Þjóðviljinn - 19.12.1976, Síða 15

Þjóðviljinn - 19.12.1976, Síða 15
14 StÐA — ÞJÓDVILJINNj Sunnudagur 19. desember 1976 Sunnudagur 19. desember 1976 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 15 Skatthol Struensee greifa í allri sinni dýrö (Ljósm. GFr.) 'fum|tn innii skápnum i unir (Ljósm.: GFr.) skattholinjj.>vár pað allra helgasta Geir frá Lundum og Þor- steinn frá Hamri rýna i gamla Geir frá Lundum segir frá Struensee greifa og Þor- steini er <»kemmt: „Struensee greifa var fengiö þaö hlutverk aö lækna einn af Aldinborgarættinni sem var meira vitlaus en aðrir. En hann gerði sér lítið fyrir og fór upp á’drottninguna." (Ljósm.: GFr.) Lunda-Kölski og skatthol Struensee greifa Málverk af Lundum I Stafholtstungum i eigu Geirs. Ariö 1772 geröust válegir atburðir í veldi dana. Æðsta va Ida manni landsins/ þýska lækninum Struensee greifa/ var velt úr sessi/ hann dæmdur til dauða og líflátinn á hinn hroðalegasta hátt. Hús- gögn greifans og annar búnaður voru borin út á götu og þar gat múgurinn látið greipar sópa. Þá var í Kaupmannahöfn íslenskur lærlingur í gullsmíöi, Þor- björn ólafsson frá Lundum í Stafholtstungum i Borgarfirði. Segja sögur að Þorbjörn „hafi ekki verið sér óþarfur daginn þann". Strákurinn hirti skatthol mikið úr höllu greifans/ flutti það síðar til íslands og var það á Lundum allt til ársins 1959 að þetta gamla höfðingja- setur hvarf úr eigu ættar- innar. Sfðasti bóndinn/ af- komandi Þorbjarnar/ býr nú í Reykjavík á Hring- braut 37/ og þar er skatt- holið. Þetta er Geir Guð- mundsson. Á fund hans gekk blaðamaður Þjóð- viljans eitt föstudagskvöld ásamt Þorsteini frá Hamri en hann er líka afkomandi hins stórtæka Þorbjarnar. Þess vegna tala þeir illa um hann. Geir Guömundsson er höföingi heim aö sækja og hann tekur okkur Þorsteini meö alúö og örlæti. Þarna er skattholiö óskemmt meö öllu. ..Lundar voru svona heldur rikismannssetur”, segir Geir, ,,og skattholiö alltaf geymt i stofu en ekki i boröstofu. Þess vegna sér ekki á þvi”. Hann talar um Þorbjörn forfööur sinn sem Lunda-Kölska enda var hann vist ekki vel þokkaöur af sumum. Geir hefur tekiö saman ættarsögu Lundaættar i 190 ár. „Pétur Ben frændi minn sagöi aö ég hefði átt aö vera lögfræðingur þvi aö þetta væri varnarskjal fyrir Lunda- Kölska”, segir hann. „Þetta var allt önnur veröld fyrir 200 árum. Ég efast um aö Þorbjörn hafi verið verri en aörir. Hann var bara klókari og heppnari. Hann var helviti harður af sér. Lenti i stórdeilum við helstu embættis- menn sinnar tiðar og bar sigurorð af þeim. Þess vegna tala þeir illa um hann.” Þorbjörn var í þeim flokki sem gekk í herbergin. Jón Espólin og Gisli Konráðs- son bera honum ekki vel söguna. 1 Blöndu er skemmtilegur þáttur af Þorbirni sem Friðrik Eggerz hefur skrifað. Þar er vikið að skattholinu: „Þorbjörn sigldi og læröi gull- smiði. Var hann i Höfn um þær mundir er Struenseemálin stóðu yfir. Þar fénaðist honum vel, þvi að sagt var að hann hefði ekki sett sig úr færi, þá er mönnum aö sögn voru leyfðar gripdeildir i húsum þeirra Brandt og Struensee, og hafi Þorbjörn verið i þeim flokki er gekk i herbergin.” Hinn auðugi lögréttu- mannssonur. 1 handriti Geirs að ættarsögu Lundamanna segir: „Hin danska einokunarverslun, er var afnumin að nafninu til 1787, stendur þegar Þorbjörn er úti og hefur hann þvi siglt meö þeim. Margir hafa dregið i efa að Þor- björn hafi getað komið svo þungum hlut, sem skattholinu i hús og til skips en ekki þarf að efa að hinn auðugi lögréttumanns- sonur frá íslandi hefur notið allrar fyrirgreiðslu hjá kaup- mönnum er þeir máttu veita og hann vildi þiggja. Þó að ein- okunarkaupmennirnir væru löngum frægir að endemum i framkomu sinni gagnvart islend- ingum var hér nokkru öðru máli að gegna. Bæði var einokunin komin á fallandi fót og þó einkum hitt að hér var viö auöugan að etja og óvenju vel menntaöan ungan mann. Enginn meðal- greindur