Þjóðviljinn - 18.03.1977, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 18.03.1977, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 18. mars 1977 Föstudagur 18. mars 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 l’ompidou-miðstööin Ný miðstöð nútíma- listar opnuð í París — og hói starfsemi sina m.a. með sýningu á verkum ijögurra íslenskra myndlistarmanna í lok janúar var opnað i Paris eitt glæsilegasta nútimalistasafn Evrópu. Er þetta einskonar arfur frá Oeorges Pompidou fyrrver- andi Frakklandsforseta, scm hafði nútimalist að sinu helsta á- hugamáli og lét sig dreyma um listamiðstöð af alveg nýju tagi, en það féll siðan i hlut eftirmanna hans að hrinda draumnum i framkvæmd. Safnið er nefnt eftir stofnanda sinum og kallað „Pom pidou-miðstöðin", en al- þýða manna i Paris hefur þó vikið nafninu svolitið til og nefnir safn- ið einfaldlega „Pompidólium". Reyndar er hæpið að tala um listasafn, þvi að þarna verður ekki aðeins til húsa mjög um- fangsmikið safn myndlistar 20. aldar, heldur lika alhliða bóka— safn, plötusafn, kvikmyndasafn, miðstöðvar fyrir nútimatónlist og hagnýtan listiðnað, og auk þess eru i byggingunni hljómleikasal- ur, leiksvið og salarkynni fyrir sýningar af ýmsu tagi. Opnun þessarar menningarmiðstöðvar er vitanlega mikill atburður i sjálfu sér bæöi fyrir Parisarbúa og ferðamenn, sem til Parisar koma, en hún er lika skemmtileg frétt fyrir islendinga, þvi að svo vildi til að meðal þeirra listsýn- inga, sem opnaðar voru, þegar miðstöðin hóf starfsemi sina, var sýning á verkum fjögurra is- lenskra listamanna, Hreins Frið- finnssonar, Þórðar Ben. Sveins- sonar. Sigurðar Guðmundssonar og Kristjáns Guðmundssonar. Eru flestir þeirra starfandi i Amsterdam og hafa þegar öðlast nokkra frægð i Evrópu. Sýning islendinganna, sem stóð til 7. mars var i sýningarsal á neðstu hæð miðstöðvarinnar, rétt viö aðalinnganginn. 1 auglýsing- um og tilkynningum um starf- semi þessarar nýju stofnunar segir að verk fjórmenninganna flokkist undir þaö, sem kallað sé „conceptual art”, en það nafn er að sögn fróðustu manna haft um verk, sem eru þess eðlis, að þau þurfa nafn eða skýringar til að þau skiljist. Hvernig sem það er, þá virðist i þessu tilviki ekki fjarri lagi að segja að grundvöllur flestra verkanna séu hugmyndir, sem snúast gjarnan um afstæði veruleikans og stefna að umtúlk- un hans, en þessar hugmyndir eru þó ekki faldar I verkunum sjálf- um, þvi að unnt væri að tjá þær á ýmsa vegu, heldur mætti fremur segja að verkin væru e.k, „skýrslur” um þær. Þannig sýnir Hreinn Friö- finnsson ljósmyndaserlu af „öfugu húsi”, sem byggt var samkvæmt frásögn i „tslenskum aðli” Þórbergs Þórðarsonar. Þessu húsi var þannig hagað að bárujárnið var að innan en vegg- fóðriö að utan, og haföi þessi byggingarmáti þvi I för meö sér (samkvæmt skýringum Hreins) A þessum tveimur myndum er gerður samanburöur á málm- að hugtökin „úti” og „inni” snerust við, það sem var „úti” var nú orðið að lokuðu rúmi, en „inni i” húsinu var nú öll veröldin nema það sjálft! Einnig sýnir Hreinn ljósmyndaseriu af hliði, sem hann reisti sunnanvindinum á óbyggðum Islands: því miður var norðangjóstur, þegar myndirnar voru teknar og opnað- ist hliðið ekki! Sigurður Guömundsson sýnir einnig ljósmyndir af ýmsu tagi, sem fjalla til dæmis um spurning- una hvaðan komum við, hvert förum við; meðal þeirra er er ljósmynd af manni sem gengur yfir sléttu með risastóra, svarta ör undir handleggnum, og visar örin fram. Kristján Guðmundsson sýnir m.a. verk, sem sett eru saman úr lárréttum linum eða punktum, og gæti ófróður maður haldið að þetta væru