Þjóðviljinn - 19.12.1976, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 19. desember 1976
PWÐvmm
MÁiGAGN SÓSÍALISMA,
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS.
tJtgefandi: Útgáfnfélag Þjóöviljans.
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmanri
Ritstjórar: Kjartan óiafsson
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson
Umsjón meö sunnudagsblaði:
Arni Bergmann
(Jtbreiöslustjóri: Finnur Torfi Hjör-
leifsson
Auglýsingastjóri: Ulfar Þormóösson
Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar:
Siöumúia 6. Simi 81333
Prentun: Blaöaprent h.f.
NÝTING INNLENDRA ORKUGJAFA
Árið 1973 gerðust mikil og afdrifarik
tiðindi i heiminum. Oliuframleiðendur
ákváðu stórfellda hækkun á framleiðslu-
vörum sinum, og hafði sú breyting viðtæk
áhrif á efnahag þeirra þjóðfélaga sem háð
voru innflutningi á oliuvörum. Viða var
gripið til neyðarráðstafana, svo sem
skömmtunar, og samdar áætlanir um þró-
un i orkumálum sem gerðu riki óháðari
innflutningi á oliuvörum. Forsenda þess-
arar atburðarásar er sú staðreynd að oliu-
lindum jarðar eru takmörk sett, og þrot
þeirrar orkuuppsprettu verða nú reiknuð i
tugum ára. Framkvæmdir sem nú er unn-
ið að i sambandi við vinnslu oliu úr sjávar-
botni með óhemjulegum tilkostnaði
breyta litlu um þetta dæmi: endalokin
kunna að færast nokkra áratugi fram i
timann en eru þó augljós staðreynd.
Hækkunin á oliuvörum hafði mikil áhrif
á Islandi. Hún skekkti gjaldeyrisstöðuna
til mikilla muna, gerði útveg og ýmsar
greinar iðnaðar mun kostnaðarsamari en
áður og bitnaði afar hart á þeim sem not-
uðu oliu til húshitunar. Var gripið til
ýmissa bráðabirgðaráðstafana til þess að
létta og jafna þessi áhrif. En áhrifin voru
ekki aðeins neikvæð ef litið var lengra
fram i timann. íslendingar eru svo vel
settir að búa yfir mjög miklum orkulind-
um i vatnsföllum og jarðhita. Oliuhækk-
unin gerði þessar orkulindir mun verð-
mætari og nýtanlegri en áður var. Þvi fól
iðnaðarráðuneytið 1973, Orkustofnun,
Verkfræðiskrifstofu Sigurðar Thorodd-
sens og Seðlabankanum að hefja gerð
áætlunar um nýtingu innlendra orkugjafa
i stað oliu hvar sem þvi yrði við komið, við
húshitun, iðnað og fleira. Ljóst var að
þessi framkvæmd jafngilti verulegum út-
flutningsiðnaði og að arðsemin færi sivax-
andi jafnhliða þvi sem gengi á hinar tak-
mörkuðu oliulindir. Unnið var kappsam-
lega að þessum verkefnum, og upphafs-
skýrsla var lögð fyrir alþingi 1974.
Skýrslunni fylgdi ályktunartillaga þar
sem lagt var til að samin yrði fram-
kvæmdaáætlun, þar sem gert var ráð fyrir
að hitaveituframkvæmdum á landinu öllu
lyki á árinu 1977 og rafhitun yrði hvar-
vetna komin i gagnið 1981 þar sem ekki
væri kostur á jarðvarma. Þannig ákvað
vinstristjórnin að láta þetta verkefni hafa
algeran forgang i orkumálum.
Þegar stjórnarskipti urðu 1974 lét
Gunnar Thoroddsen iðnaðarráðherra það
verða fyrsta verkefni sitt að stöðva með
öllu þessa áætlunargerð. Hann hefur að
visu ekki stöðvað hitaveituframkvæmdir
þær sem hafnar voru, ákveðnar eða
áformaðar i tið vinstristjórnar, en hann
hefur látið geðþóttaákvarðanir ráða i stað
áætlana. Nýtingu raforku i stað oliu hefur
hann hreinlega stöðvað. Hann frestaði
lögn byggðalinu frá Suðurlandi til
Norðurlands með mjög alvarlegum afleið-
ingum. Hann hefur ekkert gert til þess að
tengja Vestfirði og Austurland við
heildarkerfið, en einmitt i þeim . lands-
hlutum er mest þörf raforku til húshitunar
og annarra þarfa. Hann hefur ekki tengt
rafstöðvar Landsvirkjunar við
byggðalinuna. Og nú hefur hann lagt fyrir
alþingi frumvarp um kisiljárnverksmiðju
i Hvalfirði, en að þeirra áætlun hafði verið
unnið áður en oliuverðhækkunin skóp ger-
breytt viðhorf. Verði tekin ákvörðun um
kisiljárnverksmiðju verða afleiðingarnar
mjög stórfelldar. Áformunum um oliu-
sparnað með rafhitun húsa er ýtt yfir i
fjarlæga framtið. Hefji kisiljárn-
verksmiðja störf á áætluðum tima verður
afleiðingin tilfinnanlegur raforkuskortur
á árinu 1980. Þvi yrði tafarlaust að taka
ákvörðun um nýja stórvirkjun sem kæmi i
gagnið fyrir þann tima. Eina virkjunin
sem hefur verið fullhönnuð þannig að unnt
verði að ráðast i framkvæmdir fyrirvara-
litið er Hrauneyjarfossvirkjun i næsta ná-
grenni Sigölduvirkjunar. Sú virkjun er
hagkvæm en staðarvalið er mjög óheppi-
legt. Sé áformað að tengja saman raf-
orkukerfi landsins alls þurfa orkuöflunar-
stöðvar að dreifast um landið til þess að
tryggja nauðsynlegt öryggi. Auk þess er
mjög háskalegt að kakka svo til allri raf-
orkuframleiðslunni saman á eldvirkasta
svæði landsins, einmitt á timaskeiði þegar
eldgos og landrek eru mjög virk fyrirbæri
á hnettinum, eins og jarðeldar og miklir
jarðskjálftar sanna.
