Þjóðviljinn - 08.10.1977, Side 16

Þjóðviljinn - 08.10.1977, Side 16
DJOÐVIUINN Laugardagur 8. október 1977 Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudaga til föstu- daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum. Utan þessa tima er hægt aö ná i blaðamenn og aðra starfs- menn blaðsins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, útbreiðsla 81482 og Blaðaprent 81348. L 81333 Einnig skal bent á heima- sima starfsmanna undir nafni Þjóðviljans I sima- skrá. Kolmunna- veiðar ganga vel Togarinn Runólfur hættir en Guð- mundur Jónsson tekur við 1 nótt kom togarinn Runólfur úr sinni siðustu veiðiferð að sinni á kolmunnaveiðum en sjávarút- vegsráðuneytið leigði hann til eins mánaðar. í staðinn hefur ráðuneytið tekið Guðmund Jóns- son frá Sandgerði á leigu til þess- ara veiða. Að sögn Trausta Ei- rikssonar hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins sem hefur umsjón með kolmunnavinnslu i Gerðum hentar Guðmundur Jónsson mun betur til þessara veiða en Runólf- ur. Sá siðarnefndi er minni og getur ekki tekið nema kassafisk en Guðmundur getur tekið 600 tonn laus i lest sem færi i bræðslu og tekið afganginn i kassa. Veið- arnar hafa gengið vel og fást 40-50 tonn i hali en notað er flotroll. 1 þessari siðustu veiðiferð kom Runólfur með 75 tonn isuð i kassa og um 15 tonn i viðbót. Vinnslan gengur sæmilega i Garðinum. Búið er að þurrka um 25 tonn, frysta 10 tonn en einnig hefur kol- munni farið i gúanó og frystingu viðar um Suðurnesin. Runólfur landar i Njarövikum i dag. — GFr Loðnuvelði glæðist að nýju —150,000 lestir komnar á land Loðnuveiði glæddist skyndilega á nýjan leik i fyrrinótt, eftir nær þriggja vikna gæftaleysi. Þá bárust rúmlega 5 þúsund lestir á land, og er heildaraflinn á sumarvertiðinni þvi orðinn 150 þúsund lestir. 1 gærkvöldi hafði loðnunefnd ekki verið tilkynnt um frekari afla, enda veiðist loðnan aðallega um nætur. Veiðisvæðið hefur nú færst mun austar frá þvi sem var og er nú á svokölluðu Kolbeinseyjasvæði. Um 30 skip eru i loðnuflotanum og vonast menn til þess að hrotan haldist enn um sinn. — AI KJÖR- NEFND KOSIN vegna borgar- st j órnarkosninga Fulltrúaráðsfundur Alþýðu- bandalagsins i Reykjavik var haldinn að Hótel Esju á fimmtu- dagskvöldið. A fundinum var fjallað um störf og stefnu Alþýðu- bandalagsins á kosningaári. Málshef jendur um þetta efni voru þau Svava Jakobsdóttir, alþingis- maður, og Svanur Kristjánsson, lektor. Fundurinn var fjölsóttur. A fundinum var kjörin, i sam- ræmi við tillögur félagsstjórnar, kjörnefnd vegna borgarstjórnar- kosningar. Kjörnefndina skipa: Freyr Þórarinsson, Grétar Þor- steinsson, Guðmundur Agústs- son, Guðmundur Hilmarsson,Ing- ólfur Ingólfsson, Páll Bergþórs- son og Þórunn Klemensdóttir. — ekh. Rækjuveiði hefst í dag í Arnarfirði — of mikið um seiði annars staðar Rækjuveiðar hefjast í dag f Arnarfirði/ eins og ákveðið hafði verið. Þar má veiða 600 lestir af rækju en f fyrra veiddust þar 550 lestir. 8 bátar munu stunda veiðarnar og er það tveimur færra en í fyrra. Jón B. Jónsson i Sjávarút- vegsráðuneytinu sagði i samtali við Þjóðviljann i gær, að rækju- veiðum i Isafjarðardjúpi hefði verið frestað fram til 20. októ- ber. óljóst er, hvenær veiðarnar i Húnaflóa og Axarfirði hefjast þar sem siöustu kannanir Haf- rannsóknar benda til þess að of mikið sé um seiði á rækjuslóð- um þar. Hafrannsóknaskipið Dröfn mun kanna þessi svæði nánar innan skamms, og einnig Djúpið fyrir 20. október. 1 Isafjarðardjúpi má nú veiða 2.300 lestir en þar veiddust 2.500 lestir i fyrra. 41 bgtur mun stunda veiðarnar og er það svip- aður fjöldi og i fyrra. A Húnaflóa má veiða 2000 lestir eða 300 lestum minna en á siðustu vertið. 26 bátar hafa fengið leyfi til veiðanna. 1 Axarfirði má veiða 650 lestir en þar veiddust riflega 950 lestir i fyrra. Nokkur fækkun hefur orðið á bátum sem leyfi hafa fengið, enda var siðasta vertið stopul vegna sifelldra lokana veiðisvæðisins. Bátum frá Kópaskeri hefur þó fjölgað nokkuð en bátum frá Húsavik fækkað. Jón B. Jónasson sagði að lok- um, að alltaf mætti búast við þvi að hámarksafla yrði breytt eftir þvi sem liði á vertiðina og sagði hann það venjulega leiða til hækkunar hans. — AI. %*ir»u cortlrol clir«-cf dri%o/oulo tliul off MARANTZ FYRIR AT VIIMNUTÓNLISTARMENN - OG LÍKA OKKUR HIN Luiðunili lynil.uki ggBSfl á sviói sjónvarps útvarps og hljómtækja úesco VER2LUN OG SKRIFSTO

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.