tilraunir í ætt við stefnu Vasarelys og fylgismanna hans, en svo er ekki, heldur eiga verkin aö gera ýmis ytri fyrirbæri sýnileg. Þannig er meðal verk- anna þykk bók og er hver siða þakin punktum: allir punktar bókarinnar eru nákvæmlega jafnmargir og þær sekúndur sem þaö tekur jörðina að snúast um sólina, og heitir bókin „Einu sinni umhverfis sólina”. Verk Þórðar Ben. eru mjög fjölbreytt. Eitt þeirra er ljós- myndaseria, sem sýnir sama boröiö meö 17 mismunandi dúk- um (serian heitir „ég var að biöja um dúk”), en annað er röö teninga: á hverjum þeirra er mynd af himninum á ákveðinni stund dags éða nætur, og er teningaröðin þvl e.k. eftirmynd sólarhringsins. Loks má nefna eins konar höggmynd, sem nefn- ist „steingerður draumur”: á hún að sýna steingert ljós frá fornöld, grindinni i Menningarhöllinni (til vinstri) og Eiffelturninum (til hægri). sem listamaðurinn sá einu sinni i draumi. Sýning fjórmenninganna hefur vakiö talsverða athygli, og munu þeim hafa borist boð um að sýna i sýningarsölum i ýmsum löndum, en hins vegar kvartaði gagnrýn- andi franska dagblaösins „Le Monde” undan þvi að verkin væru torskilin fyrir almenning. En hvernig sem dómarnir eru þessa stundina, þá er vist að engir islendingar hafa áður fengið jafn- gott tækifæri til að kynna verk sin, þvi að opnun Pompidou-mið- stöðvarinnar hefur ekki aðeins vakið mikla athygli gagnrýnenda víða um heim, heldur hefur safnið lika dregið aö sér svo mikinn fjölda gesta að furðu sætir. Fyrstu vikuna, sem það var opið, er talið að yfir hundrað þúsund manns hafi litið þar inn, og kom það jafnvel fyrir að það þurfti að loka þessari risastóru byggingu um stundarsakir, vegna þess að þá voru komnir þar inn eins margir og frekast máttu öryggis- ins vegna. Eitt af þvi sem dregur menn aö, er vitanlega byggingin sjálf. Þótt hún sé niður komin i einu elsta hverfi Parlsar, á hægri bakka Signu rétt hjá þeim staö þar sem „hallirnar” (matvælamiöstöö borgarinnar) voru til skamms tima, er hún samt byggð I róttæk- asta nútimastil: hún er á aö lita eins og furuðlegt viravirki úr stálplpum og gleri. Lengi vel héldu vegfarendur og ibúar nær- liggjandi hverfa að þetta bákn, sem þarna var að risa, væri ein- ungis vinnupallar, og yröu þeir siðan teknir burt og kæmi þá byggingin i ljós. Urðu menn furðu lostnir þegar þeir komust að raun um að stálplpurnar voru ekki ætl- aðar til niðurrifs, og hafa siöan komið i hópum til aö sjá þetta undur með eigin augum. En þeir sem koma til að skoða bygginguna kynna sér oftast einnig það sem þar fer fram. I heild er húsið eins og aflangur ferhyrningur. Meðfram annarri langhliðinni hlykkjast risavaxið rör frá neðra horni norðurendans meðfram sex hæðum hússins upp i efra horn suðurendans, og er það rautt að neðan en úr glæru gleri að ofan. Inn i þetta rör er gengið úr anddyrinu á neðstu hæð, beint á móti sýningu islendinganna, og er i rörinu rennistigi, sem gcrir gestum það kleift að komast mjög auðveldlega milli hæða i miðstöð- inni, en vegna þess að rörið er úr gleri fá þeir jafnframt frábært út- sýni yfir Parisarborg: þeim finnst að þeir lyftist smám saman upp úr borginni þangað til hún liggur útbreidd umhverfis þá. A hverri hæð er hægt að stiga af rennistiganum og ganga inn i sýningarsali eða eitthvað slikt, og er innganginum alltaf komið þannig fyrir að gengiö er mitt inn i það, sem er til húsa á hverjum stað. Þrátt fyrir stærð hússins hefur arkitektunum þvi tekist aö leysa „samgönguvandamálin” á furðu hagkvæman hátt. A þremur hæðum I norður- endanum er bókasafn, sem þegar er tekið til starfa og telur nú 300.000 bindi, en sú tala á eftir