Þjóðviljinn - 01.06.1977, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 01.06.1977, Blaðsíða 5
M iðvikudagur 1. júni 1977. ÞJÓUVILJINN — SIÐA 5 a/ eriendum vettvangi VESTUR-Þ ÝSKALÁND Þar er refsivert að vera vinstri- sinnaður Hvern morgun klukkan átta hringir skólabjallan I Less- ing-menntaskólanum I vestur- þýsku borginni Karlsruhe og gefur þar með til kynna að skóladagur sé hafinn. Hljómur hennar vekur meðal annarra Fritz Gilde, kennara I sögu, þýsku og félagsfræöum, sem býr skammt frá skólanum. En hann getur leyft sér að láta sér renna í brjóst að nýju. Fyrrmeir var hann kennari viö skólann, en f nærri þrjú ár hefur hann veriö atvinnulaus. Vestur-Þýskaland, sem telur sig með lýðræðisrikjum, neitar honum um þau grundvallar- mannréttindi að fá að vinna fyrir sér. 1 ágúst 1974, þegar Fritz Gílde átti fertugsafmæli, tók mennta- málaráðherra sambandsfylkis- ins Baden-Wúrttemberg sig til og rak hann úr starfi við menntaskólann. Og ekki var verið að fara I neina launkofa með „afbrot” kennarans: þaö var einfaldlega það að hann var félagi í vinstrisamtökum nokkr- um, sem nefnast Kommúnista- samband Vestur-Þýskalands (skammst. KBW). Slðan fær hann frá ríkinu aðeins hálf laun og lifir, eins og hann segir sjálf- ur, lífi „borgaralegs eftirlauna- þega á 19. öld.” örlög hans eru siður en svo nokkurt einsdæmi I Vestur-Þýskalandi þessi árin. Þúsundir manna fá þar ekki at- vinnu fyrir það eitt, að vera vinstrisinnaöir I skoöunum og mega raunar þakka fyrir ef þeir fara ekki verr út úr þvl en Fritz GUde. Saknæmt að kvarta yf- ir ofsóknum Sfðan kennarinn var rekinn úr starfi býr hann hjá föður sinum, dr. Max Gúde, mikilsmetnum lögmanni sem um langt árabil sat á sambandsþinginu I Bonn fyrir Kristilega demókrata- flokkinn, ihaldsflokk Vestur-Þýskalands. Hann styður son sinn fullkomlega I strlði hans gegn skrifræðisvaldi rlkisins, enda þótt hann fari ekki leynt með þaö að þá feöga greini á I stjórnmálum. Sagan af ónáð Fritz GÚde hjá* skóiamálayfirvöldum nær raunar lengra aftur I tlmann en til 1974.1969, þegar hann kenndi við menntaskóla I Wertheim, tók hann afstöðu með nemendum skólans, sem frá- báðu sér fyrirlesara nokkurn, er skólastjórinn hafði kallað til skólans. Vegna þessa stuönings slns við nemendur var Gúde rekinn úr starfi, og fékk hann þá stöðu viö fyrrnefndan skóla I Karlsruhe. Nokkrum árum siöar fengu kennslumálayfirvöld Bad- en-WUrttemberg loks átyllu til þess að útiloka þennan „öðruvlsi hugsandi” kennara endanlega frá skólakerfinu. 4. nóvember 1975 birtu yfirvöldin á hendur kennaranum „ákæru- skjal”, þar sem stóð skrifaö að hann hefði I rúmt ár verið félagi i fyrrnefndum vinstrisamtökum og verið staöinn að þvi að selja blað samtakanna á götu I Karls- ruhe, þó ekki lengur en eina klukkustund. Hann var einnig sakaður um aö hafa I dreifibréfi hvatt til samtaka á móti at- vinnuofsóknum (Berufsverbot) gegn vinstri mönnum, og ofan á allt þetta hafði kennarinn sýnt þá óskammfeilni að gera opin- berlega veöur út af brottrekstri slnum úr skólanum! þótt þá greini mjög á I stjórnmál- gegn