Tillagan um kisiljárnverksmiðju er
hvorki einangruð né einföld. Hvað sem
menn kunna að segja um verksmiðjutil-
löguna sjálfa verða þeir einnig að gera sér
ljósar afleiðingarnar: Hættulegt misgengi
i þróun raforkumála, frestun á nýtingu
innlendra orkugjafa i stað oliu. Er ekki
ástæða til þess fyrir þá islendinga sem nú
búa við tilfinnanlegan orkuskort að ræða
við þingmenn sina og hvetja þá til þess að
hugsa i stað þess að hlýða.
—m.
CHILE-KANTATA
Þeir sem vilja fylgjast meö
gangi kvikmyndamála i þeim
iöndum sem kenna sig viö
sósialisma sperra upp eyrun
þegar minnst er á kvikmynda-
hátiðina í Karlovy Vary. 1 sum-
ar var þessi hátiö haldin i 20.
sinn og gerðust þar m.a. þau
gleðitiðindi að einn af bestu
kvikmyndastjórum tékka, Jiri
Menzel, er nú loks kominn i sitt
fyrra form aftur, en hann hefur
litið látið á sér kræia siðan 1968.
Við þessa frétt verður manni
á aö spyrja: hvar eru allir hin-
ir? þ.e. þeir sem ekki eru I út-
legð. Einsog menn muna voru
tékkar mjög framarlega á sviði
kvikmyndalistar fyrir innrás,
en heldur hefur verið sorglegt
að sjá frá þeim framleiðsluna
siðan. Hvað um það, nú er sem-
sé Menzel kominn á kreik og
tróð upp i Karlovy Vary með
bráðfyndna gamanmynd, ef
marka má gagnrýnendur.
Aðalverðlaun hátiöarinnar
féllu hinsvegar i hlut Humberto
Solas frá Kúbu fyrir myndina
Kantatan um Chile. Humberto
Solas fékk fyrstu verðlaun á
kvikmyndahátiðinni i Moskvu
1969 fyrir myndina Lucia, sem
mun hafa verið sýnd hér á veg-
um kvikmyndaklúbbsins.
Kantötunni um Chile er lýst
svo að hún sé afar óvenjuleg og
Kaupa sig inní
landhelgi USA
Erlend útgeröarfyrirtæki, bæði
I einkaeign og i opinberri eign,
reyna nú að fara i kringum þá á
kvörðun bandariskra stjórnvalda
að taka upp 200 milna fiskveiöi-
lögsögu og loka landheiginni sem
mest fyrir erlendum veiðiskipum.
Aðferð þeirra er sú að kaupa sig
inn i bandariskan sjávarútveg.
Þeir eru þá orðnir hluthafar i
bandariskum fyrirtækjum og eru
miöin þá aftur opin þeim sem
slikum. Eins og að likum iætur
ganga japanir á undan I þessum
kúnstum, og hafa rúmlega 30 út-
gerðarfyrirtæki fjárfest I banda-
riskum fiskveiðum. Finnar, hol-
lendingar, kanadamenn og suður-
kóreumenn eru einnig meö i
þessu stússi. Sovétmenn hafa lika
látið á sér kræla, Sovrybflot i
Moskvu hefur verið að semja við
Bellingham Cold Storage Inc.
mjög áhrifamikil. Formið er
einskonar kvikmyndakantata
eða óratoria, þar sem blandað
er saman tónlist, söguleik, goð-
sögnum, ljóðasöng, táknleik og
venjulegum frásagnarmáta.
Efnið er ástandið i Chile fyrr og
siðar, en kjarni frásagnarinnar
er verkfall i chilenskri námu ár-
ið 1907. Mikið blóðbað fylgdi
þessu verkfalli og voru 3600
verkamenn skotnir til ólifis.
Þrátt fyrir iburðarmikið form
er myndin beinskeytt og hörð á-
deila á herforingjana i Chile og
þau öfl sem að baki þeim
standa. Kantatan um Chile var
sýnd á kvikmyndahátiðinni i
London nú fyrir skemmstu, en
þar er jafnan sýnt úrval bestu
mynda sem komið hafa fram á
hinum ýmsu kvikmyndahátið-
um ársins.
FRÁ MENNINGARSJOÐI
NÝR BÓKAFLOKKUR: ÍSLENZK RIT
i samvinnu viö Háskóla islands
JÓN Á BÆGI5Á í útgáfu Heimis Pálssonar
BJARNI THORARENSEN i útgáfu
Þorleifs Haukssonar
HIÐ MERKA HEIMILDARIT SAGA REYKJA VIKURSKOLA
1. bindi
Fróöleiksbrunnur
og
Heimilisprýði