aö hækka mjög fljótlega upp i eina miljón a.m.k. Geta lesendur þar gegnið beint að bókunum og sótt þær sjálfir i hillurnar, en tölva leiðbeinir þeim bæði um bókaval og um það hvar bækurnar sé að finna. Auk bóka eru þarna ljós- myndir og plötur og einnig kennslugögn (bækur og plötur) i einum sextiu þjóötungum. A öðr- um stað i húsinu er safn tuttug- ustu aldar listar, sem mun vera eitt hið stærsta i heimi sinnar teg- undar. Auk listaverka er þar einnig mikið safn litskugga- mynda af verkum, sem ekki eru i safninu, og hafa gestir aðgang að þeim. t tengslum við þetta safn er mikill sýningarsalur fyrir tima- bundnar yfirlitssýningar, og var hann vigður með sýningu á verk- um brautryðjandans Marcel Duchamp. Kvikmyndasafnið, sem á að vera til húsa i miðstöðinni. hefur ekki enn tekið til starfa, en þar munu verða stöðugar sýningar á gömlum kvikmyndum. Stofn þessa kvikmyndasafns er safn Henri Langlois, sem nú er nýlát- inn og margir áhugamenn um kvikmyndir kannast vafalaust við. Hann gerði það að ævistarfi sinu að safna og bjarga frá eyði- leggingu öllum þeim kvikmynd- um, sem hann náði til, og væru margar þeirra glataðar nú, ef hans hefði ekki notið viö. Safniö er nú til húsa i Chaillot-höllinni og fara þar fram kvikmyndasýn- ingar, en sú starfsemi hefur þó gengið stirðlega vegna fjárskorts og skipulagsleysis. Er von að úr þvi rætist, þegar sýningarsalur- inn i Pompidoumiðstöðinni verð- ur tekinn I notkun. Það er einnig beðið eftir þvi með mikilli eftirvæntingu að mið- stöð nútimatónlistar hefji starf- semi sina, en hún verður til húsa neðanjarðar við hlið aöalbygg- ingarinnar. Yfirmaður þessarar miðstöðvar er eitt þekktasta tón- skáld Frakklands Pierre Boulez, sem hefur reyndar einkum gefið sig að hljómsveitarstjórn viöa um heim undanfarin ár, og leikur mönnum hugur á að vita hvað frá honum kunni aö koma, þegar hann snýr sér aftur að tónsmlð- um. Aður en Pompidou-miðstööin var opnuð var mikiö deilt um þetta fyrirtæki i frönskum fjöl- miðlum og komu þær hrakspár fram að það myndi enda eins og ýmis önnur skrautfyrirtæki fimmta lýöveldisins, sem hafa aldrei náð tilgangi sinum en reynst hinar verstu eyösluhltir og sóað fé, sem hefði mátt nota á þarfari hátt. En á þeim stutta tima, sem liöinn er siöan miðstöð- in var opnuð, hefur þetta afsann- ast: listasafnið og öll sú starf- semi, sem þvi er tengd, hefur fengið meiri hljómgrunn en nokkrir þoröu aö vona. Eru allar horfur á þvi aö þetta verði i fram- tiöinni ein merkasta menningar- miöstöð Parisar og vafalaust einn sá staður, sem ferðamenn vilja helst kynnast. e.m.j. Sigurður Guömundsson á mebal annars þessa mynd á sýningunni I Menningarhöliinni i Parls. Hreinn Friðfinnsson hugar að verkum sinum (Ljósm. Viðar Vlkingsson) Eittaf verkum Sigurðar Guðmundssonar, „Seinna verður allt betra”. Þórður Ben. Sveinsson ræðir viðstarfsmann Pompidou-miðstöðvarinnar Sverrir Hólmarsson skrifar leikhúspistil HIN AMERISKI DRAUMUR Marinó Þorsteinsson og Sigurveig Jóhannsdóttir I Sölumaður deyr. Leikfélag Akureyrar sýnir, Sölumaður deyr, eftir Arthur Miller. Leikstjóri: Herdis Horvaldsdóttir. Leikmynd: Hallmundur Kristinsson. Leikritið Sölumaður deyr gerði Arthur Miller frægan á svipstundu árið 1949. Bæöi sviðstækni verksins og boöskap- ursættinýlundu og vakti athygli — hinn expressioniski still með fortiðarglömpum og draumsýn- um, og sú viðleitni Millers aö semja harmleik um hinn hvers- dagslega meðalmann og örlög hans i grimmum heimi, sem stjórnast af þvi sem banda- rikjamenn kalla „kaupsýslusið- gæði”. A einni nóttu varð Willy Loman samnefnari allra þeirra sem höfðu glatað sjálfum sér i vonlausri leit að tálsýn hins ameriska draums um að verða rikur, komast á toppinn. 