Þjóðviljinn - 02.11.1977, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 02.11.1977, Blaðsíða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Alþýðubandalagið Fljótsdalshéraði Arshátið Alþýðubandalagsins á Fljótsdalshéraði verður haldin laugar- daginn 12. nóv. kl. 20.30. Avörp, leikþáttur, gamanvisur, dans. Nánari dagskrá auglýst siðar. Tilkynnið þátttöku I sima 1292 á Egilsstöðum. Stjórnin Alþýðubandalagið Vestur-Barðarstrandarsýslu Aðalfundur verður haldinn sunnudaginn 6. nóvember kl. 4 e.h. i Félags- heimilinu á Patreksfirði. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning fulltrúa á landsfund Alþýðubandalagsins 17.-20. nóv. n.k. 3. önnur mál. — Stjórnin. Alþýðubandalagið Hafnarfirði — Fræðslufundur Fundur verður haldinn i Góðtemplarahúsinu uppi fimmtudaginn 3. nóvember kl. 20.30. Dagskrá: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Tómas Einarsson ræðir um vinstri hreyfingu á Spáni. — Fræðslunefndin. Eitt af stóru Framhald af bls. 5. ekki vita betur en að þessi villa hefði verið leiðrétt á kynnisfund- um stjórnar Starfsmannafél. Reykjavikurborgar. Ekki getur undirritaður dæmt um þaö, hvort þetta var leiðrétt á fundunum, nema hvaö hann var viðstaddur fyrsta kynnisfundinn, sem hófst að Skúlatúni 2 kl. 10 daginn eftir undirskrift og þar var ekki minnst einu orði á leið- réttingu á fréttabréfinu, en þvert ámótibentá þessar launaflokka- tilfærslur, sem mjög mikilsvert atriði i nýja samningnum. Þjóðviljinn hefur af þvi spurnir aö mjög margir þeirra, sem taka nú laun i 5. launaflokki, telji sig hafa veriö svikna og að reiði manna sé mikil. —S.dór Almennur stjórnmálafundur á Hólmavik Alþýðubandalagið efnir til almenns stjórnmálafundar i sam- komuhúsinu á Hólmavik sunnu- daginn 6. nóvember og hefst fund- urinn klukkan 2 siðdegis. Fundarefni: Hvernig rikisstjórn- vilt þú? Hvað er islensk atvinnu- stefna? Frummælendur: Kjartan Ólafs- son, ritstjóri og Ólafur Ragnar Grimsson, prófessor fundurinn er öllum opinn — Frjálsar umræður. Alþýðubandalagið i Borgarnesi og nærsveitum Alþýðubandalagið i Borgarnesi og nærsveitum. heldur almennan fund mánudaginn 7. nóvember kl. 20.30 að Klettavik 13 (heima hjá Eyjólfi). Dagskrá: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Málefni landsfundar. 3. Þjóövilj- inn. 4. Nefndakjör og fréttir af starfandi nefndum. 5. Fréttir frá kjör- dæmisráðsfundi. 6. önnur málefni. —Stjórnin Alþýðubandalagið Akureyri - Spilakvöld Fimmtudaginn 3. nóvember verður 2. spilakvöldið af þremur sem Alþýöubandalagið á Akureyri efnir til á þessu hausti. Spiiakvöldið verður i Hótel Varöborg og hefst klukkan hálfnlu, 20.30. Verölaun eru veitt I lok hvers spilakvölds, auk þess sem veitt verða heildarverðlaun fyriröll kvöldin. Kaffiveitingar. Allir velkomnir. — Nefndin. Alþýðubandalagið i Reykjavik — Samvinnuhreyf- ingin Fundaröð um samvinnustarf og sósialisma. Fimmtudagur 3. nóv.: Sambúð samvinnuhreyfingar og verkalýös- hreyfingar. Eysteinn Jónsson og Benedikt Daviðsson hafa framsögu. Þriðjudagur 8. nóv.: Samvinnustarf og sósialisk barátta. Sigurður Magnússon og Engilbert Guðmundsson hafa framsögu. Fundirnir eru haldnir á Grettisgötu 3 og hefjast kl. 20.30. Alþýðubandalagið i Reykjavik Starfshópur félagsins um mennta- og félagsmál kemur saman mið- vikudagskvöld 2. nóvember kl. 20.30 að Grettisgötu 3. Forval á Reykjanesi Kjördæmisráö Alþýðubandalagsins á Reykjanesi hefur ákveðiö að við- hafa forval á frambjóðendum vegna alþingiskosninganna 1978. Forval- ið fer fram i tveimur umferðum. Fyrri forvalsdagur er sunnudagurinn 6. nóvember næstkomandi klukkan 11-22. Þeim félagsmönnum, sem ekki geta notfært sér rétt sinn þann dag er gefinn kostur á þvi aö velja I Kópavogi fimmtudaginn 3. nóvember og i Keflavik föstudaginn 4. nóvemberkl. 