Þjóðviljinn - 08.06.1978, Side 8

Þjóðviljinn - 08.06.1978, Side 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 8. júni 1978 a/ erlendum vettvangi Allskömmu áður en vinstrisveiflan varð í ís- lensku byggðastjórna- kosningunum átti svipað sér stað í forsetakosning- um í Dóminíku (dóminíska lýðveldinu/ sem er austur- hluti stórey jarinnar Hispaniólu í Vestur-lndí- úm^ vesturhlutinn er Haiti, þar sem P^pa Doc gerði garðinn frægan að endem- um. I Dómihiku hafði Antonio Guzman, fram- bjóðandi svonefnds Bylt- ingarflokks, sigur yfir andstæðingi sínum, Joa- quin Balaguer, sem bauð sig fram fyrir Umbóta- flokk svokallaðan. 1 Vestur-Indium er ekki allt sem sýnist i stjórnmálunum, frekar en annarsstaðar, þvi að Byltingarflokkurinn er þrátt fyrir sitt vigalega nafn sósialdemó- kratiskur og jafnvel liklega frem- ur hægrisinnaður af slikum flokk- um að vera. Og Umbótaflokkur- inn er rakið ihald, sem hefur á bak við sig herinn, enda brugðu herforingjarnir við titt, þegar fyrstu kosningatölur sýndu að Guzman og byltingarkratar hans höfðu forustuna, og stöðvuðu talninguna. Hvorki Dóminikönum né öðrum datt i hug að efast um, að hér væri verið að fremja eitt herforingjavaldaránið enn, en Dóminiski herinn skilar kjörkössunum, eftir aö Vance hafði tekið f lurginn á Balaguer bættismenn og þó sérstaklega herforingjar maka krókinn i skjóli valdanna og vellystingarn- ar, sem þessir hvimleiðu gaurar lifa i, stinga átakanlega i stúf við armóð alls þorra landsmanna, sem aukist hefur mjög undanfar- ið vegna hækkaðs verðs á oliu, sem verður að flytja inn, og lækk- aðs verðs á sykri, sem er helsta útflutningsvaran. Einn af hverj- um fimm vinnufærra Dóminik- ana hefur ekkert að gera. Það segir sig sjálft að þetta ástand. hefur aukið óvinsældir Balaguers og gæðinga hans, svo og efasemd- ir bandariskra valdhafa um það, hvort upp á hann sé púkkandi lengur. Ker og landgönguliðar áfram til taks Carter Bandarikjaforseti hefur lagt sig mjög i framkróka um að fá heiminn til að trúa þvi, að hann sé mannúðlegur leiðtogi i allt öðr- um og hærri gæðaflokki en hrott- ar og dólgar á borð við Johnson og Nixon. Valdarán dóminiskra her- foringja, skjólstæðinga Banda- rikjanna i áratugaraðir, hefði ekki orðið til þess að fegra glans- myndina af nýja bóndanum i Hvita húsinu. Þar að auki er ástæða til þess að ætla að Carter- stjórnin sé ekki haldin jafn hysteriskum andkommúnisma og stjórnir fyrirrennara hans, sem jafnan flokkuðu framsóknarmenn og krata sem kommúnista, að minnsta kosti ef þeir létu á sér kræla i Rómönsku-Ameriku. Hlutlægt séð er varla ástæða til að búast við neinni „byltingu” i Byltingarkratar i Dóminíku slikir atburðir hafa öðrum fremur sett svip á stjórnmálasögu Rómönsku-Ameriku, sem al- kunnugt er. Með kveðju frá Vance En i þetta sinn skeði það ótrú- lega. Herforingjarnir drógu sig til baka og létu það viðgangast að talningin héldi áfram. Af þeirra hálfu og Balaguers var reynt að skýra stöðvun talningarinnar sem afleiðingar „misskilnings ” Skýringin er þó að flestra áliti önnur. 1 Washington hnykkti mönnum við, þegar fréttist af til- tektum dóminisku hershöfðingj- anna, og Cyrus Vance, utanrikis- ráðherra Bandarikjanna, sendi Balaguer harðorða orðsendingu, þar sem stóð að „samskipti rikja okkar” hlytu að verða fyrir al- varlegum hnekk, ef kosningarnar yrðu ekki látnar ganga sinn gang. Og Balaguer og herforingjarnir hjálparkokkar hans hneigðu sig og hlýddu. Enn einu sinni höfðu Dóminikanar verið minntir á, hver væri hinn raunverulegi æðstráðandi i landi þeirra. Valdarán skyldi ekki framið i Dóminiku, nema með samþykki Bandarikjanna. Balaguer og hans menn hafa trúlega hugsað sem svo, að þeir ættu sist skilda svona auðmýk- ingu af