Þjóðviljinn - 02.12.1976, Page 2

Þjóðviljinn - 02.12.1976, Page 2
Skrifið eða hringið. Sími: 81333 Frá v. tilh.: Sigurgeir Scheving, (Peter Klynn) Unnur UuOjónsdóttir, (Bessie Burgess) Sveinn Tómas son (Fluther Good). Ljósm.: Guömundur Sigfússon, Vestmannaeyjum. Plógur og stjörnur í Vestmannaeyjum Hinn 13. nóv. s.l. frumsýndi Leikfélag Vestmannaeyja irska leikritið Plógur og stjörnur, eftir Seani O’Casey. Leikurinn er látinn gerast i páskaupp- reisninni 1916. Má þvi segja, að leikurinn eigi erindi til fólks i dag, þegar svipuð skálmöld, af náskyldum toga spunnin, geisar i þessu sama landi. Leikritið er nöpur gagnrýni, jafnvel háð, á hugsjónir og hetju- lund striðshetjanna og stuðningsfólk þeirra. Þá kemur þaö og fram, aö oft leynist göfugt hjarta bak viö hrjúft yfirbragö, en þar á ég viö hana Bessie gömlu, sem hún Unnur Guöjónsdóttir leikur svo snilldarlega. Persónur og leikendur i leik- ritinu eru: Jack Clitheroe, múrari, for- ingi I írska borgarahernum, (Guömundur P. Asgeirsson) Nora, kona hans, (Anna Þóra Einarsdóttir), Peter Flynn, verkamaöur, frændi Nóru, (Sigurgeir Scheving), Vovey, pipulagningamaöur, ungur frændi Jacks, (Bergur J. Þóröarson), Bessie Burgess, götuávaxtasali, (Unnur Guöjónsdóttir), Frú Gogan, hreingerningakona, (Edda Aðalsteinsdóttir), Mollý,; berklaveik dóttir hennar, (Asgeröur ólafsdóttir), Fluther Good, trésmiöur, (Sveinn Tómasson), Brennan, hænsna- slátrari, kapteinn i frska borgarahernum, (Sigurjón Guömundsson), Langon, rikis- starfsmaöur, leutinant I irska borgarahernum, (Björn Bergs- son), Barþjónn, (Magnús Magnússon), Rósa Redmond, gleðikona, (Björg Pétursdóttir). Kona, (Asa K. Bjartmars), Stoddart, liöþjálfi, (Guömundur Jensson), Rödd ræöumanns, (Pétur Einarsson), Dublinbúar, (Gunnar Sigurmundsson, Jóh. Agúst Stefánsson, Arndis Egils- son, Dlana Ellertsdóttir, Baldvina Sverrisdóttir og Jón H. Gislason). Leikstjóri er Magnús Axelsson, en leikritiö er þýtt af Sverri Hólmarssyni. Þarna léku margir okkar reyndu leikara, sem aldrei bregöast, en einnig þó nokkuö af nýju fólki, sem minni reynslu hefur, og mun þaö, aö flestra dómi, hafa staöist prófraunina meö snilld. Vil ég þar einkum nefna önnu Þóru Einarsdóttur, sem fór meö mjög erfitt og stórt hlutverk. Tókst henni þaö vel, einkum i 3. og 4. þættinum. Þar má segja aö hún færi á kostum. Ég held ég megi fullyröa, aö enginn muni sjá eftir þeim tima eöa inngangseyri, sem fór I aö horfa á þennan leik. Og ég held, aö vestmannaeyingar sann- reyni nú sem oftar, aö ekki þarf aö fara f Þjóöleikhúsiö til aö sjá góöan leik. Þórarinn Magnússon. Frá v. til h.: Anna Þóra Einarsdóttir (Nóra) Guömundur P. Asgeirsson, (Jack Clitheroe), Unnur Guöjónsdóttir, (Bessie Burgess), Sveinn Tómasson (Fluther Good). Ljósm.: Guöm. Sigfuss. Vestmannaeyjum. ætti aö banna allan innflutning á sterku vini nema eins og eina tegund af koniaki eöa viskyi. öörum áfengisvökva er hreinn óþarfi aö vera aö ausa inn i landiö, þaöerbara bruðl. I þágu hvers er þetta flutt inn i landiö? Hverjir græöa á þeim innflutn- ingi? Loks vil ég koma á framfæri þeirri tillögu, aö vinnutlmann ætti aö stytta niöur I 38 klst. á viku. Þaö er auövelt aö greiöa fólki lifvænleg laun fyrir þann vinnutima, ef einhver stjórn er höfö á málunum og fjármagniö ekki látiö renna I aðrar áttir og hafna þar, sem sfður skyldi. örn Asmundsson, bifvélavirki. Það er alþýðunnar að mynda hér „réttlátt þjóðfélag Ég sendi Bæjarpósti þessar linur þvi ég veit að þær verða hvergi birtan annarsstaðsr. Það er lágmarks- krafa, að kaup hækki um 60% almennt. Miða ég þá við tvö nágranna- lönd okkar, Danmörku og Sviþjóð. Meira að segja greiðir rikið barnafólki húsleigu- styrk. Leiga fyrir ibúð, sem er að stærð 3 herbergi og eidhús, er um 30 þús. kr. á mán- uði. Þar af greiðir ríkið um 12 þús. kr. og er þá miðað við kronuvesa- linginn okkar hér á Is- landi. Kaup er rúmar 200 þús. kr. á mánuði fyrir 8 klst. vinnudag, 5 daga vikunnar. Iðnaðar- menn hafa ivið meira. Af þessu er ljóst, aö hér á landi hefur raunverulega rikt þrælahald i áraraöir, nema I tiö vinstri stjórnarinnar, þá fyrst fór aö brydda á þolanlegri kaup- getu hjá almenningi. En auö- vitaö þurfti framsókn aö eyöi- leggja þaö allt, enda aldrei get- aö haldiö lengi um stjórnvölinn I einu. Samt skulu þeir njóta sannmælis um dugnaö viö brúargeröir o .fl., nóg er nú þrátt fyrir þaö. Ef algjör eymd og volæöi á ekki aö dynja yfir þessa þjóö þá veröur öll alþýöa aö taka höndum saman um aö skapa hér þjóöfélag, sem hæfir siöuöum mönnum, enn er þaö ekki oröiö of seint en þvi fyrr þess betra. Allskonar eiginhagsmunaklikur og eiginhagsmunasjónarmiö riöa hér húsum og er ekki á góöu von meöan þvi fer fram. Og svo vikiö sé aö ööru: Allur innflutningur á áfengi á aö vera háöur rikinu milliliöalaust. Viö höfum ekkert aö gera meö brennivinsmilliliöi. Ef þjóöin þarf aö drekka þá getur hún þaö án slikra umboösmanna. Siöan „Sjómennskan er ekkert grín99 Bæjarpósti-Landshorm bárust á dögunum eftirfarandi stef og þarfnast þau ekki skýringa: Utivist: Bárugnöldur berst aö eyrum köldum — Öngla höldar úti þar undir földum þokunnar. Hafið og dropinn: Dropinn holar harðan stein hafiö molar klettahlein. Bylgja skolast ein og ein — yfir þolin sjómannsbein. E.H.G Sjöfaldur Sólnes og ógurlegur að auki Eftirfarandi staka fannst fjúkandi hér um Siöumúlann núna i noröanáttinni: Sólnes eitt og Sónes tvö, Sólnes þrjú og fégur, Sólnes fimm og sex og sjö, Sólnes ógurlegur.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.