Þjóðviljinn - 27.05.1978, Side 5

Þjóðviljinn - 27.05.1978, Side 5
Laugardagur 27. maí 1978. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5 Litiö inn hjá Helga Jónssyni ketfisfræöingi á Reiknistofnun Háskólans sem undirbýr kosningaspár fyrir hljóövarpið Við munum að þessu sinni spá fyrir alla staði, lika kauptúnin, jafnóðum og tölur berast. Spáð verður um fjölda fulltrúa, sýnt fram á hver er i mestri hættu og hver þá næstur inn. Þá munum við gera úttekt á flokkunum þegar á liður og athuga hverjir hafa unnið á og hverjir tapað og ennfremur draga saman stjórnarflokkana annars vegar og stjórnarand- Helgi Jónsson kerfisfræðingur að búa tii forrit i hina nýju töivu sem verður notuð að þessu sinni (Ljósm.: eik) Tölvuspá fyrir alla j staði að þessu sinni | stöðu hinsvegar, hægri og vinstri osfrv. Það verður þó að fara varlega með þetta þvi að það getur verið þrælpólitiskt en ég held þó að menn séu tiltölu- lega hlutlausir hér. Þessi orð sagði Helgi Jónsson kerfis- fræðingur hjá Reiknistofnun Háskólans þegar Þjóðviljinn leit við hjá honum á föstudag. Hann var þá að færa forrit inn á nýja tölvu sem verður notuð að þessu sinni við kosningaspár i hljóð- varpi. Það voru þeir Þorkell Helga- son og Guðmundur Guðmunds- son sem gerðu forrit fyrir kosn- ingatölvu árið 1970 og hefur siðan verið notast við þann grunn, sagði Helgi. Forritið inniheldur fyrst og fremst fyrri úrslit og svo eru ýmsir smáfidusar sem ég vil ekki segja frá. Annars litum við fyrst og fremst á þetta sem skemmti- og afþreyingarefni en spárnar hafa nú samt verið býsna áreiðanlegar, sérstaklega i Alþingiskosningum. En það er | margt sem spilar inn i og sér- ■ staklega hvernig talið er á ein I stökum stöðum. Aðeins 10-15 sekúndum eftir J að tölvan er mötuð kemur spá I hennar og um svipað leyti birt- | ist hún á skermi i fréttastofu út- ■ varpsins. Við komum til með að J verða hér 2—3 á kosninganótt- | ina, sagði Helgi að lokum. Rœtt viö Helga Hóseasson, prentara, sem um árabil hefur veriö viö talningu í Reykjavik Búast má viö fyrstu töl- um úr Reykjavík um mið- nætti,og oftast er búið að telja milli kl. 2 og 3 um nóttina/ segir Helgi Hós- easson prentari sem lengi var fulltrúi fyrir Só- síalistaflokkinn og síðars Alþýðubandalagið við talningu atkvæða i kosn- ingum í Reykjavík. Helgi VÍnnur hjá Setbergi og þar Helgi Hóseasson við setningarvél slna I Setbergi við Freyjugötu hittum við hann að máli. (Ljósm.: eik) Búast má viö fyrstu tölum um miðnætti Fyrstu tölurnar eru yfirleitt um þriðjungur atkvæðamagnsins og yfirleitt eru þær i samræmi við lokatölur þó að það sé ekki algilt, segir Helgi. Talningin byrjar þannig að við erum lokaðir inni um kl. 6 og okk- ur þá gefið að borða,en um svipað leyti koma fyrstu atkvæðakass- arnir. Yfirleitt eru 3—4 fulltrúar frá hverjum flokki og svo em- bættismenn t.d. frá borgarfógeta og lögreglustjóra og auðvitað yfirkjörstjórnin. Stemmningin er ákaflega góð og allir eru bestu vinir. Siðan byrjum við að telja og