Þjóðviljinn - 02.12.1976, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 02.12.1976, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 2. desember 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Ávarp miðnefndar herstöðvaandstæðinga til ASÍ-þings Öllu afli verði Miðnefnd Samtaka her- stöðvaandstæöinga sendir 33. þingi Alþýðusambands Islands jkveðjur og heillaóskir. A liðnum áratugum hafa samtök verka- lýðsins hvað eftir annaö gegnt forystuhlutverki i islenskri þjóðfrelsisbaráttu og enn eiga þau þar mikið verk að vinna. Landhelgisstriö islendinga og breta hefur áþreifanlega leitt i ljós hvernig stjórnmálaafli Islenskrar auðstétar er ekki aðeins beitt gegn hagsmunum alþýðunnar i átökum um launa- og kjaramál heldur er hún eöli sinu samkvæmt stöðugt reiðu- búin að fórna hagsmunum vinn- andi stétta til skemmri og lengri tima þegar stundarávinningur er í boöi. Enn ásælist erlent vald Islenskar auðlindir og leyfi til umsvifa á Islensku yfirráöa- svæði. Gegn þeirri ásælni er staðfast viðnám alþýðusamtak- anna öruggasta vörnin. Áðild Islands að Nató og herstöðvar Bandarikjanna I landinu eru nú ásamt ásælni erlends auðvalds I hagnýtingu islenskra auðlinda alvarlegasta ógnunin við islenskt fullveldi og möguleika íslenskrar alþýðu til að skapa mannsæmandi þjóðfélag I landinu. Ófyrirleitnir fjárgróða- menn og pólitlskir spákaup- menn vilja nú notfæra sér ásókn Bandarikjanna og annarra Natólanda i hernaðaraðstööu hér til að afla Islenskri auöstétt stundargróða sem mundi binda þjóðina til langframa á klafa erlends hervalds og auðvalds, klafa sem hægt yrði að festast á en bágt að vikja af. Nú er það ekki sist komið undir samtökum Islensks verkalýðs að takast megi að staðfesta með þjóðinni það hugarfar að aðeins meö þvi að treysta á eigin mátt og megin geti hún lagt hér grundvöll aö samfélagi sem ekki þarf á ölmusu aö halda en getur frjálst og óháð tekið þátt i alþjóölegri beitt baráttu fyrir frelsi og lifsham- ingju alþýðu allra landa. Samtök herstöðva- andstæðinga skora á Alþýðusamband íslands ■ að standa fast gegn öllum samningum u m v e i ð a r EBE-landa i islenskri fiskveiði- lögsögu, ■ að standa fast gegn ásælni erlendra auðhringa i hag- nýtingu islenskrar orku og annarra auðlinda, ■ að beita öllu afli sinu til styrktar barátt- unni gegn aðild íslands að Nató, fyrir brottför banda- riska hersins úr landinu og her- stöðvalausu íslandi. Von á uppljóstrun i mútumálum: Háttsettur suðurkóreu- maður gefur sig fram Kohl Strauss Kohl og Strauss bera saman bækur BONN 1/12 Reuter — Leiötogar hægriflokkanna tveggja i Vestur- Þýskalandi, sem eru i stjórnar- andstöðu, hittust i dag til að ræða samskipti flokka sinna á þingi i framtiðinni, nú þegar þeir starfa ekki lengur saman sem einn flokkur. Eins og kunnugt er ákvað CSU-fiokkurinn i Bæjaralandi, sem stjórnað er af Franz Josef Strauss, fyrir tveimur vikum að siita sambandinu við Kristilega demókrataflokkinn, en þessir flokkar hafa starfað saman sem einn frá stofnun vesturþýska sambandslýðveldisins. Helmut Kohl, leiðtogi kristi- legra demókrata, sagði að þeir Strauss hefðu ræðst við af hrein- skilni og stundum verið harðorð- ir. — Sambandsslitin eru einkum talin stafa af þvi, að CSU hafi orð- ið fyrir vonbrigðum með að hægriflokkunum tókst ekki að fella rikisstjórn sósiademókrat'1. og frjálsdemókrata undir forsæá Helmuts Schmidt i kosningunum til sambandsþingsins i byrjun október. Angóla gengur í Sþ. SAMEINUÐU ÞJOÐUNUM 1/12 Reuter — Angóla var samþykkt inn i Sameinuðu þjóðirnar sem 146. aðildarriki þeirra i dag. Var tillagan um þetta samþykkt meö 116 atkvæðum gegn engu á alls- herjarþinginu, en Bandarikin sátu hjá eitt rikja. 