Þjóðviljinn - 06.05.1977, Síða 5
Föstudagur 6. ma! 1977 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5
Sverrir
Hólmarsson
skrifar
um
leiklist
Bara hress
Þjóðleikhúsið sýnir
SKIPIÐ
eftir Steinbjörn
B. Jacobsen
Leikstjóri:
Eyðun Johannessen
Leikmynd:
Birgir Engilberts
Tónlist:
FinnbogiJohannessen
Þýðing:
Stefán Karlsson
Leiklist er ung i Færeyjum,
sem best sést á þvi ab leikstjóri
þessarar sýningar, Eyðun
Johannessen, er fyrsti færeying-
urinn sem menntast i leiklist og
hóf störf um 1960. En leiklistin
virðist hafa blómgast mjög skjótt
i Færeyjum, og nú þegar eiga
þeir tvo liðtæka leikritahöfunda,
þá Jens Pauli Heinesen (leikrit
hans Uppi i eini eikilund var sýnt
sem gestaleikur i Iðnó 1970) og
svo Steinbjörn Jacobsen, en verk
hans Skipið er fyrsta færeyska
verkið sem hér er sett á svið.
Það sem fyrst orkar á Islenskan
áhorfenda á þessari sýningu er
hreinlega efniviðurinn, hin raun-
sæjaog hreinskilna umfjöllun á
lifskjörum og starfi sjómanna.
Þetta efni ætti að vera okkur is-
lendingum sérlega nákomið, eins
snar þáttur og sjósókn er I þjóðlífi
okkar; en þegar maður hugsar sig
um kemst maður að þeirri
hryggilegu niðurstöðu að enginn
islendingur hefur nokkurn timann
skrifað- leikrit um sjómennsku.
Þeim hefur liklega ekki þótt hún
nægilega skáldleg.
Þó ekki væri vegna annars en
að flytja okkur fyrsta leikritið um
þá stétt sem islensk velmegun
byggist á eru þeir Steinbjörn og
Eyðun sannarlega aufúsugestir
hingaö. En þeir hafa lika fært
okkur leikrit og sýningu sem býr
yfir miklum manneskjubrag,
miklu innsæi og miklum þokka.
Verk Steinbjörns er ekki galla-
laust, við þvi hefði tæplega verið
að búast, en gallarnir hverfa
mjög i skuggann fyrir hlýjum og
einlægum kjarna verksins.
Skipið er einfalt verk i bygg-
ingu. Það lýsir áhöfn togara á út-
hafsveiðum. Skipið er uppundir
hálft ár i hverjum túr, og þessi
langa útivist og aðskilnaður við
aðstandendur hefur sterk áhrif á
mennina um borð. Þessu lifi lýsir
Steinbjörn á mjög sterkan og
sannfærandi hátt, þessum mönn-
um sem byrgja allar tilfinningar
innra með sér, búa til um sig
harða skel, en eru undir niðri við-
kvæmir og tilfinningasamir. Ein-
mitt það að mennirnir segja
aldrei hug sinn allan hver við
annan leiðir Steinbjörn út i að
nota eintöl til þess að lýsa sálar-
lifi þeirra. Þessi eintöl verða
óhóflega mikill hluti sýningarinn-
ar og verka óneitanlega mjög til
þess að draga hana niður á köfl-
um.
Það verður hins vegar mikill
stuöningur við verkið hversu
vönduð og vel unnin þessi sýning
er. Leikmynd Birgis Engilberts
er snilldargóð, stilhrein, áhrifa-
mikil og fyllir vel úti sviðið (þaö
er oft galli leikmynda i Þjóðleik-
húsinu aö þær falla einhvern veg-
inn alls ekki að sviðinu). Leikur
er mjög jafn og góöur, allajafna
blátt áfram og eðlilegur i betra
lagi, þannig að natúralisma
verksins er haldið vel til haga.
Erlingur Gislason fer á kostum
rétt eina ferðina og sýnir enn nýja
hlið á sér i hlutverki hins svala
brennivins-og kvennamans, sem
er i rauninni ósköp góður litill
karl inn við beinið. Bessi Bjarna-
son er fágætlega skemmtilegur
og óvenju hófstilltur i hlutverki
kokksins. Gisli Alfreðsson fer
meistaralega vel með afskaplega
erfitt eintal skáldsins uppi i
brúnni. Rúrik Haraldsson dregur
upp algerlega heilsteypta manns-
mynd með ótrúlega einföldum
dráttum. Þannig mætti lengi
telja, en mál að linni. Mig langar
þó til að minnast sérstaklega á
nýliðann i sýningunni, Sigurð
Sigurjónsson, sem fór sérlega
skemmtilega með hlutverk
hjálparkokksins einstaklega vel
skrifað hlutverk sem Sigurður
skilar mjög fallega.
