Þjóðviljinn - 17.03.1977, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Fimmtudagur 17. mars 1977
/
Blikkiðjan Garöahreppi
önnumst þakrennusmíði og
uppsetningu —ennfremur
hverskonar blikksmíði.
Gerum föst verðtilboð.
SÍMI 53468
Aðvörun til org-
anista og annarra
Eftirfarandi grein er tekin lir
3. tbl. Organistablaösins, des.
1976 og birt hér meö góöfúsiegu
leyfi höfundar, Giúms Gylfa-
sonar á Selfossi, og Páls Hall-
dórssonar, eins 'af ritnefndar-
mönnum Organistablaösins.
Hefst þá greinin:
„Fólk á Suöurlandi, sem með
vaxandi undrun hefur fylgst
meö viöskiptum tveggja kóra á
Selfossi viö fréttadeild sjtín-
varpsins, hefur hvatt mig til aö
rita lýsingu á þeirri viöureign,
öörum kórstjórum til
viövörunar.
6. jan. 1976 hringdi fréttaritari
sjónvarpsins á Selfossi, Gisli
Bjarnason,í mig og sagöi, aö nú
heföi sér i fyrsta skipti veriö
neitaö um frétt til birtingar.
Fréttamaöur, sem hann ræddi
viö, hafi meö öllu neitaö aö taka
frétt um tónleika Kirkjukórs
Selfoss.
Ég hringdi þegar til sjón-
varpsins og fékk ab tala viö
annan fréttamann.
Eg: „Þiö eruö aö missa af
stórfrétt”.
Fréttam (ákafur): „Hvað er
þaö?”
Ég: „I kvöld kemur fram I
fyrsta skipti ný sinfóniuhljóm-
sveit áhugafólks, Sinfóniu-
hljómsveitin i Reykjavlk, og
leikur með Kirkjukór Selfoss og
einsöngvurunum Sigriöi E.
Magnúsdóttur, Garöari Cortes
og Halldóri Vilhelmssyni I
verkum eftir Buxtehude
(kantata), J.S. Bach (jóla-
kantata) og Handel (atr. úr
Messiasi), og viö ætlum siöanaö
vera meö þetta I Reykjavlk á
sunnudaginn kemur”.
Fréttam. (daufur): „Þetta er
ekki nokkur frétt. Það hefur
verið um þaö rætt aö taka alls
ekki fréttir eins og þetta. Svona
lagað varöar e.t.v. 20 til 30
manns, og þiö, sem biöjið um
slikt, eruö bara aö reyna aö fá
ókeypis auglýsingu á besta
staö”.
Samtaliö varö nokkru lengra
og I vinsamlegum tón. Ég geröi
grein fyrir þvi, aö kostnaöur viö
þessa tónleika væri á þriöja
hundrað þúsund kr. og aö þaö
skipti þvi ekki litlu máli fyrir
okkur aö fólk vissi af þeim. Fór
svo að lokum, aö fréttamaöur
sagöist skyldi athuga, hvort
sem hyggjast
halda kostnaðar-
sama tónleika i
kirkjum utan
Reykjavíkur
þetta mætti koma i fréttaþætt-
inum, en reiknaöi þó slður en
svo meö þvi.
Sú varö lika raunin á.
Fyrir tónleikana i Reykjavik
fór Gaðar Cortes á stúfana fyrir
okkur meö frétt I sjónvarpiö, en
allt fór á sömu leiö.
Fátt fólk var á tónleikunum i
Reykjavik, en þeim mun fleira
kvartaði undan þvi eftir á, aö
það heföi misst af þeim og
hversvegna við heföum ekki
haft hugsun á aö koma þessu i
sjónvarpið eins og venjan væri
um tónleika i Reykjavik.
Afleiöingin: Einsöingvararnir
gáfu eftir helminginn af þóknun
sinni, hljómsveitin, skuldum
vafin, gaf eftir 2/3 af sinni
greiðslu, Filadelfiusöfnuöurinn
I Reykjavik gaf eftir leigu á
tónleikasal, Kirkjukórinn og
Selfosskirkja töpuöu tugum
þúsunda. Vinnu við þýðingar og
undirleik á æfingum urðum viö
að þiggja að gjöf.
