Þjóðviljinn - 11.01.1977, Side 10

Þjóðviljinn - 11.01.1977, Side 10
1« — SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 11. janúar 1977 Landsliöiö — pressan 27:18 í síöari leiknum: Vörnin er sem fyrr veiki hlekkurinn Að liðið skuli fá á sig 39 mörk í tveimur leikjum gegn ósamæfðu pressuliði segir sína sögu Ekki varð það séð á pressuleikjunum tveimur um helgina, að tekist hafi að kippa varnarleik lands- liðsins i liðinn, jafnvel þótt Ólafur H. Jónsson léki með liðinu og bæri þar af i vörninni. ólafur sagði eftir síðari leikinn að á meðan hver maður léki i vörninni eins og hann gerði með sinu féiagsliði væri kannski ekki von á góðu og þetta má til sanns vegar færa. Varnarleikur liðsins er alltof ósamstilltur og langt frá þvi að hver maður viti hvað hann á að gera, fyrir nú utan það að alltof margir varnar- skussar eru i liðinu. Menn sem eru gat i vörn en ágætir i sókn. Þaö segir sina sögu um varnar- leikinn aö liðiö skuli hafa fengið á sig 39 mörk i tveimur leikjum gegn ósamæföu pressuliði, þrátt fyrir þá staðreynd að markvarsl- an var mjög góð hjá landsliðinu og þaö var fyrst og fremst hún, sem skipti sköpum i leikjunum tveimur. En það getur ekki annað verið en að varnarleikurinn komist i lag og hann myndi gera það ef þeir Bjarni Jónsson og Árni Indriöason kæmu i liðið, en þvi miður er Árni meiddur og verður sennilega ekki með landsliðinu, en Bjarni hlýtur ekki náð fyrir augum KGB-nefndarinnar. Er þá ekkert jákvætt við það sem verið er að gera með lands- liðið? Vissulega er margt jákvætt og mörgu hefur verið kippt i lag. Hraðupphlaupin eru alveg um það bil að komast i lag, þar vant- ar bara herslumuninn. Og allt annar og betri blær er að komast yíir sóknarleikinn, með Geir Hallsteinsson sem aðalmann. Hann stjórnar öllum aðgerðum og kannski er einum of mikið treyst á hann. Þegar hann hvilir gerist of litið. Það virðist þvi allt vera á réttri leið hjá liðinu nema varnar- leikurinn, hann er enn i molum. Geir, Ölafur Jónsson, Björgvin og Jón Karlsson báru af i lands- liðinu, ásamt markvörðunum Gunnari Einarssyni og Ólafi Benediktssyni. Hjá pressuliðinu barBjarni Jónssonafog hann var jafnframt besti maður vallarins og verði lengur gengið framhjá honum i landsliðinu er það ekki' geta manna sem ræður heldur eitthvað annað, hvort menn kom- ast i landsliðið eða ekki. Mörk landsliðsins: Geir6, Ólaf- ur Einarsson 5, Jón K. 4, Björgvin 4, Agúst 2, Viggó 2, Ólafur H. Jónsson 2, Þorbergur 1 og Bjarni Guðmundsson 1 mark. Mörkpressunnar: Bjarni Jónsson 4, Hörður 4, Jón Pétur 3, Páll 2, Konráð 2, H ilmar Sigurgislason 2, Sigurbergur 1 mark. —S.dór. Björgvin fer hérna fimlega inn af ifnunni og vippar yfir markvörö pressuliösins, sem tuttugu og sjö sinnum þurfti aö sjá á eftir knettinum I netiö. Það vantar samæfingu í varnarleikinn segir Ólafur H. Jónsson eftir aö hafa æft meö landsliöinu í eina viku ,,Mér list nokkuð vel á liðið og það sem verið er að gera, nema hvað varnarleikurinn er i moium. Að minu áliti stafar það fyrst og fremst af þvi, að samæfinguna vantar. Menn eru að leika sama varnarleikinn með iandsliðinu og þeir gera hver með sinu félags- liöi, þannig að það liggur aldrei á hreinu hvaða mann hver á að taka og annar er aldrei viss um hvað hinn ætlar að gera. Þetta er hægt að laga ef lagðar eru upp á- kveðnar grunnhreyfingar, sem siðan eru samæföar,” sagði ólaf- ur H. Jónsson er við röbbuöum við hann eftir siðari pressuleikinn • um helgina, en þá hafði ólafur æft og leikið með landsiiðinu i eina viku. Hann sagði að sér litist vel á margt af þvi sem verið væri að gera. Sóknarleikurinn væri vel útfærður og Januz væri greinilega mjög góður þjálfari. Æfingar hjá honum eru vel skipulagðar og timinn á