Þjóðviljinn - 27.05.1978, Side 16
16 SIÐA ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 27. maí 1978.
KópavogskaupsMr
Kosningar til bæjarstjórnar Kópavogs
fara fram sunnudaginn 28. mai 1978.
Kjörfundur hefst kl. 10 árdegis og likur kl.
23. Kosið verður i Vighólaskóla fyrir aust-
urbæ og Kásnesskóla fyrir vesturbæ.
Aðsetur yfirkjörstjórnar verður i Vighóla-
skóla simi: 40630.
Yfirkjörstjórn
Bjarni P. Jónasson
Halldór Jónatansson
Snorri Karlsson.
(M) Matreiðslumenn
^ . Matreiðslumenn
Almennur félagsfundur verður haldinn
mánudaginn 29. mai n.k. kl. 15:30, að
Óðinsgötu 7 Reykjavik.
Fundarefni: Verkfallsheimild fyrir stjórn
og trúnaðarráð.
Ályktun nefndar um félagsgjöld.
önnur mál.
Stjórnin.
AUGLÝSING
um aðalskoðun bifreiða i
lögsagnarumdæmi Reykjavíkur
í júnímánuði
Fimmtudagur 1. júni R-26401 til R-26600
Föstudagur 2. júni R-26601 til R-26800
Mánudagur 5. júni R-26801 til R-27000
Þriðjudagur 6. júní R-27001 til R-27200
Miðv ikudagur 7.júni R-27201 til R-27400
Fimmtudagur 8.júni R-27401 til R-27600
Föstudagur 9. júni R-27601 til R-27800
Mánudagur 12. júni R-27801 til R-28000
Þriðjudagur 13. júní R-28001 til R-28200
Miðvikudagur 14. júni R-28201 til R-28400
Fimmtudagur 15. júni R-28401 til R-28600
Föstudagur 16. júni R-28601 til R-28800
Mánudagur 19. júni R-28801 til R-29000
Þriðjudagur 20. júni R-29001 til R-29200
Miðvikudagur 21. júni R-29201 til R-29400
Fimmtudagur 22.júni R-29401 til R-29600
Föstudagur 23. júní R-29601 til R-29800
Mánudagur 26. júni R-29801 til R-30000
Þriðjudagur 27. júni R-30001 til R-30200
Miðvikudagur 28. júni R-30201 til R-30400
Miðvikudagur 28. júni R-30201 til R-30400
Fimmtudagur 29. júni R-30401 til R-30600
Föstudagur 30.júní R-30601 til R-30800
Bifreiðaeigendum ber að koma með bif-
reiðar sinar til bifreiðaeftirlitsins, Bilds-
höfða 8,og verður skoðun framkvæmd þar
alla virka daga kl. 0.8:00 — 16:00.
Bifreiðaeftirlitið er lokað á laugardögum.
Festivagnar, tengivagnar og farþega-
byrgi skulu fylgja bifreiðum til skoðunar.
Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna
leggja fram fullgild ökuskirteini. Sýna ber
skilrlki fyrir þvi að bifreiðaskattur og vá-
trygging fyrir hverja bifreið sé i gildi.
Athygli skal vakin á þvi, að skráningar-
númer skulu vera læsileg.
Vanræki einhver að koma bifreið sinni til
skoðunar á auglýstum tima verður hann
látinn sæta sektum samkvæmt umferðar-
lögum og bifreiðin tekin úr umferð hvar
sem til hennar næst.
Þetta tilkynnist öllum, sem hlut eiga að
máli.
Lögreglustjórinn i Reykjavik
25. mai 1978.
Sigurjón Sigurðsson
JúIIus Sigurbjörnsson afhenti veifur og skjöl fyrir leystar skákþrautir T.R. og Æ.R. I Bústöðum 10. þ.m
Skákmót gagnfræðaskólanna
Skákmót gagnfræðaskólanna
1978 var haldið i félagsheimili
Taflfélags Reykjavikur við
Grensásveg dagana 9.-15. og 16.
april. 16 sveitir frá 11 skólum tóku
þátt i mótinu, eða 96 þátttakendur
alls.
