Þjóðviljinn - 01.03.1978, Qupperneq 5
Miðvikudagur 1. mars 1978 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5
Almennur fundur um skólamál
Þar sem skólinn tekur upp mikinn hiuta af tilveru flestra barna og ungl inga hlýtur það að vera okkur öllum mikið mál hvað þar fer fram og hver
tilgangur og markmið skólanna eru.
Til hvers er skóli
og hvað gerist þar
Almennur fundur um
skólamál veröur í Tjarnar-
búð fimmtudaginn 2. mars
n.k. kl. 21:00. Frummæl-
endurverða ólafur Proppé
og Anna Kristjánsdóttir,
sem bæði starfa hjá skóla-
rannsóknadeild mennta-
málaráðuneytisins.
Til hvers er skólikallar Ólafur
sitt erindi, og fjallar meðal ann-
ars um hvort skólinn stuðli að
auknum þroska barna og ungl-
inga og hvort allir nemendur hafi
sambærileg tækifæri.
Hvað gerist i skólanum nefnist
erindi Onnu, og ræöir hún um
hvernig hægt sé að vinna með og
virkja nemendur á mismunandi
þroskastig og með mismunandi
áhuga.
011 eigum við, eða komum til
með að eiga.börnin okkar i skól-
Ólafur Proppé.
um landsins og ætti þarna að gef-
ast kærkomið tækifæri til að fræð-
ast af sérfróðu fólki um það hvað
er að gerast 1 skólunum. Fólk er
þvi hvatt til að mæta vel á þennan
fund.
Ragnar Björnsson gerir grein fyrir uppsögn sinni sem dómorganista
Réttlætið og sáttfýsin
Vegna stöðugra fyrirspurna
dagblaða og einstaklinga um
ástæðu fyrir þvi, að mér var sagt
upp störfum sem dómorganisti,
þykir mérhvo'rki fært eða rétt að
bíða lengur með að gefa þær upp-
lýsingar sem ég veit þar aö lút-
andi.
r
Agreiningur um
lagaval við sálma?
Þegarég kom heim úr tónleika-
ferð um Sovétrikin I byrjun febrú-
ar, var ég beðinn að koma til
fundar i Dómkirkjunni þriðjudag-
inn 7. febr., en þar voru þá mættir
tveir sóknarnefndarmenn, þeir
Erling Aspelund og Benedikt
Blöndal. Tjáðu þeir, að mér væri
hér með sagt upp störfum við
kirkjuna frá og með þeirri
stundu, þó á fullum launum i þrjá
mánuði. Ég spurði um ástæðu
fyrir uppsögninni og fékk þau
svör að ástæður væru þær, að það
vantaði söngfólk i Dómkórinn og
að ágreiningur væri um lagaval
við sálma. Að þessum atriðum
kem ég siðar. Formlegt upp-
sagnarbréf fékk ég svo dags. 8.
febrúar, þar sem engar ástæður
fyrir uppsögninni voru tilnefndar.
Ég skrifaði sóknarnefndinni bréf
þann 12. febr. og bað um skrifleg-
ar ástæður fyrir uppsögninni og
lýsti mig jafnframt fúsan til við-
ræðna um „hugsanlegar ástæður
með áframhaldandi samstarf i
huga.” Svarbréf barst mér dags.
22. febr. þar segir: „ástæður fyrir
uppsögninni þarf ekki að skýra”.
Astæðan, sú að söngfólk vanti í
Dómkórinn, er tæplega næg til
uppsagnar, þar að auki vita allir
organistar í Reykjavik að erfitt er
Sagt upp eins
og um afbrot
vœri að rœða
að fá söngfólk til starfa I kirkju-
kórum vegna bindingar á sunnu-
dögum. Hin ástæðan, að ágrein-
ingur væri um lagaval við sálma,
er mér ókunn, auk þess að venjan
er sú að prestur ráði sálmum, en
organistinn þvi hvaða lög skuli
notuð við þá. í samningum stend-
ur: „organistinn ákveður sálma-
lög —. Organista ber að taka tillit
til sérstakra óska prestsins um
lagaval við sálma”. I þessu sam-
bandi held ég að ómögulegt sé að
finna brottrekstrarsök.
Lyklana á stundinni!
Arið 1969 var ég fastráðinn
organisti við Dómkirkjuna, en
hafði áður verið aðstoðarorgan-
isti dr. Páls ísólfssonar frá þvi ég
kom heim frá námi 1955 og raun-
ar lengur, þvi ég aðstoðaði Pál oft
meðan ég var nemandi hans i
Tónlistarskólanum i Reykjavik.
Hver er þá ástæðan fyrir upp-
sögninni?Og hvers vegna er mér
sagt að hætta á stundinni, skila
lyklum og gögnum eins og um af-
brot væri að ræða? Og hvers
vegna fæ ég ekki að vinna út hinn
venjulega uppsagnartima? Svör
við þessum spurningum kann ég
ekki, og öðrum væri erinnig skyld-
ara að svara þeim, ef svör eru til.
Ragnar Björnsson
Get vel unnið með
sr. Þóri
Organistar eru ráðnir af
sóknarnefndum, þeir sitja ekki
sóknarnefndarfundi og hafa litil
skipti við sóknarnefndir. Sam-
starfið er fyrst og fremst við kór-
inn og presta kirkjunnar. Lengst
af hef ég starfað með tveim fyrr-
verandi dómpróföstum, þeim sr.