hverri æfingu nýttur til hins ýtrasta. „Það er þó eitt sem mér finnst langtfrá þvi að vera nógu gott, en það er óstundvisi leikmanna á æf- íngar. Menn eru aö tinast inn eftir að æfing er byrjuð. Slikt skemmir mjög fyrir og eyðileggur byrjun æfingarinnar. Það vantar greini- lega meiri aga”, sagði Ólafur. Ólafur sagði ennfremur að þessi vika hefði komið sér að miklu gagni. Hann sagðist að visu þekkja alla strákana og vita hvernig þeir leika, en hvað sam- æfingu viðkemur hefði vikan ver- ið sér gagnleg, enda væri þjálfar- inn með ýmislegt sem hann sagöist ekki hafa séð fyrr. —S.dór. ólafur H. Jónsson er farinn aö venjast góöum þýskum siöum og gagn- rýnir m.a. óstundvlsi á landsliösæfingum. 1. deild kvenna í handknattleik: Valur eina liðið án taps Eins og undanfarin ár eru það Valur og Fram, sem berjast um sigurinn i 1. deiid kvenna i hand- knattleik. Þegar liðin mættust um siðustu helgi voru þau hin einu sem ekki höfðu tapað ieik, Valur ieikið 4 leiki og Fram 3 án þess að tapa stigi. Það var þvi ekki litii spenna i leik islandsmeinstara Fram og Vals þegar liðin mættust á iaugardaginn. Fram-liðinu gekk vel I byrjun og virtist stefna á sigur meistar- anna þegar gengið var til leik- hlés, staðan 5:3 Fram i vil. En þetta var aðeins lognið á undan storminum hjá Val. I siðari hálfleik tóku vals-stúlkurnar leik- inn i sinar hendur og skoruðu þá 8 mörk gegn 4 og sigruðu þvi 11:9. Þvi er það Valur, sem er eina liðið án taps i 1. deild, en sigurinn er þar með ekki i höfn, deildar- keppnin er ekki hálfnuð enn og margt getur gerst á langri leið. —S.dór. Árni frá keppni Hinn frábæri hand- knattleiksmaður, Árni Indriðason, sem aftur var kominn í landsliðs- hópinn eftir nokkurt hlé, sem hann varð aö gera á æfingum sínum vegna prófa sem hann var að taka i háskólanum, meiddist það mikið í pressuleiknum sl. föstu- dag, að nær útilokað er talið að hann geti verið með landsliðinu i vetur, jafnvel að hann leiki ekki meira i vetur. Arni fékk slæma byltu i leiknum, með þeim afleiðing- um að hryggjarliður skaddað- ist, var jafnvel haldið að liður- inn hefði brákast. Það er að visu langt hlé þar til 1. deildarkeppnin byrjar aftur og þvi gæti Arni hugsan- lega leikið með liði sinu Gróttu i siðari umferð, en nær útilok- að að hann geti leikið með landsliðinu, en svo sannarlega veitir landsliðinu ekki af svo sterkum varnarleikamanni sem Arni er. —S.dór. Þriðjudagur 11. janúar 1977 ÞJÓDVILJINN — SIÐA — 11 Allt í einu fjölgar nýjum íþróttafélögum Veröur „Knatt- spyrnufélag handboltamanna” næst á dagskrá? Stofnun nýrra íþróttafé- laga i Reykjavík tók mik- inn kipp á siðastliðnu ári og voru sett á laggirnar f jög- ur ný félög, eftir nokkurra ára hlé frá síðustu félags- stofnun. Að sögn Sigurgeirs Guðmanns- sonar, framkvæmdastjóra tpróttabandalags Reykjavikur, sótti eitt félag um aðild að IBR á gamlársdag, en það var iþrótta- félagið „Myndavélin”, sem fyrst um sinn mun hafa knattspyrnu á stefnuskrá sinni. Myndavélin er stofnuð af ungum mönnum í suð- urhluta gamla austurbæjarins, eða nánar tiltekið á gamla Vals- svæðinu og tekur væntanlega þátt i 3. deildarkeppninni næsta sum- ar. Á sl. ári var einnig stofnað iþróttafélagið „Léttir”. Það hefur tekið þátt i körfuboltanum i vetur og verður væntanlega með i knattspyrnunni næsta sumar. „Óðinn” heitir enn eitt félagið. Það hefur litið starfaö ennþá, enda aðstöðuleysið mikið og erfitt að koma æfingum við vegna þess. Óöinn er knattspyrnufélag og mun stefnt að þvi aö taka þátt i landsmótum næsta sumar. Loks var svo stofnað félagiö „Frimann”: Upphaflega átti það að heita „Körfuboltafélag frjálsi- þróttamanna” en nafngiftin féll ekki i góðan jarðveg hjá ráða- mönmim og var henni þvi breytt. Frimann