Þjóðviljinn - 12.01.1978, Qupperneq 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 12. janúar 1978
Málgagn sósialisma,
verkalýðshreyfingar
og þjóðfrelsis
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann
Ritstjórar: Kjartan ólafsson
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson.
úmsjón með sunnudagsblaöi:
Arni Bergmann.
Auglýsingastjóri: Gunnar Steinn
Pálsson
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Sfðumúla 6, Simi 81333
Prentun: Blaðaprent hf.
Styðjum sjómenn
í baráttunni
Einn þýðingarmesti þátturinn i þjóðar-
búskap okkar tslendinga eru loðnuveið-
amar.
Nú er svo komið, að þessar mikilvægu
veiðar hafa stöðvast, en i fyrrinótt sigldi
allur loðnuflotinn i land til að mótmæla
ákvörðun meirihluta yfirnefndar um
loðnuverðið.
Það sem islenskum sjómönnum á loðnu-
veiðum er boðið upp á er helmingi lægra
verð fyrir loðnuna, en færeyskir sjómenn
fá greitt fyrir þá loðnu, sem landað er i
Færeyjum.
Sé miðað við að fituinnihald og fitufritt
þurrefni loðnunnar verði álika og á sið-
ustu vetrarvertið hér, þá á verðið á loðn-
unni nú samkvæmt úrskurði yfirnefndar
að vera rúmar 7 krónur á hvert kiló, sem
landað er. t Færeyjum eru hins vegar
greiddar meira en 15 krónur islenskar fyr-
ir hvert kiló af loðnu, eða meira en helm-
ingi hærra verð.
Þótt hér séu greiddir 30 aurar á kiló i
loðnuflutningasjóð og 10% i Stofnfjársjóð
fiskiskipa, þá fer þvi auðvitað fjarri, að
slikt dugi til að skýra þennan gifurlega
mun á loðnuverðinu hér og i Færeyjum.
Þá er það einnighrein ósvifni, að loðnu-
verðið, sem ræður kaupi sjómannanna
skuli ekki hækka nema um eina krónu, eða
innan við 20% frá þvi i fyrra, þegar vitað
er að laun hafa almennt hækkað i krónu-
tölu um yfir 50% á sama tima, og allt
verðlag um 30-40%.
Sú ákvörðun yfimefndar að loðnuverðið
skuli nú vera meira en helmingi lægra hér
en i Færeyjum felur augljóslega i sér
verulega skerðingu frá siðasta ári á kaupi
sjómannanna, sem þessar veiðar stunda.
Miðað við sama aflamagn og i fyrra verða
tekjur sjómannanna þvi mun lægri að
raungildi en á siðustu vertið fái þessi
ákvörðun að standa óhögguð.
Hver eru rökin fyrir þvi að svo grátt
skuli sjómenn leiknir á sama tima og aðr-
ar vinnandi stéttir hafa loks náð að knýja
fram kjarabætur? Allir vita að verksmiðj-
umar, sem kaupa loðnuna, sýndu veruleg-
an hagnað á siðasta ári, og sömuleiðis er
alkunna að markaðshorfur eru nú mjög
góðar, hvað varðar sölu á loðnuafurðum.
Ákvörðunin um að hlunnfara einmitt
sjómennina, sem loðnuveiðarnar stunda
og ræna þá kaupi, verður þvi með engu
móti rökstudd með þvi, að loðnuverk-
smiðjurnar hér geti ekki borgað, nema
tæpan helming þess verðs, sem greitt er i
Færeyjum.
Rökin fyrir þvi, að ráðast nú á kjör sjó-
mannanna eru reyndar engin, en ástæðan
fyrir þvi að þetta er reynt er sú, að ráða-
menn hafa talið stéttarsamtök sjómanna
vera veik, og þess vegna viljað prófa,
hvort ekki væri stórátakalaust hægt að
koma fram kauplækkun hjá loðnusjó-
mönnum.
Þessari sendingu hljóta sjómennirnir
sjálfir að svara, og það hafa þeir þegar
gert með heimsiglingu flotans i fyrrinótt
og fundinum á Akureyri.
Nú er það stjórnvalda að koma til móts
við kröfur sjómannanna og tryggja, að
loðnuveiðamar geti hafist á ný hið bráð-
asta, svo að skaði þjóðarbúsins verði sem
minnstur.
