Þjóðviljinn - 28.12.1977, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 28. desember 1977
takmarkiö væri þó ein-
hversstaöar, þrátt fyrir
allt" (Halldór Laxness)
Charlie Chaplin
Lækningin (1917) — flakkarmn litli i skopun
Charlie sem þyskur hershofðingi i ,,Axlið byss-
urnar" (1918), þar sem skopast er aö styrjöldum.
Meö honum er Edna Purviance.
Gullæóið (1925 ) skor
flakkarans veislukostur
í harðindum.
Nú um jólin lést sá
maður sem einna áhrifa-
mestur hefur orðið í kvik-
myndasögunni, Charles
Chaplin.
Hann var fæddur í
London þann 16. apríl 1889
og ólst upp í fátækra-
hverfinu Lambeth. For-
eldrar hans voru leikarar.
Charlie kom fyrst fram
sem skemmtikraftur á
sviði aðeins tíu ára gamall.
Ekki leið á löngu þar til
hann tók að koma fram
með þekktum flokki lát-
bragðsleikara. Kvik-
myndaferill hans hófst í
Bandaríkjunum árið 1914.
Á næstu f jórum árum gerði
hann nokkrar stuttar kvik-
myndir þar sem hann
mótaði flakkarann
Charlie, persónu sem átti
eftir að gera hann heims-
frægan.
Frækilegur ferill
Árið 1918 stofnaði hann eigiö
kvikmyndafyrirtæki og sama ár
gerir hann fyrstu ádeilumynd
sina „Axlið byssur”. „Strák-
urinn” (The Kid) sem Chaplin
gerði 1920 var fyrsta mynd hans
af fullri lengd og þótti sýna skýrt
hina sérstæðu samfléttun skops
og viðkvæmni sem einkenndi svo
margar myndir hans. Gifurlegra
vinsælda nutu myndir eins og
„Gullæðið” (1925) „Borgarljós”
(1932) og „Nútiminn” (1936).
Allar þessar myndir þóttu að hug-
vitssemi og ádeiluþunga skara
fram úr flestu sem gert var i
Hollywood, sem Chaplin aldrei
varð ótviræöur hluti af. Oftast
hafa menn þá visað til Nútimans,
þar sem flakkarinn Charlie er
látinn ganga inn i helviti hins
þrælhugsaða arðráns færi-
bandsins.
Chaplin var andfasisti
eindrægur og risti einræðis-
herrum og strlðsæsingum ódauð-
legt nið i Einræöisherranum
(1940). 1947 sagði Chaplin með
róttækum hætti skilið við þaö
gervi sem hann hafði notað með
ýmsum tilbrigðum meö Monsieur
Verdoux, þar sem sérstæður
kvennamoröingi er látinn vekja
upp ýmsar óþægilegar spurn-
ingar um glæpi einstaklinga og
þjóðfélags, Arið 1952 gerði
Chaplin „Sviðsljós”, harmleik
ellinnar i lifi listamanns, mynd
sem hafði skýra sjálfsögudrætti.
Það var siöasta myndin sem hann
gerði i Bandarikjunum.
Chaplin hafði aldrei gerst
bandariskur ri'kisborgari, og
fyrir vinstriskoðanir i ýmsum
málum var hann flæmdur úr
landi á hinum ömurlegu dögum
McCarthyismans. Siöan bjó
Chaplin lengst af i Sviss og var
heilsulaus siðustu ár ævinnar.
Hann hefndi sin á bandariskri
glópsku með „Kóngur I New
York” (1957). Siðan tók Chaplin
sér langa hvild þar til hann fyrir
nokkrum árum gerði myndina
„Greifynja i Hong Kong” sem
ekki hlaut góða dóma. Þar var
Chaplin i aukahlutverki, sem
vonlegt var. '
Hér er ekki staöur né stund til
að meta hið mikla framlag Chap-
lins til kvikmyndalistar. A þeim
tima þegar ekki blasti við annaö
en að kvikmyndin yrðu lágkúru-
legustu prangarasjónarmiðum
gjörsamlega að bráð var nafn
Chaplinsþaö sem skærast skein
sem fyrirmynd þeim, sem vildu
beita þessum áhrifasterka fjöl-
miðli til göfugri markmiða.
Sá rithöfundur islenskur sem
einna fyrstur velti fyrir sér
möguleikum og ávirðingum kvik-
myndarinnar var eins og kunnugt
er Halldór Laxness, en á Ameriku
árum sinum i náin kynni við kvik-
myndaheiminn. Halldór
gagnrýnir bandarisku kvik-
myndina á eftirminnilegan hátt i
grein frá 1928 sem birtist i
Alþýðubókinni og nefnist „Kvik-
myndin ameriska”. Þar segir
hann m.a. um Chaplin:
„Fram til þessa dags er Charlie
Chaplin eini höfundurinn i banda-
riska kvikmyndaheiminum, sem
grundvallar verk sin á lifandi
þátttöku i kjprum afhraksins og
ást á málstað litilmagnans, en
ekki hatri á skrilnum. 1 öllum
þroskaðri verkum hans er sama
uppistaðan: sampining. 1 brosi
Charlie Chaplins og gaungulagi
birtist harmleikur hins útskúfaða
frá upphafi veraldar: þar hefur
hin tregafulla lifskennd enn einu
sinni holdgast i meistara”.
Halldór Laxness
um Chaplin
Um þetta leyti er sú mynd sem
nú er sýnd i Hafnarbiói, Circus,
ný á nálinni. Um hana fer Halldór
svofelldum orðum:
„Eingan vafa tel ég á þvi að
„Hringleikar” Chaplins, The
Circus, séu hið merkasta lista-
verk sem birst hafi i Ameriku á
þessu ári: a.m.k. er mér ekki
kunnugt um neitt skáldverk af
þessa árs prentuppskeru, sem
standist þar samanburð. Hér
talar djúpur sálrænn veruleiki úr
hverju smáatriði. Myndin er frá
upphafi til enda óslitin röð af
táknum. Um allar hugmyndir er
fjallað af skilningi sem i insta eðli
sinu er kvikmyndalegur. Hin
þjóðfélagslega vitund er alstaðar
nálæg: —kanski hefur samúðar-
þúnginn aldrei verið sterkari með
hinum litilsvirta en i þessu
siðasta verki snillingsins, né
heiftin komið Ijósara fram gegn
„herrum hringleikanna”. Mörg
atriði úr þessum leik Chaplins,
Framhald á 14. siðu
i