Þjóðviljinn - 08.10.1977, Page 3

Þjóðviljinn - 08.10.1977, Page 3
Laugardagur 8. október 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 GUÐMUNDAR OG GEIRFINNSMÁLIN: Sönnunargögnin vantar Engin sönnun fyrir því að Geirfinnur Einarsson sé látinn, sagði Jón Oddsson, verjandi Sœvars Gecielskis Máiflutningur verjanda, í Guðmundar og Geirfinns- málunum, hélt áfram í gær og hófst málflutningur kl. 9.30 og hélt þá Jón Odds- son, verjandi Sævars Ciecielskis áfram vörn sinni, frá deginum áður. Jón lagði mikla áherslu á tvennt i vörn sinni fyrir Sævar i Geirfinnsmálinu. í fyrsta lagi sagði Jón að öll sönnunargögn vantaði, lik Geirfinns hefði aldrei fundist, og þvi væri enginn vissa fyrir þvi að hann hefði látið lifið i dráttarbrautinni 19. nóv. 1974 og raunar enginn sönnun fyrir þvi að hann væri látinn. A þetta lagði Jón þunga áherslu. Einnig lagði hann sig i fram- króka við að sanna að Sævar Ciecielski hefði ekki verið stadd- ur i Dráttarbrautinni i Keflavik umrætt kvöld. Þvi til áherslu sagði hann, að Sævar hefði getað gert grein fyrir veru sinni 17., 18. nóvember og eins hefði hann gert fulla grein fyrir hvar hann var allan daginn 19. nóv. og alveg fram til kl. 21.30 að kvöldi 19. nóv. og hefði vitni þar að lútandi. Klukkan 21.30 hefði hann ekið móður sinni heim af sýningu að Kjarvalsstöðum. Þá hefur Sævar rekið efni sjónvarpskvikmyndar, sem sýnd var i sjónvarpinu þetta kvöld eftir kl. 21.30. og reyndist frásögn hans af myndinni rétt. Gloppa Þá færði Jón Oddsson rök að þvi að óhugsandi væri að þeir Kristján Viðar og Sævar gætu hafa komið að Hafnarbúðinni i Keflavik að kvöldi 19. nóv. á þeim tima sem sagt er að maður hafi komið þar inn og hringt i Geir- finn. Það er óhugsandi vegna þess að Sævar hefði aldrei komist til Keflavikur á þeim tima, sem leið frá þvi að hann kvaddi móður sina og að þeim tima sem maður- inn i Hafnarbúðinni átti að hringja i Geirfinn, sagði Jón Oddsson. Þá benti Jón ennfremur á, að afgreiðslukonurnar i Hafnarbúðinni, hefðu kannast við Sævar og Kristján frá öðrum tima, þeir hefðu komið þar oft áð- u, og hefði það verið Kristján, sem hringdi i Geirfinn, þá hefðu þær átt að þekkja hver þar fór. Jón taldi þvi enn óupplýst hver það var, sem hringdi i Geirfinn Einarsson úr Hafnarbúðinni að kvöldi 19. nóv. Frumrannsókn í málinu Jón taldi að frumrannsókn málsins hefði verið i molum og kanna hefði þurft betur hagi Geir- finns Einarssonar en gert var. Það hefði til að mynda ekki verið rannsakað, sem vinnufélagi hans við Sigöldu bar, að þangað hefði komið maöur og beðið Geirfinn að þegja yfir einhverju máli, og boð- ið honum 3 til 400 þús. kr. fyrir það, og fleira nefndi Jón Oddsson i þessu sambandi. Þá benti hann á, að sagt hefði verið að framburður ákærðu i þessu máli gengi upp, en þannig hefði það lika verið þegar þau nefndu bátsferð, sem siðan reyndist röng, einnig með byssu, sem Sævar átti að láta Erlu hafa tilað skjóta Geirfinn, það var líka rangt og fleiri atriði. Hver er þá kominn til með að segja að sá framburður þeirra sem ákæran er byggð á sér éttur? spurði Jón Oddsson. Fjárhagslega hlið málsins óupplýst Þá vék Jón að þvi atriði, sem margir telja að sé óupplýst og að ekki hafi verið rannsök- uð einhverra hluta vegna, en þaö er fjárhagshlið málsins. Hvað- an fékk Sævar Marino, 70.000 kr. til að múta Geirfinni meö, eins og borið hefur verið? Hvaö var verið að versla þarna og fyrir hvern. Hvers vegna bjóst Geir- finnur við Klúbbs-mönnum á staðinn og spurði i simann, ,,er Maggimeð”. Jón bentiá að þegar Karl Schutz tók við málinu hefði hann einfaldað það allt mjög, einskorðað það við dráp Geirfinns en sleppt fjárhagshliðinni. Þegar þarna var komið, varð orðasenna milli dómara og Jóns og greip Sævar Marino, sem sat á sakborningabekk m.a. fram i þær viðræður. Að