16-21 báða dagana. Forvalsstaðir 6. nóvember verða ann- ars sem hér segir: Garðabær: í Gagnfræðaskólanum við Lyngás. — Hafnarfjörður: Góðtemplarahúsið (uppi). Keflavik: I vélstjórasaln- um. Kópavogur: I Þinghóli. Mosfellssveit: í Gerði (hjá Runólfi). Seltjarnarnes: í félagsheimilinu (kjallara). — Uppstillingarnefnd. ABR: Um efnahags- og atvinnumál fyrir landsfund Sarfshópur Alþýðubandalagsins i Reykjavlk um drög að efnisramma ályktana landsfundar um efnahags og atvinnumál kemur saman til fundar annaðkvöld, fimmtudaginn 3. nóvember kl. 20.30 aö Grettisgötu 3. Starfshópurinn er opinn öllum flokksfélögum. Borgfirsk Blanda Framhald af 12 siðu. Askriftarverð er kr. 3.600,- en bókhlöðuverð kr. 4.920,-. Eftirtaldir aðilar afgreiöa bókina á áskriftarverði: Aðal- steinn Hallddrsson, Bólstaðar- hhð 30, Rvik,Ari Gislason, Vest- urgötu 138, Akranesi, Auður Eiriksddttir, Glitsstöðum, Bjarni Guöráðsson, Nesi, Bryndls Guðmundsdóttir, Ytra- Hdlmi, Daniel Brandsson, Fróðastöðum, Guöbrandur Bry njólfsson, Brúarlandi, Guðmundur Brynjólfsson, Hrafnabjörgum, Guömundur Illugason, Melabraut 67, Seltjarnarnesi, Ingimundur As- geirsson, Hæli, Jakob Jóns- son, Varmalæk, Jón Magnús- son, Hávarsstöðum, Oddur Sigurðsson, Litlu-Fellsöxl, Sigurður Asgeirsson, Reykjum, Þorvaldur Þorkelsson, Prest- húsabraut 22, Akranesi, Sigurð- ur B. Guðbrandsson, Borgar- braut 43, Borgarnesi —mhg Njáll Framhald af bls. 10 væri fæddur og uppaiinn I Kan- ada. Njáll Ófeigur haföi ‘ djúpa hassarödd, og þegar ég heyrði hlátur hans sem var i senn h.vell- ur og kynngimagnaður, þá undr- aðist ég ekkert þó japönsku herforingjunum hafi ekki oröið um sel, aö heyra þann hlátur að epdaðri uppkvaðningu dauða- dóms. Það leyndi sér ekki við fyrstu kynni, að hér var eng- inn meðalmaður á ferð, held- ur ••maður sem tekið hafði i arf mikinn likams- og sálar- styrk. Það þarf ekki aðeins karl fnennsku heldur lika mikla göfúgmennsku, til þess að vera reiðubúinn að fórna eigin lifi fyrir félaga sina eins og Njáll Ófeigur gerði. Hann haföi ekki fyrirskipaö innbrotiö i matarforöabúrið og vissi ekki fyrr en það var afstað- ið. En hann vissi aö einasta úr- ræöið, sem hann hafði til að frelsa þá.var að taka sjálfur á sig sökina og hann hikaði ekki við að gera það; til sliks þarf mikið þrek.og sá maður sem það gerir er af góðum stofni. Njáll Ófeigur var mikill is- F undur á Eyrarbakka Opinn almennur fundur um íslenska atvinnu- stefnu og verkalýösmál verður haldinn í samkomuhúsinu Stað/ Eyrarbakka, mánu- daginn 7. nóvember kl. 20.30. Ræðumenn: Garðar Sigurösson, alþingis- maöur. ÍSLENSK Iffia-AWINNU S^SSTEFNA Jón Kjartansson, formaöur Verkalýösfélagsins, Vest- mannaeyjum. Ragnar Arnalds, formaöur Alþýðubandalagsins. Fundarstjór: Kjartan Guöjónsson, formaöur Verkamannafélagsins Báran, Eyrarbakka. Garðar, Jón og Ragnar flytja stuttar framsöguræður, en siöan verða fyrirspurnir og almennar umræður. Fundurinn er öllum opinn. lendingur, en jafnframt góður kanadiskur þegn og báðum þess- um löndum til sóma. Hann var vel lesinn I islenskum fornbók- menntum og hafði drukkið I sig hetjuanda þeirra, enda var hann stoltur af sinu islenska þjóöerni. Ég spurði Njál Ófeig um reynslu hans frá heimsstyrjöld- inni, en honum var óljúft að rifja upp þá hörmungar tima, en fræddi mig þó á ýmsu eitt kvöld þegar ég var gestur hans. En þeg- ar ég leiddi talið að árunum eftir striðið, þá kom hann fljótt inn á herstöö Bandarikjamanna á Mið- nesheiði, þvi hann var mikill and- stæðingur þeirrar herstöðvar. Hann útskýrði fyrir mér frá her- fræðilegu sjónarmiði þá miklu hættu sem frá slikri stöð stafaði: Ef til ófriðar kemur verður hún skotmark óvinahers, en það getur I nútimahernaöi þýtt útrýmingu mikils hluta islensku þjóðarinnar sagöi hann. Þið áttuð aldrei að :aka það i mál að hafa slikan ógn- vald i landinu á friöartima; þjóöin