Þjóðviljinn - 11.01.1977, Page 8

Þjóðviljinn - 11.01.1977, Page 8
8 — SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 11. janúar 1977 Þessi ljúsmynd er tekin skömmu eftir aö Iðnó reis af grunni. Gengið um Iðnó með Vigdísi Finnbogadóttur og Steindóri Hjörleifssyni Lilja Þóröardóttir hárgreiöslukona og Jóna Jónasdóttir miðasöiukona hafa starfaö fyrir Leikféiagið um iangt órabil (Ljósm.:GFr) Magnús Bergmann sviðsmaður f Kristfn Kristjánsdóttir hefur hellt þrengslunum fyrir ofan sviöið uppá könnuna fyrir leikara f 35 ár <Ljósm.:GFr) og segist þekkja þá alla (Ljósm.:GFr) Hinn 11. janúar 1897 komu saman i nýreist og glæsilegt timburhús viö Tjörnina i Reykja- vik 19 menn og konur og héldu meö sér stofnfund Leikfélags Reykjavikur. A þeim 80 árum sem siðan eru liöin hefur þetta félag verið gildur þáttur i menningarlifi landsmanna og enn er leikiö i gamla góöa húsinu. 1 tilefni af afmælinu fór blaða- maöur Þjóöviljans niður i Iönó og hitti aö máli þau Vigdisi Finn- bogadóttur leikhússt jóra og Steindór Hjörleifsson formann LR og fleira gott fólk sem þar var aö störfuin. Par stóð fornlegur maður með alvæpni og væddur vel Ekki varð blaðamanni um sel þegar hann hrinti upp hurðinni og skaust inn i hlýjuna i Iðnó kl. 4 á laugardag. Þar stóö inni fyrir fornlegur maður með alvæpni og væddur vel. En i stað þess að bregða sverði brosti þessi viga- legi maöur aðeins og bauð góðan daginn. Þegar rýnt var i andlit hans kom i ljós aö bak við elleftu aldar gervi var hér kominn Karl Guðmundsson leikari. Inni i saln- um var ljósaæfing á Makbeö eftir Shakespeare og þar voru fleiri fornlegir menn og nornir ásamt leikstjóra, leiktjaldamálara, ljósameistara, búningateiknara, sviðsmönnum og ljósmyndurum og fleira fólki sem ýmist sat og fylgdist með eða var á þönum fram og aftur. Hér var komið inn I ósvikna leikhússtemningu og verið eaö leggja siðustu hönd á fyrstu sviðssetningu Makbeðs hérlendis Og það er ekki lítið i fang færst á litlu sviði. Vigdis Finnbogadóttir situr á hljóðu tali við Kjartan Ragnars- son i bakstiga og á meðan biður blaðamaður og drekkur i sig stemninguna. Leikfélagið varð til vegna hússins. Eftir nokkra stund göngum við ♦þrjú, Vigdis, Steindór og ég út úr Iðnó og inn i gamla iðnskólann en þar hefur Leikfélagið fengið inni með skrifstofu saumaskap, sviðs- mannaherbergi og æfingasal sem kallaður er kálfurinn. Það er þvi hægt að æfa á tveimur stöðum i einu núna og er það mikil bót að sögn Vigdisar. Við setjumst niður og tekið er að rifja upp eitt og annað úr sögu þessa 80ára gamla leikhúss. Vig- dis segir að leikfélagið hafi orðið til vegna hússins. Eins og áður sagði byggöu iönaðarmenn sjálf- um sér og bæjarbúum samkomu- hús með veglegu sviði. Þá voru i bænum tveir leikflokkar fyrir. Annar var i Gúttó en hinn i Fjala- kettinum. Iðnaðarmennirnir vildu nú tryggja öruggan leigj- anda i húsi sinu og höfðu forgöngu um að tveir fyrrnefndir leikflokk- ar sameinuðust i einn flokk og það gerðist 11. janúar 1897. Raunar voru ýmsir iðnaðarmenn meðal bestu leikaranna og má þar nefna Þorvarð Þorvarðsson prentara sem var kjörinn fyrsti formaður Leikfélags Reykjavik- ur. Fimm af nitján stofnendum voru iðnaðarmenn sem aldrei komu á leiksvið. Þeir voru eins- konar tengiliðir við Iðnaðar- mannafélagið og jafnframt fjár- hagslegir bakhjarlar, segir Vig- dis. Einn þessara manna var td. Magnús Benjaminsson úrsmiður og hefur dóttir hans sagt mér að leikhúsið hafi veriö órjúfanlegur hluti af uppeldi sinu og veröld i æsku. Ekki kom til mála að fara austur yfir læk Þegar iðnaðarmenn ákváðu að reisa samkomuhúsið var ailt byggingarpláss i kvosinni orðið upptekið og ekki kom til mála að fara austur yfir læk. Það var að fara út fyrir bæinn. Þess vegna var gripið til þess ráðs að fylla upp i tjörnina sem þá var öll sefi og gróðri vaxin. Uppfyllingin kostaði 900 krónur sem var geysi- mikið