Þjóðviljinn - 19.12.1976, Síða 21
bækur
Minningar Árna
Thorsteinss.
tónskálds
Harpa minninganna heitir
minningabók Arna Torsteinsson-
ar, tónskálds, sem Ingólfur
Kristjánsson færöi i letur.
A bókarkápu segir að þegar
Árni Thorsteinsson fæddist fyrir
85 árum hafi ibúar i Rvik veriö
2000 . I ævsögu þessa aldna
reykvikings blandast þróun
fæöingarborgar hans og afskipta
Arna af menningarmálum og þá
serstaklega tónlistarmálum
landsmanna. Ævisagan segir frá
æsku hans og uppvexti i land-
fógetahúsinu við Austurstræti,
kynnum hans viö merka menn og
málefnum eins og hann sá þau um
80áraskeið. Látleysi og góðlátleg
kimni einkenna frásögnina, sem
iðar af lifi og glaöværö, en spegl-
ar þó fyrst og fremst hinar bjart-
ari hliöar mannlifsins. Árni Thor-
steinsson er einn af brautryöjend-
um tónlistarmála i landinu og
ævisaga hans er um leið söng og
tónlistarsaga þessa timabils. I
bókinni eru um 80 ljósmyndir, en
Arni starfaði um árabil sem ljós-
myndari.
Stjórnmála-
ritgerðir
Jóh. Hafsteins
Jóhann Hafstein
Almenna bókafélagiö hefur
gefið út bókina ÞJÓÐMALA-
ÞÆTTIR eftir Jóhann Hafstein,
einn helsta foringja Sjáifstæöis-
flokksins um árabii. Höfundur
segist hafa tekið saman i safn
úrval 'úr' ræöum og ritgeröum
mest i fræðsluskyni.
Þættir þessir eru frá 35 ára
timabili. Þar er fjallað um stefnu
Sjálfstæðisflokksins, utanrikis-
mál, landhelgismál, iðnþróun og
svo kommúnisma. Ennfremur
eru mmningargreinar höfundar
birtar um foringja flokks hans.,
Bókin er 271 bls.
Sunnudagur 19. desember 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 21
AFERLENDUM
BÓKAMARKAÐI
Rachel Field
meðal grænna
skáldsagna
Þetta allt og himininn líka eftir
Rachel Field er þirðja bókin i
bókaflokki Sögusafns heimilanna
sem nefnist skáldsögurnar.
Hér er um að ræða mikla
vinsældasögu sem byggir á sann-
sögulegu efni. Fyrirmynd aðal-
persónunnar er frænka höfundar,
sem verður óafvitandi miðdepill i
frægu hneykslis- og glæpamáli.
Seinni hluti bókarinnar gerist
vestan hafs, en þangað hefur
söguhetjan leitað eftir ýmsar
raunir i gamla heiminum. Þekkt
kvikmynd hefur verið gerð eftir
þessari skáldsögu og fór Bette
Davis með aðalhlutverk i henni.
Þýðinguna gerði Aðalbjörg
Johnson. Bókin er 340 bls.
íslensk
skáldsaga
um Indland
Guiiiiof Ooi
Vikurútgáfan hefur gefið út
skáldsöguna Kamala eftir
Gunnar Dal. Sögusvið hennar er
Indland, en Gunnar hefur áður
skrifað margt um indverska
heimspeki. Hann er og höfundur
skáldsagna, ljóðabóka og rita um
griska heimspeki.
Sigvaldi Hjálmarsson skrifar
formála þessarar bókar. Þar
segir á þá leið, að sagan greini
með skýrum hætti frá breytinga-
timum þeim sem ganga yfir hið
indverska sveitaþorp. „Hún er
sannverðug lýsing á indversku
sveitalifi þar sem arfi fortiðar og
möguleikum ókominna ára eru að
jöfnu gerð skil”.
Bókin er 179 bls.
Ljóö í skugga
bombunnar
Björn Hafberg hefur gefið út
þriðju bók sina og heitir hún
„Tilvistarlögmálið skorað á
hólm”. 1 fyrra gaf hann út tvær
bækur, Að heyra þögnina hljóma
og Erindrekar næturinnar og eru
báðar ljóðasöfn og smásagna.
Tilvistarlögmálið er ljóða-
bálkur sem fjallar um ástandið i
heiminum og þó sérstaklega i
Evrópu fyrstu árin eftir seinni
heimsstyrjöldina. 1 formála segir
Björn á þá leið að „reynt er að
finna samsvörun með atburðum
sem áttu sér stað á þessum tima
og ákveðnum spádómum
biblíunnar. Inntakið á að vera
umfjöllun um þá ógnun sem
okkur stendur af kjarnorku-
sprengingunni verði ekki
skynsamlega að verki staðið.
Bókin er 57 bls.
Björn E. Hafberg
Percles Prince of Tyre.
William Shakespeare. Edited by
Philip Edwards. New Penguin
Shakespeare. Penguin Books
1976.
Tuttugu og sjö leikrit Shake-
speares eru nú komin út i þessu
ritsafni Penguin útgáfunnar og er
Pericles það tuttugasta og átt-
unda. Þessi útgáfa er örugg um
texta og skýringar og athuga-
greinar fylgja, sem ættu að nægja
flestum til fullra nota af verkun-
um. Agætir inngangar fylgja.
The Commercial Revo-
lution of the Middle-Ages
950-1350.
Robert S. Lopez. Cambridge Cni-
versity Press 1976.
Sjálfsþurftarbúskapur þarfnast
sáralitillar verslunar, en sú litla
verslun sem á sér stað f slikum
samfélögum getur ýtt undir smá-
vegis sérhæfingu i búskap og sú
breyting getur kallað á frekari
sérhæfingu og þar meö aukna
verslun. Undirstaða verslunar
eru samgöngur milli landshluta
og landa og það mikil framleiösla
vissra vörutegunda að afgangur
verður, sem skipta má á og öðr-
um vörum, sem nauösyn krefst.
Höfundur þessa kvers rekur
frumþróun verslunar i Evropu og
þeirrar byltingar sem átti sér
stað i verslunarviðskiptum á um
fjölluðu timaskeiði og undanfara
þess á fyrri hluta miðalda. For-
senda aukinnar verslunarvar auk-
in framleiðsla og mannfjölgun.
Evrópa var vanþróaö svæði i
nútima skilningi, i upphafi þessa
timaskeiðs, en þróaðist efnahags-
lega fyrir eigin tilverknaö, eins og
höfundur segir. Aukin verslun,
iðnaður og aukin framleiðsla
hófst ekki með krossferðunum
eins og oft hefur verið talið, held-
ur fyrr og þessi bylting i verslun
varð forsendan að áhrifum
Evrópu þá og siðar. Höfundurinn
rekur verslunarsöguna á nokkuð
nýstárlegan hátt og gerir hlut
hennar meiri en almennt er að
gera og telur að þáttur verslun
arinnar i Evrópu hafi verið van-
metinn.