Þjóðviljinn - 08.06.1978, Side 3

Þjóðviljinn - 08.06.1978, Side 3
Fimmtudagur 8. júni 1978 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 3 Deilan hjá Bæjarútgerð Hafnarfjardar: Tvö sjónarmið Nefndin sem bæjarstjórn Hafnarfjaröar skipa&i til að vinna að lausn vinnudeilunnar f BCH Borgþór Pétursson, framleiðslustjóri, Leifur Eiriksson verkstjóri og Guöni Jónsson kom saman til viöræöna i gær. Fulltrúarnir eru eru Ægir Sigurgeirsson (Abl) Höröur verkstjóri. Sóphaníasson (Alþýöufi), Arni Gunnlaugsson (ÓH), Markús Einarsson (Frams.) og Stefán Jónsson (Sjálfst.fl.). JÓHANNA SÆMUNDSDÓTTIR, trúnaðarmaður hjá BtJH: „Hef imnið samkvæmt vilja fólksins” „Ég hef reynt aö vinna að þessu máli fyrir fólkið, og eftir þess vilja. Það var einróma samstaða um að leggja niður vinnu i upphafi þessarar vinnudeilu, en þeir sem siðan hafa breytt um skoðun erufyrst og fremst skóla- fólkið, sem ekki vinnur þarna að staðaldri,” sagði Jóhanna Sæmundsdóttir, sem er trúnaðar- maður starfsstúlknanna i Frystihúsi BOH. „Hefur mikiö verið kvartaö til þín, vegna framkomu verk- stjóranna tveggja?” ,,Já, alveg frá þvi þeir byrjuðu að vinna. Það hefur komið fram mikil óánægja meö þá báða og ég hef kvartað við þá, forstjórann og framleiðslustjórann.” „Hvaö er þaö helst sem fólkiö hefur út á þá aö setja?” „Þvi finnst þeir hafa verið óþarflega strangir og stundum ónærgætnir við starfsfólkið. Þeir hafa hugsað of mikið um að drifa þetta áfram á kostnað mannlegra samskipta.” „Hvers vegna heldur þú aö umrædd starfsstúlka hafi fundiö minna af göllum i þeim fiski, sem hún skoðaði en hinar?” „Þessi kona hefur staðiö sig meö prýði aö okkar mati og fylgst mjög vel með þvi hvernig fólkiö hjá henni vann. Þess vegna held ég aö það hafi skilað betri gæðum, og þvi eðlilegt að hún fyníji ekki eins mikiö af göllum i fisr.i sem þetta fólk verkaði”. „Hvernig finnst þér bónuskerf- iöí framkvæmd?" „Ég er ánægð með þetta bónus- kerfi. Mér finnst yfirmennirnir hafa reynt að bæta úr þeim göll- um sem fram hafa komið viö framkvæmd þess. Það er einung- isframkoma verkstjóranna, sem við erum að gagnrýna,” sagði Jóhanna að lokum. —þs. Von á tíðindum Siðustu fréttir af vinnu- deilunni i BCH i gær, þegar blaöið fór iprentun, voru þær að nú mætti buast viö aö til tiðinda fari að draga. Voru fundir og viðræður i gær á milli nefndar sem bæjar- stjórn Hafnarfjarðar hefur skipaö i þessari vintiudeilu og fulltrúa málsaöila. Þaö var á miðvikudag fyrir viku sem starfsfólkið lagði niöur vinnu, og krafðist þess aö tveimur verkstjórunum yrði vikið úr starfi, en þeir höföu ákveöiö að flytja starfs- stúlku úr gæðaeftirliti I ann- aö starfs. Viljum koma á föstum fundum með fulltrú um starfsfólks og yfirmönnum segir Borgþór Pétursson hjá BÚH Markmið okkar meö bónus- kerfinu er aö ná sömu tekjum meö styttri vinnutfma. Okkar stefna er aö hægt veröi aö hætta snemma á daginn, helst kl. 5,og aö ekki sé unnin nætur. og helgi- dagavinna. Þaö hefur raunar ekki verið gert nema tvisvar i kringum hvitasunnuna, þegar þaö var óhjákvæmilegt”, sagði Borgþór Pétursson, framleiðslu- stjóri hjá BCH, en sem kunnugt er hcfur aö undanförnu staöiö yfir verkfall hjá BCH. „Það er ýmislegt sem liggur að baki þessum vinnudeilum hér. S.l. haust var nær öllu starfsfólki sagt upp, meöan unnið var við endurbætur á húsnæðinu. Konur, sem voru fyrirvinnur.fengu vinnu við saltfiskverkun og hluti af karlmönnunum tók þátt i bygg- ingarvinnunni. Þessar endurbæt- ur stóðu i um 4 mánuði. Það má segja að öllu hafi verið hér snúið við”. „Er þessum endurbótum þá