Þjóðviljinn - 19.12.1976, Síða 7
Sunnudagur 19. desember 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
fórkólfa Sjálfstæöisflokksins frá
árinu 1946 til samanburðar!!
En bandarikjamenn töldu Ólaf
Thors samt tækifærissinna og
trúðu honum vart, enda fór ekki
framhjá þeim áhugi ólafs fyrir aö
halda áfram stjórnarsamstarfi
við „kommúnista” sem lengst.
Frá Djúpadal til Dreyfus-
ar
>að voru aðrir sem bandarikja-
menn töldu sig geta treyst enn
betur.
Mörgum mun þykja fróðleg sú
mynd af fyrsta forseta islenska
lýðveldisins, sem fram kemur i
ritgeröinni i Skirni.
Þegar bandarikjamenn hyggj-
ast bera fram beiðni sina um her-
stöðvar til 99 ára þykir þeim
hlýða að ráðgast fyrst við helstu
trúnaðarvini sina, og meðal
þeirra er forseti lýðveldisins.
Ekki fer milli mála vilji Sveins
Björnssonar til aö greiða götu
bandarikjamanna á Islandi. Þór
Whitehead byggir á bréfi Dreyfus
sendiherra til Byrnes utanrikis
ráðherra Bandarikjanna frá 21.
og 24. sept. 1945 og segir (Skirnir
bls 134):
„Sveinn Björnsson forseti sagði
Dreyfus að nokkurra vikna frest-
ur gæti verið til bóta, þar sem Al-
þingi væri önnum kafið við verð-
stöðvunaraðgerðir. Einnig væri
æskilegt að fá þannig ráðrúm til
þess að „undirbúa jarðveginn” og
nýja stjórnarmyndun.
Þarna er sá maður, sem kjör-
inn var forseti lýðveldisins fáum
mánuðum áður á Þingvöllum 17.
júni 1944, að ræða við sendiherra
hins erlenda stórveldis um nauð-
syn þess að undirbúa vel jarðveg-
inn og skipta um rikisstjórn i
landinu, svo að hægt verði að
tryggja beiðni risaveldisins um
varanlegar herstöövar á Islandi
framgang.
Ósköp virðist Sveinn Björnsson
hafa verið kominn langt frá sin-
um Djúpadal þegar hann situr
þetta haustkvöld fyrir röskum 30
árum á launmæli viö Dreyfus
sendiherra. En það er margt sem
kemur upp, þegar hulu leyndar-
innar er svipt burt.
Besti vinur Bandaríkjanna
Einn er þó sá maöur sem
bandarikjamenn hafa á þessum
árum greinilega treyst öllum öðr-
um betur, en það er Vilhjálmur
Þór, þá fyrrverandi utanrikisráð-
herra i utanþingsstjórninni, og
um langt árabil einn mestur á-
hrifamaður i Framsóknarflokkn-
um — sá maðurinn sem fastast
knýtti böndin milli þeirra stjórn
málaafla, sem eru burðarás nú-
verandi rikisstjórnar.
Þegar ólafur Thors biður
bandarikjamenn um frest á frest
ofan, svo að herstöðvabeiönin
verði ekki opinbert mál fyrir al-
þingiskosningarnar 1946, en lofar
öllu fögru eftir kosningar, — þá er
það Vilhjálmur Þór, sem eindreg-
ið hvetur bandarikjamenn til að
gefa Ólafi enga fresti.
Þór Whitehead byggir á bréf-
um Dreyfus sendiherra Banda-
rikjanna til utanrikisráðherra
Bandarikjanna frá 3., 4. og 13.
október 1945 og segir (Skirnir bls
138) :
„Tillaga Sveins Björnssonar
forseta um nýja stjórnarmyndun
sýnir, að máttarstóípar utan-
þingsstjórnarinnar lögðust á eitt
að nota herstöðvamálið til þess að
bola nýsköpunarstjórninni frá
völdum. Frá 1. okt. (þann dag var
herstöðvabeiðnin lögö fram, —
innsk. Þjv.) var Vilhjálmur i
stööugu sambandi viö Dreyfus og
eggjaði bandarikjamenn fast að
knýja Ólaf til þess að samþykkja
herstöðvabeiðnina tafarlaust.