Haldi stjórnvöld hins vegar blýfast við
þá stefnu að kaup sjómannanna skuii
lækkað verulega að raungildi á sama tima
og stórgróði er fyrirsjáanlegur á loðnu-
vinnslunni, og á sama tima og flestir aðrir
hafa fengið bætt kjör, — þá eru það stjórn-
völd og þau ein, sem taka á sig fulla
ábyrgð á stöðvun flotans með öllum þeim
afleiðingum, sem henni fylgja.
Hér dugar ekki að tala um háar tekjur
sjómanna. Hér skulu menn i
fyrsta lagi athuga, hvað fyrir
þessum tekjum er haft, og i öðru lagi
skulu menn minnast þess, að ekki eru allir
loðnusjómenn á toppskipum. Þeir sem
loðnuveiðamar stunda eru við erfiða
vinnu úti i reginhafi meirihluta ársins.
Þeir eiga þess ekki kost að dvelja á heim-
ilum sinum að lokinni daglegri vinnu og
um helgar. Þvi siður eiga þessir menn
kost á að njóta félags- og menningarlifs i
landi, nema i mjög takmörkuðum mæli.
Þeir eru sem gestir hjá eigin fjölskyldum,
en þeir færa okkur hinum, sem i landi er-
um, björg i bú.
Auðvitað eiga sjómennirnir að hafa
hæstu tekjurnar sem okkar þjóðfélag býð-
ur. Þess kref jast ekki bara hagsmunir sjó-
mannanna, heldur hagsmunir þjóðar-
heildarinnar.
Ætli opinberir aðilar að fara að skera
niður hátekjur, þá á ekki að taka sjómenn-
ina eina út úr, eins og nú hefur verið gert.
Hafa menn gleymt því, að fyrir fáum vik-
um kvað kjaradómur upp úrskurð um
launakjör félagsmanna i Bandalagi
háskólamanna. Þar var ekki verið að
skera niður launakjör hæstlaunuðu
embættismanna, heldur voru þeir hækk-
aðir hlutfallslega meira en aðrir. Þessi úr-
skurður var svo t.d. látinn gilda um launa-
kjör alþingismanna.
Kauplækkunar vinnandi fólks er ekki
þörf i islensku þjóðfélagi nú, og sist af öllu
mega stjórnvöld skerða kjör sjómanna-
stéttarinnar.
k.
Samdráttur er
fögur hugsjón
„Samdráttur er fögur hugsjón
fámennri þjóö” sagöi I fyrirsögn
I Tfmanum yfir viötali viö Vil-
hjálm Hjálmarsson á sunnu-
daginn var. Fannst mönnum
þar loks komiö viöeigandi
sæmdarheiti á stefnu rikis-
stjórnarinnar I menntamálum
— en viötaliö fjallaöi einmitt um
menntamál. Kom heldur engum
á óvart sem fylgst hefur meö
þróun byggöar í Mjóafiröi á
þessari öld aö einmitt Vilhjálm-
ur á Brekku skyldi veröa fyrst-
ur manna til þess aö færa þessa
stefnu rikisstjórnarinnar i viö-
eigandi búning. Bæöi er maöur-
inn oröhagur vel og reynslunni
rikari.
Hitt þótti þó gárungunum
blasa viö aö leggja bæri aöra
merkingu i þessa fyrirsögn:
Sumsé aö samdráttur kynjanna
væri einkar fögur hugsjón fá-
mennri þjóö sem þyrfti aö fjölga
og þaö verulega.
Minningargrein-
in Múlaþing
Vilhjálmur hefur sjálfsagt
heyrt utan aö sér nversu menn
veltu fyrir sér fyrirsögninni og
þvi taliö rétt aö taka af skar-
iö. Hann birtir athugasemd i
Timanum i gær og segir þar
orörétt:
„Þeir eru gamansamir (?)
blaöamennirnir viö blaö vort
Timann. Þegar ég hef rakiö
Samdráttur er fögur
hugsjón fámennri þjóð
9 9\
þeim margvisleg umsvif i skóla
og öörum menningarmálum á
liönu ári og sagt frá fyrirhug-
aöri lagasetningu og byggingar-
áformum upp á nokkra millj-
aröa á þvi nssta, þá velja þeir
frásögn minni aö yfirskrift og
einkunnaroröum:
„SAMDRATTUR ER FOGUR
HUGSJÓN----------.”!!! Nafn-
gjöfin er þó ekki meö öllu til-
efnislaus, þvi I niöurlagsoröum
sagöi ég i hálfkæringi: „Nú er
mikiö talaö um samdrátt i um-
svifum rikisins og er þaö fögur
hugsjón, ekki sist meö fámennri
þjóö þar sem lif liggur viö aö
yfirbyggja ekki skútuna. Þetta
má þó aldrei veröa á kostnaö
þeirrar þjónustu sem þegnarnir
mega hvaö sist án vera.”