Jóni Auðuns og sr. Öskari J. Þor-
lákssyni (sem ég starfaði einnig
með i eitt ár á Siglufirði). Ekki
legg ég þessum tveim prestum
orð i munn, en beygi mig óhrædd-
ur fyrir þeirra mati á samstarfi
okkar. Sama er að segja um sam-
starf okkar sr. Hjalta Guðmunds-
sonar, sem er reyndar tiltölulega
nýkominn prestur að Dómkirkj-
unni, en við höfum þar að auki
unnið mörg ár saman i hópi Fóst-
bræðra. Sr. Þórir Stephensen er
einnig tiltölulega nýorðinn prest-
ur við kirkjuna. Hans eigin orð,
við ýmsa þá aðila sem mikið hafa
reynt til þess að fá þessum að-
gerðum sóknarnefndar breytt,
eru.að hann geti ekki unnið með
mér, og við slikum yfirlýsingum á
sóknarnefnd vitanlega erfitt með
að bregðast nema á einn veg.
Þetta þótti mér mjög leitt að
frétta, þvi ég treysti mér vel til
þess að vinna með sr. Þóri, jafn-
vel ekki siður eftir það sem gerst
hefur.
Ðómkirkjan engum
óviðkomandi
Að hætti mins fyrirrennara við
kirkjuna hef ég lagt á þaö áherslu
að geta komið fram sem konsert-
organleikari bæði hérlendis og
erlendis og tekist þannig að
kynna þónokkuð af íslenskum
verkum á þeim vettvangi, sem að
ég veit að hefur orðið bæði
islenskum tónskáldum til gildis
og verið um leið kynning á is-
ilenskri tónmenningu.Boð berast
mér stöðugt um tónleikaferðir, og
þegar svo er finnst mér skylda
dómorganistans að reyna að
standa undir þeim kröfum sem
slikar ferðir útheimta, og ég man
ekki betur en að allar sóknar-
nefndir Dómkirkjusafnaðarins
hafi sýnt fullan skilning á þvi.
Dómkirkjan er ekki aðeins safn-
aðarkirkja, hún er einnig höfuð-
kirkja landsmanna allra, og hvaö
þar gerister þvi engum óviðkom-
Framhald á 14. siðu
Snjó-
blásari
kominn
til
Siglu-
Qardar
Snjóblásarinn, sem Sigl-
firðingar höfðu hug á að fá
frá Sauðárkróki til þess aö
auövelda þeim snjómokstur-
inn kom þangað seinnipart-
inn i fyrrinótt, að þvi er Ein-
ar Albertsson sagði blaðinu i
gær.
Blásarinn hóf þegar að
ryðja slóö fram á Skútudal-
inn ásamt jarðýtu. Er þaö
verkefni ærið torsótt vegna
fannfergis. Þó munu snjó-
ruðningstækin hafa veriö
komin fram- að Skútuánni
nokkru fyrir hádegi i gær.
Stöðug snjókoma var á
Siglufirði i gær en fremur
lygnt. Vegurinn um Stráka
opnaðist er snjóblásarinn fór
þar um,en mun nú lokaður á
ný. Annars er vegurinn opn-
aður á þriðjudögum og föstu-
dögum en Siglfirðingar kysu
heldur aö mokaö væri á
mánudögum eða miðviku-
dögum i stað þriðjudaga þvi
þá eru rútuferðirnar, sagði
Einar Albertsson.
Búið er nú að tengja öll
oliukyndingartæki og ræst
hefur úr með rafofna. Of|
snemmt er að fullyrða um
hvenær hitaveitan-verður
komin i lag. Hinir bjartsýn-
ustu tala um fimmtudaginn
en þá má Rka vel miöa.
Siglfirðingar eru nú sam-
göngulausir að öðru leyti en
þvi, að Drangur er væntan-
legur frá Ákureyri. Hann er
alltaf okkar hjálparhella,
sagði Einar Albertsson. —
Enginn póstur hefur borist til
Siglufjarðar siðan á fimmtu-
dag. — mhg.
Gæsluvarðhald
Hauks Heiðars:
r
Akvörðun
um fram-
lengingu
tekin i dag
Gæsluvaröhaldsvist Hauks
Heiðars rennur út siðdegis i
dag. Hallvarður Einvarös-
son, rannsóknarlögreglu-
stjóri ríkisins, tjáði Þjóðvilj-
anum i gær, að liklega yrði
þingað i málinu i Sakadómi
Reykjavikur i dag og þá tek-
in ákvörðun um þaö, hvort
gæsluvarðhald Hauks verður
framlengt hð nýju. — eös
Sjö sóttu
um starf
„drama-
túrgs”
Nýlega rann út umsóknar-
frestur um starf svonefnds
„dramatúrgs” eða leiklist-
arráðunauts hjá Sjónvarp-
inu. Um er að ræða hálft
starf.
Sjö sóttu um starfiö, þeir
Agúst Guðmundsson, Er-
lingur E. Halldórsson, Ey-
vindur Erlendsson, Gunnar
Gunnarsson, Hrafn Gunn-
laugsson, Þorsteinn Jónsson
og Þráinn Bertelsson.
Starfið verður veitt bráö-
lega. — eös.