Þjóðviljinn - 17.05.1978, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 17.05.1978, Blaðsíða 16
16 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 17. maí 1978 G-listi á 30 stöðum Á 15 stööum á Alþýðubandalagið ennfremur aðild áð lista eða veitir ákveðnum framboðslistum stuðning Við sveitastjórnarkosningarnar 28. maí er Alþýðu- bandalagið með framboð á vegum f lokksins og hefur því G-lista á eftirtöldum stöðum: Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Grinda- vík, Keflavík, Njarðvík, Akranesi, Borgarnesi, Hellis- sandi, Grundarfirði, Stykkishólmi, Suðureyrarhreppi, (safirði, Skagaströnd, Sauðárkróki, Siglufirði, Dal- vík, Akureyri, Raufarhöfn, Egilsstöðum, Seyðisfirði, Neskaupstað, Eskifirði, Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði, Höfn í Hornafirði, Vestmannaeyjum, Selfossi, Hvera- gerði. í öðrum sveitarfélögum á Alþýðubandalagið aðild að eða styður eftirtalda lista: Seltjarnarn. H-listann vinstri menn Miðneshreppi H-lista Alþýðubandalags og Fram- sóknarmanna Gerðahi; l-listann, óháðir borgarar Mosfellshr. H-listann, Alþýðubandalagið og aðrir vinstri menn Ólafsvík H-listann, almennir borgarar Patreksfirði l-listann, framfarasinnaðir kjósendur Suðurf jarðahreppi K-listann, óháðir kjósendur Þingeyri V-listann, vinstri menn Flateyri E-listann, framfarasinnaðir kjósendur Hólmavík H-listann, óháðir Blönduósi H-listann vinstri menn Hofsósi H-listann, listi fráfarandi hreppsn. Ólafsfirði H-listann Húsavik K-listann, óháðir og Alþýðubandal. Djúpavogi H-listann, vinstri menn og óháðir Tálknafirði l-listann, óháðir og virtstrimenn Leiguíbúðir á Hjónagörðum Félagsstofnun stúdenta auglýsir lausar til leigu fyrir stúdenta við nám i Háskóla íslands og annað námsfólk 2ja herbergja ibúðir i Hjónagörðum við Suðurgötu. íbúðirnar eru lausar frá 1. júli, 1. ágúst og 1. september. Leiga á mánuði er nú kr. 21.500, en mun hækka 1. sept. Kostnaður vegna hita, raf- magns og ræstingar er ekki innifalinn. Leiga og áætlaður kostnaður vegna hita, rafmagns og ræstingar greiðist fyrirfram einn mánuð i senn. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrif- stofu Félagsstofnunar stúdenta, sem jafn- framt veitir frekari upplýsingar. Umsóknarfrestur er til 4. júni n.k. Félagsstofnun stúdenta, Stúdentaheimilinu v/Hringbraut, sími 16482. IÚTBOЮ Tilboö óskast I dælur og dælubiinaö fyrir dælustöövarnar V-l og V-5 viö Jaöar fyrir Vatnsveitu Keykjavikur. títboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri Frikirkjuvegi 3, R. Tilboðin veröa opnuö sama staö þriöjudaginn 27. júni 1378 kl. 11 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKIAVÍKURBORGAR Fnkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Getur þaðtalist sæmandiaö láta gamalmenni og öryrkja biöa langtimum saman eftir afgreiðslu? Myndina tók Leifur laust fyrir hádegi i gær. Tryggingastofnun rikisins: Á 5. þúsund afgreiddir á tveim dögum Tæplega 5000 þúsund manns sem rétt eiga á lifeyri sækja hann beint i litinn afgreiðsiusal Trygg- ingastofnunar rikisins, og aö sögn Hauks Haraldssonar deildar- stjóra I afgreiöslu kemur nær allt þetta fólk fyrstu tvo útborgunar- dagana. Það sýnir i hversu sárri þörf gamalmenni, öryrkjar og aðrir sem lífeyris njóta eru fyrir þessa peninga. Þeir sem óku fram hjá Tryggingastofnuninni i gærmorgun, en þá var fyrsti út- borgunardagur, veittu athygli hinni gifurlegu örtröö sem þá