Þjóðviljinn - 27.05.1978, Page 18
18 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN. Laugardagur 27. maí 1978.
MINNING:
Reynir Bjarnason
námsstjóri
A þessum sömu vordögum fyrir
7 árum útskrifuöust fyrstu stúd-
entarnir frá Náttúrufræðideild
Menntaskólans í Reykjavik.
Þessi deild braut blað i sögu
þessarar ihaldssömu mennta-
stofnunar, þar sem gamla deilda-
skiptingin i fornmálanám og
stærðfræðinám hafði orðið að
þoka fyrir nýjum viðhorfum og
nýjum fræðigreinum.
Reynir Bjarnason skipulagði
Náttúrufræðideildina og hann
kenndi öörum bekknum alla nátt-
úrufræði i tvo vetur, fimmta og
sjötta bekk. Hann gerði liffræði-
kennslu i MR að lifandi fagi,
þannig að við sem upphaflega
fórum i deildina til að forðast
latinuglósur og hreina stærðfræöi
fengum áhuga á þessari viðfeðmu
og vaxandi fræðigrein. Flest okk-
ar fóru lika i nám tengt náttúru-
fræðum að menntaskóla loknum.
En Reynir gerði meira. Það
skólakerfi, sem við þekktum
fram til þessa tima byggði alfarið
á einstaklingshyggju og ól á sam-
keppni nemenda um einkunnir og
árangur. Þessu viðhorfi hafnaði
Reynir og lagði áherslu á að við
tækjumst sameiginlega á viö
verkefnin. Hann kenndi okkur að
samvinna og samhugur hefur
einnig mikilvægu hlutverki að
gegna i námi, ekki siður en á öðr-
um sviðum mannlifsins.
Hann þéraði okkur ekki og hann
tók okkur ekki upp. Hann ræddi
við hópinn og hann lét okkur sjálf
sjá um kennslu á afmörkuðum
sviðum og fara yfir próf hvers
annars. Hann ruglaöi sætaskip-
aninni i bekknum, og ég man
hvað við vorum einu sinni hissa i
prófi, þegar við áttum sjálf að
semja siðustu spurninguna og
svara henni.
Á þessum árum voru angar
stúdentabyltingarinnar i Evrópu
að teygja sig hingað og Viet-Nam
striðið var i algleymingi. Við vor-
um i Uppreisn við kerfið, skólann,
námið og kennarana. I Reyni átt-
um viö bandamann og það kunn-
um við vel að meta. Bekkurinn
var samt ekkert sérstaklega
samstæður, liklega var ekki
nema um helmingurinn „róttæk-
ur” hinn helmingurinn afskipta-
litill um slika hluti. Flest vorum
við þó sammála i þvi að vera
þreytt á skólabekkjarsetu i MR
eftir fjögurra ára vist. Við vildum
komast i burtu og gera eitthvað
annað og við vorum þreytt á
mörgum kennurum, sem kennt
höfðu okkur einu sinni i viku
þessa fjóra vetur. Reynir kenndi
okkur allt að 20 timum á viku sið-
asta veturinn og leiki það aörir
eftir án þess að fá hundleið á
nemendum og kennslunni og án
þessað gera þessa sömu nemend-
ur vitlausa úr leiðindum.
Þegar ég tók við að kenna lif-
fræði i MR veturinn 1975-76, fann
ég að ég átti aðeins eina fyrir-
G-listi á
30 stöðum
Á 15 stöðum á Alþýðubandalagið
ennfremur aðild að lista eða veitir
ákveðnum framboðslistum stuðning
Við sveitastjórnarkosningarnar 28. maí er Alþýðu-
bandalagið með framboð á vegum f lokksins og hefur
því G-lista á eftirtöldum stöðum:
Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Grinda-
vík, Keflavík, Njarðvík, Akranesi, Borgarnesi, Hellis-
sandi, Grundarf irði, Stykkishólmi, Suðureyrarhreppi,
Isafirði, Skagaströnd, Sauðárkróki, Siglufirði, Dal-
vík, Akureyri, Raufarhöfn, Egilsstöðum, Seyðisfirði,
Neskaupstað, Eskifirði, Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði,
Höfn í Hornafirði, Vestmannaeyjum, Selfossi, Hvera-
gerði.
