Þjóðviljinn - 08.06.1978, Page 7
Fimmtudagur 8. júni 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
Viö leggjum megináherslu á tengsl auðvalds og her-
valds. Viö bendum einnig á hvernig innst^valdaklikur
Sjálfstæöisflökksins eru samtengdar her-j
manginu, erlendu stóriöjunni og innflutningsbraskinu
Engilbert
Guðmundsson,
Akranesi:
Nú er gainan aö ganga
Það verður gaman að ganga
frá Keflavik núna um helgina.
Allir verða sigurglaðir eftir
sveitarstjórnarkosningarnar og
sigurvissir vegna þingkosning-
anna. Já, það verður vafalaust
létt yfir liðinu, en það verður
mörgu velt fyrir sér á leiðinni.
Sumir hafa jafnvel uppi efa-
semdir um að rétt sé að fara
slika göngu nú. Röksemdin er
þessi: ilialdið vill endilega að
næstu kosningar snúist um her-
inn, það er visst um að gjalda
afhroð ef kosningarnar snúast
um efnahagsmálin.
Röksemdin er að hluta til rétt,
en hún má hins vegar aldrei
verða til þess að herstöövaand-
stæðingar fari i felur með skoö-
anir sinar sökum kosningasjón-
armiða.
Enda eigum viö að geta lagt
ihaldið hvort heldur kosning-
arnar snúast um herinn eða
efnahagsmálin.
Þessar kosningar eru að þvi
leytilykilkosningar að nú reynir
á það hvort ihaldið getur i hvert
sinn sem það er i klemmu i
efnahagsmálum snúið málflutn-
ingi sinum óskiptum að hermál-
inu, án þess að herstöðvaand-
stæðingar taki hanskann upp,
allir sem einn ogaf fullri einurð.
Komist ihaldið upp með að fá
okkur til að fara undan i flæm-
ingi i baráttunni gegn hernum
nú, þá mun það höggva aftur i
sama knérunn ihvert skipti sem
eitthvað fer aflaga á ihalds-
heimilinu.
Það er þvi mikil þörf á að við
berjumst af fullri ákveðni gegn
hernum þessa dagana. 011 lin-
kind i dag kemur bara niður á
okkur seinna.
Hitt má vera jafn augljóst á
timum þegar launafólk sýpur
seyðið af stefnu „braskara-
stjórnarinnar”, að i þessari
Keflavikurgöngu hljótum við að
leggja megináherslu á tengsl
auðvalds og hervalds.
Viðhljótum að bendaá aðfœ--
sætisráðherrann sem talar svo
alvarlega um lýðræðið og varnir
landsins er einn þeirra sem
græðir mest á hernum. Að for-
sætisráðherrann „okkar” er
fyrrverandi framkvæmdastjóri
hermangsfyrirtækis.
Við hljótum lika að leggja á-
herslu á tengsl erlendrar stór-
iðju og hersins. Hvernig is-
lenska þjóðin safnar skuldum
erlendis svo hægt sé að byggja
orkuver til að selja útlendingum
raforku undir kostnaðarverði.
Nýjasta stórvirkið i þessum
málum er lántaka Landsvirkj-
unar hjá Hambros-banka i
Lundúnum,svo að hægt verði að
byggja Hrauneyjafossvirkjun.
Sú lántaka hækkar erlendar
skuldir þjóðarinnar um 27
miljarða, eða um 250 þúsund á
hvern atkvæðisbæran íslending.
Einnig hljótum við að benda á
hvernig innstu valdaklikur
Sjálfstæöisflokksins eru sam-
tengdar hermanginu, erlendu
stóriðjunni og innflutnings-
braskinu.
Ef við höldum þessum áróðri
einarðlega á loftier það spá mín
að ihaldið muni ekki fagna stór-
um sigrum út á rússagrýlu.
Annað mál er svo það að eins
og kjaramálum og efnahags-
málum i heild er nú komið, á
enginn málaflokkur rétt á að
skyggja þar á. Enda hef ég enga
trú á að það takist þrátt fyrir
hamagang Morgunblaðsins i
grýlusögum undanfarna daga
og dyggan stuðning Sjónvarps-
ins. Máttur Moggans er að visu
mikill, enhanner ekki samur og
áður.
Ég held að það sé einmitt á-
gætt að Mogginn skrifi sem
móðursýkislegast um herinn og
að ráðamenn ihaldsins telji
rússneska kafbáta i sjónvarpi.
Alþýðubandalagsmenn þurfa
ekki annað en að benda á að
þetta sé gert til að þurfa ekki að
ræða efnahagsmálin og þjóðin
mun skilja.
Sannleikurinn er nefnilega sá,
að það sem almenningur i land-
inu er að velta fyrir sér þessa
dagana er ekki herinn heldur
kjaraskerðingin og verðbólgan.
Ihaldið reyndi að komast hjá
þvi að ræða þessi mál fyrir
sveitarstjórnarkosningarnar,
vildi heldur ræða „sveitar-
stjórnarmál”, en þeir fóru
heldur betur flatt á þeim mál-
flutningi.
