Þjóðviljinn - 03.12.1977, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 03.12.1977, Blaðsíða 1
Sunnudag 4. desember kl. 15. Finnskt sjálfstædi sextugt Flestum detta eflaust i hug lappar, hreindýr og gufubaö þeg- ar minnst er á Finnland. Varla mun það þó koma mikið við sögu i dagskrá útvarpsins sunnudaginn 4. desember, en þá verður minnst sextiu ára afmælis finnsks sjálf- stæöis. Finnar lýstu yfir sjálfstæði sinu i desember 1917 i kjölfar rúss- nesku byltingarinnar eftir að hafa lotið stjórn Rússa og Svia um aldaraðir. Það er Borgþór Kjærnasted fréttamaður 'sem tekur dag- skrána saman, en hún stendur i eina klukkustund. t henni kennir margra grasa, m.a. verður flutt viðtal við Uhro Kekkonen, forseta Finnlands, en hann er Islendingum að góðu kunnur fyrir laxveiðar hérlendis. Þá verður lesið úr finnskum rit- um, sem Borgþór hefur þýtt, en með honum lesa Kristján E. Guð- mundssor og Þorgerður J. GuB- mundsdóU ^;njnig verður flutt finnsk tónlist. 4.-10. desember Hrelndýr I Lapplandi, nyrsta hluta Finnlands Uhro Kekkonen, forseti Finn- lands nýkominn úr saunu. Útvarpsleikrit vikunnar: Beðið eft- ir Gillian Leikrit vikunnar i útvarpi er að venju á dagskrá á fimmtudags- kvöld. t þetta sinn verður flutt leikrit eftir breska leikritahöf- undinn Ronaid Miller. Miller hefur skrifað allmörg leikrit bæði fyrir útvarp og leik- svið, en þetta verk, „Beðið eftir Gillian”, var frumflutt i Lundún- um 1955. Leikritið byggir á sann- sögulegum atburðum, er mjög spennandi og fékk góðar viðtökur áhorfenda. Leikritið fjallar um lif ungra hjóna, Jill og James Manning sem þau Helgi Skúlason og Sig- riður Þorvaldsdóttir leika. Ungu hjónin búa uppi i sveit, en eiginmaðurinn vinnur sem dóm- ari i borginni. Jill Manning lætur sér leiðast heima á daginn og ger- ir sér það helst til skemmtunar að heimsækja nágrannana, sérstak- lega aðalsmann nokkurn sem Bessi Bjarnason leikur. Dag nokkurn er ekið á ungan hjólreiðamann, en eiginkona hans sem Sólveig Hauksdóttir leikur vinnur á heimili þeirra Jill og James Manning. Upp kemst að um morð var að ræða, en ekki slys, en vafi leikur á þvi hver er hinn seki. Eins og fyrr sagði er leikritið spennandi og söguþráðurinn byggir á sönnum atburði. Þýðandi verksins er Torfey Steindóttir, leikstjóri er Jón Sig- urbjörnsson, en aðrir leikendur en þeir sem að framan eru taldir eru Baldvin Halldórsson, Sigurð- ur Skúlason og Arnhildur Jóns- dóttir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.