Þjóðviljinn - 08.10.1977, Page 10
10 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN Laugardagur 8. október 1977
Che meft eiginkonu sinni, Aleida March, og börnum
/ minningu bylúngarmanns
1 dag, 8. október, eru liöin 10
ár frá þvi aö Ernesto Che Gue-
vara var myrtur I Bóliviu. Bylt-
ingarmenn hægindastólanna
voru ekki seinir á sér aö slá
fram þeirri kenningu aö nii væri
endanlega sannaö aö skæru-
hernaöur gæti ckki sigraö i
rómönsku Ameriku. Vist er um
það aö á þeim árum sem liöin
eru frá sigri kúbönsku bylt-
ingarinnar 1959 hefur skæru-
hernaöur ekki oröið til aö ieggja
heimsvaldastefnuna aö velli
annars staðar i álfunni. En þaö
hefur einnig komiö I Ijós aö
„friðsamleg leið til sósíaiisma”
erekki til IRómönsku Ameriku,
og tilraunir i þá átt hafa kostað
fleiri mannslif en skæru-
hernaðurinn. En þó aö skæru-
hernaður sé ekki m ikill i álfunni
i dag og svartnætti heimsvalda-
stefnunnar hafi sjaldan verið
meira, eru ýmis teikn á lofti um
aukna baráttu og vonirnar
slokkna aldrei, minningin um
Guevara og fordæmihans er ein
þeirra.
— Hér birtum viö tvö islensk
þjóö um Che, annaö eftir Jó-
hannes úr Kötlum og hitt eftir
Ingibjörgu Haraldsdóttur, sem
skrifar hér einnig grein um
hann, samantekt úr bókinni
Frásögur úr Byltingunni, sem
hefur að geyma kafla úr ritum
Ché, og grein eftir Mgnús
Kjartansson, sem birtist i 3.
hefti Itéttar 1967, en Magnús er
cini islendingurinn sem kynnt-
ist Ché persónulega, frásögn af
viðræðum þeirra er að finna i
bók Magnúsar, Byltingin á
Kúbu, sem út kom 1962.
i starfi forseta Þjóöabanka Kúbu
Meö Fidel Castro á Kúbu 1959
,Tvö, þrjú, mörg Víetnamstríö’
(1 júni 1967 hóf tlmaritið
„Tricontinental” göngu sina i
Havana. Undirbúningur útgáf-
unnar haföi staöiö nokkuö lengi,
og i april barst ritnefndinni grein
frá Che Guevara, sem hann hafði
skrifaö sérstaklega fyrir fyrsta
hefti timaritsins. Greinin þótti
hinsvegar svo timabær og merki-
leg að hún var birt i kúbönskum
fjölmiðlum þá þegar, þ.e. i april
1957. Þá var Che kominn til Bóli-
viu fyrir allnokkru og undirbún-
ingur skæruhernaðarins þar var i
fullum gangi. Hér fer á eftir úr-
dráttur úr Tricontinental-grein-
inni i Islenskri þýöingu Útfs Hjör-
vars (Che Guevara, Frásögur úr
byltingunni, MM-kilja).)
Við veröum aö vera minnug
þess, að heimsvaldastefnan, siö-
asta stig kapitalismans, er kerfi
sem spennir um heiminn allan og
að baráttuna gegn þvf verður að
heyja um allan heim samtimis.
Lokamarkmiö i þeirri baráttu er
að vinna endanlega bug á heims-
valdastefnunni. Það hlutverk,
sem viö hinir arðrændu og van-
þróuðu verðum að takastá herðar
er að ónýta foröabúr heimsvalda-
stefnunnar: undirokuð lönd okk-
ar, þaðan sem hún sýgur fjár-
magn, hráefni, tæknifræðinga og
ódýrt vinnuaflog þangað sem hún
veitir nýju fjármagni — sem er
kúgunaraöferð — og sendir vopn
og hverskyns vörur, sem gera
okkur algjörlega háða henni.
Höfuðtakmarkið með þessari
hernaðaráætlun er raunverulegt
frelsi fólksins, en slikt frelsi er i
flestum tilvikum ávöxtur blóð-
ugrar baráttu, sem í okkar
heimsálfu verður óhjákvæmilega
sósialisk bylting.
Eigi að vinna algjöran bug á
heimsvaldsstefnunnj verður aö
reiöa af höfði hennar, Bandarikj-
unum.
(...) Við erum þvingaöir til
þessarar baráttu. Það er engra
annarra kosta völ: Viö verðum að
undirbúast og einsetja okkur að
hefja baráttuna. Upphafið verður
ekki auövelt. öllum kúgunaröfl-
um harðstjórnarinnar, meö
hrottaskap sínum og lýöskrumi,
veröur beitt I hennar þágu.
Fyrsta verkefniokkarer að kom-
ast lífs af. Siðan mun fordæmi
skæruliðanna verka sem vopna-
áróður (i vietnamskri merkingu
þess orðs), byssukúlu- og bar-
dagaáróður, i orrustu sem vinnst
eöa tapast, en er sifellt háð. Hinn
þungvægi lærdómur, að skæruliö-
ar eru ósigrandi, mun breiðast út
meðal fólksins, öreigafjöldans.