Reyni þeir að sleppa hjá þvi
að ræða efnahagsmálin fyrir
þingkosningar munu þeir fara
jafnflatt á þvi.
Enn ein ástæða þess að við
þurfum ekki að lita neinum við-
kvæmnisaugum á hermálið
þessa dagana er að við höfum
haft allverulegan byr i áróðri
okkar siðastliðinn vetur, þökk
sé einkum Hannesi Gissurar-
syni. Þess vegna göngum við
létt i skapi og sigurviss um
þessa helgi. Hittum gamla vini
og eignumst nýja. Segjum
grobbsögur úr sveitarstjórnar-
kosningum og tökum undir þeg-
ar Elias þenur nikkuna: Island
úr Nató og herinn á brott.
Og hvað svo?
Og svo koma kosningar, og ný
rikisstjórn. Kannski af
„vinstristjórnar”-sortinni. Og
hvað þá?
Þá fyrst byrjar slagurinn. I
Morgunblaðinu siðasta miö-
vikudag voruviðtöl við leiðtoga
allra „vinstriflokkanna” um af-
stöðu þeirra til hersins og Nató.
Og ekki var það fögur lesning,
þótt ekkert kæmi þar á óvart.
Aðeins Ragnar Arnalds gaf
afdráttarlaus herstöðvaand-
stöðusvör. Benedikt Gröndal
gaf jafn afdráttarlaus svör: Al-
þýðuflokkurinn er þvi hlynntur
aðherinn veröi áfram á landinu
og Island verði áfram i Nató.
Svör Framsóknarmanna voru
að sjálfsögðu já, já og nei, nei.
Er þá nokkur von til þess að
vinstristjórn láti herinn fara?
Jú, þrátt fyrir allt tel ég það
ekki með öllu útilokað. En hvort
það tekst er ekki aðeins undir
Alþýðubandalaginu komið. Það
er jafnmikið undir herstöðva-
andstæðingum komið, ef ekki
meira.
Ein meginástæðan fyrir þvi
að svikja i hermálinu i siðustu
vinstristjórn er sú að „bakland-
ið” bilaði.
Samtök herstöðvaandstæð-
inga slöppuðu af og biðu eftir
þvi að ráðherrar Alþýðubanda-
lagsins kæmu hernum úr landi,
i stað þess að samtökin áttu að
magna baráttuna um allan
helming og nota landhelgismál-
ið af mun meiri hörku mál-
staðnum til stuðnings.
En hvað sem öllu þessu liður
sýnist mér kjarni málsins vera
sá að Keflavikurganga verður
okkar innlegg i kosningabaráttu
sem að mestu mun snúast um
efnahagsmál.
Slagurinn hefst siðan ekki
fyrir alvöru fyrr en að kosning-
um loknum. Þá reynir á breiðu
bökin.
Hittumst heil i Keflavíkur-
göngu.
Engilbert Guðmundsson.
Stopptden mrumm
Wahnsinn. HClll ZUl
Neutronenbombe
í.
Á BOMBA DE NEUTRÖES
2.
nrir.nn
JLsifannn
y k s s
s s s s
[ÖIM
1S r£SHH
0000
nn
k-J k' hrt hrt va
nnnnr •
fc?a iT‘i iT*jJ ci Iki
nnnn
r IHHH
;•- Kl IKi Pa
n n r
LrJ sa í
p ra r
k*J k. J i
STOP
THE NEUTPON MADNESS!
Nevtrónusprengjan á plakötum
Jafnan er fátt um tíð-x
indi í afvopnunarmálum
hvað sem líður eilífðar-
ráðstefnu um þau mál í
Genf og sérstakri ráð-
stefnu Sameinuðu þjóð-
anna nú um þessar mund-
ir.
Þeim mun fleira gerist i vig-
búnaðarmálum. Nevtrónu-
sprengjan var upp fundin og
varð að miklu deiluefni mánuð-
um saman. Aö visu hefur Carter
Bandarikjaforseti saltað hana i
bili en sterk öfl vilja fá þessa
sprengju, eins og heyra mátti af
þeim kurr, sem barst frá vest-
urþýskum bræðrum Carters i
Nató þegar fregnir heyrðust um
frestun hans.
Nevtrónusprengjan, sem
grandar fólki en er ekki sérlega
skæð mannvirkjum, hefur orðið
mörgum listamönnum og teikn-
urum að efni i plaköt þessi
misseri og birtum við nokkur
sýnishorn af niðurstöðum
þeirra.
1. Þýskt plakat biður menn að stöðva
þetta brjálæði.
2. „Nei við nevtrónusprengju — í nafni
lífsins" segir á þessu portúgalska
plakati
3. Beinagrindur eru algengur gestur á
þessum plakötum - þetta dæmi er griskt.
4. Annað í svipuðum dúr með enskum
texta, en ekki vitum við hvaðan það
kemur.
5. Tyrkir láta ekki sitt eftir liggja.
6. Þessu ágæta plakati frá Quebec í
Kanada er ekki stefnt gegn sprengjunni
sérstaklega heldur vígbúnaðarkapp-
hlaupi almennt.
HALTE
A LA COURSE
AUX
ARMEMENTS
5.