húsbændum i Washington. Og byltingarkratar Guzmans hafa fyrir sitt leyti ástæðu til þess að glotta illyrmislega i kampinn. Báðir hafa fulla ástæðu til að segja sem svo: öðruvisi mér áður brá. Innrás Johnsons Dóminika er að flatarmáli helmingi minni en tsland og ibúar um sex miljónir, spænskumæl- andi og mestanpart afkomendur Spánverja, en mjög blandnir blökkumönnum og jafnvel indián- um. Frægust persóna i sögu landsins er án vafa Rafael Leonidas Trujillo Molina, sem var einræöisherra þar i rúm 30 ár (1930-61). Hann var hinn versti dólgur, gerði landiö að einskonar fjölskyldufyrirtæki fyrir sig og ættmenn sina og kom i kring grófri persónudýrkun á sjálfum Antonio Guzman I hópi háttvirtra kjósenda. sér. Hann var lengi mikill vin Bandarikjamanna, en af ýmsum ástæðum fór þeim um siðir að lika illa við hann og er haft fyrir satt að CIA hafi látið myrða hann 1961. 1962 fóru svo fram forseta- kosningar i landinu i fyrsta sinn i háa herrans tið, og náði þá kosn- ingu Juan nokkur Bosch, sem ein- mitt var leiðtogi þess sama Bylt- ingarflokks, sem einnig vann kosningarna nú. Hann beittti sér fyrir umbótum i jarðnæðismálum og fleiru, en þá var herforingjun- um nóg boðið og settu þeir hann af haustið 1963. Bosch og kratar hans urðu þá byltingarsinnaðir i raun og gerðu uppreisn vcrið 1965. Þeirhöfðu mikla alþýðuhylli og voru sigurvænlegir, en dómin- iskir herforingjar og hægrimenn jafnt sem Bandarikjastjórn Lyn- dons B. Johnsons voru sannfærðir. um að hér væri ekkert annað en blóörauður kommúnismi á ferð. Johnson forseti brá við hart og sendi bandariskan her til Dóminiku, og átti hann mestan þátt i þvi að bæla uppreisn Bosch niður. Bandarikjamenn settu Balaguer, sem hafði um hrið ver- ið varaforseti i tið Trujillos, til valda, og hefur hann siðan rikt i Dóminiku með biessun og stuðn- ingi þeirra. Leiðir á Balaguer Upp á siðkastið hafa málin hinsvegar þróast þannig, að lik- legt er að Bandarikjamönnum sé farið að leiðast Balaguer, likt og Trujillo áður. Spilling er griðar- leg undir stjórn Balaguers, em- Dómiku þrátt fyrir nafnið á flokki Guzmans, þótt væntanlega beiti hann sér fyrir einhverjum umbót- um, eins og Bosch flokksbróðir hans og fyrirrennari hefði gert, ef Johnson hefðiekki tekið fram fyr- ir hendurnar á honum. Þar að auki eiga Bandarlkin varla mjög mikið i hættunni, þar sem Dóminika er. Ef stjórn Guz- mans skyldi eftir allt saman reynst „byltingarsinnuð” að bandarisku mati, þá er dóminiski herinn áfram til taks að gripa I taumana, fái hann grænt ljós i Washington, og dugi hann ekki, eru landgönguliðar Bandarikja- hers enn til. Ekkert er sem sagt i meginatriðum breytt I Dóminlku. Enn eru það valdhafar I Washing- ton, sem ákveða hvenær landinu er stjórnað af „umbótaflokki” og hvenær af „byltingarflokki”, og hvenær lýðræði skal vera i land- inu og hvenær herforingjaein- ræði. dþ. Myndlistasýning í Valhúsaskóla Myndlistaklúbbur Seltjarnar- ness sýnir I Valhúsaskóla dagana 3.-18. júnl. Sýningin er opin alla virka daga frá kl. 17-22 og um helgar frá kl. 14-22. Þrettán listamenn sýna myndir á sýningunni. Þeir eru: Anna Bjarnadóttir, Anna Karls- dóttir, Árni Garðar Kristinsson, Auður Sigurðardóttir, Björg ísaksdóttir, Garðar Ölafsson, Grétar Guðjónsson, Lóa Guð- jónsd, Magnús Valdimarsson, Marla Guðnadóttir, Selma Kalda- lóns, Sigriður Gyða Sigurðardótt- ir og Sigurður Karlsson. Myndlistaklúbbur Seltjarnar- ness hefur þegar haldið sex sýn- ingar. Leiðbeinendur klúbbsins i vetur voru Jóhannes Geir list- málari og Sigurður Kr. Arnason. Mynd Sigrlðar Gyðu á sýningu Myndlistaklúbbs Seltjarnarness. Þrettán iistamenn sýna I Valhúsaskóla á vegum Myndlistaklúbbs Seltjarnarness.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.