Þjóðviljinn - 19.12.1976, Page 3
Sunnudagur 19. desember 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3
Martin Luther King og Helder Camara eru haföir meöspámönnum Gamla testamentisins.
Herforingjar
gegn alþýðlegri
Biblíuútgáfu
Meö þessari mynd stendur:
,,Hinn trúaöi tekur þátt f pólitfsku
lifi og ieitar, undir hvaöa stjórn:
skipulagi sem hann býr, sam-
féiags sem tryggir manniegan
viröuieik hverjum og einum”
Það er hægt að lesa Bibliuna, allt frá Mósebókum
til opinberunarbókar, sem boðskap við frelsun kúg-
aðra — undan pólitiskum harðstjórum jafnt sem
valdi Satans. Um tiu ára skeið hefur bibliutúlkun,
Þessi hneigð kom og fram i
sem stefnir i þessa átt, verið á dagskrá hjá vinstri-
sinnuðum kaþólskum fræðimönnum i Rómönsku
Ameriku og hefur hún orðið að sterkum andlegum
straumi sem kallast „guðfræði frelsunar”.
nýrri og alþýðlegri þýðingu á
Bibliunni sem undirbúin var I
Chile á dögum alþýðufylkingar-
stjórnar Allendes.
Þessi útgáfa er að þvi leyti ólik
Biblium sem skreytt eru hefð-
bundum málverkum af Kristi og
lærisveinum hans, aö útgáfan
notar nútima ljósmyndir og
neðanmálsathugasemdir til að
örfa pólitiska baráttu JBiblfa þessi
kom út á Spáni fyrst og hefur nú
verið prentuö tiu sinnum og verið
seld i 800 þúsund eintökum um
alla Rómönsku Ameriku.
Hin Ihaldssama herforingja-
stjórn Argentinu hefur nú lýst
striði á hendur öllum þeim sem
þessa Bibliu hafa undir höndum
og selja hana.
Argentinsk hægriblöð hafa
geisað mjög út af notkun ljós-
mynda I bókinni sem og athuga-
semdum. Til dæmis sýnir ein
myndin pólitiskan fund á Kúbu og
má þar greina mynd af Lenin.
Undir myndinni stendur „Hinn
trúaði tekur þátt i pólitisku lifi og
leitar, undir hvaða stjórnskipu-
lagi sem hann býr, samfélags
sem tryggir mannlegan virðuleik
hverjum og einum”. Að visu hafði
þessi mynd aöeins verið sett i þá
útgáfu Bibliunnar sem fór til
Kúbu. En argentinskir herfor-
ingjar þykjast hafa af nógu öðru
að taka. I Bibliunni eru innan um
texta spámanna Gamla testa-
mentisins myndir af Martin
Luther King og brasiiska biskup-
inum og Helder Camara, sem er I
hálfgerðu banni i landi sinu fyrir
sakir samstöðu með þeim snauö-
ustu I landi sinu. I Bibliunni er og
mynd frá New York með ritning-
Reyntað banna
„rauða” Biblíu
artexta sem þykir i þvi samhengi
andamriskur: „Komið, ég mun
sýna yður borgina miklu. Allir
hafa hórast með henni. Og I henni
hefur runnið blóð píslarvætta”. I
einni athugasemd við Lúkasar-
guðspjall er að finna svofellda at-
hugasemd um pólitíska fanga:
„Sumir herskáir kristr.ir menn
eru settir I fangelsi. Þeir eru
stimplaðir kommúnistar... En ef
til vill eru þeir sönn vitni Krists,
sem hafa, eins og Hann, verið
settir meöal illvirkja.”
Með og móti
Herforingjastjórnin heimtar nú
að sölu þessarar Bibliu sé hætt, en
hún hefur verið I umferð i Argen-
tinu i fjögur ár. Margir kirkjunn-
ar menn telja, að þetta bann sé
liður I herferð stjórnvalda gegn
mannréttindabaráttu kirkjunnar
manna. t Argentinu hefur þeim
klerkum og biskupum fjölgað,
sem hafa haldið uppi málsvörn
fyrir þá snauðustu og þá sem sæta
pólitiskum ofsóknum. óaldar-
flokkar hægrimanna hafa reynt
að hefna sin og hafa þeir m.a.