röðum i bunka eftir listabókstöf- um en öll vafaatkvæði og þar sem útstrikanir eru fara til yfir- kjörstjórnar. Vafaatkvæði þar sem vilji kjósandans er talinn koma fram eru yfirleitt tekin gild. Ég man t.d. eftir atkvæðum þar sem listabókstafur var skrifaður á bak kjörseðilsins en þau samt tekin gild. Einstaka sinnum hefur borið dálitið á útstrikunum en þær hafa aldrei breytt röð manna á listunum siðan ég fór að vera við þessar talningar, enda þarf mikið til. Yfirleitt er talningin lengri eftir þvi sem listarnir eru fleiri. Núna ætti hún að vera fljót- leg. þvi að þeir eru aðeins fjórir. Við spurðum Helga að lokum hvað talningamönnum væri gefið að borða og sagði hann að þeir fengju hangikjöt eða lax ef komið er fram að þeim tima eða eitt- hvað annaö gott. Seinna um kvöldið er svo brauð og gosdrykk- ir á boðstólum. —GFr MINNISLISTI fyrir kjós- endur í dag, laugardag VEVNUM TÍMA Hefjum kjördagsvinnu i dag! Kosningastjórn Allar almennar upplýsingar varðandi kosningarnar eru veittar í síma 83368 að Grensásvegi 16 í aðalmiðstöð kosningastarfsins. Kjörskrá Kjörskrárupplýsingar varðandi kjósendur i Reykjavík fást í símum 17500 og 29863 í dag. Þar er hægt að fá að vita hvar á að kjósa og í hvaða kjör- deild. Utankjörfundarkosning Allar upplýsingar um kosningu utan kjörfundar fást í síma 17500 að Grettisgötu 3. Kosið verður utan kjörfundar í Miðbæjarskólanum í dag, kl. 10—12, 2—4 og 8—22. Bílaþjónusta Á kördegi verður miðstöð bílaþjónustunnar i Þjóðviljahúsinu. Þeir sem vilja aka fyrir G-listann á morgun eru beðnir um að láta vita í sima 29771. Sjálfboðaliðar Skráning sjálf boðaliða er í dag og á morgun í síma 29771. Kosningasjóður — kosningahappdrætti Hægt er að gera skil í happdrætti Alþýðubandalags- ins i dag á skrifstofunum á Grensásvegi 16 og á Grettisgötu 3. Þar er og veitt viðtaka á f ramlögum í kosningasjóðinn. Hverfaskrifstofurnar — síminn i dag: Kjörsvæði Mela- og Miðbæjarskóla: 27535 og Brekkustíq 1. — Hverf isst jóri: Þórhallur Sigurðsson. Kjörsvæði Austurbæjar- og Sjómannaskóli: 83962 að Grensásvegi 16. — Hverfisstjórar Gunnar Guttormsson og Edda óskarsdóttir. Kjörsvæði Langholts- og Laugarnesskóla: 83984 að Grensásvegi 16. — Hverfisstjóri: Örn ólafsson. Kjörsvæði Álftamýrar- og Breiðagerðisskóla: 83912. Hverfisstjóri :Þorbjörn Broddason. Kjörsvæði Breiðholts- og Ölduselsskóla: 84469 að Grensásvegi 16. — Hverf isstjóri: Þórhallur Eiríksson. Kjörsvæði Fellaskóla: 84268 eða Grensásvegi 16. Hverfisstjóri: Jason Steinþórsson Kjörsvæði Árbæjarskóla: 84448 að Grensásvegi 16. — Hverfisstjóri Jóhann Kristjánsson. RÍKISSPÍTALARNIR Lausar stöður KLEPPSSPÍTALINN. LÆKNAFULLTRÚI óskast nú þeg- ar á spitalann. Stúdentspróf eða hliðstæð menntun áskilin, ásamt góðri vélritunarkunnáttu. Umsóknir berist til læknafulltrúa spitalans, sem veitir. nánari upplýsingar i sima 38160. Reykjavik, 28. mai 1978. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5, SÍMI 29000

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.