er of fámenn til að blanda sér inn ! hernaöarmál sem hún ber ekk- ert skyn á, sagði hann. Hann hafði komið hingað til lands einu sinni I tvennum til- gangi, til að sjá æskuslóðir for- feðra sinna og mæðra, svo og til að sjá herbúnaöinn hér á svoköll- uöum friöartimum. Eftir þessa ferö sagöist hann hafa orðið enn- þá ákveðnari andstæðingur her- stöðvarinnar, þegar hann sá hve nálæg hún var þéttbýliskjarnan- um hér við Faxaflóa. Njáll Ófeigur var einarður i tali með fastmótaðar skoðanir, hann var efnamaður og engum háður i þvi tilliti. Eftir heimkomuna úr fangabúðunum var hann leystur frá störfum I hernum vegna heilsutjóns, sem hann hafði orðið fyrir meðan á fangavistinni stóð, sökum hungurs og illrar meöferð- ar. Hann gerðist þá forstjóri og eigandi hinnar miklu Bardals út- fararstofnunar 1 Winnepeg sem Arinbjörn faðir hans stofnaði. Njáll Ófeigur sýndi mér þessa stofnun sem fyllti heila stórbygg- ingu. þar var m.a. heil kirkja i miöju húsi álika að stærð eins og kirkjan i Fossvogs-kirkjugarði. Stofnun þessi var sniðin að siðum og þörfum hinna ýmsu þjóðar- brota sem byggja Kanada. Innan þessarar miklu útfararstofnunar fór ýmiskonar starfsemi fram sem fávisum tslendingi kom óvænt fyrir sjónir, svo sem and- litssnyrting og fegrun á dánu fólki og fullkomin smurning á likum fyrir greftrun. Eftir aö hafa séð þetta þá varð mér ljósari en áður hugsunin sem að baki bjó sllkum siðum, sem minntu á forn- Egypta, en þeir viidu fegra dauð- ann og gefa honum listrænt gildi. Njáll Ófeigur veitti þessari miklu stofnun forstöðu þar til fyrir il'ÞJÓÐLEIKHÚSIB TYNDA TESKEIÐIN i kvöld kl. 20.00. Laugardag kl. 20.00. Sunnudag kl. 20.00. GULLNA HLIÐIÐ föstudag kl. 20.00 DYRIN í HALSASKÓGI sunnudag kl. 15.00 Fáar sýningar. Miðasala 13.15 — 20.00 simi 11200 LKIKFfllAC, RKYKJAVlKUR GARY KVARTMILJÓN Fimmtudag kl. 20.30. Sunnudag kl. 20.30. SAUMASTOFAN Föstudag kl. 20.30 SKJALDHAMRAR Laugardag kl. 20.30, Þriðjudag kl. 20.30. BLESSAÐ BARNALAN i Austurbæjarbiói i kvöld kl. 21.00. Miðasalan i Austurbæjarbió kl. 16-21 Simi 11384 tveimur árum að sonur hans tók við þvi starfi. Með Njáli Ófeigi Bardal er fall- in i valinn eftirminnilegur per- sónuleiki, mjög stórbrotinn mað- ur af islenskum stofni. Hann er nú lagður I feröina sem hann var reiöubúinn að takast i hendur i fangabúðunum i Hong Kong. Dagsverkinu er lokið með sæmd. Aö siðustu viljum við hjónin votta eftirlifandi konu hans Sig- riði og börnum þeirra.svo og öör- um aðstandendum,okkar innileg- ustu samúð. Jóhann J.E. Kúld. Pipulagnir Nýlagnir, breyting- ar, hitaveitutenging- ar. Sími 36929 (milli kl. 12 og l og eftir kl. 7 á kvöldin) r Eieinkona min oe móðir Sigrún Björnsdóttir Sörlaskjóli 10 verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 3. nóvember kl. 15.00. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð en þeir sem vildu minnast hennar láti liknarstofnanir njóta þess. Þorsteinn Einarsson Ingibjörg Þorsteinsdóttir hi Móðir okkar og fósturmóðir, Guðlaug Pálsdóttir Kambsvegi 35, Reykjavik lést 1. nóvember i Borgarspitalanum. Guðný Guðjónsdóttir Þórólfur Freyr Guöjónsson Jóhannes Jóhannesson Sverrir Þóróifsson Hugheilar þakkir fyrir auösýnda samúð við andlát og út- för systur okkar mágkonu og frænku. Láru G. Jónasdóttur Bakka, Reyöarfirði Sérstaklega þökkum við læknum og hjúkrunarfólki Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri fyrir frábæra umönn-- un i veikindum hennar. Einnig sérstakar þakkir til frænd- fólks og vina er léttu henni byrðina. Guörún Jónasdóttir Hallgrimur Jónasson Kristin Jónasdóttir Bóas Jónasson Bjarni Jónasson Auöur Jónasdóttir Ólafur Þorsteinsson systra-og bræörabörn. Eva Viihjálmsdóttir Geir Jónasson Þórunn Ferdinantsdóttir Björn Glslason Guöný Stefánsdóttir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.