1 þjón- ustukerfisinshefurWilly fórnað sjálfum sér, konu sinni og son- um, vegna þess aö kaupsýslan krefst þess að sölumaðurinn selji persónuleika sinn veit Willy ekki lengur hver eða hvað hann er, heldur sveiflast stjórn- laust millidraums og veruleika, bölsýni og bjartsýni/núttðar og forríöar. Nær þrjátiu ár hafa auðvitað strokið nýjabrumið af þessu verki. Hvorki heimurinn né leikhúsin hafa staðið i stað, og verkið talar þvi ekki til samtiðar okkar af sama þrótti og það hlýtur að hafa gert I önd- verðu. Engu að siður hefur þaö staðist timans tönn nokkuö vel, Úr borginni Stórlán. „Borgarráö samþykkir, að borgarsjóöur taki v/Rafmagns- veitu Reykjavikur erlent lán, sem Hambros Bank i London býöur með þátttöku fleiri banka. Lánið er að fjárhæö $ 2.600.000.-og erveitt til 7 ára, en afborgunarlaust fyrstu 2. árin. Vextir eru 1 3/8% umfram almenna millibankavexti i London á hverjum tlma og lántökugjald er 13.000,- Banda- rikjadalir. Borgarráö felur borgarstjóra að semja um nánari lánskjör og að undirrita skuldabréf og önn- ur lánsskjöl vegna lántökunn- ar.” (Borgarráð22. 2.1977) Anægja hjá Rafmagns- veitunni „Aætlun um kostnaöarlækkun R.R. (cost reduction). Björn Friðfinnsson kynnti áætlun um kostnaðarlækkun R.R. og skýrði hvernig stefnt væri að þvi að fá fram hug- myndir starfsfólks fyrirtækisins um sparnað 1 rekstri og um hag- ræðingu á öllum sviðum. Aætl- uninni hefur verið dreift meðal starfsfólks R.R. og veröur send öðrum veitustofnunum til fróöleiks. Stjórnarnefndin lét i ljós ánægju með framkomnar hug- myndirogfórþessá leitað fá að þaö hefur nægilega breiða og margslungna skirskotun til að hefja sig upp úr viðjum timans. Þau einstaklingsörlög sem það lýsir eru augljóslega sprottin af þjóöfélagslegum rótum og póli- tiskt skilyrt, hér eru engir inn- hverfir einangraði draumar á ferðinni. Það eina sem verulega stingur I augun er sá mikli þungi sem lagöur er á atriðið þegar Biff kemur að föður sin- um með viöhaldi hans á hótel- herbergi. Þetta er gert að úr- slitaástæöu þess að Biff mis- heppnast allt, verður endanlega rekald i lifinu, en er öldungis ónauðsynlegt og alitof ómerki- legt til aö hæfa verkinu. Svona fimmaurasalfræði er sem betur fer á undnhaldi. Sölumaður deyr er tvimæla- laust leikrit sem á það skilið að vera tekiö til sýningar. Hitt er annaö mál aö sviðsetning Leik- félags Akureyrar undir stjórn Herdisar Þorvaldsdóttur fetar kannski óþarflega troðnar slóöir og gerir enga tilraun til að end- urnýja verkið eða leggja nýjar áherslur. Þunginn er allur á hinum persónulegu átökum fjöl- skyldunnar og allt er leikið i hinum gamalkunna heita þunga stll.Ugglaust inætti meö haröari og gagnrýnni stil skerpa hina þjóöfélagslegu sýn verksins. En hvað um það — sú sýning sem hér liggur fyrir heppnast aö mörgu leyti afar vel innan sinna forsenda. Þrátt fyrir ýmislegar misfellur er sannur og einlægur tónn i sýningunni, sem hlýtur að hræra áhorfandann til skilnings og meöaumkunar. Þeir leikarar sem mest mæðir á skila sinum hlutverkum af prýöi. Marinó Þorsteinsson hefur sjálfsagt sjaldan þreytt eins harða raun og hér, en hann kemst frá henni fylgjast reglulega með framkvæmd áætlunarinnar og árangri.” (Stjórn veitustofnana 23.2. ’77) Vegaskraut „Kynntar teikningar af aðveitustöð R.R. við Baróns- stig. Stjórnarnefndin heimilar fyrir sitt leyti, að veggskreyt- ingar verði settar á vegg húss- ins, er snýr að Barónsstig, enda verði hugmyndir um skreyt- ingar kynntar nefndinni sér- staklega. (Stjórn veitustofnana 