Þjóðviljinn - 27.05.1978, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 27.05.1978, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓDVILJINN Laugardagur 2«. mal 1*78 Umsjón: Dagný Kristjánsdóttir Elisabet Gunnarsdóttir Helga ólafsdóttir Helga Sigurjónsdóttir Silja Aöalsteinsdóttir Kennslubók úr fomeskju Einar Pálsson B.A. Icelandic in easy stages with notes in Englisli No. 1 (1975): No. 2 (1977) Drawings by Calum Campell and Robert Guillemette Þetta eru námsbækur i islensku fyrir útlendinga sem búa á ís- landi. i megindráttum eru bindin byggð þannig upp að fyrst koma leskaflar siðan spurningar, orð- skýringar á ensku og örstuttar málfræðigreinar. Hér er ekki ætlunin að skrifa ritdóm um bækurnar á kennslu- fræðilegum grundvelli heldur aö- eins að birta nokkur sýnishorn af þeirri þjóðfélagsmynd sem brugðið er upp i þeim — einkum með tilliti til hlutverkaskiptingar karla og kvenna. 1 þessum bókum er eins og venja er til um byrjendabækur i tungumálum leitast við að draga upp mynd af hversdagslifinu i landinu. Ekki er þó hér um að ræða umfjöllun um mannlifið á breiðum grundvelli, atvinnuveg- um og lifi og kjörum fólksins eru engin raunhæf skil gerð. Karl- menn fara á skrifstofu á morgn- ana og það er minnst á sjómenn, kaupmenn og iðnaðarmenn, en auðkýfing er lýst i 51(2), þar sem stendur: Ég vildi að ég væri auðkýfing- ur. Þá mundi ég borða steik á hverjum degi. Tvisvar á dag. £g mundi fá mér heilt hús. En þá þyrfti ég auðvitað einhvern til að passa það. Ja, þaö er allt i lagi, maður gæti fengið sér ráðskonu. En þær eru svo rosalega leiöin- legar. Þá hefði maður aldrei frið. Giftar konur i bókunum eru undantekningalaust húsmæður. Sem fyrr segir er aðeins litið fjallað um kjör fólks en i 53(2) er vikið að sumarvinnu unglinga: Fjárhagur skiptir ekki megin- máli, börn hins rika vinna ekki siðuren börn hins fátæka. Annars er munur á rikum og fátækum til- tölulega mjög litill á Islandi. Myndskreyting bókanna er.að minu mati ósmekkleg, sumar myndir hreinlega óhugnanlegar og margar gjörsamlega úr sam- hengi við kaflana sem þær standa við. Hér eru sýnd nokkur dæmi. Um þá kvenimynd sem dregin er upp i bókinni má i stuttu máli segja að þær eru yfirleitt heimsk- ar og rolulegar eyðsluklær, og þótt undarlegt megi virðast eru þær einnig ljótar, einkum eftir • giftingu. Þarna kemur einnig til frábær samvinna höfundar og myndskreytara. Eiginkonum er yfirleitt lýst sem góðum eða vondum, stund- um eru þær býsna ánægðar með lifið eins og fram kemur hjá hamingjusömum ökumanni i 52(1). Tóliðsjálft er að sjálfsögðu kvenkyns. Hvað hin ömurlega (eftir myndinni að dæma) kvendula Unnur starfaði eða ástæðan fyrir þvi að hún lagði starfið á hilluna er á huldu. I 83(1) heldur þó áfram frásögninni af þeim Jóni og Guðrúnu, og þar er tekinn upp þráöurinn um framtiöaráform dótturinnar: 10. I hvaða banka ætlarðu? 10. 1 Landsbankann. 11. Meinarðu aðalbankann við hliðina á pósthúsinu? 11. Já, á horninu. 12. Viltu þá taka út fyrir mig niu- tiu þúsund i leiðinni? 12. Til hvers? 13. Hún Unnur þarf að fara til Kanarieyja um páskana A kvöldin, þegar við förum aðsofa, segir hann: „Góða nótt, elskan min. Ég veit að mig dreymir bflinn i nótt.” ó, hann er alveg dásamlegur. Enda veit hann hvort okkar er betri bilstjóri. Það er auðvitaö ég, betri helmingurinn af honum. A eftir ætla ég aö gefa honum kaffi. Þá verður hann ánægður. Svoleiðis þakka ég honum fyrir bilinn. Svona litur hamingjan út á lslandi. Maðurinn á myndinni heitir Þorlák- ur og konan hans heitir Þorbjörg. Þorlákur er afskaplega ánægður I dag. Hann er svona ánægður, af þvi að hann á konu og barn og lika bát. Báturinn er á bak við hann, en konan hans stendur hjá honum. Konan hans er ekki mjög falleg, en hún er dugleg. Það er gott að eiga svoleiðis konu. Þorlákur elskar hana mjög heitt. Ég veit ekki hvort hún elskar hann. En konan er lika ánægð. Hún á mann og hún á barn. Hún á bæði mann og barn. Hún stendur hjá manninum, mjög hreykin. Hún er svona hreykin af þvi aðhún heldur á barninu, sem hún á meö Þorláki. Þorlák- ur og Þorbjörg eru hjón. Faðirinn heitir Jón og er Sigurðsson. Agætur maður, en hefur lítið kaup. Móðirin heitir Guðrún og er Pálsdóttir. Guðrún notar kaup mannsins sins. Dóttirin heitir Unnur. Hún er hætt að vinna. Sonurinn heitir Birgir. Hann er alltaf óhreinn. 13. Hvaða vitleysa! 14. Hún er að elta einhvern strák. Hún segist verða að fara. 14. Allt er þaö eins! Getur hún ekki borgað ferðina sjálf? 