kaupmaöur á íslandi myndi á nokkurri öld leyfa sér að móðga slikan mann. Lét hann bera skattholið alla leið heim að Lundum. Skattholið var flutt frá Dan- mörku á Skipaskaga. Þá fyrst fór málið að vandast um hvernig átti að koma skattholinu þaðan og heim að Lundum. Ónefndur heldri maður á að hafa hælst um að nú fengi hinn ungi auðmannssonur sig full- reyndan enda væri þessi dýrmæti hlutur ekki svo vel fenginn að einu gilti þó hann yrði að farga honum fyrir spottverð. Orðrómar þessi barst að eyrum Lundafeðga og mun hafa hert á þeim að sýna nú hvað þeir gætu, enda réðu þeir yfir þvi afli er best dugöi á þessum tima, matmenn þegar meginhluti þjóðarinnar svalt. Skattholið kom til Skipaskaga að vori, en um haustið stefndi Þorbjörn til sin landsetum þeirra feðga, alls 20 mönnum, hélt til Skipaskaga, sló saman einhvers konar handböndum og lét bera skattholið alla leið heim að Lundum en yfir Hvitá hefur hann orðið að fara á ferju.” Átti að hafa sofið hjá konum og dætrum land- setanna. „Þorbjörn á Lundum fékk viðurnefnið „riki”. Hann átti að hafa sofið hjá konum og dætrum landsetanna ef þeir gátu ekki borgað landskuldina”, segir Geir. „Landsetarnir voru þrælarnir hans”. Og kom það niður á Þor- kötlu. í fyrrnefndri frásögn Friðriks Eggerz i Blöndu segir eftir- farandi um kvonfang Þor- bjarnar: „Er Þorbjörn kóm út aftur fór hann fyrst að Hvitárvöllum, og kynntist þar viö Þorkötlu dóttur Siguröar sterka Vigfússonar, sýslumanns i Stóra-Skógi. Kvaðst Þorbjörn ekki mundu eiga Þor- kötlu, þótt þau væru tvö ein á Islandi, en hann bætti þvi við, að það skyldi aldrei vera sá kven- maður, er ólétt yrði af sínum völdum, að hann kvæntist henni ekki, og kom það niöur á Þorkötlu og giftist hún Þorbirni. Hún var kona vel að sér i andlegum efnum, og sagt var, að eins hefði hún getað lesiö húslestur i Vidalinspostillu, þótt öfugt sneri hún fyrir henni, og þó gat hún ekki sannfært Þorbjörn i þeim efnum,og sneri hann mörgu þvi i villu fyrir henni, þvi að skýr maður var hann, hvass i skilningi og tölugur, svo eitt rak þar annaö i ræðu hans, en i verklegum efnum var Þorkatla mesta rola, og átti það mjög illa við Þorbjörn, er ekki átti sinn lika aö ráðdeild og búsýslu.” Taktu það hérna/ skepnan mín. A öðrum stað i frásögn Friðriks segir: „Það þóttu aðalgallar Þor- björns, að hann væri fégjarn, naumingi og kvenhollur. Það var oft, er Þorbjörn var beöinn um eitthvað, að hann strauk á bert handarbak sér og sagði: „Taktu það hérna, skepnan min.” Hljóp i kringum bæ allan brókarlaus. „Það var einhverju sinni i óþerratið, að Þorbjörn kom til Hjarðarholtskirkju, og töluðust bændur við um, hvaö inn væri komið i garða af heyjum, og sátu þeir inni i húsi hjá Einari bónda Þórðarsyni. Þá mælti einhver, að enginn mundi vera, er fengið hefði svo mikið inn sem gull- smiðurinn á Lundum. Þorbjörn stökk upp hinn reiðasti og mælti: „Viljið þið mig út?”, svo var hann fljótur og bráðlyndur, sem eldur tæki sinu. — Þorbjörn reis snemma um morgna, en þá hann gekk ei til vinnu og tók að eldast og lasnast, varö honum svo brátt, er hann vaknaði um morgna, þá tún var slegið, að hann stökk nakinn af sænginni, og hljóp i kringum bæ allan, brókarlaus, til að sjá hvort fólk stæði allt að verki. Og hafi nokkur maður verið mauralegur. Þorbjörn mætti oft hógværum aðvörunum af presti sinum, Pétri Péturssyni, og lét mikið af þeim leiðast þvert um geð sitt. Tók hann einatt bréf séra Péturs og grét ofan i þau, meðan hann var aö taka „sönsum”, og mjög var honum vel við hann. Þorbjörn var maöur kirkjurækinn og hafði góðan neista fólginn i huga sinum, og mun þaö hafa styrkt hann i mótlæti hans, sem var þó nokkuö, og gefiö honum huggun i hans margfalda breiskleika. Hann var meöalmaður á hæö, þrekinn vel, rauöleitur, þykk- leitur og kringluieitur I andliti og sem hringeygður og hvikult augnaráöið. Á mannfundum var hann svo búinn, aö hann var i blárri hempu