Höfum opnað nýja búð í
Ingólfstræti 1
(gegnt Gamla bíói)
Erum enn sem fyrr með mikið úrval af garni
og handavinnuvörum.
Höfum nú auk þess margs konar gjafavörur,
svo sem finnska, sænska og belgíska dúka og
löbera og sænsk efni í jóladúka og löbera,
ennf remur ýmsa muni úr leðri og tré og hand-
unna skrautmuni úr Capiz-skelplötum. Allt
mjög skemmtilegar jólagjafir.
Ágamla staðnum i Þingholtsstræti verður enn
um sinn útsala á garni og handavinnuvörum.
HoF
INGÓLFSSTRÆTI 1
myrtsjöpresta og einn biskup, en
rænt tiu kirkjunnar mönnum að
auki. Prestar halda samt all-
margir ótrauöir áfram að reyna
að hafa upp á fólki sem hægriliöar
hafa rænt
Reyndar er kirkjan klofin i
málinu. Sansierra erkibiskup hef-
ur fordæmt fyrrnefnda útgáfu
Bibliunnar sem kommúnistasam-
særi, og yfirklerkur hersins
Toitolo biskup hefur bannað
biblíu þessa fyrir sitt leyti, auk
þess heldur hann þvi fram, að
mannréttindi séu i engu skert i
Argentinu.
En útgáfan á lika sina mál-
svara meðal háklerka. Jaime de
Nevares erkibiskup i Argentinu
segist mæla eindregið með henni.
Manuel Sanchez, erkibiskup I
Consepcion, sem fyrstur gaf leyfi
til að hin rauða biblía yröi prent-
uð, játar að sumt sé mjög „sterkt
að orði kveðið” I útgáfunni. En
hann bætir þvi við, að frelsunar-
þemað setji Bibliuna I félagslegt
samhengi i nútimanum og sé I
anda margra yfirlýsinga kirkj-
unnar um „hið mikla félagslega
óréttlæti sem við búum við”.
HÓTEL LOFTLEIÐIR
■■Hitiai !■■■■■■■■■■•«■■■ !■«■■■■■■■
£
BLÓMASALUR, SUNDLAUG OG VEITINGABÚÐIR HÓTELANNA
VERÐA OPIN, SEM HÉR SEGIR UM HATIÐIRNAR:
Blómasalur Veitingabúð Hótel Loftleiða Sundlaug Esjuberg
Þo r 1 á k s- messa 12:00-14:30 19:00-22:30 05:00-20:00 08:00-11:00 16:00-19:30 08:00-22:00
Aðf anga- dagur 12:00-14:30 18:00-20:00 05:00-14:00 08:00-11:00 08:00-14:00
Jóladagur 12:00-14:30 19:00-21:00 09:00-16:00 15:00-17:00 LOKAÐ
2. jóladagur 12:00-14:30 19:00-22:30 05:00-20:00 08:00-11:00 16:00-19:30 LOKAÐ
Gamlársdagur 12:00-14:30 19:00-22* 00 05:00-16:00 08:00-14:00 08:00-14:00
Nýársdagur 12:00-14:30 19:00-22:00 09:00-16:00 10:00-14:00 LOKAÐ
GISTIDEILD HÓTEL ESJU VERÐUR LOKUÐ FRÁ HÁDEGI 24.
DESEMBER TIL 08:00 27. DESEMBER, OG FRA HÁDEGI 31.
DESEMBERTIL08-.00 2. JANÚAR. GISTIDEILD HÓTEL LOFTLEIÐA
OPIN ALLA DAGA.
Hótel Loftleiðir og Hótel Esja óska öllum viðskiptavinum sinum gleðilegra jóla og farsæls
nýárs og þakka ánægjuleg viðskipti.
I t**Vl —.
E
Vinsamlegast geymið auglýsinguna.