Þjóðviljinn - 19.12.1976, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 19.12.1976, Qupperneq 12
Saga frá Skagfirðingum Fyrsta biridi viðamikils heimild- arrits í árbókarformi um tíðindi, menn og málefni í Skagafirði 1685-1847, en jafnframt nær frá- sögnin til annarra héraða, eink- um á Norðuriandi. Jón Espólín sýslumaður er höfundur megin- hluta ritsins, en Einar Bjarna- son fræðimaður á Mælifelli lauk verkinu. Ritverk þetta ber öll sömu höfundareinkenni og Ár- bækur Espólíns. Mikill fjöldi manna kemur við söguna, þar á meðal Hólabiskupar og Skúli Magnússon síðar landfógeti, og sagt er frá mörgum sögulegum atburðum. Útgáfuna önnuðust Kristmundur Bjarnason, Hannes Pétursson og Ögmundur Helga- son. Punktur punktur komma strik Fyrsta útgáfan af skáldsögu Péturs Gunnarssonar seldist upp á þremur vikum, en nú er ný útgáfa komin á markaðinn. „Fyr- ir alla muni lesið Pétur Gunnars- son. Það er ósvikinn rithöfundur, sem skrifar svona . . .“, segir Jóhann Hjálmarsson í Morgun- blaðinu. „Dýrleg lesning“, segir Árni Þórarinsson í Vísi. — Mynd- ir eftir Gylfa Gíslason. Úr fórum Stefán Vagnssonar frá HjaltastöSum Einleikur á glansmynd Nútímasaga eftir Þorgeir Þor- geirsson, ofur raunsæ lýsing á þjóðfélagi okkar í dag, þar sem m. a. er fjallað um hin óhugnan- legu glæpamál samtímans. MeS þessari bók hefur Þorgeir unn- ið nýjan rithöfundarsigur. ÞorgeirÞorgeirsson Einkikur d glammynd Skáldsaga Stórt úrval úr verkum Stefáns, og hefur meginhluti þess hvergi verið prentaður áður. Bókin flytur fjölbreyttar frásagnir af mönnum, sem höfundurinn kynn- ist, ýmsar endurminningar hans sjálfs, þjóðlífslýsingar og þættir, m. a. mjög sjálfstæða könnun á samskiptum Bólu-Hjálmars og Blönduhlíðinga, syrpu af þjóð- sögum og að síðustu kveðskap Stefáns af ýmsum toga. Stefán var ágætlega ritfær og manna gamansamastur. — Hennes Pét- ursson skáld valdi bókarefnið og bjó til prentunar. í leit að sjálfum sér Hreinskilin og hispurslaus bók eftir Sigurð GuSjónsson, skýrsla ungs manns um baráttu við að finna fótfestu í lífinu, festa hend- ur á þeim lífsgildum, sem duga. Höfundurinn leitar ákaft sann- leikans og h'efur fullan kjark til að tjá skoðanir sínar umbúða- laust. — Fyrsta bók Sigurðar, Truntusói, seldist strax upp og þessi er þegar á þrotum. Úr hugskoti Kvæði og laust mál eftir Hannes Pétursson. í bók þessari kemur höfundur víða við og minnist m. a. ýmissa skálda og rithöf- unda, s. s. Stefáns frá Hvítadal, Jóhannesar úr Kötlum, Sigurðar Nordals, Kristjáns Fjallaskálds og Steins Steinars. Laust mál Hannesar er sömu töfrum slung- ið og Ijóð hans. Ný bók frá hendi þessa listfengna höfundar er ó- tvíræður bókmenntaviðburður. STEINAR OG STERKIR LITIR SVIPMYNDIR 16 MYNDLISTARMANNA IOXULL 7AEOBSSON & BALTASAB _____________________r Síðasta skip suður Hin fallega og skemmtilega bók Jökuls Jakobssonar og Baltasar um hverfandi byggð í vestureyj- um Breiðafjarðar, þar sem brugðið er upp eftirminnilegum myndum í máli og teikningum af sérstæðu mannlífi. Örlitlar leifar upplagsins hafa verið bundnar og settar á markað. Steinar og sterkir iitir Svipmyndir 16 myndlistarmanna eftir jafnmarga höfunda. Fjöldi mynda. Fögur bók og forvitnileg fyrir alla listunnendur. Meðal. höfunda eru Halldór Laxness, Hannes Pétursson, Thor Vil- hjálmsson, Matthías Jóhannes- sen, Sigurður Benediktsson og Sigurður A. Magnússon. Bók þessi hefur verið ófáanleg í all- mörg ár, en nú hafa leifar upp- lagsins verið bundnar og settar á markað.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.