Þjóðviljinn - 02.12.1976, Síða 11

Þjóðviljinn - 02.12.1976, Síða 11
Fimmtudagur 2. desember 1976 ÞJÓÐVILJINN SÍÐA n Boð um að sýna og Matta Úr sýningu Skagaleikflokksins á Puntila og Matta. Þaö er ekki oft sem áhugamenn fá tækifæri til þess ab sýna I Þjóöleikhúsinu. Skagamenn sýna í Þj óðleikhúsinu — allur ágóði rennur til Guðmundar Magnússonar, leikara9 sem slasaðist i Paris Það er ekki á hverjum degi, sem áhugaleikfélög sýna verk sin á sviði Þjóöleikhússins en á mánudagskvöldið kemur mun Skagaleikflokkurinn á Akranesi sýna þar leikrit Bertolt Brechts „Puntila bóndi og Matti vinnu- maður”, sem flokkurinn hefur sýnt á Akranesi og viðar siöustu vikur i leikstjórn Guðmundar Magnússonar leikara. Skömmu eftir frumsýningu leikritsins hélt Guðmundur utan til Parisar, þar sem hann hefur veriö við nám. Þar varð hann fyrir þvi slysi aö falla niður af 5. hæð i húsi og slasaðist mjög alvarlega. Það hefur orðið að samráði forráöamanna Þjóðleikhússins og Skagaleikflokksins að hafa eina sýningu á Puntila og Matta á Stóra sviði Þjóðleikhússins og gefa allir aðilar þar vinnu sina þetta kvöld, bæði starfsfólk og leikarar Skagaleikflokksins og það starfsfólk Þjóðleikhússins, sem kemur við sögu vegna sýningarinnar. Allur ágóði af sýningunni rennur til Guðmundar Magnússonar til greiðslu á lækniskostnaði vegna slyssins. Sýningin á Puntila og Matta hefst kl. 20 á mánudags kvöldið og eru aðgöngumiðar seldir i miðasölu Þjóöleik- hússins eins og á aörar sýningar hússins. Leikritið „Puntila og Matti” er meðal vinsælustu leikrita Bertolts Brechts. Það var leikið i Þjóðleikhúsinu fyrir nokkrum árum við góðar undirtektir og fóru þá Róbert Arnfinnsson og Erlingur Gislason meö aðal- hlutverkin. 1 sýningu Skagaleik- flokksins leikur Anton Ottesen Púntila bónda og Þorvaldur Þorvaldsson Matta vinnumann. Vaka Haraldsdóttir leikur Evu, dóttur Púntila. Sendiráðs- fulltrúinn er leikinn af Jóni Þ. Leifssyni, fjórar kærustur Púntila leika þær Hrönn Eggertsdóttir, Kristjana Ásgeirsdóttir, Kristrún Valtýs- dóttir og Guörún Kristj- ánsdóttir. Gerður Rafnsdóttir leikur Lænu matráðskonu og Kristin Ingólfsdóttir Finnu, stofustúlku. Allls koma milli 20 og 30 leikarar fram i sýning- unni. Leikritið er sýnt i þýðingu Þorsteins Þorsteinssonar, leik- mynd gerði Ævar Sigurðsson, lýsingu annaöist Hervar Gunn- arsson.og aðstoðarleikstjóri er Emilia Petrea Arnadóttir. Tónlistin i verkinu er eftir Paul Dessau. Sýningu Skagaleikflokksins hefur verið mjög vel tekið og vakið hrifningu þeirra, sem séð hafa. I umsögn i Morgunblaðinu 26. okt. s.l. segir Jóhann Hjálm- arsson meðal annars: „Guðmundur Magnússon, kunnur leikari, hefur sviðsett Púntila og Matta. Að minu viti hefur honum tekist frábærlega. Það er einkenndi sýningu Framhald á 14. siðu Bréf til þingmanna — vegna uppsagna 167 starfsstúlkna i mjólkurbúðum Heiðraði þingmaður Við starfsstúlkur i mjólkurbúö- um teljum aö viö meðferð hins svokallaða