Þjóðviljinn - 08.10.1977, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 08.10.1977, Qupperneq 5
Laugardagur 8. október 1977 ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 5 Steinsteypt háspennu- möstur? í nýútkomnu timariti Verk- fræðingafélags Islands er skýrt frá þvi að Rikharöur Kristjánsson hafi hafið störf hjá Rannsókna- stofnun byggingariðnaðarins 1. sept. s.l. Fyrsta verkefni Rikharðs, sem er nýbakaður doktor i burðar- þolsfræði frá Þýskalandi er að gera könnun á þvi hvort hag- kvæmt geti verið að nota stein- steypta stólpa i háspennumöstur i stað innfluttra viðarstólpa eða stálmastra. Þjóðviljinn hafði tal af Rikharði og sagði hann að könnunin væri rétt að fara af stað enn þá og væri hann nú að viða að Ser gögnum frá svipuðum rannsóknum erlendis frá. Langt væri þvi i niðurstöður enn. Innflutningur háspennumastra úr tré og stáli kostar mikinn gjaldeyri, og sagði Rikharður að ef steypan reyndist nógu góð myndi verða af þessu mikill sparnaður. Hann sagði einnig að stein- steyptir stólpar af þessu tagi væru minni um sig en stálmöstrin og að ekki myndi bera meira á þeim i landslaginu heldur en tréstólpunum. AI. Brúarsmíöi í ár 1 nýútkomnu timariti Verk- fræðingafélags tslands er yfirlit yfir verkefni I brúargerð sumariö 1977. Þar segir að stærsta verkefni brúardeildar Vegagerðar rikisins sé bygging brúarinnar yfir Borgarfjörð, en fjárveiting i þá brú nemur 400 miljónum króna, og hún verður 520 m. löng. Af öðrum brúm eru nefndar brú á Kolgrimu i Suðursveit, (73 m.), brú á Gljúfurá i Húnavatnssýslu (59 m.), brú á Mjóadalsá hjá Mýri á Sprengisandsleiö (45m), brú á Laxá hjá Hvammi i Laxárdal i Skagafjarðarsýslu (24m), brú á Hvaldalsá, austan við Hvalnes (8m) og brú á Hólsá á Sólheima- sandi (14m) Eru þá ótaldar 10 minni brýr. A þessu ári verður lokið málun og frágangi brúa á Skeiðarár- sandi og brúar á Austurós Héraðsvatna i Skagafirði. Þá mun Vegagerð rikisins ann- ast byggingu á undirstöðum fyrir 150 m pipubrú á Eyjafjarðará, en það er hluti af aðveitulögn hita- veitu Akureyrar. Frá Bridgefélagi Kópavogi S.l. fimmtudag 7. okt. var spil- uð 2. umferð tvimenningskeppni hjá Bridgefélagi Kópavogs. Birgir og Guðmundur halda enn fyrsta sæti en tvö pör fylgja fast á eftir. Stig. 1. Birgir Isleifsson — Guðmundur Pálsson 269 2. Grimur Thorarensen — Guðmundur Pálsson 259 3. Sverrir Armannsson — Guðmundur Arnarsson 257 4. Sigurður Thorarensen — Jóhann Bogason 230 5. Armann J. Lárusson — Haukur Hannesson 230 6.-7. Kristinn A. Gústafsson — ArniJónasson 226 6.-7. Guðmundur Kristjánsson — Hermann Finnbogason 226 Siöasta umferöin i keppninni verður spiluð næsta fimmtudag i Þinghól Hamraborg 11. Stjórnin hefur gert eftirfarandi áætlun um starfsemi félagsins fram að áramótum: Tvimenningur29. sept. — 13. okt. ’77 3 kvöld Hraðsveitakeppni 20. okt. — 17. nóv. ’77 5 kvöld. Einmenningur / Firmakeppni 24. nóv. ’77 fyrri hluti Tvimenningur — Buttler 1.— 15. des. ’77 3 kvöld. Jólafri. Einmenningur / Firmakeppni 6. jan. '78 siöari hluti. Aðalsveitakeppnihefst 12. jan. ’78 — liklega 7 kvöld. Framhald verður ákveöiö siðar. Guðmundur Benediktsson er sérstakur gestur Haustsýningarinnar og sýnir 11 verk sem öll eru gerö á árunum 1976 — 77. Hér sést hann við eitt þeirra (Ljósm.: —eik) Haustsýning FÍM Haustsýning Félags íslenskra myndlistarmanna 1977 verður opnuð á Kjarvalsstöðum laugar- daginn 8. október — kl. 15.00. A sýningunni verða alls 123 mynd- listarverk eftir fjörutiu og einn höfund. Af þessum myndlistar- höfundum eru tuttugu og tveir fé- lagar i FIM en 19 utan félagsins. Nokkrir hinna siðarnefndu sýna nú myndir i fyrsta sinn á Haust- sýningu. Á sýningunni eru: myndvefnaður, keramikverk, glermyndir, grafik af ýmsu tagi, kritarmyndir, oliumálverk, vatnslitamyndir, myndverk gerð með blandaðri tækni, höggmynd- ir eða skúlptúrverk auk annars- konar hráefnis. Fyrir tveim árum var Louisa Matthiasdóttir list- málari sérstakur gestur Haust- sýningar FIM en i þetta sinn hef- ur sýningarnefnd félagsins valið Guðmund Benediktsson mynd- höggvara til kynningar. Guðmundur Benediktsson myndhöggvari fæddist i Reykja- vik árið 1920. Um þritugt gerðist hanh nemandi Ásmundar Sveins- sonar i Myndlistarskólanum, sem nú er til húsa við Freyjugötu (As- mundarsal). Guðmundur hefur tekið þátt i fjölda myndlistarsýninga bæði hér heima og erlendis t.d. á Norð- urlöndum i Þýskalandi og Banda- rikjunum. Haustsýning FIM 1977 stendur frá 8. — 23. október að Kjarvalsstöðum. Hún er opin- virka daga kl. 16.00 — 22.00 en laugardaga og sunnudaga kl. 14.00 — 22.00. Húsið er lokað á mánudögum. Fraktleidin liggur um Luxemborg Frá framleiðendum í mið- og suður evrópu liggurfraktleiðin um Luxemborg hingað heim. Þaðan og þangað er daglegt þotuflug. Láttu okkur beina vörunni þinni á rétta leið. Síminn er 84822. Biddu um fraktsölumann. FLUGFÉLAG ÍSLAMDS LOFTLEIDIR frakt

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.