Beiðnina bæri að birta til þess að
svæla þá út — það er bola islensk-
um sósialistum úr rikisstjórn.
Fyrir 30 árum var orðið „land-
ráð” alloft notað i stjórnmálaum-
ræðum. Það skyldi þó ekki hafa
verið við hæfi oftar en menn
grunar.
Úr bréfum Dreyfus sendiherra i
okt. 1945 les Þór Whitehead enn-
fremur þetta (Skirnir bls. 138 og
139) :
„Vilhjálmur og Jónas Jónsson
frá Hriflu fullvissuðu Dreyfus
um, að þingmeirihluti væri fyrir
leigusamningi en við drátt máls-
ins magnaðist andstaða komm-
únista. Ekki þyrfti aö sýta fall
nýsköpunarstjórnarinnar. Hún
ætti sér eðlilegan arftaka I sam-
steypustjórn Sjálfstæðis- og
Framsóknarmanna undir forsæti
Bjarna Benediktssonar.”
1 bréfi Dreyfusar sendiherra
frá 13. okt. 1945 til utanríkisráð-
herra Bandarfkjanna kallar hann
Vilhjálm Þór „besta vin Banda-
rikjanna á Islandi” og telur ekki
ástæðu til að efast um að her-
stöðvabeiðnin virki sem sprengja
á heimili nýsköpunarstjórnarinn-
ar, en þess sé að vænta að
„kommúnistar” týni brátt völd-
um og ný samsteypustjórn verði
mynduð með Vilhjálmi Þór,
„besta vini bandarikjamanna”
sem utanrikisráðherra.
Svo virðist sem sendiherra
risaveldisins hafi þegar hér var
komið sögu talið það vera i sinum
verkahring að skipa málum „kot-
rikisins” að vild húsbændanna i
Washington.
Og þegar Ólafur Thors reynir
að tefja málið fram yfir alþingis-
kosningar 1946 og hyggst fara
fram á „könnunarviðræður” i
stað „samningaviðræðna”, þá er
hroki bandariska sendiherrans
orðinn slikur, að hann bókstaf-
lega neitar að koma tilmælum
Ólafs á framfæri við Washington.
(Sjá Skirni bls 140)
Og þar skyldu vera kjarn-
orkuvopn
Þann 24. júli 1946 var Hugh S.
Cumming deildarstjóri Norður-
Evrópudeildar bandariska utan-
rikisráðuneytisins sendur til ís-
lands til að vinna' með sendi-
herranum að samningum um
áframhaldandi hersetu. Þá voru
alþingiskosningar um garð
gengnar, og svardagarnir frægu
að baki, en Keflavikur-
samningurinn sem gerður var um
haustiö i nánd. Þann 27. júli byrj-
ar Ólafur Thors leynilegar við-
ræður viö Cumming og Dreyfus
ásamt Bjarna Benediktsyni
og Pétri Magnússyni, sem
pá var fjármálaráðherra i ný-
sköpunarstjórninni.
1 skýrslu Dreyfusar um þessar
viðræður kemur fram m.a., að
bandarikjamenn hafi þá þegar
fariðfram á að fá aðstöðu og rétt-
indi til að hafa tiltæk kjarnorku-
vopn hér á landi („certain nucle-
ar miiitary rights”)— Sjá Skirni
bls. 157.
Full ástæða er til að menn taki
sérstaklega vel eftir þessum upp-
lýsingum, þvi að hingað til hefur
þvi verið haldið fram af islensk-
um ráðamönnum að aldrei hafi
veriö farið fram á það að kjarn-
orkuvopn yrðu geymd hér á landi.