mjólkurbúðamáls höf- um viö borið mjög svo skertan hlut frá borði. Lögin nr. 68 frá 31. mai ’76 hafa eftirfarandi afleiðingar I för með sér að okkar mati. 1) Þau leiða til uppsagnar áður- greinds fjölda og allar líkur á verulegum erfiðleikum fyrir okk- ur að útvega okkur vinnu við hæfi. Sérstaklega á þetta við um eldri konurnar. T.a.m. er mikill fjöidi atvinnulausra eldri kvenna á biö- listum hjá Ráðningaskrifstofu Reykjavlkurborgar. Einnig hefur þegar sýnt sig aö kaupmenn eru ófúsir að ráða eldri konurnar. 2) Heil starfsstétt er lögð niður án tillits til þeirra erfiðleika sem það hefur I för með sér aö skipta um starf eða missa vinnu og standa uppi atvinnulaus. 3) í mörgum hverfum eru kaupmenn ekki reiðubúnir eða hafa alls ekki getu til að taka við sölu mjólkurvara, vegna miljóna stofnkostnaðar. 4) Það hefur þegar sýnt sig að þjónusta versnar við neytendur. Oft skortir ýmsar mjólkurvörur og fyrirhöfnin að ná til mjólkur- vara eykst i mörgum hverfum. Dæmi: Hafnarfjöröur. Við starfsstúlkur teljum að hæstvirtir þingmenn hafi hvorki tekið tillit til hagsmuna okkar né neytenda með lagasetningu þess- ari. Viö förum fram á að þér beit- iö yður fyrir þvi, að a.ni.k. 25 búöir verði reknar áfram þar sem þörfin er mest og þá i 5 ár. Þetta myndi þýða að hluta eistu kvenn- anna yrði tryggð örugg atvinna um nokkurt skeið og þau hverfi sem annars yrðu illa úti heföu áfram fyrri þjónustu. Við förum þvi fram á aö þér hlutist til um aö bráðabirgða- ákvæði við áðurnefnd lög verði fellt niður, enda stangast það á viö þá heimild sem heildsöluaðila er veitt i 5. grein sömu laga. Enn- fremur förum við fram á að þér háttvirti þingmaður hlutist til um það við stjórn mjólkursamsöl- unnar að krafa okkar nái fram að ganga. Svar óskast fyrir 17/12 Að lokum minnum við á að i undirskriftasöfnuninni gegn lok- un mjólkurbúöa söfnuðust 17.500 úndirskriftir neytenda, og það á tima sem mikill fjöldi fólks var i sumarfrium. Afrit af bréfi þessu sendist þingmönnum i Reykja- vik-, Reykjaneskjördæmi, auk landskjörinna þingmanna sömu kjördæma. (Afritaf bréfi þessu sendist öllum dagblöðum, útvarpi og sjón- varpi). Fyrir hönd stéttarfélags ASB, formaður samninganefndar Lilja Kristjánsdóttii Iiraunteig 9 TK76 ~~. .. ... Friðaða svæðið útaf Kögristækkað Sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út reglugcrð um stækkun friðaða svæðisins út af Kögri. Samkvæmt reglugerð þessari stækkar svæði þetta til austurs og takmarka^K nú af loran-linunni 46880. Effu þvi nú allar veiðar bannaðar á þessu svæði innan linu, sem dregin er á milii eftir- greindra punkta: a. 67 gr. 17’ 0 N 23 gr. 51’ 0 V b. 67 gr. 21 ’5 N 22 gr.03’OV C. 67 gr. 02’ 4 N 21 gr. 47’ 0 V ' d. 66 gr. 57’ 0 N 23 gr. 21’ 0 V A miðnætti 27. nóvember s.l. var hið lokaða svæði stækkað til suöurs og austurs. Var sú lokun gerö samkvæmt ábendingu eftir- litsmanns ráðuneytisins Gunnars Hjálmarssonar sem var um borð i m/b Ingólfi Arnarsyni