Þjóðviljinn - 12.01.1978, Side 7

Þjóðviljinn - 12.01.1978, Side 7
Fimmtudagur 12. janúar 1978 ÞJÓDVILJINN — StÐA 7 Hún var vinnukona hjá honum afa minum og henni var sagt upp vistinni þegar hann var búinn að barna hana tvisvar, — ekki nema ellefu mánuðir milli fæðinga og tvíburar í seinna skiptið Böðvar Guðmundsson, Akureyri Heyrt og lesið Það er tvennt sem ég hlakkaði sérstaklega til um hátiðirnar hér áður. Annað var aðfanga- dagskvöldspredikun biskupsins, hitt var gamlárskvöldshugleið- ing útvarpsstjóra. Þetta bar til þá er Sigurbjörn Einarsson var biskup yfir Islandi og Andrés Björnsson var útvarpsstjóri. Á þeim árum voru helstir frétta- skýrendur i útvarpi Magnús Þórðarson og Tómas Karlsson. Kannski var það vegna kalda- striðsdrungans i fréttaþætti þeirra félaga, — mig minnir hann hafi heitið Efst á baugi, — að mér fannst sem mannviti og viðsýni andaði óaflátanlega af munni þeirra biskups og út- varpsátjóra, þeir tóku undar- lega ólikt þeim Magnúsi og Tómasi á málum. Undarlega, segi ég, en samt er sennilega ekkert undarlegt við það. Hvað er annars ólikara mildi og mannúð kirkjufeðranna eða við- sýnni rökhyggju menntamanns- ins en málflutningur kalda- striðsdáta? Mikið fannst mér gott að til væru viðsýnir húmanistar á borð við þá biskup og útvarps- stjóra. Nóg er vist til af öðru. Svo þögnuðu raddir þeirra Magnúsar og Tómasar og aðrir voru settir undir merki. Áfram héldu þeir biskup og útvarps- stjóri að auka á hátiðleikann sem fylgdi fæðingarhátið frels- arans, endurlenging dags og áramótum. En nú er svo komið að mér finnst eins og um eitthvað hafi skipt. Raddirhinna vitru manna láta ekki lengur jafnvel i eyrum, — hvort sem það nú stafar af óhagstæðari viðmiðun en Magnúsi og Tómasi eða þá auk- inni mannvonsku minni. Hásar raddir eyðimerkurhrópenda kalla enn sem fyrr á réttlætið, ósjálfrátt leggur maður frekar eyra við hrópinu hása en mjúkri kliðandi mildi og gáfna. Um siðustu hátiðir varð mér það á að blaða eitthvað i öllu þvi lesmáli sem á þrykk fór i haust. Tvær raddir heyrði ég þar svo eftirminnilegar að ég get ekki haldið mér saman. Báðar kalla á sama réttlæti, þó mjög sitt á hvorn veg, en báðar mjög eftir- minnilega. Hér á ég við annars- vegar skáldsögu Egils Egilsson- ar, Karlmenn tveggja tima, og hins vegar inngang Helgu Kress að smásagnasafninu Draumur um veruleika. Þar sem hvorugt þessara verka hefur að minu viti fengið verðuga umfjöllun i blöðum, langar mig til að benda á nokkur atriði þeim viðkom- andi. Hér er reyndar ekki um meitt smámál að ræða: Kúgun annars helmings mannkyns á hinum helmingnum, konum. Bók Egils er byrjandaverk i þeim skilningi, að hún er fyrsta skáldsagan af hendi höfundar. Hún er þó ekkert byrjandaverk hvað varðar efnistök og stil. Lesandi fær að fylgjast með ungum, framagjörnum náms- manni islenskum i Kaupmanna- höfn, sem gengur sjálfviljugur inn i svörtustu sjávarhamra karlmennskunnar, — og kemst ekki út aftur. Félagsskapurinn, hinn heimabundni baggi, hálf- volg framagirni hans, allt ber markvisst að sama brunni: að trénast og staðna sem tilfinn- ingasljór og ófullnægður miðl- ungsmaður, eigandi þá eina út- göngusmugu að láta sig dreyma um uppvöxt sinn norður i landi. Sú veröld sem söguhetjan lifir og hrærist i er enganveginn fög- ur, — hlutverk konunnar er að láta næringu i annan enda karlsins, þrifa það sem fer út um hinn endann og vera ilát undir það sem fer úr honum miðjum. Vinátta, viðkvæmni eða virðing á hinu kyninu á ekki heima i þessari veröld, það sem skiptir máli er að gera sér allt að keppinautum, — og sigra. Er þessi heimur sem Egill lýsir raunverulega til? Sjálfur hef ég á einhvern dularfullan hátt sloppið við hina afdráttar- lausu reynslu Inga i sögu Egils, tel