Ekki gat hjá þvi farið, aö
* ýmsir á Self ossi veittu þvi meiri
athygli eftir þetta, hvort fréttir
af tónleikum kæmu I sjón-
varpinu og undruöust hve þær
voru tiöar. Sumir glöddust og
hugsuöu sem svo, aö þetta heföu
þá bara veriö mannleg mistök
og aö tilviljun ein hefði ráöiö, aö
einmitt viö uröum fyrir þeim,
enda sögöu þeir, sem gerst
þekktu til, aö ærin ástæöa væri
til aö ætla, aö einmitt i yfir-
stjórn fréttadeildar sjónvarps-
ins rikti skilningur á tónlistar-
starfsemi i kirkjum og tak-
mörkuðum tdfjumöguleikum
einsöngvara.
Þar kom, aö tiðar tónleika-
fréttir i sjónvarpi voru orönar
til þess, að menn voru farnir aö
gera þvi skóna aö selfyssingar
gætu fariö af 'stað aftur, ráöiö
hljómsveit og einsöngvara og
unniö upp tapiö. Búiö var aö
kaupa Telemann-kantötu og hún
aö koma úr þýöingu. Þá kom
reiðarslagið og meö þeim hætti,
að flestir hafa látiö segja sér þaö
tvisvar, enda engin leið aö skilja
siðustu atburöi, sem nú skal
greint frá, ööruvisi en svo, aö
mottó fréttadeildar sjónvarps-
ins sé: „Ekki er gaman ali
guðspjöllunum, enginn er I þeirn
bardaginn”
Kór Gagnfræöaskóla Selfoss
hefur starfaö mörg undanfarin
ár undir stjórn Jóns Inga
Sigurmundssonar. Kórinn hefur
verið landskunnur siðan 1969, er
hann gaf út vandaöa hljóm-
plötu.
Eftir þrotlausar æfingar i allt
haust, voru þau komin meö
klukkutima söngskrá. Þar á
meðal var nýtt tónverk eftir
Hallgrim Helgason, samið fyrir
þessa unglinga sérstaklega.
Þau sungu siöan I Skálholti 3
des. og i Selfosskirkju 5. des. en
ksusu aö hafa ókeypis aðgang
og kalia þetta aöventukyöld.....
Stjórnandinn áleit, aö jafn-
framt aukinni aösókn myndi
þaö ekki draga úr áhuga söngv-
aranna ungu, eöa letja aöra til
dáöa, ef fréttadeild sjónvarps-
ins fengi vitneskju um tónleik-
ana. Þau svör, sem fréttadeildin
gaf, uröu aöalkveikjan aö
þessari grein.
Fréttam: „Þaö er samþykkt
fyrir þvi.að við segjum ekki frá
svona tónleikahaldi I kirkjum
úti á landi”.
J.I.S.: „Er þá sjónvarpiö
bara fyrir Reykjavik?”
Fréttam.: „Nei, en þaö vita
allir á staðnum af þessu hvort
sem er, og hvað ættum við lika
að gera ef kirkjukórinn i
öngulsstaöahreppi, eða kirkju-
kórinn á Patreksfiröi færu að
halda tónleika. Ættum við þá aö
segja frá því lika???”
Skylt er aö geta þess, aö þrátt
fyrir þessa meginreglu, sagðist
fréttamaöurinn ætla að mæla
með þessari frétt, en aldrei kom
hún þó.
Ég lýk svo þessari grein meö
þvi að biöja lesendur aö reyna
aö svara þeirri spurningu, sem
unglingunum á Selfossi varð aö
oröi:
„Ætli viö heföum komist i
sjónvarpiö ef viö heföum fariö
niður á hallærisplan og bariö á
lögregluþjónum?”
Glúmur Gylfason