ólýðræðislegum ofsóknum yfirvalda á „Lýðræöislegur íhalds- maður” — ,, uppr eisnarmaður’ ’ Ofsóknir yfirvalda gegn Gúde náðu ekki tii hans eins. Starfs- bræður hans nokkrir höfbu tekib svari hans, þegar hann var rek- inn, en kennslumálayfirvöldin þvinguöu þá til að gefa skriflega yfirlýsingu þess efnis, að þeir létu af öllum stuöningi við Fritz Gúde. „Nú er lögreglan ekki lengur ein um það að berjast gegn „óvinum rlkisins”, heldur taka skólayfirvöldin einnig þátt I því,” segir Max lögmaður Gúde, faðir kennarans. Hann fer ekkert leynt með það, að hann llti á aöfarirnar gegn syni slnum sem beina skoðanakúg- un, sem sé gagnstæb anda stjórnarskrár Vestur-Þýska- lands. Gúde eldri lftur á sig sem „lýðræðislegan Ihaldsmann” að eigin sögn, en engu aö siöur gera skoðanir hans á skoðana- og tjáningarfrelsi aö verkum, að hann er hvorki meira né minna en „uppreisnarmaöur” að dómi flokksbræðra sinna I Kristilega demókrataflokknum. Þannig er þá málum komiö I mannréttindamálum og lýðræði I Vestur-Þýskalandi I dag. „Vitaskuld er sonur minn vinstrisinnaður, en það er þó ekki refsivert,” bætir gamli maðurinn við. Pestin frá Bæjara- landi. Þar skjátlast honum heldur betur. Aö dómi vesturþýskra stjórnarvalda er það alvarlegt afbrot að hugsa til vinstri, hvaö þá að iáta slikar hugsanir I ljós. Atvinnpofsóknirnar gegn vinstrimönnum ná ekki einung- is til þeirra, sem sjálfir telja sig kommúnista, heldur og til vinstrisinnaöra ungkrata, og á þó svo að heita að sóslaldemó- Feðgarnir Fritz og Max Gúde, — um, standa þeir saman hendur syninum. kratar fari með völd I landinu. Verst er ástandiö í þessum efn- um i kaþólskum sambandsfylkj- um eins og Baden-Wúrttemberg ogBæjaralandi, þar sem Ihaldiö er I stjórn. Ófögnuöur af þessu tagi hefur mjög færst I aukana með vaxandi fylgi kristilegra demó- krata I Vestur-Þýskalandi und- anfarið. En enginn skyldi láta sér detta I hug að þetta væri tak- markáðviö Vestur-Þýskaland. I kosningabaráttunni I Svlþjóð ekki alls fyrir löngu var talað um „pestina frá Bæjaralandi” I tilefni öfgaáróöurs, sem borgaraflokkarnir þá höfðu I frammi. Þar er sneitt að CSU-flokknum I Bæjaralandi, öfgafullum hægriflokki kaþólikka, sem, lýtur forustu hins miöur vel ræmda stjórn- málamanns Franz Josef Strauss. Engir gjamma hærra um lýöræöi en Strauss og hans fylginautar, og engir ganga kappsamlegar fram I þvl að reyna að útrýma þvi og þeir. Franz Josef Strauss er snjall áróöursmaöur og hefur tekist vel að höfða til lægra hvata millistéttahópa ýmiskonar I Bæjaralandi — nákvæmlega sömu félagshópanna og söfn- uöust saman undir merki nasistafiokksins I bernsku hans. Franz Josef spanar liö sitt upp með æsingaræöum I sömu bjórkjöllurunum og Hitler not- aöi áöur I samskonar tilgangi, og eins og vænta mátti er margt llkt með málflutningi þeirra. Ekki nema hænufet... Pestin frá Bæjaralandi hefur einnig náð til lslands, eins og sjá má af skólamálaskrifum Moggans undanfarið. Með tilliti til fortlöar svonefnds Sjálf- stæðisflokks og eölis hans sem Ihaldsflokks þarf engum aö koma það á óvart. thaldsflokkar eru alltaf i