mig reyndar tæplega þekkja til sliks heims. Sennilega er þó siðaumhverfi flests karlpenings likt, þótt það sé kannski mis- munandi heflað, einungis mis- munandi úfið yfirborð sömu undirstrauma einnar, ráðvilltr- ar menningar. Man til dæmis nokkur lengur kvikmyndina hörmulegu um hann Lénharð fógeta. Sennilega man fólk þá ekki annað en það að hún var enn eitt af þessum daglegu, öm- urlegu sjónvarpsslysum. En hvað um það, — i henni var einn heljar deli úr sveinahópi Lén- harðs. Hann var leikinn af Flosa Ólafssyni og nauðgaði öllum konum sem hann náði i. Eitt sinn er hann látinn hrópa upp yfir sig i fögnuði: Aldrei hefði ég trúað þvi að eiga eftir að serða svona margar! Gott er Gula- þing þetta, og giljum þær er viljum, — sagði Sneglu-Halli forðum. Vitnar þetta ekki um, að þessi kærleikslausi dólga- heimur er til? Markviss efnismeðferð Egils mundi þó tæplega nægja til að gera þessa bók svo eftirminni- lega, — allavega ekki hvað minn smekk áhrærir, — enda kemur margt fleira til. ögrandi hisp- ursleysi málfarsins, ásamt fjöl- breyttum orðaforða gerir bók- ina drepfyndna á köflum. En nóg um það, hér áttu ekki að stofn- ast bókmenntaskrif a la sænska mafian, — ég ætlaði einungis að benda á dálitið sem mér fannst merkilegt. Formáli Helgu Kress að Draumi um veruleika er eins og áður getur af öðrum toga spunn- inn. Hann er visindaleg úttekt á þvi hvernig karlmenn, ráðendur bókmenntasögu sem annarrar sögu, — hafa skrifað um bók- menntir sem konur hafa sett saman. Fá skrif leiðast mér meira svona hversdags en bók- menntafræði, það skal játað hér og nú, en við lestur formálans hennar Helgu brá svo við að beygur minn við ljúfsára hrynj- andi gáfulegrar bókmenntate- oriu gufaði upp á fyrstu blaðsiðu og hvarf. Ég hef aldrei, hvorki fyrr né siðar lesið bókmennta- skrif sem eru spennandi i orðs- ins fyllst merkingu. Helga raðar þar saman á einstaklega mark- vissan hátt einu atriði eftir ann- að uns það liggur ljóst fyrir, að jafnvel hinir merkustu menn, — karlmenn auðvitað, — hafa aldrei getað unnað konu þess að skrifa jafhgáfulega og karl, — viðfangsefni kvenna eru lika au- virðileg að karlamati, best læt- ur þeim að hjala um ástir eða börn, og þar af leiðandi eru ástir og börn auvirðileg viðfangsefni! Svo eru konur lika lausbeislaðar i hugsun og vixlaðar i formi. Fá- um hefur tekist að spá um fram- tið skrifa, en ekki kæmi mér á óvart þó að þessi ritgerð Helgu Kress ætti einhvern timann eftir að komast i þær bækur sem ætl- aðar eru til að bera skólafólki úrval þess sem best og skarpast hefur verið skrifað, — þ.e.a.s. ef karlmennskan heldur ekki áfram að ota sálmabókarfor- mála Guðbrands og helvitis- þrugli Jóns Vidalins að skóla- fólki. Og svo var blessaður gamli góði útvarpsstjórinn minn að tala á nýársnótt um nauðsyn mikillar aðgátar i kvenréttinda- málum, — þvi það er nefnilega nýdáin fjörgömul kona sem ólst upp hjá föður sinum þangað til hann dó en þá var hún niu ára og geymdi minningu hans æ siðan og eignaðist fjölda afkomenda og baslaði lengi lengi og dó bæði elskuð og virt!! Þetta var merkileg dæmi- saga, — sennilega fullkomin ástæða til að rifa seglin i barátt- unni fyrir bættum rétti kvenna fyrst konur geta dáið eftir langt basl og kúgun, bæði elskaðar og virtar. Við, afkomendur hennar ömmu minnar elskuðum hana og virtum þegar að hún dó, — samt sem áður finnst mér full- komin ástæða til að berjast fyrir þvi með hnúum og hnefum að ekki þurfi margar konur að reyna svipað og hún um ævina. Hún var vinnukona hjá honum afa minum og henni var sagt upp vistinni þegar hann var bú- inn að barna hana tvisvar, — ekki nema ellefu mánuðir milli fæðinga og tviburar i seinna skiptið. Hún hrökklaðist suður með sjó með eitthvað af