Þjóðviljinn - 01.06.1977, Side 11

Þjóðviljinn - 01.06.1977, Side 11
Miðvikudagur 1. júni 1977. þjóÐVILJINN — SIÐA 11 Fyrsta mark 1A i uppsiglingu. Þorbergur missir boitann undir sig. íslandsmótið I. deild Fram-ÍA 1:2 Frábær leikur Akurnesingar tryggðu stöðu sína með sigri yfir Fram Skagamenn hurfu af Laugardalsvelli með tvö stig er þeir sigruðu Fram í hreint stórkostlegum leik. Lokatölurnar 2:1 gefa ekki mikla mynd um gang leiksins. Sóknarknatt- spyrnan i hávegum höfð, frábær marktækifæri mis- notuð, m.a. vitaspyrna skagamanna i seinni hálf- leik. Akurnesingar höföu þegar tögl- in og hagldirnar i þessum leik, og i fyrri hálfleik skapaöist hvað eft- ir annað stórhætta fyrir framan mark Fram. Einkum geröu þeir Pétur Pétursson og Kristinn Björnsson vörn Fram gramt i geði. Fyrsta markið kom á 23. min. Arni Sveinsson gaf langa sendingu fyrir markið. Þeir Sig- urbergur Sigsteinsson og Þor- bergur i marki Fram virtust mis- Staðan i 1. deild tslands- mótsins 1 þessi: i knattspyrnu er nú Akranes 6 5 0 1 9:4 10 Valur 6 4 0 2 10:8 8 Keflavik 5 3 1 1 10:7 7 Vikingur 4 1 3 0 3:2 5 Breiðabl. S 2 1 2 7:5 5 Þór 6 2 1 3 8:10 5 Fram 6 2 1 3 9:8 5 ÍBV 4 1 1 2 2:3 3 FH 6 1 1 4 4:9 3 KR 4 0 1 3 1:5 1 Markhæstu menn: IngiBjörnAlbertss. Val 5 Sumarliði Guðbjartss. Fram 4 Pétur Pétursson ÍA 3 ÓlafurDanivalssonFH 3 Kristinn Björnsson ÍA 3 skilja hvor annan og skyndilega var Kristinn Björnsson einn fyrir tómu markinu og 1:0 varð stað- reynd. Það sem eftir lifði hálfleiks sóttu Skagamenn mun meira, tækifærin komu hreinlega á færi- bandi. Þar mætti nefna er Jón Gunnlaugsson komst innfyrir i gott færi en boltinn fór yfir mark- ið. Pétur Pétursson hinn mark- sækni miðherji Skagans komst tvisvar i dauðafæri en i hvorugt skiptið vildi boltinn innfyrir. Reyndar einkennilegt að þessi leikmaður skuli ekki skora meira ef miða má við tækifærin. Það var ekki nema rétt fyrir lok fyrri hálfleiks að Framarar fóru að gerast aðgangsharðari, t.d. átti Eggert Steingrimsson þrumuskot beint úr aukaspyrnu en rétt framhjá. Seinni hálfleikur verður þeim áhorfendum sem lögðu leið sina niður i Lafugardal lengi i minnum hafður. Þegar á 13. min. náðu Skagamenn aö auka forskot sitt. Valsmaðurinn i ÍA-liðinu Kristinn Björnsson, braust af miklu harð- fylgi inni teiginn og skoraði fram- hjá Þorbergi i marki Fram, 2:0. Eftir þetta virtist sem Framar- ar, sem höfðu verið afar daufir lengst framan af, vöknuðu af dvalanum. Kristinn Jörundsson, körfuknattleiksmaðurinn góð- kunni, kom inná fyrir Rúnar Gislason og tókst strax að hrista uppi slökum leik Fram, hann komst i dauðafæri á 24. min., einn fyrir innan, en skot hans var máttlaust og Jón Þorbjörnsson i marki 1A átti ekki i miklum erfið- leikum með aö verja. En þung pressa Fram bar árangur stuttu siðar, eftir að Arni Sveinsson hafði bjargaö snaggaralega á linu og i horn. Or horn- spyrnunni átti svo Kristinn Jörundsson þrumuskalla i þver- slá, boltinn barst út til Péturs Ormslev sem gaf laglega fyrir