Þjóðviljinn - 27.05.1978, Page 20

Þjóðviljinn - 27.05.1978, Page 20
20 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN La“gardagur 27. mal 1978. KR Og Haukar gerðu jafntefli KR-ingar og Haukar gerðu markalaust jafntefli i knatt- spyrnu er liðin léku i Islandsmót- inu i 2. deild i gærkvöldi. Leikið var á Hvaleyrarholti, en sá völlur gerði það að verkum vegna þess hve stuttur hann er og þröngur, að mikið varð um háspörk og kýlingar. Minna var hugsað um að spila knettinum á milli manna. Þetta voru eílaust sanngjörn úrslit,en þó slæm fyrir KR-inga sem eru með besta lið deildarinn- ar, að fá ekki tvö stig út úr viður- eigninni. Haukarnir tefldu fram liði sem i vantaði marga af bestu leikmönnum þess, en þrátt fyrir það tókst vesturbæjarliðinu ekki aðsigra. Litil sem engin tækifæri voru i leiknum. Staðan í 2. deild er nú þessi: KR Armann IBt Fylkir Haukar Þór Þróttur Austri Völsungur 3 2 1 0 6:0 5 2 2 0 0 4:2 4 1 1 0 0 2:1 2 2 1 0 1 1:2 2 3 0 2 1 2:3 2 2 1 0 1 1:1 1 2 0 1 1 3:4 1 2 0 1 1 1:2 1 2 0 111:51 Staðan i 1. deild er nu þessi: Valur 2 2 0 0 8:2 4 Jón Einarsson Vaismaður veröur I sviðsljósinu um helgina, en þá leika á Laugardalsvelli Valur og IBK. 1A Fram FH KA Vikingur 2 1 1 0 6:2 3 2 1 0 1 4:4 2 2 0 2 0 2:2 2 2 0 2 0 2:2 2 2 1 0 1 4:5 2 IBV IBK Þróttur Breiðablik 2 1 0 1 2:1 2 2 0 1 1 4:5 1 2 0 1 1 3:6 1 2 0 1 1 2:6 1 SK. Knattspyrna um helgina: Stöðvar ÍBK Valsmennina Knattspyrnuunnendur um land allt hugsasvo sannarlega gott til glóöarinnar um þessa helgi, þvi mikið verður sparkað i öllum deildum og flokkum. Eins og ó- skráð lög gera ráð fyrir beinast augu manna fyrst og fremst að leikjum 1. deildarinnar en að þessu sinni verða það Bikar- meistarar Vals sem þar verða i eldlinunni. Sem sé i dag fá þeir Keflvikinga i heimsókn á Laugar- dalsvöllinn og hefst leikurinn kl. 14. Það fer að sjálfsögðu enginn i grafgötur með það:Valsmenn eru hérafar sigurstranglegir.og er þá jafnvel vægt til orða tekið. Það sem af er þessu Islandsmóti hafa þeir sýntknattspyrnusem jafnast á við það besta sem maður sér hjá nágrannaþjóöum vorum og jafn- vel þó lengra væri leitað. Liðs- menn eru afar friskir og valinn maður i hverri stöðu. Þó er aldrei hægt að afskrifa Keflvikinga fyr- irfram og þeir eru sjálfsagt visir til að gera Val einhverja skrá- veifuna sem oft áður. Eitt má telja vist að mikið mun mæða á Gisla Torfasyni i vörn þeirra. Skagamenn, Islandsmeistar- arnir frá þvi i fyrra, virðast við fyrstusýneigahæg heimatökiná Skipaskaga er þeir fá nýliða KA i heimsóknidag.Sáleikur hefstkl. 15. KA-menn hafa komið hressi- lega á óvart i deildinni og hafa þegar i stað gert allar hrakspár allt að þvf fjarstæðukenndar. Hvaö um' það má vist telja, að flestir tippi á Matthias & co. i dag. 1 Eyjum leika heimamenn við FH;það er afar opinn leikur þar sem allt getur gerst. þó að við fyrstu sýn hljóti Eyjamenn að teljast sigurstranglegri. Leikur- inn þar hefst kl. 15. A marflötum besta grasvelli landsins, eða i Kópavogi, leika Blikarnir við Fram. Þar verður tvímælalaust um jafnan og spennandi leik að ræða. Hann hefst kl. 15. Á morgun fer svo síðasti leikur 3. umferðarinnar fram. Þar eig- ast við Vikingur og Þróttur. Enn einn leikurinn þar sem engu er hægtað spá um. Hann hefst kl. 18. 