1 júni s.l., þeg- ar inntökubeiöni Angólu var fyrir Oryggisráðinu, beittu Bandarikin neitunarvaldi til að hindra sam- bvkkt beiðninnar. 1 slðustu viku, þegar inntökubeiðnin kom fyrir öryggisráðið á ný, endurtóku Bandarikin hinsvegar ekki beit- ingu neitunarvaldsins og munu hafa farið þar að áskorunum Af- rikurikja. WASHINGTON 1/12 Reuter — Háttsettur starfsmaður við sendi- ráð Suður-Kóreu I Bandarfkjun- um, sem jafnframt er talinn vera háttsettur i KCIA, suðurkóre- önsku leyniþjónustunni, hefur gefið sig fram við bandarfsku inn- anrfkisleyniþjónustuna (FBI), lofað að gefa upplýsingar um til- raunir stjórnar sinnar til að snúa bandariskum þingmönnum á sitt band með mútum og gjöfum og auk þess beðið um hæli i Banda- rikjunum sem pólitiskur flótta- maður. Maöur þessi, sem heitir Kim Sang Keún, er skráður fyrsti rit- ari suöurkóreanska sendiráösins en raunverulega talinn vera yfir- maður aðgeröa KCIA I Banda- rikjunum. FBI hefur undanfariö haft til athugunar ásakanir þess efnis, að siöan 1970 hafi erindrek- ar Suður-Kóreustjórnar boriö fé og gjafir á bandariska þingmenn, haldið þeim veislur og svo fram- vegis, i þvi skyni að tryggja fylgi þeirra við Suður-Kóreustjórn. Blööin New York Times og Washington Post héldu þvi fram I dag að Kim þessum heföi nýlega verið fyrirskipað af stjórn sinni Framhald á 14. siðu Líbía kaupir sig inn í Fiat TÓRINO 1/12 — Libia er I þann veginn að eignast nærri 10% Fiat-bifreiðaverksmiðjanna itölsku, stærsta einkafyrirtækis ttaliu, með þvi að veita nýju fjár- magni inn í fyrirtækið, og talið er að hlutur libiumanna I fyrirtæk- inu muni hækka upp I 13% með skuldabréfa viðskip tum. Er þetta haft eftir Giovanni Agnelli, forstjóra Fiat, sem er voldugasti einkaatvinnurekandi Italíu. Þrátt fyrir þessa sókn Líbíu inn i fyrirtækið mun Agnelli-fjölskyldan áfram eiga meirihluta I þvi. I þessu sambandi er minnt á að stutt er siöan að Iran, annað riki sem auðgast hefur mjög á oliu, keypti fjóröung hlutabréfa i vesturþýska auðhring Krupp. 1ÓL Á KANARÍEYJUM AUKAFERÐ 11. DES. ' ' ■ ■ Vegna hinnar gífurlegu eftirspurnar um jólaferðir, y settum við upp 17 daga auka: • ferð til Kanaríeyja. Brottför kl. 8 á laugardagsmorgun 11. des. og komið heim að kvöldi mánudags 27. des. Við viljum sérstaklega beina því til hinna fjölmörgu viðskiptavinaokkar og annarra, sem ekki gátu fengið pláss í hinum jólaferðunum að panta strax. Hægt er að velja um gistingu á flestum hinum vinsælu íbúðum og hótelum, sem þúsundir Sunnufarþega þekkja af eigin raun á Cran Canaria; LAS PALMAS, PLAYA DEL INGLES, SAN AUCUSTIN OG PUERTO RICO, ásamt TENERIFE. Pantiðstrax, þaðer auðveldara f.vrirokkur og betra fyri.r ykkur, meðan plássertil Verið velkomin og takið þátt í hinni glæsilegu og nægt að velja úr gististöðum jólahátíö Sunnu á PLAYA DEL INGLES á jóladag. Matarveizla og jólatrésskemmtun. INNAN VIÐ 20 SÆTI LAUS. .FERflASKRIFSTOFAN SUNNA IJFKJARGðfU 2 SÍMAR 10400 12070.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.