Þjóðviljinn - 08.10.1977, Side 7
Laugardagur 8. október 1977 þjúÐVILJINN — SIÐA 7
3Getur það verið að yfirvöld í uppeldis-
og skólamálum, sem þó hafa ráðið í þjónustu sína
sérfræðinga úr fyrrnefndum félögum, hafi að engu
álit þeirra í þessu máli og haldi sínu striki?
í hrauninu
Húsið
A einum afskekktasta staö
þessa hrjóstruga lands okkar er
risin af grunni bygging ein veg-
leg og mikil, sem ferðalangar
lita i f jarska, er leggja leið sina
til Grindavikur og nágrennis.
Þetta einmanalega hús, sem
trónar þarna i miðri auðninni,
með lífið hraunið á allar hliðar,
er byggt i þeim tilgangi að setja
þar á stofn skóla og uppeldis-
stofnun. Almennt gengur húsið
undir heitinu Krisuvikurskólinn
og dregur nafn af jörðinni
Krisuvik.
Markmiðið með þessari bygg-
ingu mun vera eins og áður er
getið, að starfrækja þarna skóla
og uppeldisstofnun „fyrir
heimilislaus heilbrigð börn”
eins og það er orðað i reglugerð
fyrirskólann. Þarna á með öðr-
um orðum að safna saman
börnum, væntanlega á grunn-
skólaaldri, sem hafa orðið fyrir
þvi óláni a^ð geta ekki alist upp
við eðlilegar heimilisaðstæður
sökum óhæfi foreldra þeirra eða
af öðrum ástæðum. Að mati
þeirra, sem að þessu mannvirki
standa mun þessum börnum
hollast að alast upp nokkuð
fjarri mannabyggðum og utan
þess samfélags, sem þeim er þó
sennilega ætlaö siðar á lifsleið-
inni að taka þátt íog verða nýtir
þjóðfélagsþegnar.
Hugmyndin að þessu
„mannUðlega” fyrirkomulagi,
mun vera einhvers staðar á
aldrinum 25-30 ára eftir þvi sem
mér er tjáð af kunnugum og lik-
lega orðin til i heilabUiframmá-
manna i sveitarstjórnarmálum
á Suðurnesjum, þó eigi viti ég
það gjörla. Að minnsta kosti
standa sveitarfélögin að þessari
stofnun ásamt rikinu og eru nU
loks að sjá þennan áratuga
gamla draum sinn rætast.
Mér er mjög til efs að skóla-
og uppeldisstofnun af þvi tagi,
sem Kri'suvikurskólanum er
ætlað að vera hafi nokkurntima
átt rétt á sér, jafnvelekki þegar
hugmyndin varð til. Félagsleg-
ar og sálrænar þarfir heimilis-
og foreldralausra barna á við-
kvæmu bemskuskeiði eru svip-
aðs eðlis nU og þær voru fyrir
áratugum siðan. En munurinn
er sem betur fer sá, að þekking
manna á þessum þörfum barna
er allt önnur og miklu meiri og
viðtækari en var fyrir nokkrum
áratugum. Flestar menningar-
þjóðir hafa leitast við að hag-
nýta þessa þekkingu og niður-
stöður i' uppeldismálum, á þann
veg að skapa þeim börnum er
þess þurfa meö, eðlileg upp-
vaxtarskilyrði, þarsem reynt er
að koma til móts við grund-
vallarþarfir þeirra og stuðla
þannig að heilbrigðri persónu-
leikaþróun eftir þvi sem hægt
er.Enþaðerforsendanfyrir þvi
aö barnið geti siöar meir á full-
orðinsaldri notið sin i samfélag-
inu sem fullorðinn einstakling-
ur, er hopar ekki undan þeim
kröfum og ábyrgð sem þjóð-
félagið leggur hverjum og ein-
um á herðar. Það ætti naumast
að vera þörf á að fjölyrða nein
ósköp um þau mistök, sem eru
að eiga sér stað meö byggingu
þessa skóla. Þau blasa við
hverjum og einum, sem hefur
einhvern snefil af skilningi á
uppeldi barna almennt. Ein-
angrun staðarins er slik, að ó-
hugsandi erað unnt sé að skapa
börnum þareðlilegtumhverfi til
að alast upp við.
Auk þess er löngu orðið Urelt
að byggja sérstök munaðar-
leysingjahæli jafnvel þó þeim
væri fundinn staður i þéttbýli.