Fleira verður til að gera þessa
sýningu fallega og eftirminni-
lega. Lýsing er til dæmis afar
skemmtilega útfærð og sums
staðar notuð á mjög áhrifarikan
hátt við skiptingar, t.d, þegar sést
út á dekk, og næturlýsingin i skip-
inu. Tónlist Finnboga Johannes-
sen (sem er bróðir Eyðuns) er
falleg og undirstrikar
stemmningu verksins á
skemmtilegan hátt. Þýðing
Stefáns Karlssonar er með
sérstökum snilldarbrag.
, » ;
ií
Bessi og Rúrik I Skipinu
Indælt strið” menntaskólafólks á Akureyri,
J| '■!§ \MM :% ’Æi iiVií ■ 5$ ft-A / 1 S V
|\”íjj m Á í
Indælt
Leikfélag Menntaskólans
á Akureyri sýnir
Ó/ ÞETTA ER
INDÆLT STRIÐ
Leikstjóri:
Þórhildur Þorleifsdóttir
Leikmynd og búningar:
Messíana Tómasdóttir
Þetta leikrit varð upphaflega til
i Leiksmiðju Joan Littlewood, var
flutt i Þjóðleikhúsinu 1966 og
stríö
hefur nú verið tekið til sýningar i
tveimur skólum á þessum vetri.
Ekki sá ég sýninguna i Flensborg,
en hingað komu á dögunum gestir
að norðan til að sýna okkur strið-
ið.
Þetta verk er á marga lund
ágætlega fallið til skólasýninga,
einkum vegna þess að það er rak-
ið hópverkefni og byggist ekki svo
mjög á einstaklingsleik. Þór-
hildur fer lika mjög eindregið þá
leið aö leggja alla áherslu á hóp-
inn, og árangurinn er afar glæsi-
legur, hún hefur náð alveg ótrú-
legri ögun og samstillingu i þenn-
an hóp. Sýningin er fjörug, lipur,
hröð og skemmtileg. Leikstjórinn
hefur náð fram mjög góðu jafn-
vægi milli samstilltrar ögunar i
hreyfingum og frjálslegrar og
óþvingaðrar framkomu, sem
leyfir einstaklingum að njóta sin
hverjum með sin sérkenni.
Þetta var sýning sem sannar-
lega gladdi augaö, ekki sist vegna
litrlkra og skemmtilegra bún-
inga Messíönu Tómasdóttur.
En fyrst og fremst bar hún
leikstjóranum fagurt vitni fyr-
ir öryggi, smekkvisi og dugn-
að.
Sverrir Hólmarssor
Kveöja
Ásgeir Höskuldsson
tœknifrœðingur
1 dag er kvaddur Asgeir
Höskuldsson.
Mér er tregt til stafs við svip-
legt fráfall þessa vinar mins, en
langar til að minnast meö örfáum
linum lifshlaups hans nú að
leiðarlokum.
Asgeir varfæddur I6rdesember
1932 I Reykjavlk, en foreldrar
hans eru hjónin Aslaug Asgeirs-
dóttir og Höskuldur Agústsson.
búsett að Ásbúð I Mosfellssveit.
Var Asgeir elstur barna þeirra
hjóna.
Kynni okkar Asgeirs tókust
strax á unglingsárum er við und-
um við ærsl og leiki. Siðan at-
vikaðist það að við vorum sam-
timis erlendis i námi og tókst þá
með okkur vinátta sem staðið
hefur óslitið siöan eða i 25 ár án
þess að nokkurn timann hafi boriö
skugga á. Drenglyndi hans og
hjálpsemi var slik að ég mun ætiö
telja mér það tiltekna aðhafa átt
hann sem vin og félaga.
Eftir barna- og gagnfræða-
skólanám hóf Asgeir nám I
menntaskóla en það nám mun
ekki hafa hentað honum, þvi að
hugur hans var allur við vélfræði
og tækninýjungar enda örar
breytingar á slikum hlutum á
þeim árum. Hóf hann siðan nám i
rafvélavirkjun 1951 og lauk þvi
námi 1955. Ekki lét Asgeir staðar
numið 1 námi hér heldur inn-
ritaöist i tæknifræðinám I Kaup-
mannahöfn og tók lokapróf þaðan
árið 1960.
