Þjóðviljinn - 27.05.1978, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 27.05.1978, Blaðsíða 19
Laugardagur 27. mal 1978. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 1» Forustumenn Alþýöusambands islands og sérsambanda innan þess i fundarsal ASÍ I gær. Frá vinstri: Guömundur I>. Jónsson formaður Landssambands iðn- verkafólks, Karl St. Guðnason varafor- maður Verkamannasambands lslands, Guðmundur J. Guðmundsson formaður Verkamannasambandsins, Snorri Jóns- son varaforseti Alþýðusambandsins, As- mundur Stefánsson hagfræðingur Alþýðu- sambandsins, Einar ögmundsson for- maöur Landssambands vörubifreiðar- stjóra, Guðjón Jónsson formaður Málm- og skipasmiðasambands islands, Þórir Danielsson framkvæmdastjóri Verka- mannasambandsins, Magnús Geirsson formaður Rafiðnaðarsambands islands, Benedikt Daviðsson formaður Sambandt byggingamanna, óskar Vigfússon for- maður Sjómannasambands tslands. Frá fréttamannafundi um ólög rikisstjórnarinnar Lög á lög ofan valda óréttlæti og skapa vanda Eftirvinnuálag fiskvinnslufólks samn Skv: LÖ6UtA Næturvinnuálag fiskvinnslufólks Mo ffl. Sí% Si% SKV. 5AMN- ÍN&UM '—“ Vq 'Jll S“KV. LO&UÍA Svona rýrna yfirvinnutaxtar láglaunafóiksins við bráðabirgðaiögin. Álagsprósenturnar ganga jafnt og þétt niður á við með hverju nýju visitölutimabili. Alþýðusamband Is- lands hefir gefið út bæklinginn ,/Lög á lög ofan" þar sem lýst er viðhorfi verkalýðssam- takanna til kjara- skerðingarlaga ríkis- stjórnarinnar/ bæði frá þvi í vetur og nýsettra bráðabirgða laga. I bæklingnum kemur fram að eftir 6 mánaða gildis- tíma bráðabirgðalaganna verður eftir vinnuálag f iskvinnslufólks orðið 17% en næturvinnuálagið 51%, en þessar hlutfalls- tölur hafa lengi verið samningsbundnar í 40% og 80%. Forusta Alþýðusambandsins boðaði fréttamenn á sinn fund I gær og afhenti bæklinginn þar sem heildarafstaða verkalýðs- samtakanna til bráðabirgöa- laganna kemur fram á skýran og glöggan hátt. I fyrirsvari af hálfu verkalýðssamtakanna á fundinum voru, auk Snorra Jónssonar varaforseta Alþýðu- sambandsins, formenn Verkamannasambandsins, Málm- og skipasmiða- sambands, Byggingamanna- sambands, Sjómannasam- bands, Rafiðnaðarsambands, Vörubilstjórasambands og sambands iðnverkafólks, ennfremur varaformaður Verkamannasambandsins, hag- fræðingur Alþýðusambandsins og framkvæmdastjóri Verkamannasambandsins. Undanha Id Sú hækkun sem bráðabirgða- lögin veita á dagvinnulaun lægst launaða fólksins er undanhald fyrir aðgerðum verkalýössam- takanna: útflutningsbanni Verkamannasambandsins, dagsverkföllum Iðju og yfir- vofandi allsherjarverkfalli á Suðurnesjum og á Vestfjörðum. Það sem veldur úrslitum um að rikisstjórnin ákveður að láta undan siga um sinn er óttinn við að óánægja launafólks komi fram i kosningunum. Hér er ávinningurinn Samkvæmt bráðabirgðalög- unum skal frá 1. júni greiða fullar verðbætur á dagvinnulaun sem voru 115.000 kr. 1. des. sl. Þau laun eru frá 1. mars kr. 127.395 skv. samningum, en kr 121.269 skv. kaupgjaldsskrám vinnuveitenda. Greiða skal sömu krónutölu i verðbætur á dagvinnu á hærri laun og verð- bæturnar fara þannig hlutfalls- lega lækkandi og við laun sem