1 2. deild verður einnig hart barist. Þrir leikir fara fram i dag. Þróttur frá Neskaupstað leikur við Reyni, Sandgerði, Völsungar leika við IBl og Austri leikur við Fylki. Heimaliðið er talið á und- an. Fyrstnefndileikurinn hefst kl. 14. Leikur Völsunga hefst kl. lE^og á Eskifirði byrjar leikurinn kl. 16.30. —hól. / „Eg ógna ekki Peter Shilton” segir hinn ungi og efnilegi markvörður Nottingaham Forest, Chris Woods í viðtali við breska blaðið Shoot Jafnvel þó að hinn frábæri útherji Nottingham Forrest John Robertson skoraði sig- urmark liðsins i Deildarbik- arkeppninni ensku og kæmi liði sinu áfram varð hinn ungi og efnilegi markvörður Chris Woods hetja liðsins i báðum leikjunum (en eins og flestir munu þurftu liðin aö leika tvivegis tii að úr væri skoriö), segir i breska knatt- spyrnublaðinu Shoot fyrir stuttu.en þá birti blaðið viö- tal við markvörðinn unga sem tók við þvi erfiöa hlut- verki að standa I marki For- est eftir að Peter Shilton meiddist. „Þegar flauta dómarans gall til merkis um leikslok i siðari leiknum gegn Liver- pool leið mér frábærlega. Það var ekki eingöngu vegna þess að viö höfum sigraf^ heldur vegna þess að ég hafði átt góða leiki gegn ekki lakara liði en Liver- pool”, sagði Woods. Og hann hált áfram: ,,Ég var nokkuð taugaóstyrkur fyrir leikinn á Wembley. En ég var hepp- inn. Ég fékk á mig nokkur góð skot sem ég réð við og þau róuðu mig niður. Eftir leikinn á Wembley þar sem ég hlaut dýrmæta reynslu verður örugglega auðveld- ara fyrir mig að endurtaka slikan leik. En mér fannst leikurinn á Wembley ekki eins góður hjá mérog sá á Old Trafford. Þar varði ég m.a. skot frá Kenny Daglish, Phil Neal og Ray Kennedy.” „Skot Kennedy var sér- staklega erfitt. Ég mátti taka á öllu minu til að verja það skot. Ég teygði úr mér og rétti hægri höndina eins langtút og ég frekast gat. Þó hafði ég alltaf á tilfinning- unni að boltinn myndi lenda i stönginni, en ég vildi ekki taka neina áhættu”. Woods er yngsti mark- vörðurinn sem leikið hefur til úrslita á Wembley-leikvahg- ingum. En hann varð sér og CHRIS WOODS sá sem rætt er um I greininni sést hér verja eitt skotanna frá leikmönnum Liverpool i seinni leik liðanna. Notting- ham sigraði í honutn 1:0. Og hér liggur aðalmarkvörðurinn og „kennari” Woods, Peter Shilton. sinum til mikils sóma meö frammistöðu sinni. „Leikirnir tveir gegn Liv- erpool voru ekki árás af minni hálfu á stöðu Peter Shilton i liðinu. Þeir voru stórkostleg reynsla fyrir mig og sérstaklega góðir þegar framtiöin er höfð i huga. Ég hef alltaf litið á Peter Shilton sem markvörð númer eitt hjá félaginu. Hann hefur leiðbeint mér mjög mikið og hefur verið mér alveg stór- kostleg hjálp. Hann tók mig I nokkurs konar kennslu fyrir leikina gegn Liverpool. Ég gleymi þessum leikjum aldrei. Þetta var allt stór- kostlegt, þvi ég bjóst alls ekki við að leika með aöallið- inu á þessu keppnistlmabili. Þetta var notalegur endir fyrir mig” sagði Chris Woods að loKum.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.