Þjóðviljinn - 14.09.1976, Blaðsíða 1
UOÐVIUINN
Þriðjudagur 14. september 1976. —41. árg. —204. tbl.
Framkvæmdastjórn Sjómannasambandsins
Afnemið ólánslögin
Samtök sjómanna veröa að treysta áhrifamátt sinn
Framkvæmdastjórn Sjómanna
sambands tslands mótmælir
harólega setningu bráöa-
birgöalaga rikisstjórnarinnar um
bindingu launakjara fiskimanna.
Stjórnin bendir á aö ekkert lá
fyrir um stöðvun fiskiflotans og
lögin þvi sett aö óþörfu og gjör-
samlega tiiefnislausu.
Þannig hefst ályktun sem
framkvæmdastjórn Sjómanna-
sambandsins geröi á fundi sinum
i gær. Ennfremur segir i á-
lyktuninni:
Um leiö og framkvæmdastjórn
Sjómannasambandsins skorar á
rikisstjórnina að afnema nvi
þegar þessi ólánslög, vill hún
jafnframt beina þvi til samtaka
sjómanna að treysta áhrifamátt
sinn á þann hátt, aö þau komi
fram sem ein órofa heild bæði við
samninga og i sókn og vörn varð-
andi önnur mál, er sjómanna-
stéttina varðar sérstaklega.
Skólarnir eru nú byrjaðir af fullum krafti. Jón Valgeir og Óli Guölaugur sem sjást hér á myndinni eru aö
vinna aö verkefni I heilsufræði i 6. G i Breiöholtsskóla. Sjá nánar i opnu. (Mynd: eik)
Sædýrasafnið í Hafnarfirði:
Oft verið kvartað
en ekkert aðhafst
Stjórn safnsins
ábyrg fyrir
rekstrinum
Þjóöviljinn birti á föstudag-
inn var grein eftir Borgþór
Kjærnested um aöbúnaðinn i
Sædýrasafninu og þá vanhirðu á
dýrum sem þar er látin viö-
gangast, svo ekki sé meira sagt.
Margir hafa komið aö máli viö
blaöið og þakkaö þessa grein og
tekiö undir þaö sem i henni
kemur fram.
Sædýrasafnið er sem kunnugt
er rekið fyrir styrktarfé frá
nærliggjandi sveitarfélögum og
rikinu auk annarra og á að
starfa samkvæmt reglugerð,
sem menntamálaráðuneytið
•setti um starfsemi þess. Fram-
kvæmdastjóri safnsins er Jón
Kr. Gunnarsson, en i stjórn þess
eiga sæti ýmsir fulltrúar þeirra
aðila, sem aö rekstri safnsins
standa. Þeir eru: Höröur
Zophaniasson, skólastjóri, for-
maður, Markús örn Antonsson,
borgarfulltrúi, Axel Jónsson,
alþingismaður, Helgi Jónasson,
fræðslustjóri, Jón Tómasson,
Forstööumaöurinn fóörar sel.
simstöðvarstjóri i Keflavik og
Ragnar Pétursson, kaupfélags-
stjóri i Hafnarfirði. Þar sem
ætla verður að stjórn safnsins sé
ábyrg fyrir rekstrinum og eigi
að svara framkominni gagnrýni
fjölmiðla á hann, var haft sam-
band við Hörð Zophaniasson
formann hennar, en hann var þá
nýkominn frá útlöndum og ekki
reiðubúinn að svara þessu
strax, en ákveðið var að Þjóð-
viljinn hefði samband við hann
seinna i þessari viku.
Bæjarfógetinn i Hafnarfirði á
að sjá um að reglugerð fyrir Sæ-
dýrasafnið sé framfylgt, en
Framhald á bls. 14.
Þjóðviljahúsið:
Lokaátakið að hefjast
í fjársöfnun fyrir húsið
Sjálfboðaliðar luku við að mála
húsið að innan um síðustu helgi
Eins og getiö hefur veriö i
blaöinu er nú aö hefjast loka-
átakiö viö söfnun vegna
Þjóöviljabyggingarinnar. Þeg-
ar hafa um 400 manns látiö 25
miijónir króna af hendi rakna,
en enn vantar herslumuninn eöa
5 miljónir króna tii þess aö unnt
sé aö tryggja þaö aö Þjóöviljinn
geti flutt starfsemi sina i nýja
húsiö aö Siöumúla 6.