og að viðhöfðu samráði við leiðangurs- stjdra á r/s Bjarna Sæmundssyni, dr. Sigfús Schopka, sem tilkynnti lokunina i útvarp og talstöðvar. Er þetta i fyrsta skipti sem gripið er til slikra skyndilokana sam- kvæmt heimild i lögum 81/1976 um veiðar i fiskveiðilandhelgi Islands, sem gildi tóku 1. júli s.l. Frekari rannsóknir á svæði þessu leiddu til þess að Hafrann- sóknastofnunin gerði tillögur til sjávarútvegsráðuneytisins um að felld yröu úr gildi stækkunin til suðurs en stækkunin til austurs yrði látin gilda áfram, þar sem i ijós kom að á þessu svæði var mest magn af smáfiski og fjöldi þorska undir 55 cm viðast hvar um og yfir 60%. T osveiðibann í Faxaflóa Til verndar veiðafœrum linu- og netabáta Sjávarútvegsráðuneytið hefur eins og á siðastliðnu hausti gefið út reglugerð um sérstakt liriu- og netasvæði út af Faxaflóa. Samkvæmt reglugerð þessari eru allar togveiöar bannaðar, tima- bilið 8. desember 1976 til 15. mai 1977 á svæöi út af Faxaflóa, sem markast af linu sem dregin er réttvisandi vestur frá Sand- gerðisvita i punkt 64 gr. 02’4 N og 23 gr. 42’ 0 V þaðan i punkt 64 gr. 20’ 4 N og 23 gr. 42 ’O og þaðan i réttvfsandi austur. Reglugerð þessi, er sett vegna beiðni stjórnar útvegsmanna- félags Suðurnesja i þeim tiigangi að koma i veg fyrir veiðarfæra- tjon unu- og neiaoata ai vökium togbáta, en veruleg aukning hefur orðið á linuútgerð frá Suður- nesjum á þessu hausti. Enn um „Kúabólu Hr. blaðamaður Þröstur Haralds- son. Þér svariö fljótt og kurteislega og eflaust rétt minni ómérkilegu athugasemd „Kúabóla — „Bólu- sótt” sem tekin var i blað yðar 30. nóv. Ég vil ekki biöja fyrrverandi samstarfsmenn mina s.s. yfir- lækni Barnadeildar H. R. aö eyða sinum dýrmæta tima i að skera úr um hver sé rétt nafngift sjúk- dómsins sem greinin fjallar um. Þvi sjálfsagt er meinlaust þó hann sé nefndur kúabóla hér eftir, a.m.k. ætti ég að láta mér á sama standa. Eg skrifaði mina grein eftir bestu samvisku, svo og til gamans og fróðleiks án þess að vilja litilsvirða biaðamannshæfi- leika yöar á nokkurn hátt. Vinsamlegast. Margrét „nokkur” Jóhannes- dóttir. Rifist um VIN 1/12 Reuter — Þingmenn stjórnar og stjórnarandstööu á austurriska þinginu fóru I hár saman dag út af afmælistertu, sem kostað hafði 13.000 austur- riska schillinga, en það samsvar- ar um 500 sterlingspundum. Rikisstjórnin hafði fengið bakari, sem forðum bakaði fyrir Austurrikiskeisara, til þess aö baka tertuna og færði hana að gjöf hinum fræga hljómsveitar- tertu stjóra Karli Böhm i tilefni átt- ræöisafmælis hans fyrir tveimur árum. Sakaði stjórnarandstaðan stjórnina um óþarfa eyðslu I þessu tilefni, en Kreisky rikis- kanslari svaraði þvi til að ekki heföi verið nema viðeigandi að sýna Böhm sóma meö þessum hætti og þar að auki hefði fil- harmóniuhljómsveit Vlnar étið tertuna alla, en hljómsveitarstjór inn sjálfur ekki fengiö agnarögn af henni.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.