Þjóðviljinn - 27.05.1978, Page 1

Þjóðviljinn - 27.05.1978, Page 1
DJOÐVIUINN Laugardagur 27. mail978 — 43. árg. —108. tbl. Skráning sjálfboðaliða og bíla í síma 83368 X' X' X- G G G Ávarp Sigurjóns Péturssonar efsta manns G-listans ÞITT ATKVi getur ráðið úrslitum Því miður eru ekki miklar Iík- ur á því að það takist að fella meirihluta íhaldsins í borgar- stjórn í þetta sinn. Þess í stað verða allir launamenn og íhalds- andstæðingar að sameinast um að veita þeim sem mest aðhald. Til þess þarf að efla einn stóran og sterkan andstöðuf lokk íhalds- ins. í þcim efnum kcmur Alþýöubandalagift eitt til greina. Með þvi að stórauka fylgi Alþýðubanda- lagsins vinnst margt: Meirihiuti íhaldsins minnkar og staða þess veikist. Aukið fylgi Alþýðubandalagsins felur i sér sterk og tvimælalaus mótmæli við kaup- ránsaðgerðum stjórnarflokkanna. Það er aðeins óttinn við kosningaúrslitin sem hrakið hefur rikisstjórnina til unöan- halds. Ef ekki hefðu verið kosningar hcfði engum lögum verið breytt. Vopni eins og atkvæðisréttinum ber að beita i kosninga- baráttunni. Aukinn styrkur Alþýðubandalagsins sveigir stefnu Alþýðuflokks og Fram- sóknnarflokks til vinstri, en þeir flokkar báöir haga scglum eftir vindi I skoðunum sinum og afstööu. Aukinn styrkur Alþýðubandalagsins er krafa um öfluga atvinnustefnu sem hefur hagsmuni verkafólks að leiöarljósi, en miðast ekki við að styrkja atvinnurek- endur. Síðast en ekki sist mun stóraukið fylgi Al- þýðubandalagsins tryggja Guðrúnu Helgadóttur fast sæti i borgarstjórn Reykjavikur, reykviskri alþýðu, öldnum sem ungum, til hagsbóta. Ég skora á hvern einasta verkamann, á hverju einustu verkakonu, á hvern ein- asta ihaldsandstæðing, á hvern einasta sósialista, að greiða Alþýðubandalaginu atkvæði sitt og.efla með þvi andstöðu við i- haldið og koma Guðrúnu i borgarstjórn. Þitt atkvæði getur ráðið úrslitum. Higurjóo Pétursson. Á blaöamannafundi Alþýöusambandsins: Samtökin sækja sinn rétt Atvinnurekendur slitu samninga- viðræðum til þess að gefa rikis- stjórninni færi á setningu bráða- birgðalaga. Með þessu og stöðugri lagasetningu er gengið þvert á tvi- mælalausan, lagalegan rétt verka- lýðssamtakanna til samningsgerðar um kaup og kjör. Mikið vantar á að bráðabirgðalögin komi til móts við kröfur samtakanna um óskertan kaupmátt samninganna. Kjara- skerðingunni og þessari aðför að samningsrétti samtakanna mót- mæla verkalýðssamtökin, um leið og þau lýsa þvi yfir, að þau muni sækja samningslegan rétt sinn og velja þær baráttuaðgerðir, sem þeim henta. SJÁ 19. SÍÐU Brattur hóll á barnaleikvelli: Hefur þegar valdið slysi Fœst ekki lagfœröur þráttfyrir mótmæli foreldra i hveifinu Á barnaleikvelli við Iðufell I Breiðholti, sem opnaður var I april sl., gnæfir stór og brattur Iióll. Blaðamaður hélt i fyrstunni að þessi moldarhaugur væri þarna vegna einhverra framkvæmda, og ætti aðeins eftir að fjarlægja hann. En annað kom á daginn. Hóll þessi er „hannaður” af arkitekt þeim, sem leiksvæðið teiknaði. Næstum ár er liðið sfðan byrjað var að græða upp þennan tilbUna hól. Settar voru tUnþökur á hann og þær negldar niður með löngum nöglum, þvi brattinn er svo mik- ill. Þegar það dugði ekki til, var strengt net yfir öll herlegheitin. Krakkarnir eru nU bUnir að tæta þökurnar upp, og gæslukon- urnar á vellinum sögðust sifellt vera að tina sman þökur i hrUgur, en siðan koma starfsmenn borgarinnar og hirða hrUgurnar. Aður en völlurinn var opnaður, varð það slys að barn handleggs- brotnaði er það festist i netinu, sem lagt hafði verið á hólinn. Foreldrar i hverfinu hafa kvartað MMM Hinn sérhannaði moldarbingur á Grjótgaröurinn er fremst á myndinni. leikvellinum við Iðufell. CLjósm. Leifur) mikið. Undirskriftalisti gekk i hverfinu i haust, þar sem beðið var um að hóllinn yrði fjarlægður vegna slysahættu, og vegna þess hve hann er hár og brattur. Undirskriftalistinn var sendur til Leikvallanefndar, og fóstrur þær sem umsjón hafa með vellinum og gæslukonurnar hafa lika kvartað ákaft. Leikvallanefnd mun hafa samþykkt að lækka mætti hólinn um 50 cm, en gæslu- konurnar sögðu að það tæki þvi ekki; það myndi engu breyta. Gæslukonurnar á leikvellinum sögðu, að það kæmi iðulega fyrir að börnin klifruðu yfir grindverk- iö bakvið hólinn og hlypu siðan heim. Hóllinn veldur þvi, að gæslukonurnar hafa ekki Utsýni yfir allan völlinn. Vegna þess hve hóllinn er hár og brattur, þora krakkarnir ekki að ganga niður hann, heldur fara þau niður á maganum eða velta sér niður. Þau koma þvi venjulega mjög óhrein heim eftir dvölina á þess- um gæsluvelli. Þar að auki rekast börnin annaðhvort á girðinguna eða á grjótgarð mikinn, ef þau ætla að renna sér þarna niður i snjó að vetrarlagi, þvi hóllinn stendur fast upp við giröinguna i einu horni vallarins og beint fyrir neðan hann er grjótgarður. Enginn skjólveggur er þarna til varnar suðaustanrokinu, og veldur hóllinn þvi miklu mold- roki þegar hvassviðri er. ,,Það gæti vist enginn imyndað sér að þessi völlur hefði nýlega verið opnaður,” sagði Elisabet Jóns- dóttir forstöðukona á gæsluvellin- um við Iðufell, og er óhætt að taka undir þau orð. — eös.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.