23.2. ’77) Kvikmyndamál. „Lagt fram bréf Reynis Oddsonar f.h. Borg Film h.f., dags 21. þ.m., um að fellt verði niöur sætagjald við sýningu á kvikmyndinni „Morðsaga”. Samþykkt aö verða við erindinu.” „Lagt fram bréf Jóns Hermannssonar, dags. 17. þ.m., um kaup á eintökum af kvik- myndinni „Fyrsti nýsköpunar- togarinn b/v Ingólfur Arnar- son”. Borgarráö heimilar kaup á 2 eintökum af kvikmyndinni og felur borgarlögmanni máliö til meðferöar.” Tilboð i Kjarval. „Lagt fram bréf borgar- stjóra, dags. 9. febrúar, meö með sæmd. Þrátt fyrir dálitið óöryggi nær hann á endanum tökum á Willy Loman, gerir manninn sannfærandi I æðis- gengnum geösveiflum hans og firringu. Sigurveig Jónsdóttir var öruggasti leikari sýningar- innar I hlutverki Lindu, þó hún værireyndar oft á mörkum þess að ofleika, en það var einkenni á sýningunni allri. Þórir Stein- grimsson leikur oft meira af kraftien nokkru öðru, en hér sá ég hann i fyrsta skipti ná veru- legri einlægni i leik sinn, sem á köflum var alveg prýöilegur. Honum tókst að vekja samúö með Biff, sem þrátt fyrir allar veilur sinar er sú persóna sem stendur uppi meö mestan skiln- ing á þvi sem gerst hefur I leiks- beiðni um umsögn um tilboð sem borist hefur frá Sviþjóö um kaup á málverki eftir Jóhannes Kjarval. Samþykkt að fela sýn- ingarnefnd Kjarvalssýningar að skoða myndina og skila áliti þar að lútandi til hússtjórnar.” (Hússtjórn Kjarvalsstaða 18.2.’77) Læknaráðningar. „Samkvæmt tillögu borgar- læknis samþykkir heilbrigöis- málaráö að Lára Halla Maack, cand. med„ verði ráðin til aö gegna stöðu aðstoðarborgar- læknis frá 1. aprll til 30. júni n.k. Einnig samþykkir heilbrigöismálaráö aö Heimir Bjarnason, héraðslæknir, verði ráðinn til aö gegna stööu að- stoðarborgarlæknis frá 1. júli 1977 til 30. júni 1978.” (Heilbr.málaráö 25.2.’77) Ljósastaurar „Lagt fram bréf Rafmagns- veitu Reykjavikur, dags. 18.2. s.l., meö beiðni um kaup á 550 götuljósastólpum. Samþykkt að innlent útboö fari fram.” (Stjórn Innkaupast. Rvlk. 21.2.’77) Kennsla i hljóðfæraleik „Samþykkt aö námskeiö i hljóöfæraleik (hljómsveit) og leiklist veröi haldin innan ramma tómstundastarfs i skól- lok. Aðalsteinn Bergdal sýndi eiginlega ekki nema eina hliö á Happy, sem er ekki alveg eins einfaldur og hann var i þessari túlkun. Sérstaka athygli vakti Jóhann Ogmundsson i hlutverki Charleys, fyrir trausta, sanna, hlýja og mannlega túlkun. Saga Jónsdóttir skapaði hryssings- lega persónu úr viðhaldi Willys með lofsverðri tækni. Það má ýmislegt að þessari sýningu finna, en hún yfirvann gallana að mestu með einlægni og góðu hjartalagi. Það er Akureyringum til skammar hversu fáir þeirra voru staddir i leikhúsinu á þriðju sýningu verksins. Sverrir Hólmarsson. um, og skólanum séö fyrir ferðadiskóteki.” (Æskulýðsráö 22.2.’77) Valur hættir. „Lagtfram bréf ValsSt. Þór- arinssonar, forstöðumanns Fellaheliis, þar sem hann segir lausu starfi sinu frá 1. jUlí 1977 að telja.” (Æskulýðsráð 15.2.’77). „Rætt um tilboð, er bárust i veitingarekstur að Kjarvals- stöðum. Einnig lagt fram bréf Kjarvalsstaöa frá 18.2. ’77 um málið. Tillaga hússtjórnar Kjarvalsstaöa hlaut 2 atkvæði (Valgarö Briem og Sigurjón Pétursson). Samþykkt með þremur atkvæðum aö taka þvi tilboöi, sem barst á réttum tima (Albert Guömundsson, Guö- mundur G. Þórarinsson, Ólafur Jónsson).” (Stjórn lnnkaupast. 21/2 ’7'. „Samþ. með 4 samhlj. atkv. að heimila samninga viö Guö- mund H. Jónsson um veitinga- reksturað Kjarvalsstöðum, sbr. samþykkt stjórnar Innkaupa- stofnunar frá 21. þ.m. S.P. greiddi ekki atkv.” (Borgarráð 22/2 ’779

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.