hefur keppt i kröfubolt- anum i vetur við mikinn orðstir. SigurgeirGuðmannsson sagðist ekki kunna neina sérstaka skýr- ingu á þessum mikla fjörkipp i stofnun nýrra félaga, en eftir aö frjálsiþróttamenn stofnuðu körfuboltafélag mætti allt, eins búast við þvi að næst myndu handboltamenn stofna knatt- spyrnufélag eða eitthvað álika! —gsp Sveitakeppni Júdósambands íslands: JFR-menn höfðu mikla yfirburði og lögðu m.a. tvo að velli A-sveit Júdófélags Reykjavíkur sigraði með miklum yfirburðum um helgina i sveitakeppni Júdósambands islands, sem jafnframt er íslands- meistaramót félagsliða. Keppnin fór fram í íþrótta- húsi Kennaraháskólans sl. sunnudag og tóku sex sveitir frá þremur félög- um þátt i henni. A-sveit Júdófélags Reykjavikur fékk 32 vinninga af 35 mögulegum og tryggði sér þannig yfirburða- sigur. Tæknistigin sem sveitin fékk urðu samtals 302 og fimm menn af sjö, sem sveitina skipuðu unnu allar sinar glimur. Keflvikingar sýndu miklar framfarir og tryggðu sér annað sætið i keppninni. Þeir fengu 21 vinning og 205 tæknistig á meðan ármenningar hrepptu þriðja sæt- ið með jafn marga vinninga en 198 tæknistig og færri sigra yfir einstökum sveitum. Úrslit urðu þvi þessi: 1. A-sveit JFR 32 v. (302 stig) 2. A-sveit UMFK 21 v. (205 stig) 3. A-sveit Ármanns 21 v. (198 stig) 4. B-sveit JFR 5. B-sveit Ármanns 6. B-sveit UMFK í sigursveit JFR áttu sæti þeir Haukur Harðarson, Sigurður Pálsson, Halldór Guðbjörnsson, Kári Jakobsson, Jón Egilsson, Benedikt Pálsson og Svavar Carl- sen. Haukur, Halldór, Kári, Benedikt og Svavar sigruðu i öli- um sinum glimum. Tveir islandsmeistarar voru lagðir að velli á þessu móti. Voru einstaklings-íslandsmeistara JFR-menn sýndu mikla yfirburöi á mótinu um helgina...alltof mikla til þess aö um skemmtilega keppni væri aö ræöa. Þeir unnu t.d. allar giimurnar á móti keflvikingum, sem uröu I ööru sæti. Myndina tók -eik á sveitakeppninni. það þeir Gunnar Guðmundsson UMFK, sem tapaði fyrir Sigurði Pálssyni JFR og Gisli Þórsteins- son Armanni tapaði fyrir Bene- dikt Pálssyni JFR. Armenningurinn Viðar Guð- johnsen sigraöi hins vegar i öllum sinum viðureignum og bættist þvi i hóp fimmmenninganna úr JFR, sem unnu sama afrekiö. Með sigri sinum um helgina hef- ur A-sveit JFR tryggt sér rétt til þátttöku i Evrópukeppni meistaraliða i júdó, en hún var haldin i fyrsta sinn sl. ár. Islend- ingar voru þá ekki á meðal þátt- takenda, einkum af fjárhagsá- stæðum, en ekki er afráðið hvort þátttaka verður tilkynnt að þessu sinni. Þetta er i fjórða sinn i röð sem Júdófélag Reykjavikur ber sigur úr býtum i sveitakeppni JSI. —gsp Sjá If u r er ég ekkert smeykur viö 3ja áriö segir Þorsteinn Friðþjófsson, sem um helgina var ráðinn þjálfari Breiðabliks Um helgina gengu Breiðabliksmenn frá samn- ingum við Þorstein Friðþjófsson um þjálfun 1. deildarliðs sins, og verður þetta þriöja árið i röð sem Þorsteinn sér um uppeldi Blikanna. Aðspurður sagðist Þorsteinn ekkert vera smeykur við aö taka að sér liöiö i þriðja sinn, það væri undir strákunum sjálfum komið hvort viðunandi árangur næöist næsta sumar og sist væri lakara fyrir þjálfarann að þekkja leikmenn sina til hlit- ar. — En vandamálið hjá okkur er engu að siður stórt, sagöi Þorsteinn, — þótt þaö snúist ekki um langan dvalartima þjálfarans. Viö sjáum fram á algjört markmannsleysi næsta sumar, þvi Olafur Hákonar- son ætlar að hætta knattspyrnu- iðkun og flest bendir til þess að Sveinn Skúiason verði viö þjálf- un fyrir norðan næsta sumar. Ennþá hefur engin lausn sést á markmannsleysinu og er óneit- anlega ekki glæsilegt aö byrja æfingar af fullum krafti og renna blint I sjóinn með svo veigamikið atriði. —gsp

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.