markið og þar var Sumarliöi Guðbjartsson staðsettur og skall- aði glæsilega i markið 2:1. En Skaginn var svo sannarlega ekki búinn að segja sitt siöasta orð. A 38. min. meðhöndlaöi Rafn Rafnsson knöttinn heldur frjáls- lega inni teig Fram og ekkert um annað en vitaspyrnu að ræða. En viti menn, hinn afar slaki mark- vörður Fram,Þorbergur Atlason gerði sér litiö fyrir og varði næsta auðveldlega, grúmáttlaust skot Arna Sveinssonar. Ekki virtist pilturinn sá sætta sig við þau málalok og stuttu siðar small þrumuskot hans i stönginni. Þannig urðu lok þessa æsi- spennandi leiks. Sanngjarn sigur ÍA sem tryggði enn um stund stöðu sina á toppnum. Skagaliðið lék þennan leik ekki aöeins mjög vel heldur var yfir leik liðsins sá létti blær sem ein- kennt hefur leik þess þegar best gengur. I sókninni voru þeir Kristinn Björnsson og Pétur Pét- ursson stórhættulegir en áttu til að verða of bráöir i góöum færum sem kom i veg fyrir að mörkin yrðu ekki fleiri. Þá átti Árni Sveinsson mjög góðan leik og Karl Þórðarson átti góða spretti inn á milli. Fram-liðið lék hvorki undir eða yfir venjulegri getu i þessum leik. Þeir hafa átt i miklu mannahraki að undanförnu. Báðir markverðir liðsins,þeir Arni Stefánsson og Guðmundur Baldursson eru meiddir og þvi tók gamla kempan Þorbergur Atlason fram skóna. Frammistaöa hans i þessum leik var eftir atvikum, hann virkaði afar óöruggur, vörn hans á vita- spyrnu Arna er þó sá ljósi punkt- ur sem heldur frammistöðu hans uppi. Þá gekk Asgeir Eliasson ekki heill til skógar, hreinlega drattaðist um allan völl. Merki- legt að Anton Barnason þjálfari Fram skildi ekki skipta um mann. Dómari var Hreiðar Jónsson. Var dómgæsla hans i mörgum til- vikum afar vafasöm. Sú hugsun læðist að mönnum hvort léleg dómgæsla sé ekki einmitt for- senda skemmtilegs og spennandi leiks. Tveimur vísað af leikvelli! og fimm menn fengu gula spjaldið Tveimur leikmönnum, þeim Gunnari Austfjörð i Þór, og Guömundi Þorbjörnssyni Val, var sýnt rauða spjaldið á Akureyrii gær og fimm leikmenn aðrir fengu gula spjaldiðí þessum leik, sem einkenndist framar öðru af hörku og leiöindum milli leikmanna. Leikið var við hinar verstu aðstæður á malarvelli akureyringa og sigraði Valur með tveimur mörkum gegn engu. Leiðindin byrjuðu strax á fyrstu minútunum er Oddi Óskarssyni Þór var sýnt gula spjaldið. Var þá maldað i móinn og rifist góða stund, en áfram var þó haldið leiknum og tók Albert Guðmundsson forystuna fyrirVal á 14. minútu. Hann tók þá horn- spyrnu frá vinstri og fast skot hans skrúfaði sig i netið meðfram stönginni nær, en markvörður Þórs var viðsfjarri. Sannarlega klaufaleg varnarmistök og mark- varsla hjá akureyringum. Ingi Björn Albertsson tryggði Val síöan sigurinn með fallegu marki i siöari hálfleik. Hann fékk laglegan stungubolta frá Atla Eðvaldssyni og hljóp af sér tvo varnarmenn Þórs. Upphlaupið endaði með hörkuskoti i horniö fjær og sigur Vals var þar með tryggöur. En áfram var þó barist af mik- illi hörku