1 byrjun ágúst skrifar banda-
riski sendiherrann enn til utan-
rikisráðherra sins og lýsir við-
ræöunum við Ólaf Thors og
félaga. Nýjar tillögur eru komnar
fram af hálfu bandarikjamanna
og ummæli Dreyfusar sendiherra
eruþessi i endursögn Þórs
Whitehead (Sjá Skirni bls. 158):
Um klafa kosningaheita og
svikna dúsu
„Taldi hann (þ.e. Ólafur Thors)
vist, að alþingi hafnaði banda-
risku tillögunni vegna andstöðu
við hersetu. Þótt margir þing-
menn væru i hjarta sinu hlynntir
varnarsamstarfi við Bandarikin,
væru þeir bundnir á klafa kosn-
ingaheita.”
— En sá klafi hélt ekki lengi, og
nú fer að styttast til hausts.
Ólafur Thors virðist hafa velt
fyrir sér þeim möguleikum að
herstöðvarnar yrðu á nafni ör-
yggisráös Sameinuðu þjóðanna
og spurst fyrir um það hjá banda-
rikjamönnum, hvort þetta væri
hugsanlegt. Hann fær þau svör að
um þetta stoði ekki að ræða. Og
eftir tveggja vikna þóf i leyniviö-
ræðunum, sem hófust 27. júli, þá
ber Ólafur Thors loks fram þá til-
lögu sem siðar leiddi til gerðar
Keflavikursamningsins.
Litum á bréf Dreyfusar sendi-
herra til bandariska utanrikis^,
ráðherrans frá 13. ágúst 1946 en
kafli úr þeim er birtur orðrétt i
Skirni (Skirnir bls 159):
Sem Bandarikjavinur, og það er
Hermann raunverulega, ráðlegg-
ur hann okkur, að knýja
samningsuppkastiö i gegn eins
fljótt og auðið er. Hann telur allar
horfur á þvi, að Alþingi sam-
þykki uppkastið”
Nú vitum við reyndar að Her
mann greiddi atkvæði gegn
Keflavikursamningnum. Samt
ráðleggur hann bandariska
sendiherranum að knýja upp-
kastið i gegn sem fyrst!! Þvilikt
og annað eins. En þetta verður
máske skiljanlegra, þegar pess er
gætt, að fimm dögum áður en at-
kvæði voru greidd á Alþingi þá
kom Hermann skyndilega að máli
við þá Dreyfus og Cumming og
trúði þeim fyrir þvi, að nokkrir
þingmenn Framsóknar myndu
styðja Keflavikursamninginn og
tryggja honum meirihluta á Al-
þingi. (Skirnir bls. 165)
Framsóknarflokkurinn hafði,
eins og svo oft áður og siðar
ákveðið að leika tveimur skjöld-
um, og mun hafa þótt við hæfi, að
formaður flokksins hvetti banda-
rikjamenn til að knýja samning-
inn i gegn og tryggði honum fylgi
en greiddi þó atkvæði gegn
samingnum sjálfur!!
Leynileg vopnabúr og
þjálfaðir herflokkar
kommúnista
Sem kunnugt er reis mótmæla-
aldan gegn Keflavikursamningn-
um haustið 1946 mjög hátt og kom
jafnvel til smávægilegra rysk-
inga.
Furðulegt er hins vegar að sjá
bandariska sendiherrann hafa
það eftir ólafi Thors, að bak viö
óeirðirnar stæðu „leynileg sam-
tök manna, er hlotið hefðu her-
þjálfun” (Skirnir bls. 165). —Og i
bréfi Dreyfusar sendiherra til
utanrikisráðherra bandarikjanna
dags. 25. sept 1946 stendur þetta
orðrétt:
„Hann (þ.e. Ólafur Thors)
hefur grun um að þeir ráði yfir
leynilegum vopnabúrum, þótt
ekki sé það fullsannaö (!). Hann
óttast að þessi samtök kunni að
stofna til alvarlegra óspekta,
reyni t.d. aö meina mönnum að-
gang að alþingishúsinu, eða láti
eitthvað enn verra af sér leiða.