eðli slnu fjandsam- legir lýöræði, þar eö lýðræði hlýtur aö þýöa breytingar og þróun fram á viö, en kjarninn I stefnu Ihaldsflokka er að allt sitji fast I sömu skorðum og helst aö það færist aftur á bak. Vaxandi styrkur íhaldsflokka hefur því alltaf I för með sér geigvænlega hættu fyrir lýðræöi og mannréttindi. Undir vissum kringumstæðum — eins og þegar efnahagsleg kreppa er grassérandi — þarf ekki aö vera nema hænufet frá ihaldi yfir I beinan fasisma. (Aö nokkru byggt á Stern, Arsrit Sögufélags ís- fíröinga 1977 komið Kominn er út 20. árgangur árs- rits Söguféiags isfirðinga fyrir árið 1977. Sem fyrr er ritið hið myndarlegasta og margt for- vitniiegt að finna f þvi og sumt með ótviræðu sagnfræðilegu gildi. Viða um land eru gefin út slik rit,og eru menn samdóma um það að ársrit Sögufélags is- firðinga sé með bestu og vönduðustu ritum af sliku tagi. Eitstjórn annast þeir Jóhann Gunnar Ólafsson fyrrv. sýslu- maður og Ólafur Þ. Kristjánsson fyrrv. skólastjóri. I þessum 20. árgangi er tekin saman efnisskrá um allt sem birst hefur i ritinu frá upphafi, og er hún til mikils gagns fyrir þá sem stunda vcstfirsk fræði. Veigamesta ritgerðin I ársrit- inu að þessu sinni nefnist Salt- vinnsla á Vestfjörðum og salt- verkið i Reykjanesi. Þetta er fyrri hluti hennar, alls 58 bls., og er þar dreginn saman mikill fróð- leikur um saltvinnslu á fyrri öld- um. / því er ma. efnis skrá fyrstu 20 árganganna ÁRSRIT SÖGUFÉLAGS ÍSFmDIN'GA 1977 20. iír Snorri Sigfússon fyrrum skóla- stjóri á Flateyri á þarna grein um Guðm. A. Eiriksson hreppstjóra á Þorfinnsstöðum I Valþjófsdal. Gisli Vagnsson bóndi á Mýrum ritar um bændaverslunina Auð- kúluhreppi fyrir 4-5 áratugum. Halldór Kristjánsson frá Kirkju- bóli bætir við þann fróðleik sem hann hefur grafið upp um séra Sigurð Tómasson. Ýmsar fleiri greinar eru i þessu hefti og fylgir þvi félagaskrá 1976. Afgreiðslumaður ársritsins er Eyjólfur Jónsson verðlagsstjóri á Isafirði (pósthólf 43), en i Reykja- vik er hægt að fá það I Bókinni á Skólavörðustig og i sölubúð Sögu- félagsins, efst i Fischersundi. Allir vestfirðingar, núverandi og fyrrverandi, eru hvattir til að gerast félagar i Sögufélagi is- firðinga og eignast þetta menningarlega rit,og raunar get- ur enginn sem áhuga hefur á sagnfræði og alþýðlegum fróðleik látið það fara fram hjá sér. —GFr Stefán Jónsson Rétt fyrir þingsiit var samþykkt á alþingi tillaga þeirra Helga F. Seljans og Stefáns Jónssonar um at- vinnumál öryrkja. I endanlegri mynd varð sam- þykkt alþingis á þessa leiö: „Alþingi ályktar að fela rikis- stjórninni að iáta útbúa og íeggja Helgi F. Seljan fram á alþingi frumvarp til laga um atvinnumál öryrkja. Skal frumvarpið miða að þvi að fólk með skerta starfsgetu fái tæki- færi til vinnu við sitt hæfi, annað- hvort á sérstökum vinnustöðum á vegum rikis og sveitarfélaga eða með þvi að opna þeim aðgang að hinum almenna vinnumarkaði með '.iér-.tökum ráðstöfunum ” Tillaga Helga og Stefáns samþykkt á alþingi. Samið verði frum- varp um atvinnu- mál öryrkja

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.