Þjóðviljinn - 08.10.1977, Side 4

Þjóðviljinn - 08.10.1977, Side 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 8. október 1977 Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóöfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson, Svavar Gestsson. Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Umsjón með sunnudagsblaði: Arni Bergmann. Auglýsingastjori: úlfar Þormóðsson Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Síðumúla 6. Simi 81933. Prentun: Blaðaprent hf. Endurskoðunar rétturinn er for- gangskrafa BSRB Loksins hafa opinberir starfsmenn fengið til viðræðna þá menn sem i raun- inni ráða ferðinni: Sjálfa ráðherrana. Hingað til hafa þeir beitt fyrir sig sendi- mönnum sem hafa talað i véfréttastil um ágirndina og embættisskyldur við ráð- herra sina. Nú stiga ráðherrarnir fram og hefja beinar samningaviðræður við opin- bera starfsmenn. Það ætti að geta hjálpað til að fá að ræða þannig beint og milliliða- laust við rikisstjórnina. Það er ekki seinna vænna að rikisstjórnin átti sig á kjarna málsin, verkfall hefst þriðjudaginn hafi samningar ekki tekist fyrir þann tima sem báðir deiluaðilar geta við unað. Að visu bendir fátt til skilnings á stöðu opinberra starfsmanna af hálfu stjórn- valda. Til dæmis hefur hvergi komið fram vottur af skilningsglætu á þvi að opinberir starfsmenn gera kröfuna um endur- skoðunarrétt á samningstimabilinu að einu meginatriða sinna, við hliðina á kröf- unni um hækkun lægstu launa og sérstaka hækkun um miðbik launastigans. Hvað þýðir krafan um endurskoðunar- rétt? Hún þýðir einfaldlega það að breyti atvinnurekandinn, rikissjóður, einhliða meginforsendum kaupsamningsins á samningstimanum, til dæmis með þvi að kippa visitölunni úr sambandi, þá eigi Bandalag starfsmanna rikis og bæja kröfurétt til endurskoðunar kaupliðar samningsins með verkfallsrétti og svip- aðri meðferð samkvæmt kjarasamninga- lögunum og samningarnir fá almennt nú. Krafan um endurskoðun á timabilinu er þannig orðuð: ,,Verði röskun á umsaminni visitölutryggingu eða veruleg rýrnun á kaupmætti frá þvi sem þessi samningur gerir ráð fyrir skal heimilt að segja upp kaupliðum samningsins og gildistimi nýs samnings verði hinn sami og þessa samn- ings”. Atvinnurekendur féllust á mjög svipuð ákvæði i kjarasamningum Alþýðu- sambands íslands og bæjarfélög og bæjar- stjórnir hafa viðurkennt að slik ákvæði eru eðlileg og sjálfsögð. Nú geta bæjar- stjórnir eða einstakir atvinnurekendur ekki einhliða ákveðið að taka visitöluna úr sambandi, en það getur hins vegar sá at- vinnurekandi sem rikisstarfsmenn skipta við, rikisstjórnin og þingmeirihluti hennar á alþingi, með einhliða ákvörðun. Þess vegna er slikur endurskoðunarréttur sist þýðingarminni i kjarasamningum BSRB en i öðrum samningum. í ljósi þessa er eðlilegt og sjálfsagt að samningamenn BSRB leggi höfuðáherslu á endur- skoðunarréttinn, auk launahækkananna. En hvað segir það um hugarfar ráð- herranna, ætlunarverk og stefnu rikis- stjórnarinnar, að þeir skuli neita opinber- um starfsmönnum um þennan endur- skoðunarrétt? Það segir einfaldlega þá sögu að rikisstjórnin og þingmeirihluti hennar ætla að hafa opna leið til þess að rifta kjarasamningunum einhvern tima á tveggja ára samningatimabilinu án þess að ríkisstarfsmenn geti rönd við reist. Neitun rikisstjórnarinnar við þessari sjálfsögðu kröfu kemur upp um skuggaleg áform hennar, áform, sem vissulega koma launafólki ekki á óvart eftir látlaus- ar árásir rikisstjórnarinnar á kjör verka- fólks undanfarin ár. Afstaða rikis- stjórnarinnar til þess hvort opinberir starfsmenn fá endurskoðunarréttinn eða ekki segir meira en allt annað um fyrir- ætlanir stjórnarvalda á næstu mánuðum. Samstaða opinberra starfsmanna i at- kvæðagreiðslunni um siðustu helgi ætti hins vegar að sýna rikisstjórninni fram á það i eitt skipti fyrir öll að opinberir starfsmenn eru staðráðnir i þvi að láta hvergi deigan siga. Þeir munu standa jafnt saman i verkfalli sem i atkvæða- greiðslunni um siðustu helgi. Komi til verkfalls, sem margt bendir til nú, mun samstaðan ráða