Hann lætur i þaö skina, að hann
búist til gagnráðstafana og bjóði
út liði ungra ihaldsmanna.”
— Ekki leynir sér að nú er
bandarikjamönnum loks farið að
lika við ólaf sinn. Sá sem fáum
mánuðum áður mátti ekki til þess
hugsa, að sjá á bak „kommún-
istum” út úr rlkisstjórninni, sem
hann veitir forsæti, hann sér nú i
hverju skoti „leynileg vopnabúr
kommúnista” og „þjálfaða her-
flokka” samstarfsmanna sinna i
rikisstjórninni.
Og er nema von hann klagi fyrir
þeim, sem boöið höfðu upp á
vernd!
Tæpum tveimur árum siðar i
ágúst 1948, þá er nýr sendiherra
bandarikjanna sestur aö i
Reykjavik. Nýsköpunarstjórnin
er fyrir löngu úr sögunni, og nýr
valdamaður skipar sæti utan-
rikisráðherra tslands af hálfu
Sjálf stæöisflokksins.
Hvers konar ríkisstjórn
,/líöa" bandaríkjamenn á
Islandi?
Þann 18. ágúst 1948 ritar sendi-
herra bandarikjanna i Reykjavik
yfirboðurum sinum i Washington
bréf, og skýrir frá viðræðum sin-
um við Bjarna Benediktsson
utanrikisráðherra Islands
(Skirnirbls. 169): ,,... Hann bætti
þvi einnig við að hann tryöi þvi
ekki, að Bandarikin liðu þá rikis-
stjórn er brytist til valda á tslandi
með ofbeldi og ógnaði flugvellin-
um.”
Og þá höfum við það skjalfast
að utanrikisráðherra Islands
taldi það sjálfsagt, að banda-
rikjastjórn ætti ekki að „liða”
nema vissa tegund af rfkisstjórn
á tslandi. Og fyrst menn sáu
„leynileg vopnabúr” og „þjálfaða
herflokka kommúnista” á tslandi
árið 1946, þá yröi slikum sjá-
endum vart skotaskuld úr þvi
að koma ofbeldisnafninu á gerðir
stjórnmálaandstæðinga sinna, ef
á þyrfti að halda.
Þjóðviljinn hvetur alla til að
lesa vandlega, þá ritgerð i tima-
ritinu Skirni, sem hér hefur verið
fjallað um og að hugfesta þær
staðreyndir, sem þar koma fram.
Löngu striði gegn bandariskri
ásælni á Islandi er ekki lokið.
Fróðlegt verður að sjá eftir 25 ár,
hvað leyniskjölin um atburði
siðustu ára hylja.
Þar talar Dreyfus sendiherra
um, að Ólafur Thors hafi er hann
gerði grein fyrir tillögu sinni skir-
skotaðtil bandariskra hagsmuna,
og hefur þetta eftir Ólafi:
„...ef við (Bandarikjamenn)
fengjum fótfestu (á tslandi) sam-
kvæmt áætlun hans, gætum við
smám saman aukiö grundvallar-
réttindi okkar... rétturinn til upp-
sagnar, að undangengnum fresti,
nægði til þess að þjóðernis-
sinnaðir isiendingar geröu sig
ánægða...litlar likur væru á þvi að
þeir (tslendingar) færðu sér rétt-
inn i nyt.”!!
Svona var þá ráðunum ráðið
fyrir luktum dyrum bandariska
sendiráðsins, en við þjóðina var
sagt, að auövitað ættu banda-
rikjamenn aðeins að dvelja hér
skamma hrið.
ólafur pantar bandarískar
þvinganir
Enn sem fyrr átti þó Ólafur
Thors erfitt með að sjá á bak
stjórnarsamstarfinu við islenska
sósialista, og hann gripur til
hinna furðulegustu úrræða i þvi
skyni, að fá sósialista til að láta
hinn komandi Keflavikursamning
ekki varöa stjórnarslitum.