Þau verða einungis til að undir-
strika þá slæmu aðstöðu, sem
þessibörn hafa i þjóðfélaginu. I
stað þess ber að leggja megin
áherslu á að hjálpa þeim, sem á
þurfa að halda, og finna þeim
heimili i eðlilegu umhverfi þar
sem fólk lifir venjulegu lifi. Þar
sem heimili og skóli eru aðskil-
in, umhverfi sem hefur á boð-
stólum tækifæri til tómstunda-
og félagsiðkana.
Það er m.a. af þessum rökum, %
sem nU hafa verið stuttlega rak-
in, að þrjU stéttarfélög hér á
landi hafa sent yfirvöldum
ályktun þess efnis að fyrirhuguð
starfsemi Krisuvikurskólans, sé
i andstöðu við alla nUtimalega
þróun i uppeldis- og kennslu-
málum. Þessi stéttarfélög eru
Sálfræðingafélag Islands, Sér-
kennarafélag Islands og
Stéttarfélag islenskra félags-
ráðgjafa. Það fólk, sem stendur
að þessum félögum hefur eytt
mörgum árum ævi sinnar til að
afla sér þekkingar á sviði
kennslu- og uppeldismála til að
bUa sig undir ævistarf á þessum
vettvangi.
Getur það verið að yfirvöld i
uppeldis- og skólamálum, sem
þó hafa ráðið i þjónustu sina
sérfræðinga Ur fyrrnefndum
félögum,hafiað engu álit þeirra
iþessu máliog haldi sinu striki?
Fróðlegt væri að vita hvernig
slikt er réttlætt. Það væri enn-
fremur fróðlegt fyrir almenning
að fá upplýsingar um hversu
mörgum miljónum rikissjóður
hefur veitt i byggingu Krisu-
vikurskólans. Þetta kemur okk-
ur öllum við þvi að við borgum
brUsann með sköttunum okkar.
A sama tima og veitt er tugum
miljóna i Krisuvikurskólann,
bUa tugir þroskaheftra barna
viðsvegarum land við algerlega
ófullnægjandi og sums staðar
alls enga aðstöðu til kennslu og
þjálfunar vegna þess að það
vantar m.a. fjármagn til að
ráða kennara og greiða þeim
laun.
I þessu sambandi er ekki úr
vegi að benda á fleiri staðreynd-
ir. Þroskaheft börn, sem eiga
lögheimili sín i sveitarfélögum i
Reykjaneskjördæmi, er standa'
að Krisuvikurskólanum, verða
að sækja allá þjálfun og kennslu
á dagheimili Styrktarfélags
vangefinna i Reykjavik, alla
leið frá Keflavik, vegna þess að
hvergi nokkurs staðar fyrir
finnst nein aðstaða i heima-
byggð þeirra. Kennslustofa fyr-
ir bóklega kennslu i Lyngási er
ca 8 ferm., en þar eru rUmlega
40 börn. Það er enginn skóli til
og hefur aldrei verið fyrir þessi
börn, af þvi að það eru ekki til
peningar hjá þvi opinbera til að
byggja handa þeim skóla ekki
einu sinni i sjálfri höfuðborg
landsins. Það eru bara til pen-
ingar til að byggja skóla Uti i
Krisuvikurhrauni svo að hægt
séað senda þangað foreldralaus
börn i Utlegð. En þar eiga ekki
að vera nein þroskaheft börn
svo að þau sleppa vonandi við að
hljóta slik örlög!
NU er mér kunnugt um að
ýmsir aðilar, sem hafa með
höndum stjórnun i skóla- og upp
eldismálum i þessu landi, eru
sammála mörgu, sem hér hefur
veriö sagt, og velta fyrir sér
hvaða starfsemi hægt væri að
hafa i hUsinu i hrauninu, sem
orðið erstaðreynd, ánþess að sU
starfsemi hefði skaðvænlegar
afleiðingar i för með sér
Við slikar vangaveltur kemur
manni fyrst i hug hvort til séu
einhverjir einstaklingar i þessu
þjóðfélagi, sem þurfi á einangr-
un að halda langtimum saman.
Mér koma naumast aðrir i hug
en þeir, sem eru dæmdir til
fangelsisvistar vegna afbrota
og þannig dæmdir til einangrun-
ar. Ef til vill mætti velta fyrir
sér hvort hugsanlegt væri að
starfrækja þarna skóla fyrir af-
brotamenn meðan þeir væru að
afplána dóma. Þeirri hugmynd
er hérmeð komið á framfæri en
vonandi hafa aðrir ennþá betri
tillögur og áhuga fyrir að leggja
orð i belg um þetta mál.