Úrslit urðu þau að Álftamýrar-
skóli varð sigurvegari, og hlaut
farandbikar, sem gefinn er af
Kiwanisklúbbnum Esju og nú var
kepptum i fyrsta sinn. I öðru sæti
var sveit Langholtsskóla, en i
þriðja sveit Ármúlaskóla. Þær
hlutu báðar verðlaunaskjöl.
Taflfélag Reykjavikur veitti
bókaverðlaun fyrir bestu afrek á
1. og 2. borði. Verðlaun fyrir 1.
borð, 9 vinninga af 9 mögulegum,
hlaut Jóhann Hjartarson, Alfta-
mýrarskóla, en á 2. borði urðu
þeir jafnir Árni Á. Arnason,
Alftamýrarskóla, og Karl Þor-
steinsson, Langholtsskóla.
Æskulýðsráð Reykjavikur og
Taflfélag Reykjavikur gefa út
þrjá bæklinga, „Tæknileg líið-
fangsefni i skák”. Fullnægjandi
skil viðfangsefna i hverjum
bæklingi færir viðkomandi skák-
manni eitt stig: brons, silfur eða
gull. Hér er um viðfangsefni að
ræða, sem samræmthefur verið á
öllum Norðurlöndunum. Það
hefur reynst mjög vel til þess fall-
ið, að glæða áhuga ungs fólks á
skákiþróttinni. 1 vetur hafa all-
margir unglingar úr skákflokkum
i tómstundastarfi i skólum glimt
við þessar þrautir og leyst þær i
umsjá leiðbeinenda frá Taflfélagi
Reykjavikur.
í vetur hafa 23 unglingar unnið
til bronsverðlauna, en 6 fengið
silfur og 2 gullverðlaun.
Samkórninn i Vestmannaeyj-
um mun frumflytja nýtt tónverk
eftir Sigursvein D. Kristinsson
tónskáld á menningardögum sjó-
manna og fiskvinnslufólks.
„Maðurinn og hafið 1978”, sem
haldnir verða I Vestmannaeyjum
dagana 29. júni til 2. júli i sumar.
Verkið nefnist „Dufþekja” og
er samið við ljóð eftir þá gömlu
verkalýðskempu Jón Rafnsson. I
þvi segir frá þrælnum Dufþaki
sem þátt tók i uppreisninni gegn
Hjörleifi landnámsmanni, flýði til
Vestmannaeyja og var höggv-
inn þar. Verkið hefur Sig-
ursveinn sérstaklega samið i
tilefni menningardaga verkalýðs-
ins i Eyjum og það fyrir blandað-
an kór, einsöngvara og málm-
blásara. Stjórnandi Samkórsins
verður Sigursveinn K. Magnús-
son og einsöngvari Sigrún Val-
gerður Gestsdóttir.
Verkið er samið við ljóðið
Dufþekju eftir Jón Rafnsson
Sigursveinn D. Kristinsson samdi
verkiö sérstaklega fyrir menn-
ingardagana I Eyjum
Madurinn og hafið ’78:
Kórverk frumflutt í Eyjum
eftir Sigursvein D. Kristinsson við texta Jóns Rafnssonar
Svavar Jónsson afhendir farandbikar F.A. sem 1. verölaun I Ijós-
myndasamkeppni. Myndin er tekin I Bústöðum 10. maf.
Ljósmynda-
samkeppni
Að frumkvæði Félags áhugaljós-
myndara var efnt til samkeppni
um bestu mynd vetrarins meðal
hópa I tómstundastarfi Æskulýðs-
ráðs Reykjavíkur. Félagið hefur
gefið farandbikar, sem keppt er
um.
1. og 2. verðlaun hlaut hópur úr
Æfingaskóla Kennaraháskóla Is-
lands en 3. verðlaun hópur úr fé-
lagsmiðstöðinni Bústöðum.
Svavar Jónsson afhenti verð-
launagrip Félags áhugaljós-
myndara.