fé. Til að nýta uppfylling- una var svo iðnskólinn byggður viöhliðinað árum seinna. Þá var ekki hugsað til þess að iðnskóla- sveinar yrðu steinsnar frá bæjar- sollinum eins og þegar mennta- skólinn var byggöur 1846 uppi I Ingólfsbrekku en hún var þá álifiri uppi i sveit. Þegar Iönó var reist fór fólkiö i Laufási enn á báti yfir Tjörnina tilað komast niður i bæ. Það var ótrúlega mikið sveita- þorp sem byggði þetta leikhús segir Vigdis. Svo var farið að hugsa til þess að leggja veg að Iðnó en hann lét biða eftir sér og þáfóru gárungarnirað kalla hann Vonarstræti. Þetta hefur mér alltaf þótt ákaflega skemmtileg nafngift. Starfsemin er dreifð um allan bæ. Leikfélag Reykjavikur er löngu búið að sprengja Iðnó utan af sér þó að byggt hafi verið af stórhug. Lengi voru alls konar skemmtan- ir i húsinu td. böll, árshátiðir og jólaskemmtanir en nú er Leik- félagið eitt um hituna að mestu. Starfsemin er nú orðin dreifð um allan bæ. Við erum td. með geymslur bæöi i Þórshamri og á Ránargötu og leiktjaldasmiðin fer fram inni I Súðavogi, segir Steindór. Eitt verk á vetri er fært upp i Austurbæjarbiói en nú er Iðnó svo margsprungið að við stefnum að þvi að fjölga sýning- um i Austurbæjarbiói. Mesta klfpan sem við lendum i er að leikritin verði vinsæl þvi að við höfum ákveðnar skyldur gagn- vart þeim sem kaupa áskriftar- kort en þeir eru nú nær þúsund. Við höfum lofaö þeim aö færa upp 5 ný verk á hverjum vetri. Amk. þrjú verk frá i fyrra hefðum við átt að taka aftur til sýninga nú i haust en höfum ekkert pláss fyrir þau. Þetta eru sýningarnar á Equus, Villiöndinni og Sögu dát- ans. Leikfélagið hefur alltaf leigt húsnæðið Við ákveðum nú að ganga um ogskoða betur gamla Iðnó. t upp- hafi voru engar svalir í salnum og þá voru sætin rúmlega 300. Arið 1960 voru gerðar breytingar á húsinu og sætum fækkað jafn- framt þvi að upphækkunarpallar voru gerðir til að alls staðar sæist vel upp á sviðið. Vigdis minnist þess frá æsku sinni að foreldrar hennar höföu fasta frumsýingar- miða á næstaftasta bekk og þaðan sást illa. Sætin eru núna 230 og alls staðar sést vel. Þær miklu breytingar sem gerðar voru á húsinu 1960 voru kostaöar af leik-. félaginu sjálfu þó að það eigi ekki húsið. Frá fyrstu tiö hefur það leigt af öðrum aöilum. Nú er þaö Alþýðuhúsið h.f. sem er eigandi hússins. Arið 1962 var leikfélaginu breytt i atvinnuleikhús og eru nú 34 á fastri launaskrá en alls 80-90 manns á launaskrá en þá eru ekki taldir með brunaverðir. Viö veröum aðhafa fasta brunavakt á hverri sýningu, höfum ekki efni á aö koma upp fullkomnu bruna- varnarkerfi. Dugnaður starfsfólksins heldur þessu gangandi Við göngu.m upp á leiksviðið sjálft en það er óbreytt frá upp- hafi og mikil þrengsli þar. Þróun- in er alveg öfug við þá sem gerist nú viða um heim. Hér er aðalsvið litla sviðið. en aukasviðið i Austurbæjarbiói er stóra sviöiö. Það er ákveöinn fjöldi léik- verka heimsbókmenntanna sem við getum alls ekki sýnt hér segja þau Vigdisog Steindór. Við getum eiginlega ekki haft nema þrjár sviðsskiptingar i einni sýningu og i mesta lagi fjórar. Oll leiktjöld eru gerð þannig að hægt sé að leggja þau saman marflöt og þá getur verið erfitt að skáskjóta sér fram hjá þeim að tjaldbaki. Það vill til að hægt er að ganga frá búningsherbergjum undir sviðið og koma upp hinum megin. Það er hinn gifurlegi dugnaður i starfsfólkinu hér, segir Vigdis, sem heldur þessu gangandi og gerir það kleift að reka leikhús við svona aðstæður. Við ætlum ekki að brenna okkur á þrengsl- um i nýja húsinu segir Steindór nú, þar á aö vera nóg pláss. Við ætlum meðal annars að hafa þar fuilkomna sviðsvagna, knúöa áfram elektróniskt til að leiktjöld geti runniö á sinn staö i þar til gerum raufum og verða þá sviös- skiptingar eldsnöggar. Við klöngrumst upp á þröngar svalir ofan við sviðið en þar er varla hægt aö vera uppréttur. Þar stendur Magnús