15. Það þýðir ekkiað tala um það. Hún vill þetta. 15. Þá það. A ég að gera nokkuð fleira fyrir þig? 16. Já, kauptu harðfisk. 16. Allt lífið er harðfiskur. Sú spurning vaknar hvort Is- lensk visitölufjölskylda stendur fjárhagslega undir dyntum dek- urbarns sem a llt I einu heimtar að fáaðfaratilsólarlanda eða hvort sú hugsun hafi læðst að glúrnum föður að ýta þeirri stuttu yfir á framfæri stráksins. Við förum ekki á mis við fyndn- ina um eyðsluklærnar. í 45 (2) eru þeir Björn og Ari að ræða ferða- lög: Konan mín hlóð auövitað utan á sig pinklum I hverri borg. Ari: Húnhefur gertþað til að eiga eitthvað til minja um hvern stað fyrir sig. Björn: Fataskápurinn hennar er eins og forngripasafn. Ari: Reiðstu ekki konunni þinni, kæri vinur. Ástin byggist á duttl- ungum konunnar. Björn: Já,enég vissi ekki að ást- in værisvona dýr, þegar ég giftist henni. I 42(2) eru sömuleiðis einkar áhugaverðar staöhæfingar um klæðnað og fjárforræði kvenna: Ég er að velta þvi fyrir mér, hvort það sé rétt að gifta sig. Sum« ir gera þetta, og eru bara heppn- ir. En skyldi nokkur kona vera svo vitlaus að vilja mig? Ég tek það fram, að ég vil ekki konu, Helstu föt konunnar eru kjóll, blússa, peysa og pils. Flestar konur eiga mikiðaf fötum. Konum þykir yfirleitt gaman að fallegum fötum. Kon- unni liöur illa ef hún fær ekki aðkaupa föt einstaka sinnum. Jim: Sjálfsagt. Konurnar eru yndislegar. Þær elska okkur áöur en við giftumst þeim. En þegar við erum orönir menn þeirra breytast þær. Þær vita að við getum ekki verið án þeirra og að við getum ekki farið frá þeim. Þess vegna skamma þær okkur. Já konur eru yndislegar ver- ur. Frú Nielsen: Hann er ekki kurteis. Jim: Iljónabandið er ágætt. En það er vegna barnanna að hjónabandiö varð til. Doris: Þarna heyrið þið. Þeir hugsa alls ekki um okkur. Jim : Jú, elskan min. Við hugsum um ykkur, en við hugsum um börnin lika. Við karlmennirnir vitum, að börnin eru ástæðan fyrir hjónaband- inu. Og þiö vitið það svo sem llka. Það er vegna þeirra sem við lifum. Og þiö elskiö þau meira en okkur. Og það er þeim að þakka, aö konan og maðurinn búa stundum saman I fimmtiu ár. Doris: Ja, ekki vil ég búa með þér i fimmtiu ár eftir þetta. Höfundurinn forneskjulegi virðist ekki hafa tekiö eftir hverju konur hafa helst Iklæðst siðasta áratuginn. Stúlkum er lýst einkar notaleg- um I bókum þessum áður en þær ■ fara að seilast niður I vasa eigin- mannanna. I 63(2) er ungur amerikani að fara i fjörurnar við stúlku. Hún leysir úr spurningu hans um það hvar dansstaöi séu aðfinna i borginni, og hann spyr: — Viltu koma með? Þú ert svo falleg. — Það er varla að ég þori þaö. — Hvar eigum við að hittast? Ekkert þras hér. 173(2) er talað um laxveiði sem tómstundagaman karla ein- göngu: Bústaðurinn þeirra nefnist veiðikofi, þar geyma þeir margt, til dæmis unga stúlkusem sér um matinn þeirra. Drykkinn geyma þeir i læstri kistu. Ung stúlka er þarfaþing, en hún gæti verið drykkfeld og þjófótt. Sjúkrahús virðast sömuleiðis aðeins ætluðkarlmönnum i 74(2): Líðan sjúklings fer eftir ýmsu, einkum þvi hvort hjúkrunarkon- urnar eru fallegar. Hjónabandiðá aldeilis ekki upp á pallborðið hjá höfundi bókar- innar, þess má finna óteljandi staði. Hér eru heimspekilegar vangaveltur Þórðar I 48(2) sem er óhreinleg. Ég heimta að hún sé þrifin. En biðum nú við, skyldi hún þá ekki verða of þrif- in? Sumar konur ganga með hreingerningaæði. Og hvers vegna skyldi maður eiginlega gifta sig? Hefur maður það ekki ágættsvona? Hvaðerað mér? Ég gleymi aðalatriðinu. Þegar és kem syfjaður og þreyttur heim, þá tekur hún á móti mér, þessi elska. Þegar ég er svangur gefur hún mér mat, og þegar ég er þyrstur, gefur hún mér að drekka. Þetta er kóngalif. Hún leyfir mér auðvitað að fara út á laugardögum til að hitta strákana — eða, ætli hún leyfi mér það ekki? Það væri nú ljótan, ef ég mætú það ekki. Nei svo ósann- gjörn getur hún ekki veriö að banna mér það. Það versta er þetta með ástina. Presturinn seg- ir, að maðureigi að elska konuna sina. Það fer nú eftir þvi hvernig hún verður! Best gæti ég trúað, að einhverjar kerlingar hefðu platað prestinn til að setja þetta i ræðuna. Maður á aldrei að treysta svoleiðis kerlingum. Svo segirpresturinn, að maðureigi aö hjálpa kerlingunni, hvort sem hún er veik eða ekki! Þetta hlýtur að vera samsæri. Nei, heilbrigð verður kerlingin að vera, og alls ekki löt. Viljugeins og góður hest- ur. Og ekki má hún kjafta djöful-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.