i austanroki og miklu moldviðri. Arangurinn var knatt- spyrnulega séð nákvæmlega ekki neinn, en fimm sinnum alls lyfti Kjartan ólafsson gula spjaldinu. Fyrir barðinu á þvi urðu þeir Guðmundur Kjartansson, Oddur Óskarsson, Hörður Hilmarsson, Einar Sveinbjörnsson og Sævar Jónatansson. Gunnar Austfjörð og Guömundur Þorbjörnsson fengu siðan rauða spjaldið undir lokin og lauk þá innan skamms þessum harða leik, sem litið skilur eftir sig knattspyrnulega. he/—gsp Hörkuleikur er FH tapaði 0:2 FH og Breiðablik sýndu örfáum áhorfendum sinum i gærkvöldi bráðskemmtilegan leik á gras- vellinum i Hafnarfirði, þar sem leikinn var opinn og hættulegur sóknarleikur á báða bóga. Fyrir vikið urðu tækifærin i leiknum fjölmörg, og nýttu Breiðabliks- menn tvö þeirra. Heimamenn voru hins vegar afar klaufalegir upp við mark andstæðingsins og fyrir tilstilli frábærrar mark- vörslu ólafs Hákonarsonar þar i ofanálag skoruðu hafnfirðingar ekkert mark. Það leit þó ekki út fyrir annað i byrjun en að þeir myndu ganga með stórsigur af hólmi. Fyrstu minúturnar sóttu þeir látlaust og hvert tækifærið rak annað. Breiðabliksvörnin, sem stillt var upp á annan hátt en i siðustu leikjum, var sundurspiluð af lipr- um framlinumönnum FH, en i netið vildi boltinn þó ekki. Breiðablik jafnaði leikinn fljót- lega og i fyrri hálfleik skiptust liðin á um að skapa sér færi. Fyrsta markiö kom þó ekki upp úreinu sliku, þvi vart veröur sagt aö Valdimar Valdimarsson hafi verið i góðri skotaðstööu þegar hann náði að senda fastan bolta að marki FH. Þorvaldur mark- vörðurvirtisteiga auðvelt með að verja... en viti menn, boltinn var sleipur og smaug úr greipum hans rétt inn fyrir marklinuna. Þetta gerðist undir lok fyrri hálfleiks, en i byrjun þess siðari innsiglaði Ólafur Friðriksson sig- ur Breiðabliks með gullfallegu marki. Boltinn gekk upp vinstri kantinn og Ólafur fékk sendingu frá endamörkum út i vitateiginn. Hörkuskot hans small í hornið nærog skoraði Ólafur þarna lang- þráð mark, þvi allt sl. sumar tókst honum ekki þrátt fyrir fjölda tækifæra að koma boltan- um i netiö. — Þetta er fyrsta markið mitt i 1. deild frá þvi Breiðablik vann sig upp, sagði Ólafur eftirleikinn, — og óneitan- lega er maður búinn að biöa lengi eftir að þetta tækist loksins. Eftir mark Ólafs dofnaði nokk- uð yfir leiknum, þótt áfram héldu liðin að skapa sér tækifæri. Eink- um sóttu FH-ingar stift, en Ólafur Hákonarson varði meistaralega og hélt hreinu þar til flautað var til leiksloka. Bæði liðin léku góða knatt- spyrnu þrátt fyrir erfiðar aðstæð- ur, en rigning var og rok I Hafn- arfirði Breiöablik verður þó að teljast betri aöilinn i leiknum, lið- ið virkaði yfirvegað og baráttu- glatt að nýju, og hélt fengnu for- skoti af öryggi. -gsp Langþráðu marki Óiafs Friðrikssonar (númer 10) fagnað I gærkvöldi. Hinrik Þórhallsson, Heiðar Breiðfjörð og Þór Hreiðarsson nálgast, en Jón Orri er með ólaf I fanginu. Mynd: —gsp

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.