öllum þessum börnum og henni þótti alltaf ljótt i Hvitársiðunni, — en það hef ég séð á prenti samið af tveimur merkum karlmönn- um, að þar verði eitt fegurst landslag á tslandi. Það er sko engin andskotans ástæða til að stinga skottinu milli fótanna og fara sér hægt þótt einhver deyi elskaður og virtur. Mikið er annars gott að til eru afdráttarlausir húman- istar á borð við Helgu og Egil. Nóg er vist til af öðru. Böðvar Guðmundsson Kvikmynd Rósku: Ballaðan um Ólaf liljurós sýnd i Fjalakettinum Verður Fœðinga- heimilið lagt niður? Loksins gefst kvikmyndaunn- endum tækifæri til þess að sjá Ballöðuna um ólaf liljurós eftir Rósku, en myndin var tekin hér á landi sumarið 1976, og sýnd fréttamönnum s.l. haust. Ballaðan er 35 minútna löng kvikmynd, tekin i litum og leik- stýrð af Rósku, en aðalleikendur eru þau Dagur Sigurðarson, Sig- rún Stella Karlsdóttir, Þrándur Thoroddsen og Megas. Það er Fjalakötturinn, kvik- myndaklúbbur Háskólans og menntaskólanna sem sýnir Ballöðuna nú um helgina. Fyrsta sýningin verður i dag kl. 21, önnur á laugardag kl. 17, Róska og á sunnudag verða þrjár sýn- ingar kl. 17, 19.30 og 22. Með Ballöðunni verður sýnd júgó- slavnesk mynd gerð árið 1971 af Dusan Makaveyv um kenningar Williams Reichs, og nefnist myndin Leyndardómur liffær- anna. Kvikmyndaunnendur hafa löngum sýnt islenskri fram- leiðslu mikinn áhuga, og lengi áttu menn von á að fá að sjá Ballöðuna i sjónvarpi, enda var tekin ákvörðun um að sjónvarpið keypti myndina i nóvember s.l. Ekki hefur þó orðið af samning- um, hvað þá sýningu, en Jón Þór- arinsson yfirmaður LSD sjón- varpsins, var veikur og þvi ekki hægt að spyrja hann um ástæður þessa i gær. —AI. Eins og skýrt var frá I Þjóðvilj- anum i gær standa nú yfir um- ræður um áframhaldandi rekstur Fæðingaheimilis Reykjavikur- borgar við Eiriksgötu. Fæðingum hefur fækkað veru- lega á heimilinu, einkum eftir til- komu nýju Fæðingadeildarinnar i Landspitalanum, og er nú svo komið að tapið á rekstri þess nemur einni miljón á viku. Borgarráð skipaði á fundi sin- um á þriðjudag nefnd til að kanna rekstrargrundvöll heimilisins. 1 henni eiga sæti þau Addá Bára, Markús örn Antonsson og Eins og áður hefur verið frá sagt var dregið i Happdrætti Krabbameinsfélagsins 24. des- ember siðastliðinn. Vinningar voru átta talsins. Ekki hefur enn verið vitjað um vinninga sem komu upp á nr. 48660 (BMW-bif- reið) og 19391 (Grundig-litsjón- varpstæki). Miðar þessir voru seldir i lausasölu, en ekki er vitað hvort Úlfar Þórðarson, borgarfulltrúar. Komið hefur til tals i borgar- stjórn, að gera heimilið að eftir- meðferðarheimili fyrir sængur- konur sem útskrifast af Landspit- alanum, eða að taka það undir legudeildir fyrir aldraða, eins og tillaga var gerð um i borgarráði á þriöjudag af þeim Albert Guðmundssyni og Kristjáni Benediktssyni. Þeir gerðu einnig tillögu um að koma upp legu- deildum i Hafnarbúðum og á skrifstofum borgarlæknis i Heilsu verndarstöðinni. þeir seldust á Akureyri, i Kefla- vik eða úr happdrættisbilnum i Reykjavik. Krabbameinsfélagið biður þá sem hafa keypt miða á þessum stöðum sérstaklega að gæta að þvi hvort þeir eigi þá miða sem hér um ræðir. Hand- hafar miðanna eru beðnir að hafa samband við skrifstofu Krabba- meinsfélags Reykjavikur að Suðurgötu 24 (simi 19820) sem allra fyrst. ÚTBOÐfP Tilboð óskast i efni i loftræsikerfi fyrir göngudeildarálmu Borgarspitalans. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frikirkjuvegi 3, R. Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðju- daginn 7. febrúar n.k. kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYK3AVÍKURBORGAR Fnkirk]uvegi 3 — Sími 25800 -A1 Ósóttir vinningar

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.