald verði undir 2000 krón- um. Nauðsynlegt eraðfólkhafi nesti með sér. Hægt er að leita upplýsinga i skrifstofu Alþýðubandalagsins i Reykjavik að Grettisgötu 3 — sími 28655 — og þar er tekið viö pöntunum. —GFr BARUM BREGST EKKI Fólksbíladekk Kynnið ykkur hin hagstæðu verð. TÉKKNESKA B/FRE/ÐAUMBOÐIÐ Á ÍSLAND/ H/F AUÐBREKKU 44—46 KÓPAVOGI SÍMI 42606

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.