Þaö er samt sem áöur meö
öllu fráleitt aö meöhöndla þessi
ummæli á þann hátt, sem gert
er i fyrirsögn blaösins. Þetta er
lika dálitiö grátt gaman I minn
garö vegna þess aö ég læt ekkert
tækifæri ónotaö til þess aö vara
viö þvi óskilgreinda sparnaöar-
og samdráttarrausi sem nú er
svo mjög I hávegum haft.
Ég held nú samt aö fyrra met
Timans i hrekkjum viö undir-
ritaöan standi óhaggaö! En þaö
var sett hér um áriö þegar ég
haföi skrifaö eftirmæli um lát-
inn sveitunga minn og sent blaö-
inu. Timinn tók þau fyrir rit-
dóm og gaf þeim heitiö „Múla-
þing”!
Hvenœr en
ekki hvort
Ólafur Ragnarsson ritstjóri
Visis sendir undirrituöum
vinarkveöjur i blaöi sinu i gær.
Fyrir þaö er þakkaö. Hann segir
aö Þjóöviljanum heföi veriö nær
aö birta athugasemdir hans, nú
komist athugasemdin til fleiri
lesenda þar sem hún birtist i
Vísi. Þessi upplagshroki ólafs
fer honum mjög illa, þaö er aö-
eins spurning um hvenær en
ekki hvort Þjóöviljinn stendur
Visi á sporöi aö útbreiöslu.
Hins vegar mætti ólafur
gjarnan meöan hann hefur enn
þá stærra upplag blaös en Þjóö-
viljinn taka sér fyrir hendur þá
rannsóknarblaöamennsku sem
honum var bent á fyrr I þessum
pistlum: Aö taka viötöl viö
Lyonsklúbbinn Njörö og sem
flesta félagsmenn hans. Á þaö
eitt var bent hér, en ekki þaö aö
Ólafur bæri ábyrgö á gjöröum
þeirra klúbblima. Má enda fyrr
leggja byröar á heröar manna
en aö þeir axli þau ósköp sem
sagt er frá manna á meöal af
þeim Klúbbbræðrum hans.
Pólitískur
ritstjóri
Ólafur Ragnarsson kærir
blaðamenn Þjóöviljans fyrir
siöareglunefnd Blaöamanna-
félags Islands. Þaö er ekki nýtt
aö blaöamenn Þjóöviljans fái á
sig kærur til þessarar nefndar.
Hitt ber nýrra viö þegar félags-
menn i Blaöamannafélagi Is-
lands eru farnir að ástunda kær-
ur hver gegn öörum. Má þaö
vera forystu Blaöamanna-
félagsins nokkurt ihugunarefni-
— og siðareglunefndinni sælu
ekki siöur.
Ólafur Ragnarsson veröur aö
átta sig á þeirri staðreynd hafi
hann ekki gert þaö þegar aö
hann er ritstjóri á pólitisku
blaöi. Pólitisk átök I landinu
fara ekki sist fram i dagblöðum
og hann getur ekki gert sér von-
ir um þaö aö hann fái frekar en
aörir ritstjórar Islenskra dag-
blaöa aö sitja á friöarstóli i
skjóli bilaheildsalanna sem gefa
út Visi. Hann má min vegna
kæra til siðareglunefndar
Blaöamannafélags Islands i
hvert skipti sem hann er nefnd-
ur á nafn 1 dagblaöi andstæöra
stjórnmálaafla. Slikt hefur ekki
áhrif á neina aöra en þá menn
sem sitja i siöareglunefndinni,
þeir þurfa aö halda fleiri fundi
en ella.
Samdráttnr er fftgur hugajún
fámennrar þjóöar