Sú söfnun sem nú er að hef jast
miðast við tvo aðalþætti:
1. Söfnun á hlutafé I húsið,
sem hver og einn stuðnings-
maður er skrifaður fyrir.
2. Söfnun á framlögum til
Þjóðviljans, en þau verða notuð
til þess aö Þjóðviljinn geti sjálf-
ur eignast stærri hlut i húsinu.
Allar upplýsingar um söfnun-
ina eru veittar á skrifstofu Al-
þýðubandalagsins á Grettisgötu
3, siminn er 28655.
Auk þessarar fjársöfnunar
hafa margir lagt lið með sjálf-
boðavinnu við bygginguna. Um
helgina siðustu luku sjálfboða-
liðar við að mála húsið að innan.
Blaðið færir sjálfboðaliðunum
kærar þakkir, og allar upp-
lýsingar um frekari sjálfboða-
liðsvinnu er einnig að hafa á
Grettisgötu 3.
Fyrir neðan
allar hellur
Könnun á vegum Bílgreinasam-
bandsins á þjónustu úti á landi
Ingimar Hansson verk-
fræöingur hefur gert könnun á
vegum Bilgreinasambandsins á
aöstööu bifreiöaverkstæöa á
Vesturlandi, Vestfjöröum og
Austfjöröum. Fram kom aö þess-
ir landshlutar búa viö mun lakari
þjónustu heldur en gerist hér á
SV-landi og þarf aö gera stórátak
til aö kippa þeim málum I lag.
Ingimar notaði SV-land sem
samanburðarsvæði og sýndi
samanburðinn eftirfarandi:
1. Þörf er á mikilli fjölgun við-
gerðamanna á fyrrnefndum
þremur landsvæðum eða um 60-
70% til að þeir verði tiltölulega
jafnmargir og syðra.
2. Bifvélaviðgeröamenn fara i
stórum stil I önnur störf. Að-
búnaöur á vinnustað er töluvert
lakari en i Reykjavik.
3. Rekstur verkstæða á land-
svæöunum er mjög ótraustur.
Þau eru smá og illa tækjum búin
og viðgerðirnar mjög árstiöa-
bundnar. Sérþjónustu vantar
yfirleitt og varnarviðhald þekkist
naumast.
Einnig kemur fram i könnun-
inni að þjónustu umboða á land-
svæöunum er mjög ábótavant og
um helmingur islenskra umboða
sinnir vart meira en frumþjón-
ustu. Sendingarkostnaður veldur
þvi að varahlutirnir eru ca. 10-
15% dýrari en I Reykjavik.
Sending á smáhlut kostar jafnvel
allt aö 2 þús. krónum.
—GFr
Hækkun á mjöli og lýsi
Skilar 2.6 milj-
örðum króna
Ef miöaö er viö sama útflutning
héöan á fiskimjöii og Iýsi og var á
siöasta ári má reikna meö aö
vegna veröhækkana á lýsi og
mjöii á mörkuöum gefi út-
flutningurinn okkur 2,6 mil-
jöröum meira i aöra hönd á einu
ári en fékkst á árinu 1975.
Eins og skýrt var frá i biaöinu
fyrir helgi hefur orðið 17%
hækkun á lýsi og allt að 64%
hækkun á mjöli á mörkuðum er-
lendis.
A árinu 1975 var flutt út lýsi að
verðmæti 1.523.4 miljónir króna.
Hækki ársframleiösla um 17% i
verði yrði útflutningsverðmæti
hennar 1.782.4 miljónir króna.
Hækkun um 259 miljónir.
Árið 1975 var flutt út mjöl fyrir
3.965,5 miljónir króna. Miöaö við
þann útflutning á 60% hærra
verði gæfi hann 6.344,8 miljónir
króna i aðra hönd. Hækkun um
2.379.3 miljónir.
Samtals næmi þvi aukin krónu-
tala fyrir þessar tvenns konar út-
flutningsvörur 2.638,3 miljónum
króna á heilu ári.
Framhald á bls. 14.
Alþýðusamband Austurlands
gagnrýnir bráðabirgðalögin
SJÁ BAKSÍÐU