Bergmann sviðs- maður og er eitthvað að huga að leiktjöldum en verið er að fjar- lægja sviðsmyndina úr Makbeð þviað nú á að sýna Æskuvini eftir Svövu Jakobsdóttur i kvöld. Ekkert geymslurými er við sviðið og verður þvi að flytja tjöldin burtu úr húsinu i bil. Þó að erfitt sé að athafna sig þarna uppi er Magnús með hýrri há og gaman- yrði á vör. Það er einkennandi fyrir starfslið Leikfélags Reykja- vikur. Enginn telur sig skipa sæti Brynjólfs Jó- hannessonar Búningsklefarnir eru frægir fyrir þrengsli og þarf ekki að tiunda það. Þeir eru niðri i kjallara þar sem ákaflega lágt er undir loft. 1 miðju er almenningur en umhverfis 6 búningsherbergi, þar af 3 fyrir konur. 1 kvennaher- bergjunum geta athafnað sig 4 konur ef þær eru góðar vinkonur, segir Vigdis en 2 karlar eru i hverju karlaherbergjanna. Eitt stendur autt. Það er herbergi Brynjólfs Jóhannessonar. Enginn leikari hefur enn talið sig kjörinn til að skipa það sæti sem Brynj- ólfur hafði hér. Ef minnast ætti einhverra sér- staklega þá eru það þeir Brynj- ólfur Jóhannesson og Gunnar Hansen, kveða þau Vigdis og Steindór upp úr með i einu hljóði. Kristin hugsar um kaffi og pönnukökur Næst liggur leiðin upp á loft. Þar verður á vegi okkar Kristin Kristjánsdóttir sem hellir upp á kaffi fyrir leikarana og bakar pönnukökur á kvöldin fyrir leik- húsgesti. Sjálf býr hún uppi á háa- lofti i Iðnó og er búin að vera hér allar götur frá 1941 eða I 35 ár. Ýmsir bjuggu áður fyrr uppi á loftinu og má þar nefna Guðmund G. Hagalin. Kaffi- og matsalurinn með sinum fallegu bogadregnu glugg- um og útsýn yfir Tjörnina er stolt og prýði gömlu Iðnó. Aö visu hefur hann verið eyðilagður að_ hluta vegna brunaútgangs i einu horninu. Eins og sönnu leikhúsi sæmir Siðast á hringferð um þessa átt- ræðu stofnun leggjum við leið okkar i anddyrið en það er i út- byggingu sem var byggð við húsið seinna. t miðasölunni er Jóna Jónasdóttir sem flestir reykvik- ingar kannast við. Hún hefur selt hér miða i 22 ár og inni hjá henni situr hárgreiðslukona Leikfélags Reykjavikur um langt árabil, Lilja Þórðardóttir, og eru þær íullar af húmor og kæti eins og sönnu leikhúsfólki sæmir. Jóna segist fyrst hafa selt miða á Frænku Charlesar og hafi þaö verið ógurlega gaman. Þá fer Steindór að rifja upp sín fyrstu spor á leiksviðinu en hann kom fyrst fram i Skálholti Kambans. Komu þá nokkrar vöflur á þau Hringferðinni um Iðnó er nú lokið og við þökkum leikhús- stjóranum og formanni félagsins fyrir leiðsögn og skemmtilega samfylgd. Við spurðum að lokum hvenær fluttverðii nýja húsiðog komu þá nokkrar vöflur á þau. 1 dag óskum við afmælis- barninu tilhamingju og vonum að næstu 80 árin verði jafn heilla- drjúg og þau fyrstu. —GFr Þriðjudagur 11, janúar 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Friðfinnur Guðjónsson sem Marteinn Kiil I þjóöntðingnum 1908. Prinsinn og Kathie I Ait Heidelberg 1906. Guðrún lndriða- dóttir og Jens B. Waage leika. Arni Eirlksson sem Sveinungi i Bóndanum á Hrauni 1908. a Iðnó 80 ára í dag í. ■ Það er mikið fyrirtæki að setja upp Makbeð á litia sviðinu f Iðnó. Leik- tjöldin eru eftir Steinþór Sigurðsson sem sést fremst á myndinni til hægri aö tala við Guðrúnu Svövu Svavarsdóttur sem teiknaði búning- ana. Fyrir framan sviðið stendur Þorsteinn Gunnarsson leikstjóri en leikararnir eru Jón Hjartarsson.Sigrföur Hagaifn, Margrét Helga Jó- hannsdóttir, Kjartan Ragnarsson og Hjalti Rögnvaldsson. Til hægri við sviöiö eru Magnús Axelsson ljósameistari og Oddur ólafsson Ijós- myndari. Krakkinn er fylgifiskur einhvers f leikhúsinu. (Ljósm.: GFr) Stefanía Guðmundsdóttir sem (Jlrikka f Kinn- arhvolssystrum 1910. Andrés Björnsson og Bjarni Björnsson f Sherlock Holmes 1912. Vigdis og Steindór á tali við Gissur Pálsson fjósameistara sem starfað hefur við Iðnó sfðan 1950. <Ljósm.:GFr)

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.