lokið?” „Nei, það er ennþá verið að vinna við uppbygginguna, en starfsmannafjöldinn er orðinn svipaöur. og hann var. Það fór fljótlega að bera á óánægju með nýju verkstjórana, sem byrjuðu eftir endurbæturnar. Við höfum orðið að gera ýmsar ráðstafanir sem ekki eru vinsælar, en óhjá- kvæmilegar. Við höfum t.d. reynt að taka fyrir öll þau fri, sem ónauðsynleg teljast”. „Hvernig tók starfsfólkið bónuskerfinu, sem þið hafið nú tekið upp?” „Það tók þvi illa til að byrja með, en siðan vel, enda hefur þaö hækkað meðaldagvinnukaupiö verulega. Sem dæmi má nefna að i mai var meðaldagvinnukaup á timann (reiknaö út fyrir eina viku) um 970 krónur, en skráð dagvinnukaup er 699 krónur á tlmann. Þó vorum við með nokkuð af unglingum, sem voru nýbyrjaðir og ekki farnir að ná verulegum afköstum i bónuskerf- inu”. >- „Hver var aðdragandi þess, að starfsstúlkunni, sem er mið- punkturinn i þessum vinnudeil- um, var sagt upp?” „Hún vann við gæöaeftirlit, en það'er geysilega þýðingarmikið starf, ekki sist eftir að bónus- kerfið var tekið upp. Ef gallar koma fram i fiski frá sömu mann- eskjunni 3 daga i röð, þá dettur viðkomandi út úr bónuskerfinu. Við erum stöðugt að reyna að bæta gæðin og töldum að við gæt- um náð betri gæðum, með b.vi að flytja þessa konu. Astæöan fyrir þvi að þessari konu var visað úr eftirlitinu, en ekki einhverri ann- ari, var sú að okkur virtist hún finna minna af göllum i fiskinum en hinar. Það má segja að það fólk sem vinnur við eftirlitiö sé eins konar trúnaðarmenn verk- stjóranna. Þetta eftirlit er mjög erfitt. Viö teljum ekki að það sé verra eða óvinsælt að vinna t.d. við pökkun eða snyrtingu, sem þessi kona hefði trúlega veriö sett i. Þaö var mat verkstjóranna að þarna þyrfti að byrja, en starfs- stúlkan tók þetta sem móðgun og niðurlægingu. Ef við viljum bæta afköst og gæðin hjá okkur þá er óhjákvæmilegt aö einhverjar aö- gerða okkar verði óvinsælar.** „Höfðu borist margar kvartan- Framhald á bls. 14. Keflavíkurganga 10. júní 78 DAGSKRÁ GÖNGUNNAR: Laugardagsmorguti/ Reykjavík/ Kópavogi 7—7.15 Lagt af stað úr Reykja- vik. 7.30—7.45 Samræming á Kópavogshálsi. Viðhlið Keflavíkur- flugvallar 8.10 Komið á staðinn. Ávarp Gylfa Guðmundssonar kennara. 8.30 Ganga hefst áleiðis til Reykjavikur. Áning við Vogastapa 10.45 Komið. — Hvild. Fjölda- söngur. 11.05 Farið. Áning í Kúagerði 14.00 Komið. Dagskráratriði: 1. Farandsöngvarar. 2.-3. Ljóða- lestur, Silja Aðalsteinsdóttir, Sverrir Hómarsson. 4. Avarp, örn ólafsson. 5. „Söngæfing”. 15.00 Fariö. Áning við Straum 16.00 Komið — Fjöldasöngur. 16.15 Farið. Áning í Hafnarfirði 18.30 Komið Dagskráratriði: 1. Avarp, Sigurður Jón Ólafsson. 2. Melchior. 3. Avarp, Bergljót Kristjánsdóttir. 4. Fjöldasöngur. 19.00 Farið. Áning í Kópavogi 20.15 Komið Dagskráratriði: 1. Ávarp, Guðsteinn Þengilsson, 2. Nafnlausi sönghópurinn. 3. Ávarp, Pétur Tyrfingsson. 20.45 Farið. Fjöldafundur Lækjartorgi 22.00 Komið. Dagskráratriði: 1. Fjöldasöngur. 2. Ávarp, Magnús Kjartansson. 3. Avarp, Asmundur Asmundsson. 22.20 Aætluð lok dagskrárinnar. Þeir sem ætla að taka þátt i göngunni, eru hvattir til aö skrá sig sem fyrst. Tónlistarsinnaöir göngumenn eru beönir aö hafa söngröddina i lagi og taka meö sér gitar eöa önnur meöfærileg hljóöfæri. Sjálfboðaliöar hafi samband viö skrifstofu Samtaka herstöövanandstæöinga, simi 1 79 66. Skrifstofa Samtaka herstöövaandstæöinga aö Tryggvagötu 10 er opin frá kl. 10 tilkl. 21. Skráið ykkur strax í dag Símar: 2-98-45, 2-98-63 og 2-98-96 ÍSLAND ÚR NATO HERINN BURT

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.