varö. A tlmabili fylltist afgreiösl- an og varö aö loka dyrunum. Þessiaöferöaölátalasburða og gamalt fólk blöa I langan tlma eftir afgreiöslu og br jótast áfram I kösinni er aö sjálfsögöu ekki sæmandi. Haukur Haraldsson sagöi I samtali viö Þjóöviljann I gær aö ótrúlega margir heföu komið þennan morgun og væri þaö undantekning frekar en regla. Eftir hádegi I gær sagöi hann aö örtrööin heföi aö mestu verið úr sögunni. Viö höfum veriö aö reyna aö fá fólk til aö láta leggja þessa peninga beint inn á bankareikning þess, sagöi Hauk- ur, til þess aö foröa þvi aö þaö komi allt hér á sama tima og fær nú63% peningana á þann hátt. Þá erueftir tæplega 5000 manns sem annaðhvort vantreysta bönkum, treysta sér ekki til aö læra á bankakerfið eða vilja fá pening- ana beint. —GFr MINNING Finnbogi Guómundsson Fœddur 3. október 1930 — Dáinn 28. april 1978 Mánudaginn 10. mai var til moldar borinn Finnbogi Guö- mundsson, Þórufelli 18, Reykja- vik. Hann var sonur hjónanna Lilju Magnúsdóttur og Guðmund- ar Finnbogasonar, járnsmiös, Grettisgötu 20B héri borg. Finnbogi hafði starfað um ára- bil við bifvélavirkjun. Hann haföi lengi átt sér draum um að stofna eigið fyrirtæki. Fyrir u.þ.b. tveimur árum rættist þessi draumur, er hann ásamt tveimur starfefélögum stofnaði bifreiöa- verkstæðið Lykil h.f. og var hann einmitt staddur á vinnustað er kallið kom svo snögglega. Hann hafði raunar ekki gengið heill til skógar seinustu árin og var nýlega kominn heim frá London, þar sem hann hafði gengist undir mikla skurðaögerð. Allt virtist hafa gengið að óskum og batinn að koma eðlilega þegar hann var burtu kvaddur. Þaðer svoerfittað sætta sig við að fólká besta aldri sé kallaðburt og stöndum við sem eftir erum agndofa yfir þeirri tilhögun for- sjónarinnar. En enginn má sköp- um renna. Finnbogi var tvikvæntur. í fyrra hjónabandi eignaðist hann tvö börn, sem nú eru uppkomin. Með seinni konu sinni, Auði Rögnvaldsdóttur, átti hann einn son, sem aðeins er 9 ára gamall. Tveimur dætrum Auðar frá fyrra hjónabandi hennar var hann sem besti faðir. A þessari stundu er okkur efst i huga þakklæti til Boga fyrir allar ánægjulegar samverustundir. Hann var gott að þekkja og •umgangast, þvi hann var drengur góður í þess orðs fyllstu merk- ingu, enda átti hann ekki langt að sækja það. Þeim eiginleikum er allt hans fólk búið i rikum mæli, og.vonaégaðá enganséhallaðþó ég vilji þar sérstaklega nefna móður hans sem látin er fyrir fá- um árum. Þar fór kona, sem gott var að hafa fengið tækifæri til að kynnast og vera samferða á lifs- leiðinni. Hún var alveg sérstök manneskja, sem alltaf hafði eitt- hvað gott að segja, ef á einhvern var hallað. Blessuð sé minning hennar. Auður mín, við viljum með þessum fátæklegu linum votta þér og börnunum öllum okkar innilegustu samúð og biðjum við guð að styrkja ykkur i þeirri miklu sorg, sem nú hefur kvatt dyra. Guðmundi og systrunum fimm, sem núfylgja einkasyniog bróður til grafar, viljum við einnig votta innilega samúð. F. og J. RÍKISSPÍTALARNIR Lausar stöður KLEPPSPÍTALINN Staða HJÚKRUNARDEILDAR- STJÓRA við deild 5 á spítalanum er laus til umsóknar nú þegar. HJtJKRUNARFRÆÐINGAR óskast nú þegar á allar vaktir á staðnum. Upplýsingar veitir hjúkrunarfor- stjóri i sima 38160. Reykjavik, 16. mai 1978 SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5, SÍMI 29000

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.