Þjóðviljinn - 06.05.1977, Page 9

Þjóðviljinn - 06.05.1977, Page 9
Föstudagur 6. mai 1977 ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 9 STOÐNUN A efri myndinnitil vinstri er Axei Eyjölfsson viö þekkta og algenga smfft fyrirtækisins. Hinar myndirn- ar á siöunniték GEL allar á verkstæöi Axels. meðan Inn- flutningur á innrétting- um og húsgögnúm fer vaxandi Húsgagna- og innréttingafram- leiöendur standa nú I striöi viö stjórnvöld um aö framlengdur veröi aölögunartimi friversíunar- samninga íslands viö EFTA og EBE vegna svikinna loforöa um bættan aöbúnaö. Félag húsgagna- og innréttingaraöila lét Hagvang hf. gera samanburö á 8 fslenskum fyrirtækjum, 8 dönskum og 8 norskum og kom þá I ljós aö aö- stööumunurinn var mikiil. Þrátt fyrir lægri laun hér vegur aöbún- aöurinn aö innlendum iönaöi þar upp á móti og langt fram yfir þaö. Þjóöviljinn haföi samband viö feögana Axel Eyjólfsson og Eyjólf Axelsson en sá siöarnefndi er I stjórn félagsins. Axel sagöi ma. aö Gunnar Thoroddsen heföi drepiö þennan iönaö í dróma meö þvi aö leggja niöur Iönþróunar- nefndina sem Magnús Kjartans- son skipaöi á sinum tima. Svo lof- ar hann öllu fögru en ég held aö ekki sé aö marka eitt einasta orö hjá honum. Taliö er nú aö húsgagna- og sælgætisiönaöurinn standi höU- ustum fæti vegna innflutnings en aölögunartimi hins siöarnefnda hefur verið framlengdur. Eyjólf- ur skaut þvl aö aö Geir Hall- grlmsson ætti i sælgætisgeröinni Nóa og væri þaö etv. skýringin hvers vegna sælgætisiönaöur heföi veriö tekinn fram yfir hús- gagnaiönaö. Þróunin hefur veriö sú undanfarin ár aö meöan inn- flutningur á húsgögnum hefur stööugt vaxiö stendur innlend smlöi I staö. Eftirfarandi atriöi komu fram I könnun Hagvangs: 1. Athugunin leiddi I ljós, aö ýmsar opinberar álögur á meöal- fyrirtæki I þessari iöngrein áriö l976námuhvorki meira né minna en tæpum 12% af veltunni, fyrir utan tekjuskatt. Þessar opinberu álögur á Islensk fyrirtæki um- fram þaö sem t.d. dönsk íyrirtæki greiöa nema liðlega 8% af velt- unni. 2. Tollar og vörugjald af hrá- efnum hjá meöalfyrirtækinu Is- lenska voru áriö 1976 18.2% aö meöaltali, en samanburöur viö Danmörku, Noreg og Bretland sýnir, aö tollur af hráefnum I þessum löndum EFTÁ og EBE er I raun enginn. Veruleg lækkun hráefnatolla um siöustu áramót er vægast sagt slöbúin, þar sem aöeins 3 ár af 10 eru eftir af aö- lögunartlmanum. 3. Viö samanburö á orkuveröi I Danmörku, Noregi og íslandi voriö 1976 kom I ljós, aö meðal- veröiö var 14.82 kr./kwst á ís- landi, en 4.19 kr/kwst I Noregi og 4.48 — 6:16 kr/kwst I Danmörku. 4. Vaxtagjöld námu á siöasta ári aö meöaltali um 11% af veltu Islenskra fyrirtækja i þessari grein á móti 2%-3% I Danmörku og Noregi. 5. Mest af þeim fjárfestingar- lánum sem þessari iöngrein hafa staöiö til boöa, eru lán úr Iönþró1 unarsjóöi. Þau lán eru meö 9,5% vöxtum og fullri gengistryggingu, sem gjarna veldur þvi, aö eftir- stöövar lánanna I Islenskum kr. hækka jafnt og þétt, þó staöiö sé I skilum maö afborganir. Meöal- vaxtagjöld (þ.m.t. gengistap) af þessum lánum voru á slöasta ári tæp 22%, en áriö 1976 var verö- bólgan þó minni en árin á undan, þ.e. 1974 og 1975, þannig aö búast má viö aö vaxtagjöld af þessum lánum hafi þá veriö enn hærri. Nú fyrstá f járlögum ársins 1977 örlar fyrir framkvæmdum á þeirri yfirlýstu stefnu rikisvalds- ins aö efla Iönlánasjóö, sem hefur til þessa mjög litiö getaö lánaö til þessarar iöngreinar. Viröast þessar staöreyndir óneitanlega I litlu samræmi viö fyrirheit um aö „iönfyrirtækjum veröi tryggöur greiöur gángur aö hagkvæmum stofnlánum og útlánageta Iön- lánasjóös jafnframt efld”. 6. Mörg fleiri atriöi I aöstööu- málum þessarar iöngreinar mætti telja, sem eru henniI óhag I samanburöi viö framleiöendur I samkeppnislöndum okkar. Þó ber þar langhæst afleiöingar gífur- legrar veröbólgu, sem hér hefur rlkt árum saman. Þessi áhrif koma fram á ýmsum sviöum og eru I raun svo flókin og margþætt aö ógerlegt er aö mæla þau til hlítar. Þó hefur veriö reynt aö meta bein áhrif aukinnar rekstrarfjárþarfar á meöalfyrir- tæki vegna ca 30% veröbólgu, eins og var hér á s.l. ári. 1 ljós kom, aö til þess aö fyrirtæklö geti fjármagnaösig sjálft án aukinnar lántöku þyrfti söluveröiö aö hækka um 11% eingöngu vegna þarfar fyrir aukiö veltufé, þó ekk- ert sé fjárfest né greiddur aröur. í ályktun sem samþykkt var á aöalfundi Félags húsgagna- og innréttingarframleiöenda 16. apríl segir I lokin: Fundurinn itrekar og undir- strikar þá skoöun sina, aö lltill árangur I tilraunum til útflutn- ings húsgagna og innréttinga, svo og of lltil framleiöni vinnuaflsins I þessari iöngrein, stafi aö veru- legu leyti af lélegum ytri aöbún- aöi iönaöarins. Til þess aö foröa hruni I þessari iöngrein af völdum tollfrjáls innflutnings húsgagna og innréttinga telur félagiö aö framkvæma veröi nú þegar þau fyrirheit, sem gefin voru á sínum tima um bættan aöbúnaö og enn hefur ekki veriö staöiö viö. En jafnvel þó þeim málum veröi nú loks komiö i lag er ljóst aö fram- lengja veröur aölögunartimann, sem svo illa hefur veriö nýttur. GFr. Gunnar Thoroddsen hirðir ekkert um að efna lof- orð vegna inngöngu í EFTA og samninga við EBE

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.