úrslitum. Sú samstaða má þá ekki aðeins verða um launamál dagsins i dag, samstaðan verður að ná til þeirra atriða sem skipta sköpun um það hvort samningurinn gildir i raun út samn- ingstimabilið. Þar er endurskoðunarrétt- urinn efstur á blaði. —s. ! Stjórnin burt en ekki verkfalls- j réttur BSRB ■ Albert Guðmundsson, stór- ■ kaupmaður, liggur að jafnaði | ekki á skoðun sinni, og nú ■ fréttist það af ,,Ljóna”-fundi i ■ Reykjavik, aö hann telji aug- | ljóst ,,að litið þjóöfélag eins og ■ okkar þoli ekki verkfali opin- I berra starfsmanna og þau lög ! sem eru slæm fyrir okkur þarf I aO afnema.” ■ Albert var i hópi þeirra þing- ■ manna sem samþykktu lög um I takmarkaöan verkfallsrétt ! opinberum starfsmönnum til • handa. Nú sér hann eftir bráö- I ræði sinu, og sjálfsagt gera það ! fleiri af þingmönnum Sjálf- I stæöisflokksins. ■ Þaö er hinsvegar hrein firra að þjóöfélagið þoli verr verkfall opinberra starfsmanna heldur en til að mynda allsherjarverk- fall ASÍ. Hér er um stórar og voldugar hreyfingar að ræða sem hafa þá ábyrgðartil- finningu til að bera að verkföll þeirra munu engan drepa, hvorki mann né þjóð. t BSRB verkfallinu sem stýrt veröur af hæfum og reyndum félags- mönnum, veröur allri lifs- nauðsynlegri starfsemi gefið svigrúm. Annað verður aö sjálf- sögðu stöðvað. Þaö tjón, sem rikisheildin kann aö biða af löngu verkfalli BSRB, ef til kemur, hlýtur allt að skpifast á reikning rikis- stjórnarinnar. Og svo hrein- skilinn maöur eins og Albert Guðmundsson ætti aö geta tekið undir það aö Htiö þjóöfélag eins og okkar þoiir ekki til lengdar eins vonda rfkisstjórn og nú situr og þá stjórn sem er slæm fyrir okkur þarf aö afnema. Sœlgœtissalarnir sameinuðust um Björgvin Indriöi G. Þorsteinsson flettir ofan af fimmtu herdeildinni i Alþýðuflokknum i kjallaragrein i Visi i gær. Það eru Fram- sóknarmenn og menn i öðrum flokkum sem vilja viðhalda grjótjötuns-siðferði og koma i veg fyrir að Vilmundur Gylfa- son komist i framboð á vegum Alþýöuflokksins i Reykjavik. „Með þvi aö styöja að kosningu Björgvins i prófkjörinu töidu Framsóknarmenn, eða öllu heldur flokksmaskina Alfreös Þorsteinssonar og Kristins Finnbogasonar aö þeir væru aö vinna i þágu Ólafs Jóhannes- sonar, og þar af leiðandi i þágu flokks sins” segir Indriði. Siðan rekur hann kostulega sögu: ,,AÖ kosningu Björgvins unnu jafnframt ýmsir þeir aöílar, sem þurfa undir gjaideyris- nefnd bankanna aö sækja. Þessir sælgætissalar hópuöu sig saman og ieigöu heiian flota bila frá Bilaleigu Akureyrar, sem hefur útibú hér i borginni, og voru ólatir viö aö drífa stuöningsmenn Björgvins á kjörstaö. Leituöu þeir viöa fanga eftir þessum stuöningi, sem er leyfi- legt, þar sem prófkjör Alþýöu- flokksins eru opin öllum, sem ekki eru skráöir meölimir i öörum flokkum. Árangurinn af þessum fyrirgangi og fyrirhöfn varö sföan 1448 atkvæöi eöa næstum hálft kjörfylgi Alþýöu- flokksins i siöustu borgar- stjórnarkosningum. Eyjólfur Sigurösson hlaut átta hundruö og seytján atkvæöi, sem mættu kallast normai tölur i flokki af stæröargráöu Alþýöu- flokksins I Reykjavik, og Bragi Jósepsson fékk 543 atkvæöi, sem raunar eru normal tölur Hka fyrir sigurvegara I svona próf- kjöri. Þaö sem er helzt upplýsandi viö kosningasigur Björgvin er sú ofvirkni sælgætissalanna aö afla honum nær fimmtán hundruö atkvæöa i þrjú þúsund atkvæöa flokki. Þeir heföu strax mátt vera ánægöir meö þúsund atkvæöi og iiklega sioppiö betur út úr málinu. Atkvæöi voru greidd á þremur stööum I borginni: i Iönó, viö Siðumúlann og i Breiöholti. Svo vildi til aö atkvæöum var ekki ruglaö saman viö talningu heldur taliö frá hverjum kjör- staö út af fyrir sig. t Iönó voru þeir Björgvin og Eyjólfur næstum jafnir aö atkvæöum. 1 Breiðholti skiptust atkvæöi nokkuö jafnt milli þriggja viötakenda um efsta sætiö, Björgvins, Eyjólfs og Braga. En á kjörstaönum viö Siöu- múiann komu sælgætissalarnir fyrst aivarlega til sögunnar, enda var Björgvin langhæstur á þeim kjörstaö, og þaðan barst honum hinn raunvcrulcgi sigur i kosningunni.”

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.