Gefum Þór Whitehead orðið en
hann byggir hér m.a. á bréfi
Dreyfusar frá 13. ágúst (Skirnir
bls. 161):
„Samningarnir við banda-
rikjamenn höfðu ekki dregið úr
áhuga ólafs Thors á nýju ný-
sköpunarráðuneyti og voru
stjórnarmyndunarviðræður á
Lokastigi. Sú ákvörðun Ólafs að
leyna sósialista (sem voru með
honum i stjórn) að rnestu gangi
samninganna þjónaði þeim til-
gangi að telja „kommúnista á að
sitja hjá við flugvallarsamning-
inn fremur en að greiða atkvæði
gegn meirihlutanum og hætta þar
með ráðherrastólum sinum.” Þá
falaöist ólafur eftir bandariskum
hótunum ,,um aö beita Island
þvingunum.”
Og Þór Whitehead heldur
áfram: „1 viðræðum við sósia-
lista staðhæfði Ólafur, að banda-
rikjamenn hótuðu að virða upp-
sögn Islands (á samningnum frá
1941) að vettugi og hann væri þvi
neyddur til að ganga að Kefla-
vikursamningnum. Með þvi að
leggja málið þannig fyrir
vonaöist Ólafur til þess að hljóta
aflausn Sósialistaflokksins fyrir
samningsgerðinni og lengja lif-
daga nýsköpunarstjórnarinnar.
Sá hængur reyndist á þessari
málsmeðferð aö sósialistar neit-
uðu að ætla bandarikjamönnum
þá ósvinnu að sitja áíram á Is-
landi i trássi við yfirlýstan
þjóðarvilja. 1 rauninni efaðist
Ólafur heldur aldrei um að upp-
sögn yrði virt, eins og hann hafði
sagt bandarikjamönnum.”
Mr. Cumming og,,einhver
stofnun eins og Alþingi."
En nú skulum við heyra hvað
Cumming sendimaður banda-
riska utanríkisráðuneytis hefur
að segja, þegar kominn er 4.
september á örlagaárinu 1946.
Hann simar til Washington (Sjá
Skirni bls. 162 orðrétt):
„...Við veröum að neyta allra
bragða og knýja forsætisráöherra
(Ólaf Thors) til þess að krefjast
tafarlausrar ákvörðunar með eöa
á móti samningsuppkastinu... á
þann hátt að hann leggi að veði
pólitiska stööu sina og þar meö
framtiö stjórnarsamstarfs-
ins...ekki má gefa honum tóm til
að koma ábyrgðinni yfir á ein-
hverja stofnun eins og Alþingi.Þá
yrði máliö ofurselt öllum duttl-
ungum islenskra stjórnmála.”
Virðing stórveldisins fyrir Al-
þingi islendinga er ljós.
Og nú renna upp dagarnir i
kringum Keflavikursamninginn
fyrir röskum 30 árum.
Cumming hinn sérlegi sendi-
maður og Dreyfus sendiherra eru
iðnir viö kolann. 1 fimm klukku-
stundir sitja þeir yfir Hermanni
Jónassyni formanni Fram-
sóknarflokksins og fá hann til að
lofa sér þvi „að undir engum
kringumstæðum skyldi hann eða
flokkur hans starfa með
kommúnistum”. (Skirnir bls.
164). Tiu árum seinna varð nú
Hermann samt forsætisráðherra i
stjórn með „kommúnistum”!!!
Þá Kakal* gerðist kon-
ungsþjónn
Og i bréfi þann 25. sept 1946, 10
dögum fyrir Keflavikursamning-
inn segir Dreyfus sendiherra
orðrétt um Hermann: „Þótt hann
virðist harma þá taflstöðu innan-
landsmála, sem hann telur að
ráöi núverandi afstöðu sinni er
hatur hans á Ólafi Thors þvilikt,
að honum eru aðrar lciöir
lokaðar. (Þetta minnir á Gizur og
Þórð kakala á vist með Hákoni
gamla tæpum 700 árum fyrr!)