I öðrum sveitarfélögum á Alþýðubandalagið aðild
að eða styður eftirtalda lista:
Seltjarnarn, H-listann vinstri menn
Miðneshreppi H-lista Alþýðubandalags og Fram-
sóknarmanna
Gerðahi; l-listann, óháðir borgarar
Mosfellshr. H-listann,
Alþýðubandalagið og aðrir vinstri menn
Ólafsvík H-listann, almennir borgarar
Patreksfirði l-listann, framfarasinnaðir kjósendur
Suðurf jarðahreppi
K-listann, óháðir kjósendur
Þingeyri V-listann, vinstri menn
Flateyri E-listann, framfarasinnaðir kjósendur
Hólmavík H-listann, óháðir
Blönduósi H-listann vinstri menn
Hofsósi H-listann, listi fráfarandi hreppsn.
Ólafsfirði H-listann
Húsavik K-listann, óháðir og Alþýðubandal.
Djúpavogi H-listann, vinstri menn og óháðir
Tálknafirði l-listann, óháðir og vinstrimenn
mynd i kennslunni, Reyni
Bjarnason. Deildinni hafði hann
komið á þann legg, aö hún gekk
sjálfkrafa og þá var kominn timi
til þess að takast á við annaö
verkefni, — skipulagningu á
námsefni náttúrufræða I grunn-
skólanum.
Að vinnu hans á þessum tveim-
ur stöðum mun skólakerfið búa
um ókomna framtið. Við nemend-
ur hans búum að þvi að hafa
kynnst hlýjum og hægum húmor-
ista sem við mátum sem vin og
félaga ekki sfður en kennara. Það
lýsir kannski best sambandinu
milli bekkjarins og Reynis, aö
eftir stúdentsprófin fórum við i
ferðalag heim til foreldra hans að
Bjarnarhöfn á Snæfelldnesi og
dvöldumst þar i tvo daga á einu
þvi gestrisnasta heimili sem ég
hef kynnst.
Ég hefði heldur kosið að þakka
Reyni i lifanda lifi fyrir það veg-
arnesti sem hann gaf mér og öör-
um nemendum sinum. Og ég veit
að þeir nemendur hans, sem nú
leggja stund á erfðafræði og
frumulíffræði úti i heimi til þess
einmitt að sigrast á krabbamein-
inu sem lagði hann að velli,
kveðja hann með þakklæti og
söknuöi.
Ef árangur næst i baráttunni
við þennan vágest þá er það
mönnum eins og Reyni að þakka,
mönnum með ódrepandi áhuga og
hugsjónaeld.
Álfheiður Ingadóttir.
Þegar borgarstjórn ákvaö ( sumar skipulagstillögu sem gerir ráð
fyrir niðurrifi húsa við Hallærisplan var ekki byggt á neinni könnun
á húsunum sem eru þar fyrir. Nú hefur veriö upplýst að útskuröur-
inn á Hótel Vík er eftir meistarann Stefán Eiriksson.
Útskurðurinn
á Hótel Vík
er eftir meistarann Stefán Eiríksson
Þegar ákveðið var að skipu-
lagstillaga af Hallærisplaninu
skyldi taka miö af þvi að öll húsin
yrðu rifin var ekki byggt á neinni
könnun á sögu húsanna.
Þá vissu menn ekki að útskurð-
inn á framhlið Hótel Vikui
gerði Stefán Eiriksson, mynd-
skurðarmeistari, en hann var
lærifaðir Rikharðs Jónssonar, Jó-
hannesar Kjarval og fleiri
snjallra listamanna.
Ctskurðurinn á Hótel Vik ber
greinileg merki um snilld meist-
arans, en húsgögn og aðrir gripir
sem hann hefir skorið út þykja
hinar mestu gersemar.
Hefði nú ekki verið ráð að skoða
húsin við Hallærisplanið gaum-
gæfilega og fá til þess aðstoð Ar-
bæjarsafns áður en ráðist var i að
skipuleggja skýjaborg á torginu
með ærinni fyrirhöfn og féútlát-
um.
(Hjörleifur Stefánsson i
blaðinu Vinaminni)
Kjósa
Bretar í
haust?
