Þjóðviljinn - 19.12.1976, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 19.12.1976, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 19. desember 1976 Baldur Guöiaugsson og Páil Heiðar Jónsson. 30. mars 1949. Innganga islands I Atlantshafsbandalagiö og óeiröirnar á Austurvelli. örn og örlygur 1976. Hér fer bók sem er bersýnilega afsprengi vaxandi áhuga á þvi, sem nefnt hefur verið rann- sóknarblaöamennska. Tveir fjöl- miðlamenn fara á stúfana með viðtöl og skjalaskoðun til að reyna að koma upp sem itarleg- ustu safni upplýsinga um meiri- háttar atburði, og skaðar ekki að þeir séu umdeildir. Efnisvalið á vel við slfka bókagerð: átökin á Austurvelli og i alþingishúsinu 30. mars 1949 eru söguleg af sjálfum sér, þau eru hluti kappræðu um hlut Islands i heiminum, sem enn stendur, þau eru i fersku minni, en þó i þeirri fjarlægð, að ætla mætti það sé nú miklu auðveldara en áður að fylla i eyður fyrri at- burðalýsinga með aukinni hrein- skilni þátttakenda. Viöleitni og innrétting Nú skal það strax tekið fram, að aðra menn þarf til þess en undirritaðan til að fara i saumana á þessari bók, skoða meðferð heimilda og þá sérstaklega til að skoða, hvort i þessa bók vantar hluti sem miklu skipta og breytt geta heildarmyndinni. Almenn áhrif af yfirlestri eru þau, að þarna sé dregið saman mikið efni sem verður spennandi lesning eins og það heitir. Sagði ekki Jón lærði að það væri kjarni is- iendingasagna að „bændur flug- ust á”). Höfundar sýna áberandi viðleitni til að umgangast efnið með varúð og gagnrýni, hlaupa ekki að niðurstöðum, vara sig á klisjum fordómanna. Hitt er svo annað mál, að lifsviðhorf, hin al- menna innrétting heilabúanna hlýtur — hvort sem það er með- vitað eða ekki — að setja mjög svip sinn á túlkun þess máls, sem öðru fremur skiptir þjóðinni i andstæðar fylkingar: hernaðar- samkrull við Bandarikin og Nato. Túlkun á köldu stríöi Tökum dæmi af túlkun Baldurs Guðlaugssonar á þeim alþjóðlegu aðstæðum sem eru rammi atburð- anna 30. mars. M.ö.o. á upphafi kalda striðsins. 1 þeirri túlkun takmarkar hann sig að mestu við það eitt, sem hefur verið haft á lofti Nato og bandariskri utan- rikisstefnu til réttlætingar : út- þensiustefna kommúnismans, herstyrkur rússa, tómarúm i Vestur-Evrópu. Hann fer að visu að með meiri gát en málsvarar Nato gera venjulega, hann full- yrðir ekkert um að „Stalin hafi ætlað að gera árás”, en segir á þá leið, að það hafi verið hugsanlegt, og margir trúað þvi. Hér mun gagnrýnari mönnum finnast vanta a.m.k. viðurkenningu á þeim möguleika að „óttinn við rússa”, sem var raunverulegur áhrifavaldur á þessum tima, geti allt eins verið haganleg smiði þeirra, sem þurftu á röksemdum að halda fyrir hermálastefnu Bandarikjanna, sem þá báru sannarlega ægihjálm yfir fyrri bandamenn i striðinu i krafti auðs, óskerts framleiðslukerfis og atómvopna. Slik viðurkenning mundi þá a.m.k. Iáta getið þeirra, sem benda á, að hvað sem liður góðum eða illum vilja Stalins, þá hafi hann blátt áfram ekki haft neina möguleika á að gera þá árás, sem islendingar og aðrir evrópumenn voru hræddir með. Og þar með væri komið að þvi, að geta að verðleikum rókstuðnings þeirra sagnfræðinga, sem út- skýra kalt strið öðru fremur með þvi, að bandariskir ráðamenn hafi viljað neyta efnahagslegs máttar og kjarnorkuyfirburða til að þvinga fram endurskoðun á pólitiskum niðurstöðum styrjaldarinnar i Austur-Evrópu, einmitt meðan Sovétrikin voru mjög i sárum. Hlutur Bjarna önnur tilhneiging er mjög áberandi hjá Baldri en hún er sú, að reyna að gera hlut Bjarna Benediktssonar sem skástan. Til dæmis er endursögn hans á þeim skjölum sem lýsa leyniviðræðum islenskra ráðherra i Washington 1949einmitt á þann veg, að sneitt er hjá