lokum gerði Jón Oddsson þær varakröfur að ef dómarar kæmust að þeirri niðurstöðu að Sævar væri sekur i þessu máli, þá bæri honum vægasta hugsanleg refsing þar sem um algert slys hefði verið að ræða, en ekki ásetning um að drepa Geirfinn Einarsson. Varðandi ákæru um meinsæri, vildi Jón að öll sökin félli á Erlu Bolladóttur, hún hefði átt þar alla sök, verið fyrst til að nefna fjór- menningana sem hnepptir voru i varðhald og hún hefði raunar nefntmarga aðra menn lika jafn- vel ráðherra, en enginn þeirra manna hefði verið hnepptur i varðhald. Reyndi Jón að gera hlut Sævars þar sem allra minnstan og vildi fá hann sýknaðan af öil- • um ákærum þar að lútandi. Siðan lagði Jón málið i dóm með venju- legum fyrirvara. — S.dór Lenti inni í málinu fyrir tilviljun og var þar aðeins áhorfandi, sagði Benedikt Blöndal verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar og krafðist algerrar sýknu á skjólstœðingi sínum Benedikt Blöndal hrl. tók tii máls næstur á eftir Jóni Odds- syni, en Benedikt er verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar. Var varnarræða Benedikts mjög rök- föst og vel upp byggð, aö mati undirritaös sú besta sem flutt var i vörn málsins. Benedikt byrjaði eins og flestir aðrir verjendur að gagnrýna mjög harðlega lögreglurannsókn málsins. Hann nefndi sem dæmi að brotin hefði verið á gæslu- föngunum reglan um 6 tlma yfir- heyrslu á dag, hvað eftir annað, og taldi litið að marka framburð sem fengin væri með þessum hætti. Þá gagnrýndi hann einnig harðlega, að engin skýrsla er til um opnum málsins.Þá vantar 132 blöð í skýrslu rannsóknarlög- reglunnar, engin heildarskrá er til frá rannsóknarlögreglunni, gögn hafa týnst, sem skipt geta miklu máliog því spurði Benedikt — hefur kannski átthvaö meira týnst af gögnum I málinu, sem við vitum ekki um? Krafist sýknu Eins og aðrir verjendur krafö- ist Benedikt I upphafi algerrar sýknu fyrir skjólstæðing sinn, en til vara vægustu refsingar, sem lög leyfa og undangengið varð- hald tekið til frádráttar. Akæran gegn Guðjóni Skarp- héöinssyni er I tveimur liðum, I Benedikt Blöndal, hrl. rökföst varnarræða fyrsta lagi ákæra fyrir brot á fikniefnalöggjöfinni og annars vegar aðild að drápi Geirfinns Einarssonar. Varðandi flkniefnakæruna, sagði Benedikt að 12. des. 1975 hefði bifreið, sem Guðjón átti komið frá Rotterdam til Reykjavikur og hefðu fundist fikniefni I „silsum” hennar, sem Sævar Marino átti. Taldi Bene- dikt ósannað og raunar ósennilegt aö Guðjón hefði nokkuð vitaö um að falin voru fikniefni I bll hans. Sagðihann við lögreglurannsókn I málinu að sig hefði grunað það, en ekki verið viss. Hefði Guðjón siðan dregið til baka fyrir dóm- rannsókn fyrri játningu i þessu máli og það væri það, sem dóm- arar yrðu að byggja á. Tilviljun Þvi næst vék Benedikt aö þætti Guðjóns I Geirfinnsmálinu og fullyrti að skjólstæðingur sinn hefði lent inni I þvi máli fyrir hreina tilviljun sem bifreiöar- stjóri fyrir hin þrjú og hefði gert þaðsemhanngattilaö forða þeim átökum, sem leiddu til drápsins á Geirfinni. Hann heföi ætlað að leiða Geirfinn á brott, þegar hann sá að hverju stefndi, en Geir- finnur hefði misskilið það og haldið að Guðjón væri aö hefta för sina og ,,þá var eins og neisti kæmist I púður” hafði Benedikt eftir Guðjóni, og Kristján Viðar og Sævar réðust að Geirfinni. Benti Benedikt á, að alls ekkert hefði komið fram við rannsókn málsins, sem benti til þess að Guöjón hefði komiö nærri þeim átökum, sem leiddu til drápsins á Geirfinni Einarssyni. I siðustu skýrslu sinni hefði Guðjón sagt frá þvi að hann hefði gert allt sem hann gat til að forða átökum og I allri rannsókn málsins hefði Guðjón aldrei sagt ósatt, þegar sannprófað var. Hinsvegar hefði hann oft haft fyrirvara á því sem hann sagði og ekki viljað fullyrða, þar