Þjóðviljinn - 06.03.1977, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 06.03.1977, Blaðsíða 16
16 — SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 6. mars 1977 Úr bók Hanne Reintoft, Konan í stéttasamfélaginu FYRSTI HLUTI í námunda við alþjóðlegan kvennadag, 8. marz, birtum við kafla úr bók Hanne Reintoft, dansks þingsmanns, um Konuna i stéttasamfé- laginu. I þessum hluta eru raktar hugmyndir marxiskra forvigismanna um feril kvenna i hinum ýmsum gerðum samfélaga. Konan og sósíalisminn 1 bók sinni „Konan og sósialism- inn” sem út kom 1879 segir Aug- ust Bebel, þáverandi formaður þýskra sósialdemókrata: „Þótt sýna megi fram á að staða kvenna og verkafólks sé i rikum mæli hin sama, má ekki gleymast að konan var fyrst allra hneppt i ánauð”. Bebl skrifaði bók sina á mjög mikilvægum tima þvi þýskir sósialdemókratar voru þá enn undir sterkum áhrifum frá Lassallen, og i flokknum voru til þeir sem töldu, að halda bæri kon- um utan verkalýðshreyfingarinn- ar þar til þær væru „nógu þrosk- aðar” til að taka þátti baráttunni fyrir sósialismanum. Þetta var gamalt ráð til að halda konum niðri og var ekki i samræmi við það, að sósialiskir fræðimenn fjölluðu um kvenfrelsismál og sýndu fram á með sagnfræöileg- um athugunum, hvernig undirok- un kvenna þróaðist jafnhliða fé- lagslegum aðstæðum og þvi efna- hagskerfi sem viðkomandi sam- félag byggðist á. Fjöldi kunnra, sósialiskra fræðimanna, einkum Marx. Engels, Bebel, Lenin, Alexandra Kollontay og Clara Zetkin tóku til máls gegn hinni uppvaxandi, borgaralegu kvennahreyfingu sem vildi gera kvenfrelsisbaráttuna að átökum milli kynjanna en ekki stéttabar- áttu. Með sagnfræðilegum og hagfræðilegum rökum sýndu þau fram á samhengið milli kúgunar kvenna og efnahagslegrar upp- byggingar samfélagsins. Um þetta spunnust viðtækar umræð- ur, þar sem málefni eins og ást, kynlif, fjölskylda og hjónaband voru einnig tekin fyrir, og eftir- tektarvert er, að aldrei var gert lltið úr þessum málum, enda þótt að mikilvægir atburðir krefðust tafarlausra úrræða. I miðri borgarastyrjöldinni eftir rúss- nesku byltinguna gaf Lenin sér t.d. tima til að ræða þessi mál við forystukonur verkalýðshreyfing- arinnar. En konan hefur ekki verið ánauöug frá upphafi vega. Bæði Engels og Bebel hafa rannsakað fjölskyldu- og sambýlishætti fyrr á timum. Engels fjallar um þetta i bók sinni „Uppruni fjölskyld- unnar, einkaeignarinnar og rikis- ins”, sem mæla má eindregið með við alla þá sem áhuga hafa á þessum málum. Bók Bebels um þetta efni hefur þegar verið nefnd. Reyndar byggðu þeir báðir á rannsóknum hins borgaralega mannfræðings Lewis H. Morgans á lffi frumstæðra þjóða — þ.e. fjölskylduháttum og skorti á rikisvaldi. 1 frumsamfélaginu bjuggu ættbálkarnir wð sameign- arfyrirkomulag — þ.e. frum- kommúnisma. Konan var hæst- ráðandi i þessu fjölskyldusamfé- lagi og naut mikillar virðingar. Karlmennirnir litu á börn systra sinna sem sin eigin börn, og erfðir gengu i kvenlegg, þannig að karl- maður taldi systurson sinn erf- ingja sinn. Leifar þessara semfé- lagshátta hafa fundist bæði i Af- riku og Rómönsku-Ameriku. Bebel vitnar i höfðingja Wayætt- flokksins i Kamerún sem lét svo um mælt við þýskan skipslækni: „Við systir min erum ábyggileg skyld, þvi að við eigum sömu móður. Systir min og sonur henn- ar eru skyld, og þar af leiðandi er hann erfingi minn og verður höfð- ingi hér eftir minn dag. Faðir minn? Það hef ég ekki hugmynd um hvað er.” Þegar hann var spurður hvort hann ætti ekki börn, svaraði hann hiæjandi að þar um slóðir væru það konur, en ekki karlar, sem ættu börn. Þessi samfélög voru tiltölulega frið- sameg — en gátu aðeins þrifist á þessu skeiði mannkynssögunnar meðan samræmi hélst milli sam- félagsgerðarinnar og þróunar framleiðsluafianna. Fólk var fá- tækt og lifnaðarhættir frumstæð- ir. Hinir