formúleringum sem koma Bjarna illa, og hafa verið á dag- skrá i blöðum fyrr á þessu ári. Tillitssemin við Bjarna kemur þó skýrast fram i endurteknum áherslum á að hann hafi mjög lagt sig fram um að koma inn i ákvæði um aðild Islands að Nato fyrirvörum um að hér skuli ekki vera hér á friðartimum, og styngi þetta i stúf við skrif sósialista fyrr og siðar um undirlægjuhátt Bjarna. Hitt er svo annað mál, að manni finnst þetta fyrirvaratal i raun afar litil málsbót fyrir Bjarna og hans menn. Kannski var hér um að ræða tilhlaup til að friða samviskuna af hálfu sonar Benedikts Sveinssonar, kannski kaldrifjuð refskák til að slá ryki i augun á hikandi þingmönnum Al- um i þýðuflokks og Framsóknarflokks. Hitt skiptir svo mestu, að sósial- istar og þjóðvarnarmenn reynd- ust hafa á réttu að standa i þvi efni, að ekki væri á þessa fyrir- vara um engan hér á friðartimum að treysta. Tveim árum siðar var allt hið borgaralega lið komið með Bjarna i broddi fylkingar inn á þann skilning, sem hefur i reynd falið það i sér siðan, að „friðar- timar” séu úr sögunni. Sjónarvottar Páll Heiðar er höfundur seinni hlutans, sem fjallar um atburðina sjálfa 30. mars og þar um kring. Aðferð hans er sú að eltast við hvert atvik eða persónu sem hon- um þykir skipta máli, og bera saman framburð um það sem gerðist. Þetta er ærið verk, ekki sist vegna þess að „á örlagatim- um þjóðanna” verða vitni meira eða minna óáreiðanleg — án þess að gera sér grein fyrir þvi sjálf. Og gætu þátttakendur atburða sjálfsagt bætt mörgu við enn. Bókin verður þeim, sem þekktu þessa atburði aðeins úr fjarska, sjálfsagt mjög misjafnlega drjúg viðbót við það sem áður hafði til sést. Ég segi fyrir mina parta, að mér þótti einna fróðlegast að kynnast þvi betur, að lissafnaður- inn undir veggjum Alþingishúss og varaliðið (hvitliðarnir) inni i þvi, var einkamál Sjálfstæðis- flokksins eða svo gott sem, og svo það, að lögregluyfirvöld eiga ber- sýnilega mjög erfitt með að gefa skýringu á sambandi sinu við þennan her Jóhanns Hafsteins. Hlutur lögreglustjóra i málinu er bersýnilega ein af þeim eyðum sem ófylltar eru i þessari bók. Hvorki né Niðurstaða bókarhöfunda um atburðina er á þessa leið — en orðin í gæsalöppum visa til túlk- unar andstæðra dagblaða á 30. mars fyrstu dagana á eftir: „Er , það niðurstaða þeirra, sem þetta 1 rita, að hvorki hafi þarna verið um „skipulagaða árás” á þing- húsið að ræða, né heldur að rikis- stjórnin hafi ætlað sér „að ganga milli bols og höfuðs á verklýðs- hreyfingunni” og nota til þess „próvókasjónir”. Miklum mun fremur má segja, að tortryggnin hag? sem var allsráðandi og hin gagn- kvæma andúð sem mengaði and- rúmsloftið á þessum tima hafi or- sakað viðbrögð, sem voru mun harkalegri en ástæða hefði verið til. Þá er einnig ljóst, að samband lögreglunnar og „öryggisliðs sjálfstæðismanna” var ekki heppilegt og það átti sinn þátt i harðari átökum en ella, sbr. mót- tökurnar sem varalið lögreglunn- ar fékk, þegar það gerði útrás sina”. Það er engu likara en höfundarnir séu á slóðum Tol- stojs gamla sem segir i Striði og friði að það sé tómt mál að tala um, hver hafi kveikt i Moskvu 1812, rússar eða frakkar. Það hljóti blátt áfram aö fara svo þeg- ar erlendur her situr lengi i timburhúsaborg, þá kvikni i borginni. Eða : að þegar andstæð öfl stefna saman mannfjölda á Austurvelli meðan tekist er á um ísland i striði og friði, þá hljóti að fara svo, að upp úr sjóði. Olía á eld Kannski er þetta nægileg sögu- skoðun, en hún svarar ekki öllum spurningum. Það er að minnsta kosti ljóst, að eini pólitiski liðs- safnaðurinn sem kom við sögu var hvita liðið þeirra „sjálf- stæðismanna”. (lögreglan er að sjálfsögðu pólitiskur áhrifavaldur en á öðru plani). Og þótt menn séu