með silfurhringju stórri á hatti og staf i hendi, og hafi nokkur maður verið maura- legur, þá var það Þorbjörn, er bar með sér en ekki dró, þó menn hefðu ekki vitað það, að hann var rikismaðurinn Honum þótti kölski reka hann á undan sér. Áður Þorbjörn deyði dreymdi Einar bónda Þórðarson i Hjarðarholti ljótan draum fyrir honum, þann nefnilega: að honum þótti Kölski reka hann á undan sér — og hafa kaðal i hendi - frá Lundum ofan að Kaðals- stöðum.” „Ég hef aldrei fengið skil á þessum launbörnum Þor- bjarnar”, segir nú Þorsteinn frá Hamri. „Ég hef ekki heyrt getið um nema tvö”, segir Geir „og hann reyndist þeim vel. Laun- synir hans voru Sigurður og Davið. Þá held ég að hann Davið á Arnbjarnarlæk hafi haft eitt- hvað af kynfylgjunni. Rikasti vinnumaður á landinu, átti 1000 fjár og þrjár jarðir”. Geir er fjórði maður frá Þorbirni. Þorbjörn riki á Lundum vær fæddur 1750 og dó 1827. Af- komendur hans eru nú f jölmargir og dreifast viða. Ef rakið er frá honum til Geirs, þá eru það allt bændur á Lundum eins og áður kom fram. Sonur Þorbjarnar hét Ölafur sem átti Ölaf fyrir son. Hann var faðir Guðmundar föður Geirs.Þorbjörn er þvi langa- langafi Geirs. Ættin er lengra fram gengin til Þorsteins frá Hamri. Annar sonur Þorbjarnar var Sigurður prestur er átti Þor- björn fyrir son en hann átti aftur Þórdisi að dóttur. Hennar sonur var Þorsteinn og hans sonur Jón fáðir Þorsteins frá Hamri. Margt fleira bar á góma þessa kvöldstund á Hringbraut 37 sem gaman væri að tiunda seinna. Þegar við Þorsteinn göngum glaðir og reifir út i kalt vetrar- loftið er brjóst okkar fullt af sögu, skemmtan og birtu. . GFr Geir Guömundsson frá Lundum sóttur heim og skattholiö skoðaö Margar af heimildum sinum um sögu Lundaættar hefur Geir úr óprentuðum annálum Halldórs Páls- sonar en sá Halldór var einnig forfaðir Þorsteins frá Hamri. „Steini hefur liklega grúskeðlið frá hon- um”, segir Geir. „Ég er aftur laus við það.” (Ljósm:GFr.) Struense greifi Einvaldur í Danmörku 1770-1772 Struensee greifi var fæddur i Halle I Þýskalandi 1727. Hann tók læknispróf 20 ára gamall og árið 1768, varð hann læknir Kristjáns 7. dana- konungs. Um það leyti var kóngurinn orðinn geöveikur og Struensee náði miklu valdi yfir honum. Kristján 7. hafði gengiö aö eiga enska prinsessu 1766. Hét hún Karólina Matthildur og var aðeins 15 ára. Konungurinn sýndi þessari kornungu drottn- ingu sinni fullkomiö afskipta- leysi og óvirðingu. Var það i fyrstu ætlun Struensees aö koma á sættum milli þeirra en ekki tókst betur til en svo að hann geröist sjálfur elskhugi drottningar og leið ekki á löngu þar til það var orðið opinbert leyndarmál og hneyksii. A þvi Herrans ári 1770 var svo komið að Struensee hafði náð slikri aðstöðu við dönsku hiröina að völdum hans og áhrifum virtust engin takmörk sett. Hann var maður nýs tima og rikti I anda hinna menntuðu ein- Struensee greifi valda. Hann kom á prentfrelsi i Danmörku og gerði róttækar breytingar á allri stjórnsýslu sem færðu honum nánast alræð- isvald. Eins og gefur að skilja eign- aðist Struensee marga haturs- menn. 1 byrjun árs 1772 var greifinn handtekinn eftir grimu- bali i Kristjánsborg og um vorið dæmdur til dauða ásamt sam- starfsmanni sinum Brandt greifa. Siöan voru þeir háls- höggnir á hinn hryllilegasta hátt. Fyrst var aðalsmanns- skjöldur Struensee brotinn af böölinum og siöan höggvin af hægri höndin. Tvær tilraunir til að höggva af höfuöiö mistökust vegna þess aö böðullinn hitti ekki en loks við þriöju tilraun gekk höfuðiö af. Likaminn var siðan bútaður i fjóra parta og á- samt höfðinum festur á hjól og steglu. Þannig lauk ævi þessa merka manns. Talið var vist aö seinna barn Karólinu drottningar, Lov- isa Agústa, væri barn Struensee greifa. —GFr. Struensee greifi tekinn höndum i rúmi sinu klukkan 4 aö morgni eftir grfmuball i Kristjánsborgarhöll.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.