einstöku ættbálkar voru aðgreindir, en virtu yfirráða- svæði hvers annars. Yrðu þeir fyrir áfas, snérust karlmennirnir tilvarnar og nutu ákafs stuðnings kvennanna. Innan ættflokksins réðu konurnar lögum og lofum og sá karlmaður sem ekki nennti að leggja sitt að mörkum til sameig- inlegra þarfa ættflokksins var gerður útlætur og hlaut ill örlög. Þegar Livingstone kom til Afriku fann hann ættflokka sem enn bjuggu við þetta fyrirkomulag. Bebel og Engels benda á að á meðan skyldleiki var rakinn i kvenlegg héldust auður og eignr innan ættflokksins, en eftir þvi sem framleiðsluhættir þróuðust og auður jókst varö staöa karl- mannsins innan fjölskyldunnar mikilvægari stöðu konunnar, og vildi hann þvi kollvarpa hinum hefðbundna erfðarétti börnum sinum i hag. Þetta var ekki ger- legt svo lengi sem ætt var rakin i kvenlegg og þess vegna kom fram krafa um afnám móðurréttarins. Hinir fornu, kommúnisku heim- ilishættir voru ekkil samræmi við vaxandi einkaeign. Verslun hófst og jafnframt eiginhagsmunir sem samrýmdust ekki hinni f ornu ætt- flokkaskipan,eða voru réttara sagt i andstöðu við hana. Sam- kvæmt þeirri verkaskiptingu sem rikti i frumsamfélögunum féll það oft i hlut karlmannsins að afla fæðunnar, og eftir þvi sem á- höld til þessara starfa þróuðust, fékk hann traustara eignarhald á þeim — hann varð eigandi hinna fyrstu, frumstæðu framleiðslu- tækja og náði þannig undirtökun- um efnahagslega. Parhjúskapur kom i stað hóphjúskaparins sem skipt hafði ættflokknum sam- kvæmt ákveðnum reglum i hjú- skaparhópa þar sem ekkert var vitað með vissu um faöerni baraa, en I hinni nýju parfjöl- skyldu bjó hver karlmaöur meö einni konu, og börnin urðu börn þeirra beggja. Mikilvægi ætt- flokksins minnkaði og um leið breyttist staða konunnar til muna. Engels orðar þetta þannig að „kollvörpun móðurréttarins var heimssögulegur ósigur kven- þjóðarinnar. Karlmaðurinn tók við stjórnartaumunum, lika á heimilinu, konan lækkaði i tign, hún var þrælkuð, hún varð ambátt fýsna hans og einbert tæki til barneigna. Þessi niðurlæging konunnar kemur glöggt fram hjá grikkjum á hetjuöid þeirra og á hinu svonefnda „klassiska” tima- bili. Smám saman hefur verið reynt að fegra þessa aðstöðu með alls kyns fagurgala, sums staöar hefur hún fengið Mýkra snib, en hún hefur hvergi verið afnumin.” Með tilkomu einkaeignarinnar var kúgun karls á konu innsigluð og Bebel leggur áherslu á aö móöurréttur jafngildi frum- kommúnismanum og jafnrétti allra en upphaf fööurréttarins tákni vald einkaeignarinnar, kúg- un konunnar og ánauö. Skoðanir eru skiptar um hversu friðsamleg breytingin úr móöur- i fööurrétt hafi verið eöa hvort konur hafi veitt viönám. Engels telur hiö fyrrnefnda rétt. Parhjúskapurinn var það frjálslegur f yrir bæði kynin aö til- tölulega auðvelt var að slita hon- um, ef annar makinn óskaði en hið vaxandi vald karlmannsins — hann hélt venjulega verkfærun- um við hjúskaparslit, konan fékk búsáhöldin — takmarkaði réttar- stöðu konunnar verulega. Hún var útilokuð frá fundum ráðsins og öðrum völdum og i vaxandi mæli neydd til hjúskaprar- tryggðar samkvæmt þeim frum- stæðu reglum sem þá giltu, þótt karlmanninum væri ekki lögð sú skylda á herðar. Frelsi hennar var lokið, ótryggi sætti æ harðari refsingu og ihinum slgilda harm- leik „Medeu” lætur Euripides hana kveina undan kjörum kon- unnar. Orð hennar eiga við enn i dag: „Af öllum þeim verum sem öðl- ast haf lif og hugsun sætir eng- inn slikri kúgun sem konan. Fyrir hinn rikulega heiman- mund verðurhún að kaupa hús- bónda lifs sins — það versta af öllu illu. Ef karlmaðurinn þjáist af leyndri sorg, getur hann auð- veldlega farið út og létt lund sina i félagsskap jafnaldra og vina. Við verðum að skyggnast inn i okkar eigin sál. Sagt er að við lifum hættulausu lifi innan veggja heimilisins meðan