kannski ekki sérlega miklir samsærishyggjumenn i sögu- skoðun, þá geta þeir vel velt þvi fyrir sér, hverjum það var í hag, að þetta lið birtist á spennustund og virkaði sem olia á eld „og það ansi mikil olia” eins og einn liðs- manna segir við Pál Heiðar. Við getum i þvi sambandi minnt á það, að i leyniskýrslunum um við- ræður Bjarna Benediktssonar við bandariska ráðamenn (með eða án hinna ráðherranna) hefur hann áhyggjur af þvi, að erfitt sé að koma fram Natóáformunum, m.a. vegna þess að islendingar eigi erfitt með að trúa illu upp á landa sina, kommúnista. Kannski var hin „sögulega nauðsyn” sem Eyjólfur Konráð telur að slagur- inn hafi verið, fólgin i þvi fyrir ihaldið, að kljúfa þjóðina sem rækilegast. Og sá klofningur með stigmögnun tortryggni i garð minnihlutans, Islenskra sósial- ista, hlaut að verða þvi meiri þeim mun harkalegri sem átökin voru. Og þá þeim mun auðveld- ara fyrir vini bandarikjamanna að kveða niður andstöðu utan sósialistaflokksins (Þjóðvörn ofl.) gegn þeirri þróun sem lauk með komu hersins 1951. Hér er ekki farið með neinar nýjar samsæriskenningar né heldur reynt að ráða gátur sam- bands forystumanna og fjölda i meiriháttar sviptingum. Heidur Tökum að okkur nýlagnir I hús, viðgerðir á eldri raflögnum og raftækjum. RAFAFL SVF. Kynnið ykkur af- sláttarkjör Rafafls á skrifstofu félagsins, Barmahlfð 4 Reykja-. vfk, simi 28022 og I versiuninni að Austur- götu 25 Hafnarfirði, simi 53522. aðeins minnt á að það er alltaf ómaksins vert að spyrja að þvi, hverjum er það i hag sem i raun gerist? Arni Bergmann. p.s. I þessum orðum skrifuðum berst inn um dyr nýr Skirnir. Þar segir Þór Whitehead frá aðdrag- anda Keflavikursamnings 1946 og vissulega sleppa Islenskir borgaralegir stjórnmálamenn ekki eins vel frá skoðun hjartna og nýrna þar eins og i 30 marz. bókinni, þar sem þeir hafa siðasta orðið jafnan sjálfir. Til dæmis fréttum við að bandariskir sendi- menn þjarma að Hermanni Jónassyni i fimm stundir, að Ólafur Thors þorir ekki að neita bandarikjamönnum um her- stöðvar vegna þess m.a. að hann er hræddur um sin fisksölumál, þá er ljóst að yfir honum vofir að hann verði stimplaður sem vis - vitandi hjálparkokkur Kreml- verja osfrv. Hundrað prósent bandarikjasinnar eins og Sveinn Björnsson forseti og Vilhjálmur Þór reyna að beita áhrifum sinum eftir föngum og ráðleggja banda- riska sendiráðinu hvernig best sé að hnýta upp i þann arma „tæki- færissinna” Ólaf Thors. Þvi er á þetta minnt, að þeir Báldur og Páll Heiðar spyrja ýmsa þá sem samþykktu inn- göngu i Nató 1949 að þvi, hvort þeir hafi ekki verið beittir þvingunum af neinu tagi, eða hvort þeir hafi hagað sér eftir þvi sem þeir héldu vera viðskipta- hagsmuni.Þessu neita menn hver um annan þveran. Þetta stingur mjög i stúf við þá mynd sem gefin hefur verið i hinum stórfróðlegu greinum Þórs Whiteheads. Höfundar 30. mar s bókar segjast ekki vilja leggja dóm á það, hvort viðmælendur segja satt eða ekki. En ýtnir „rannsóknarblaða- menn” ættu að hafa fleiri úrræði tilaðkoma viðmælendum sinum i nokkurn bobba, láta þá ekki sleppa eins billega frá ýmsum veigamiklum hlutum. Greinar Þórs Whiteheads eru meðal þess- ara úrræða, það er greinilegt að Baldur t.d. þekkir vel til hans starfs. En hann notar það af mik- illi miskunnsemi i garð þeirra, sem hallir hafa verið undir Bandarikin á þessu landi. ilVERVe fyrir alla VIGTUN é Vogir fyrir: fiskvinnslustöövar, kjötvinnslustöðvar, sláturhús, efnaverksmiöjur, verzlanir, sjúkrahús, heilsugæzlustöðvar, iönfyrirtæki, flugstöövar. Ennfremur hafnar- vogir, kranavogir og fl. Viðgerðarþjónusta: VOGIR H.F. Hátúni 4 A Ólafur Gíslason & Co. h.f. Sundaborg Reykjavik Simi 84-800

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.