Eftir að námi lauk vann Asgeir
við margvisleg störf og starfs-
vettvangur hans var svo viötækur
að ég treysti mér ekki til að nefna
nema fátt eitt af þvi. Lengst mun
hann hafa starfaö við fyrirtækið
Bræðurna Ormson eða i sam-
vinnu við það fyrirtæki. Einnig
rak hann fyrirtæki ásamt fleirum
er sá um llnulagningar um landið
og virkjunarframkvæmdir. Áhugi
hans á íslenskum iðnaði var óbil-
andi og stofnsetti hann nokkur
iðnfyrirtæki og mun Panelofnar
h.f. vera þekktast þeirra. Hann
geröi sér snemma ljóst aö við
islendingar ættum að nýta til fulls
þá verkþekkingu og tæknikunn-
áttu, sem viö hefðum hér á
landi, og var ómyrkur I máli
þegar talið barst að skilningsleysi
stjórnvalda varðandi islenskan
iðnað.
Ekki mun ég fara frekar út i að
tiunda störf hans hér en geri ráð
fyrir að einhverjir samstarfs-
manna hans geri það á fyllri
hátt. Ég vil aöeins geta tveggja
áhugamála Asgeirs sem tengdust
mjög mikiö atvinnu hans en þaö
er áhugi hans fyrir flugi og allir
hlutir tengdir þvi. Þekking hans
á öllu varðandi flugvélar og
tæknibúnað þeirra var slikur aö
ég taldi mig aldrei viöræðuhæfan
um þá hluti og ekki mun hann
hafa erft það við mig. Hitt áhuga-
mál hans var að feröast um'
óbyggðir landsins með félögum
sinum þegar frl gafst frá störfum.
Arið 1960 kvæntist Asgeir
eftirlifandi eiginkonu sinni,
Albinu Thordarson arkitekt. Börn
þeirra þrjú eru: Páll Ágúst 16
ára, Áslaug 10 ára og Agni 8 ára.
Mér er vel kunnugt að Asgeir
mat konu slna og börn mikils,
enda i eðli sinu mikill heimilis- og
fjölskyldumaður.
Þó að atvikin höguðu þvi þannig
að starfsvettvangur þeirra hjóna
væri kannski ekki likur þá gátu
þau mjög vel sett sig inn i störf
hvors annars og leyst sameigin-
lega þau vandamál er vöröuðu
störf þeirra beggja. Asgeir var
þeim óvanalega hæfileika búinn
og skaphöfn hans þannig að
vandamál einhvernveginn hurfu
— eða höfðu aldrei verið til —
þegar farið var að ræða slik mál
við hann. Ég og kona min minn-
umst margra kvölda er viö hitt-
um þau hjón og tekið var til við
„að leysa ýmsan vanda” eins og
við kölluðum þaö. Þá var Asgeir i
essinu sinu og þegar upp var stað-
ið sagði hann brosandi: „Var
annars nokkuð vandamál eftir?”
A þennan hátt tók hann öllum
málum. Þannig vil ég helst
geyma minningu hans, þessa
glaðværa og trausta vinar sem
aldrei neitaði vinum sinum um
greiða væri hann beðinn. Ég fór
ekki varhluta af þvi og sama veit
ég að margir aðrir geta sagt.
Ég veit að Asgeir vinur minn
hefur ekki ætlast til þess að skrif-
uð yröi um hann látinn einhver
langloka en mér finnst lýsa
manninum fullkomlega eftirmæli
eftir Þorstein Erlingsson skáld er
hljóöa þannig:
Svo fannst honum
sem hvers manns traust
ætti á hans umhyggju
ævikröfu,
þvi áttu vinir hans
vitaðsgjafa,
brúður hans hamingju
börn hans föður.
Það er erfitt að sjá á bak góðum
vini eins og Asgeir Höskuldsson
var en meiri er þó söknuður og
sorg eiginkonu og barnanna
þriggja.
Við hjónin sendum þér, Alblna
min, börnunum og öðrum vanda-
mönnum óskipta samúð okkar.
Blessuö sé minning hans.
t>«rkell G.GuðmnaAsson.