VERKEFNAÁÆTLUN
eitt aðalviðfangsefnið
r
Viðtal við Véstein Olason formann miðnefndar
herstöðvaandstœðinga
um landráðstefnuna 15. og 16. okt.
t Festif Grindavfk verður öll þjónusta veitt sem á þarf aðhalda.
Vésteinn Ólason: Þátttaka f
fjöldaaðgerðum er góð, en vantar
á aðokkar innra starf sé nægilega
öfiugt og markvisst.
Landsráðstefna herstöðvaand-
stæðinga verður f Festi, Grinda-
vik, 15. og 16. okt. nk. Þjóðviljinn
fór á fund Vésteins Ólasonar
formanns miðnefndar til að
spyrja hann nánar um ráðstefn-
una og tilhögun hennar.
— Er slik ráðstefna oröin ár-
viss atburður, Vésteinn?
— Já, skv. lögum á að halda
hana i september eða október
hvert ár.
— Hvers vegna varð Grindavík
fyrir valinu sem fundastaöur
nUna?
— 1 Festi er i alla staði góö að-
staða og við fáum þar alla þjón-
ustu sem við þurfum á að halda.
Það skapar betri vinnufrið að
vera utan Reykjavikur. Menn
geta þá gefið sig alveg að ráð-
stefnunni en eru ekki hlaupa frá
annarra erinda eins og vill verða i
borginni.
— Er gistiaðstaða i Festi.
— Já, þarna er svefnpokapláss
fyrir þá sem þurfa á að halda ut-
an af landi og ennfremur verður
kvöldverður á laugardagskvöldiö
sem er innifalinn i ráðstefnu-
gjaldinu. Það skal tekið fram aö
ráöstefnugjaldiö, sem er 2000 kr„
er ma. notað til að fá fargjaldið
niðurgreitt.
— Hver verða helstu verkefni
ráðstefnunnar?
— t fyrsta lagi verður spjallaö
um liðið ár og þá lærdóma sem
við getum dregið af starfinu sem
þá var unnið. Svo er ætlunin at
reyna að marka skýrar
verkefnaáætlun fyrir næsta ár er
gert var siðast. Miðnefndin mur
leggja fram drög aö álitsgerð o{
við vonumst til að ráðstefnar
muni samþykkja áætlun bæö
með kapp og forsjá þannig al
verkefnavalið fyrir næsta ái
verði með nokkurri forgangsröð
un. Þetta eru megin atriðin.
— Hvað finnst þér um starfiö á
siðasta ári?
— Að vissu marki erum við
ánægð með starfið Ut á við, þátt-
töku i f jöldaaðgerðum og sliku, en
það vantar á að okkar innra starf
sé nógu öflugt og markvisst. Með
þessari áætlun sem ég minntist á
áðan verður reynt að bæta Ur þvi.
Slðast en ekki sist þarf að ræða
okkar meginstefnumál og þoka
þeim sem best áleiðis á þvi ári
sem framundan er.
— Verður kosin ný miðnefnd?
— Já, i henni sitja 12 manns og
12 til vara.
— Hvað með Utgáfumálin?
— Viö leggjum áherslu á að
koma fastari skipan á þau en ver-
ið hefur og ræða þau. Þess skal
getið að Dagfari er nýkomin Ut og
eraðallega helgaður þessari ráð-
stefnu. Honum verður dreiftmeð-
alfélagaogá vinnustaðiog viðar.
— Hvernig er fjárhagur sam-
takanna?
— Svo er góðum undirtektum
manna fyrir að þakka að við lent-
um ekki i' fjárhagsvandræðum á
siðasta ári. Hins vegar er lágt i
kassanum nUna og erum við að
fara af stað með happdrætti sem
við treystum að verði fjárhags-
grundvöllur okkar i vetur. Þetta
happdrætti er nýstárlegt aö þvi
leyti að vinningar eru afskaplega
margir eða um 250 talsins. Til
gamans má nefna aö nokkrir
vinningarnir eru Keflavikur-
gönguskór, sterkir og endingar-
góðir. Af öðrum vinningum má
nefna listaverk og hljómplötur.
— Að lokum Vésteinn, verður
ekki eitthvað sér til gamans gert
á þessari landsráðstefnu?
— JU, það er kvöldvaka á
laugardagskvöldið. Það er fólk Ur
Hafnarfirði sem hefur góða
reynslu, sem hefur tekið að sér að
sjá um hana.
—GFr