sem hann hefði aldrei viljaö segja neitt, nema það sem hann vissi satt og rétt. En þar sem hann hefði fengið taugaáfall er hann sá afleiðingar gerða þeirra Sævars og Kristjáns Viðars hefði hann misst minniö. Það væri staðfestaf læknum að menn gætu misstminnið er þeirfá taugaáfall vegna hryllilegs atburðar. „Þarna var ekki um fyrirfram ákveðið manndráp að ræöa, heldur hryllilegt slys” sagöi Benedikt. Þá benti Benedikt á að það væri Guðjóni Skarphéðinssyni að þakka að þetta mál upplýstist, eftir að aðrir sakborningar hefðu logið upp hverri sögunni á fætur annari að lögreglumönnunum. Það var ekki fyrr en Guðjón fór að segja frá málinu að hið rétta kom fram. í fyrstu gat Guðjón ekki munað hvað gerðist þarna, enda fékk hann taugaáfall og þar af leiöandi missti hann minnið, eins og áður segir.En þegar hann I ró og næði tók að rifja þessa atburði n>p, kom myndin fram hægt og rólega og fyrst I brotum, sem hann siöan raðaði saman i heíllega mynd. Framhald á 12. siðu. „Erla verkfæri í höndum Sævars” Guðmundur Ingvi Sigurðsson, verjandi Erlu Bolladóttur, tal- aði næstur á eftir Benedikt Blöndal við réttarhöldin I gær. Lagði hann höfuð áherslu á að sýna framá, að skjólstæðingur sinn, Erla Bolladóttir hefði að- eins veriö viljalaust verkfæri I höndum Sævars Marinó Ciecielskis, sem hefði með hót- unum og kúgun haldið henni óttasleginniog fastri íklóm sin- um og notaö hana til vondra verka fyrir sig. Krafðist hann sýknu fyrir Erlu Bolladóttur, en til vara ef hún yröi sek fundin, vægasta dóms og hans skilorðsbundins, þar sem Erla heföi nú náö sér á strik eftir að hún væri laus und- an áhrifavaldi Sævars. Hefði hún nd vinnu og sæi hún nú fyrir sér og barni sinu og hefði hafið sambúð með ágætum manni og væri það rangt undir öllum kringumstæðum að eyöileggja þetta nýja lif hennar. Þá lagöi Guðmundur Ingvi áherslu á að virða ættti henni það til málsbóta, að hún hefði opnað þá smugu, sem varö til þess að Guðmundar og Geir- finnsmálin upplýstust. Erla er aðeins ákærö fyrir samsekt i Geirfinnsmálinu, meinsæri og þjófnaö, en ekki fyrir þátt I Guðmundarmálinu. Varðandi þjófnaðinn frá Pósti og slma sagði Guðmundur að þar heföi Sævar einn ráðið ferð- inni en notað Erlu sem verkfæri og hún heföi ekki átt þess neinn kost að neita, vegna hótana hans. sagði verjandi hennar Guðmundur Ingvi Sigurðsson við réttarhöldin í gœr Aðeins áhorfandi Þá lagði verjandi þunga áherslu á það að Erla hefði að- eins verið áhorfandi en ekki þátttakandi i Geirfinnsmálinu, og þvi hvorki samsek né hlut- deildarmaður I málinu. Hún hafi ekkert lagt til málanna hvorki i orði né verki að því er fram hefur komiö. Þá fór Guðmundur Ingvi mik- ið út I lagakróka og lagalega hlið málanna I heild og benti á mjög margar villur frá lagalegu sjónarmiði i málflutningi vara rikissaksóknara. Þar á meðal rangt orðalag, og aö hann hefði vitnað i rangar lagagreinar I ákæru sinni. Þá benti Guömundur á að lík Geirfinns hefði ekki fundist og þýi óvist aö hann væri I raun og veru látinn, en benti jafnframt á, að sannast heföi að Geirfinn- ur hefði verið hjartveikur, en þar sem llk hans hefði ekki fundist, væri ósannað hvort hann hefði látist af átökum I Dráttarbrautinni i Keflavlk, eða hvort hann hefði fengið hjarta- slag. Þarna væri um mjög mikilsvert atriði að ræða. Fortiðin Að lokum vék verjandi svo að fortlð þeirra Erlu, Kristjáns og Sævars og rakti hvernig æska þeirra hefði verið eyðilögð, þar sem þau hefðu litið og illt upp- eldi fengið, komið frá drykkju- heimilum, foreldrar átt i skiln- aði og eftirlitsleysi algert hjá þeim öllum. Dómurinn yrði að taka tillit til sliks þegar krafist væri ævilangrar fangelsisvistar til handa þeim, eins og saksókn- ari gerði i sóknarræðu sinni. -S.dór

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.