Þjóðviljinn - 04.04.1978, Blaðsíða 1
Þriöjudagur 4. april 1978. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
ÍÞRÓTTIR
Ióhann
varð þre-
faldur
meistari
Hann sigraði i einliðaleik
tvUiðaleik og tvenndar-
keppni . Kristin
vann kvennakeppnina
Islandsmótið i Badminton var
háð um helgina. Það var einkum
tvennt sem athygli vakti á mót-
inu.
Annars vegar þrefaldur sigur
Jóhanns Kjartanssonar úr TBR
og hins vegar léleg frammistaða
íslandsmeistarans Sigurðar
Haraldssonar. Hann tapaði strax
i fyrsta leik mótsins fyrir Víði
Bragasyni frá Akranesi, 1:15,
15:10 og 12:15.
Úrslit á mótinu i úrslitaleikjum
þess urðu annars þessi:
Jóhann Kjartansson sigraði
Sigfús Ægi Árnason i úrslitum
einliðaleiksins 15:11 og 15:3 og
þurfti Jóhann ekki að hafa mikið
fyrir þeim sigri.
1 einliðaleik kvenna sigraði hin
unga og efnilega Kristin Magnús-
dóttir, Lovisu Sigurðardóttur i úr-
slitum, 12:14, 11:8 og 11:2.
,,Ég vil meina að aðalástæðan
fyrir tapi minu að þessu sinni hafi
verið að ég varð fyrir þvi óhappi
að skemma spaðann minn oe
varð þvi að skipta um spaða og
leika með spaða sem ég er ekki
vön að nota. Slikt er mjög óþægi-
legt i leik sem þessum” sagði
L.ovisa eftir leikinn.
Það hlýtur að vera badminton
mönnum mikil ráðgáta hversu lé-
legir tviliðaleiksmenn okkar eru.
Þeir Steinar Petersen og Harald-
ur Korneliusson sem ekki hafa
æft badminton i 2 ár komust i úr-
slit gegn þeim Jóhanni Kjartans-
syni og Sigurði Haraldssyni og
stóðu vel I þeim. Leika þurfti
oddalotu til að fá fram úrslit og
lauk leiknum með sigri þeirra
siðarnefndu 15:8, 10:15 og 15:10.
1 tviðliðaleik kvenna mættust
tvær kynslóðir i úrslitum (skrýtin
kvennanöfn það). Lovisa Sigurð-
ardóttir og Hanna Lára sem báð-
ar eru komnar nokkuð til ára
sinna á badmintonmælikvarða
léku til úrslita gegn þeim ungu
stúlkum Kristinu Magnúsdóttur
og Kristinu B. Kristjánsdóttur oe
Islandsmótið 1978:
Kristln Magnúsdóttir. Hún er nú að taka viö veldi Lovlsu Siguröardótt-
ur sem veriö hefur ósigrandi árum saman.
„Ég átti
alveg
von á
þessu”
„Ég átti jafnvel von á
þessum sigri mínum í
einliöa leiknum", sagði
hin unga og efnilega
badmintonkona Kristin
Magnúsdóttir úr TBR eft-
ir að henni hafði tekist að
krækja sér í islands-
meistaratitilinn i einliða-
leik kvenna.
„Þessi leikur gegn Lovisu
(úrslitaleikurinn) var langerf-
iöasti leikurinn i mótinu. En ég
get ekki sagt annað en að ég sé
ánægð með sigurinn og hann var
svo sannariega sætur, ekki sist
eftir sigurinn i Reykjavikur-
mótinu á dögunum”, sagði þessi
glaðværa badmintonstúlka eftir
sigurinn.
' SK
sigruðu þær „gömlu” 15:11, 4:15
og 15:17.
1 tvenndarleik sigruðu þau Jó-
hann Kjartansson og Kristin B.
Kristjánsdóttur þau Sigurð Har-
aldsson og Hönnu Láru Pálsdótt-
ur i úrslitum 10:15, 15:2 og 15:12.
1 A-flokki uröu úrslit þessi:
Einliðaleikur kvenna: Ragnheið-
ur Jónsdóttir sigraði Asu
Gunnarsdóttur Val i úrslitum
11:6 og 11:1.
Jóhann Kjartansson hinn nýbak-
aði tslandsmeistari i bamdinton.
Hann sigraöi i þremur greinum
og i fyrsta sinn i einliöaleiknum.
Einliðaleikur karla: Þar sigr-
aði Aðalsteinn Huldarson 1A
Gunnar Jónatansson Val 15:10 og
15:8.
Keppt var einnig i flokki sem
nefndur er öðlingaflokkur og þar
urðu helstu úrslit þessi:
Einliöaleikur karla : Þar sigraði
gamla kempan Jón Arnason
Garðar Alfonsson i úrslitum 15:7
og 15:1.
SK
„Það hlaut að
koma að þessu”
„Það hlaut að koma að þess-
um sigri minum og yfir honum
er ég að sjálfsögðu mjög ánægð-
ur”, sagði hinn ungi badminton-
snillingur Jóhann Kjartansson
eftir að hafa lagt Sigfús Ægi
Árnason af velli i úrslitaleik Is-
landsmótsins i badminton sem
háð var um helgina.
„Þetta er i fyrsta skipti sem
ég sigra i einliðaleiknum en i
fyrra tapaði ég i úrslitum fyrir
Sigurði Haraldssyni.
Ég lenti i kröppum dansi gegn
Sigurði Kolbeinssyni i gær. Sá
leikur var sá allra erfiðasti i
mótinu.
Ég er ekki aðeins ánægður
með titlana mina þrjá. Mér
finnst það einnig ákaflega á-
nægjulegt hvað við ungu menn-
irnir erum að sækja á. Þar má
t.d. nefna nöfn eins og Sigurð
Kolbeinsson og Brodda Kristj-
ánsson”.
Er við spurðum Jóhann
hverju hann vildi þakka þennan
góða árangur sem hann hefði
náð á mótinu sagði hann. „Það
er fyrst og fremst aöstöðumun
aö þakka. Einnig hef ég haft
mjög góðan þjálfara þar sem
Garðar Alfonsson er”, sagði
þessi frábæri badmintonmaður
að lokum. SK