karl- mennirnir berjist. Frekar vildi ég standa þrisvar meðal her- mannanna en verða einu sinni móðir.” A mótum hálfsiðunar og siö- menningar kemur einkvænisfjöl- skyldan til sögunnar. Hún byggist á yfirráöum karlmannsins og hef- ur það ákveðna markmið að eign- astbörn þar sem enginn vafi geti leikið á um faðernið, og þetta fað- erni er skilyrði þess að börnin geti orðið erfingjar aö auði föðurins. Einkvænið er aö þvi leyti ólikt parhjúskapnum að það er fast- skorðaðra og þvi verður ekki slit- ið að geðþótta beggja makanna. Sú regla komst á, að karlmað- urinn einn gæti bundið enda á hjónabandið og rekið konuna burt. Hann hélt rétti sínum til hjúskaparbrota, en haröýðgin gegn konunni jókst til að tryggja karlmaninum að hann væri faðir þeirra barna sem fæddust. Milli- stigið milli parhjúskapar og ein- kvænis var fjölskylda feðra- veldisins — þ.e. stórfjölskylda sem náði til ákveðins hóps frjálsra og ófrjálsra (þræla) mannanna undir yfirstjórn karl- manns. A nokkrum stööum hafa fundist leifar lýðræðislegri fjölskyldna þar sem ákvarðanir voru teknar af fjölskylduráði, en t.d. hjá rómverjum þróaðist fjöl- skylda feðraveldisins þar sem karlmaðurinn hafði einræðisvald yfir konum, börnum og þrælum. Engels fullyrðir að hægt sé að timasetja þessi þrjú aðalhjú- skaparform, þ.e. hóphjúskap, parhjúsjcap og einkvæni. Hóphjú- skapur tilheyri villimennskunni, parhjúskapur hálfsiðun og ein- kvæni siðmenningunni og Engels bætir við að það sé „bætt upp með hjúskaparbrotum og vændi.” A efsta stigi háflsiðunar er milli- bilsástand þar sem rikir fleir- kvæni og alræði karlmannsins yf- ir ambáttum. Ef þessi skeið eru timasett þá er villimennskan bernska mannkynsins, þegar maðurinn var enn villtur og án verkfæra, en lærði smám saman að móta þau og að kveikja eld — þ.e. eldri steinöld. Breytingin i hálfsiðun er miðuð við það tima- bil þegar leirkeragerð hófst, á- samt akuryrkju, kvikfjárrækt og vinnslu mjúkra málma (þ.e. bronsöld) og lýkur i upphafi gull- aldar grikkja. Siðmenningin er það skeiö þegar menn lærðu frekari nýtingu náttúruauðlinda, hinn eiginlega iðnaö og listir. Upphaflega hafði konan þvi jafn- an rétt á við karlmanninn og hún tapaði honum I byrjun hálfsiðun- ar þótt hún hafi haldið stöðu sinni meðal nokkurra frumstæðra ætt- flokka allt fram á okkar dag. En með hruni mæðraveldisins og til- komu feöraveldisins kemst á einkaeign og jafnhliöa erfiða- réttinum hefjast stéttaskipting og stéttaandstæður. Sú þróun hefst, að eignamenn bindist samtökum gegn hinum eignalausu og þrælki þá til að auka á auðæfi sin — og þetta er ástand sem við vitum að er meira en litið erfitt aö afnema aftur.. A timum mæðraveldisins voru allar aðstæður einfaldar og réttaríeglur óskrifuð lög, en þeg- ar samfélagsgerðin varð flóknari skapaöjst þörf til að kveða á um helgi einkaeignarinnar og af þessu leiddi margbrotna löggjöf og reglur til að viðhalda kúgun- inni. Þvi skal hér við bætt að kristin kirkja hefur næstum frá upphafi tekið þátt i undirokun kvenna, stutt einkaeign og þá löggjöf sem nauðsynleg er til að viðhalda henni og um leið muninn á kúgur- um og kúguðum. Kristnin hefur að visu ástundað nokkurra kven- dýrkun i sambandi við Mariu — sérstaklega móðurdýrkun eða réttara sagt dýrkun hinnar „hreinu móður”. En i boðskap sinum hefur hún verið konum andsnúin og hefur stuðlað að und- irokun þeirra i þvi skyni að við- halda ákveðinni samfélagsgerð sem valdhafarnir telja æskilega. Krikjan hefur einnig látið mis- nota sig til að styðja nauðsyn karla á hjónabandstryggð kvenna svo þeir þurfi ekki að efast um faðerni barnanna. Þetta boðar hún með þvi að gera skýran mun á ,,hreinni” konu og „fallinni” og með allri þeirri ofstækisfullu hræsni I kynferðismálum sem er afleiðing þessa greinamunar....

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.