Þjóðernistilfinningin verður að
eflast, leysa þarf stærri verkefni
til að standast enn grimmilegri
kúgun. Hatrið ræður úrslitum i
baráttunni; ósliSikvandi hatur á
fjandmanninum brýtur eðlilegar
hömlur af manninum og breytir
honum í mikilvirka, hatramma,
einbeitta og kalda drápsvél.
Þannig eiga hermenn okkar aö
vera. An haturs getur þjóð ekki
sigrað grimma fjendur.
(...) Og við skulum þróa sanna
alþjóðlega öreigahyggju með‘al-
þjóðlegum öreigaherjum. Megi
fánarnir, sem barist er undir,
verða tákn þess heilaga hlutverks
að frelsa mannkynið. Svo það að
falla undir fánunum i Vietnam,
Guatemala, Laos, Guineu,
Kólumbiu, Bóliviu og Brasiliu —
svo aðeins séu nefnd nokkur svið
hinnar virku baráttu — verði
jafnmikill heiður og æskilegt
hlutskipti fyrir Amerikumann,
Asi'ubúa, Afrikubúa — já jafnveí
Evrópumann. Hver blóðdropi,
sem fórnað er i landi sem hefur
annan fána er þann sem þú fædd-
ist undir, er reynsla, sem þeir
njóta ■ er eftir lifa og styðjast
seinna við i baráttunni fyrir frelsi
föðurlands sins. Og hver þjóð
sem f relsuð verður er siguráf angi
i baráttunni um þitt eigið land.
Stundin er komin að við set jum
innbyrðis deilur okkar niður og
göngum óskiptir til baráttunnar.
(...) Við skulum draga saman
það sem veitir okkur von um sig-
ur: Við munum leitast viö að út-
rýma heimsvaldastefnunni al-
gjörlega með þvi aö vinna sterk-
asta vigi hennar: heimsvalda-
yfirráð Bandarikjanna. Aðferð
okkar er aö frelsa þjóðirnar
smátt og smátt, eina af annarri,
með þvi að þvinga óvininn til
erfiðrar baráttu i óvanalegu um-
hverfi, ná forðabúrum hans:
ófrjálsu löndunum. Þetta felur i
sér langæja styrjöld — ég endur-
tek enn einu sinni: grimmilegt
strið. Enginn má blekkja sjálfan
sig þegar hann fleygir sér út i
bardagann, og enginn má hika
af ótta við þær afleiðingar sem
baráttan hefur fyrir alþýðuna.
Þetta er nánast eina von okkar
um sigur. Nú megum við ekki
bregðast. Vietnam visar okkur
leiðina meö framhaldskennslu i
hetjudáöum, með sorglegum,
daglegum lifsfórnum svo að
endanlegur sigur fáist.
I Vietnam eru hermenn óvinar-
ins I ónotalegri og óþægilegri að-
stööu. Þeir, sem vanir eru banda-
riskum lifskjörum, verða að búa i
fjandsamlegu landi. Óöruggir,
vegna þess að þeir geta ekki
hreyft sig án þess að verða þess
varir. Dauðinn bfður þeirra sem
voga sér útfyrir hinar viggirtu
stöðvar. Stöðugur fjandskapur
ibúanna dylst ekki. Allt þetta
veldurinnriáhrifum heima fyrir i
Bandarikjunum og verður sá ger-
andi, sem veikir heimsvalda-
stefnuna og hamlar útþenslu
hennar: stéttabarátta i hennar
eigin landi.
Ljómandi framtið væri á næsta
leiti ef tvö, þrjú, mörg Vietnam-
strið loguðu á jarðkúlunni, hvert
með sinum óskaplegu raunum,
með sinum daglegu hetjudáðum,
með sinum endurteknu árásum
gegn heimsvaldasinnum, sem
væru neyddir til að dreifa her jum
sinum vegna hinna skyndilegu
árása og yrðu fyrir vaxandi hatri
allra þjóða heims. Ef við værum
færir um að standa saman svo
við gætum veitt þyngri og mark-
vissari högg, svo að stuöningur
okkar við striðandi, þjóðir yrði
öflugri — hversu náíæg og skin-
andi væri þá ekki framtiöin.
Ef við uppfyllum á litlum bletti
heimskortsins þær skyldur sem
við höfum tekist á herðar og fórn-
um baráttunni öllu er við meg-
um: lifi okkar — ef viö einhvern
dag, einhversstaðar i heiminum,
drögum andann i hinsta sinn, þá
vitið þetta: við höfum metið hve
viðtækt gildi athafnir okkar hafa
og litum á sjálfa okkur aðeins
sem hlekk i hinum volduga
öreigaher. Við erum stoltir af að
hafa lært af byltingunni á Kúbu
og viðhorfi æðsta leiðtoga hennar
til þessa heimshluta: „Hverju
skipta hættur og fórnir einstak-
ling eða eina þjóð þegar örlög alls
mannkyns eru i húfi”.
Allar athafnir okkar eru sem
heróp gegn heimsvaldastefnunni
og hvatning til þjóðanna að
sameinast gegn höfuðóvini mann-
kynsins: Bandarikjunum. Einu
gildir hvar dauðinn kann að bíða
okkar, en veri hann velkominn,
svo fremi að heróp okkar hafi
glumiö opnum eyrum og önnur
hönd gripi vopn okkar og nýir
menn hefji útfararsönginn meö
hvellum hljómi vélbyssunnar og
ijósti upp nýju herópi striðs og
sigurs.
t sjálfboðavlnnu við höfnina I Havana
l