voru 226 þús. kr. l. des. sl. eru verðbæturnar hálfar. Þau laun sem voru 1. desem- ber 115 þúsund krónur i dag- vinnu á mánuöi verða 1. júni ekki fjarri þvi að vera 145 þúsund krónur, en ofan á það kemur samningsbundin 5 þúsund króna hækkun i grunn. óljóst er enn, hvort lögbundinn verðbótaviöauki á dagvinnu verður tekinn inn i skráða kauptaxta 1. júni. Hér er óréttlætið Hækkunin kemur ekkiá neina yfirvinnu eða vaktaálög en eins og kunnugt er, hafa verkamenn og iðnaðarmenn um þriðjung tekna sinna af yfirvinnu. Með lögunum eru yfirvinnuálög lág- launafólks skert þannig að 1. júni verður t.d. næturvinnuáiag fiskvinnslufólks skv. lögunum 61.6% í stað 80% og eftirvinnu- álag 25.7% i stað 40%. 1. des. yrði næturvinnuálagið um 50% og eftirvinnuálagið tæplega 20%. Yfirvinnuálög hátekju- fólks haldast óbreytt hlutfalls- lega. Bráðabirgðalögin leiða þannig til þeirrar furðulegu niðurstöðu að yfirvinnuálög hátekjufólks verða hærri en álög lágtekjufólks. Þegar verðlag hefur hækkað um 134% fram yfir það sem var i febrúar sl. — en við svipaða verðbólgu og nú verður það siðari hluta árs 1980—' yrði eftir- vinnutaxtinn orðinn sá sami og dagvinnutaxtinn, að lögunum óbreyttum. Siðan færi eftirvinn- an niður fyrir dagvinnuna. Skerðing á álögum og bónus Aldurshækkanir, starfsþjálf- unarhækkanir og önnur sérálög skerðast skv. lögunum ef dag- vinnulaunin voru yfir 115.000 1. des. sl. Kaupauka vegna bónus skal skv. lögunum reikna út frá skertum taxta. Sú hækkun sem bráðabirgöalögin gera ráð fyrir gagnast ekki við útreikning bónusgreiðsina. Enn frekari skerðing kemur fram á tekjum þeirra sem vinna viö ákvæðis- vinnu, sem ekki er timamæld. Hvað rekst á annars horn Sú reglugerð sem nú er sett um framkvæmd bráðabirgða- laganna virðist ætlast til þess að fastir starfsmenn fái skert orlof nú i sumar, og einnig séu greiðslur i lífeyrissjóð skertar. Þórir Danieisson framkvæmda- stjóri Verkamannasambands- íns vakti athygli á þvi á blaða- mannafundinum, að þessi ákvæði reglugerðarinnar, i 5. gr. hennar, sýndust vera mark- leysa. A orlof eða lifeyris- greiðslur er nefnilega ekki minnst i lögunum, en löglæröir menn telja að ekki sé hægt að setja ákvæði i reglugerð sem ekki styöjist við viökomandi lög. Sýndarmennska og svívirða ' Akvæði febrúarlaganna um verðbótaviðauka voru ill- framkvæmanieg og reynslan afhjúpaði sýndarmennskuna Þetta kom berlega i ljós t.d. hjá Eimskipafélagi Islands sem fór að lögum og greiddi 12—14 þús kr. i varðbótaviðauka á viku af 18—20 m. kr. launum. Verðbóta- viðaukinn reyndist þannig 0,7 þúsundustu (0,8 prómill) af launagreiðslum fyrirtækisins. Fyrri ákvæði um verðbóta- viðauka verkuðu þannig, að Framhald á bls. 22 í sjónvarpi í dag Hringborðsumræður l dag klukkan 16.30 verður sjónvarpað hringborðsum- ræðum efstu manna á framboðslistum til borgar- stjórnarkosninga í Reykja- vík. Umræðurnar fóru f ram í gær og var þá þessi mynd tekin. F.v. Birgir ísleifur Gunnarsson af D— lista, Björgvin Guð- mundsson af A—lista, Gunnar Schram stjórn- andi, Kristján Benedikts- son af B Iista og Sigurjón Pétursson af G—lista (Ljósm.: eik)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.