Stuðningur
Frjálslyndra við
stjórnina á enda
25/5—-Forustumenn Frjálslynda
flokksins i Bretlandi lýstu þvi yfir
i dag, að jþeir myndu slita samn-
ingi sinum við Verkamannaflokk-
inn um stuðning við rikisstjórnina
þegar núverandi þingi yrði slitið
siðar á árinu. Má þá telja hér um
bil vist að þingkosningar verði i
Bretlandi i haust vegna þess að
rikisstjórn Verkamannaflokksins
er i tiu atkvæða minnihluta i neðri
málstofti þingsins. Myndi stjórn-
inni þvi reynast erfitt að hafa
stuðning deildarinnar án hjálpar
Frjálslyndra, sem hafa 13 þing-
menn.
Núverandi þingi verður ef til
vill slitið I júli, hugsanlega þó
ekkifyrr en i október. Frjálslyndi
flokkurinn er skuldbundinn til
stuðnings við stjórnina þangað til
þingi lýkur. Þessi samningur er
sá fyrsti af þessu tagi I sögu
breska þingsins. Fimmtán man-
uðir eru nú frá þvi samningurinn
var gerður.
Tilgangur Frjálslyndra meö
uppsögn sáttmálans er að koma
sér i hæfilega fjarlægð frá stjórn-
inni fýrir næstu þingkosningar.
Sáttmálinn hefur haldið Verka-
mannaflokksstjórninni við völd,
en verið miðlungi vinsæll meðal
stuðningsmanna Frjálslynda
flokksins. David Steel, leiðtogi
Frjálslyndra, sagði i dag að sátt-
málinn heföi hjálpað til þess að
rétta efnahag Breta við úr krepp-
unni.
Sáttmálinn hefur þó alltaf stað-
ið á veikum grunni. Fyrr i mán-
uðinum hjálpuðu Frjálslyndir
þannig ihaldsmönnum til þess að
koma lækkun á tekjuskatti gegn-
um þingið. Fyrr i vikunni sagði
Steel að hann sæi enga ástæðu til
þess að viðhalda bandalaginu
nema þvi aðeins að Verkamanna-
flokksstjórnin léti fara fram þjóð-
aratkvæðagreiðslu um umbætur
á kosningafyrirkomulaginu. Nú-
verandi fyrirkomulag hyglar
stóru flokkunum tveimur, Verka-
mannaflokknum og íhaldsflokkn-
um, ranglátlega á kostnað minni
flokka, og vilja stóru flokkarnir
þvi enga breytingu þar á. Þing-
mannatala Frjálslynda flokksins
er miklu lægri en sem svarar
kjörfýlgi hans,
Verkamannaflokkurinn virðist
i bráðina vera i góðu áliti hjá
kjósendum, miðað við niðurstöð-
ur skoðanakannana. Samkvæmt
niðurstöðum i þessari viku hefur
Verkamannaflokkurinn 4,9%
meira fýlgi en thaldsflokkurinn.
X-G
Víetnamar svara Kínverjum
Fullyrðingar um Kínverjaofsóknir ósannar
25/5 — Ambassador Vietnams
i Peking sagði við frétta-
menn I dag að fullyrðingar kin-
verskra stjórnvalda um brott-
rekstur Kinverja frá Vietnam
væru ekki sannleikanum sam-
kvæmar. í gær ásökuðu kinversk
stjórnvöld Vietnama um að hafa
rekiðyfir 70.000 Kinver ja, búsetta
i Vietnam, til Kina, og hefðu
margir þeirra sætt slæmri með-
ferð og eigur þeirra verið teknar
af þeim áður en þeir fóru yfir
landamærin.
Það ráðuneyti Kinastjórnar,
sem fjallar um málefni kinversk-
ættaðs fólks erlendis, heldur þvi
einnig fram, að fjöldi fólks af kin-
verskum ættum i Ho Chi
Minh-borg (áður Saigon) hefði
verið handtekinn og meira að
segja hefði komið þar til mann-
drápa. Vietnamski ambassador-
inn, Nguyen Trong Vinh, kvað
það rétt vera að eitthvað af kin-
verskættuðu fólki i Vietnam hefði
farið þaðan til Kina, en ástæðurn-
ar til þess væru allt aðrar en þær,
sem kinversk stjórnvöld gæfu
upp. Sagði ambassadorinn, að
Vietnamar hefðu enga ástæðu til
fjandskapar við kinverskættað
fólk i landi sinu.
Umræddar fullyrðingar Kin-
verja munu vera þær harðorðustu
afþeirrahálfuigarð Vietnama til
þessa, ensamskipti rikjanna hafa
veriðheldur kuldalegundanfarið.