Þjóðviljinn - 08.06.1978, Side 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 8. júni 1978
Austurríkismenn áfram
í 8-liða úrslit á HM
Eftir sigur gegn Svíþjóð í
gærkvöldi 1:0
Hún var ekki burðug
knattspyrnan sem iið
Austurríkis og Svíþjóðar
buðu áhorfendum upp á i
gærkvöldi/ er liðin leiddu
saman hesta sína á HM í
Argentínu.
Leiknum lauk með sigri
Austurrikis sem skoraði
eitt mark gegn engu marki
Svía.
Leikurinn var eins og áð-
ur sagði mjög leiðinlegur/
og strax i byrjun byrjuðu
áhorfendurað baula á leik-
menn í mótmælaskyni við
lélega knattspyrnu.
Þessi sigur Austurríkis
tryggir þeim rétt til þátt-
töku í 8-liða úrslitum
keppninnar.
Það var mesti markaskorari
Evrópu um þessar mundir, Hans
Krankl, sem skoraði mark
Austurrikis á siðustu minútum
fyrri hálfleiks. Hann var lang-
besti leikmaður liðsins og siógn-
andi allan leikinn. Sérstaklega
siðustu 20 minúturnar, en var þá
óheppinn að skora ekki nokkrum
sinnum.
En ef við vikjum okkur að
leiknum sjálfum, var hann eins
og áður sagði lélegur og þvi litið
um marktækifæri.
Það var fyrirliði sænska liðs-
ins, Björn Nordquist, sem felldi
Krankl innan vitateigs seint i
fyrri hálfleik, en Krankl urðu ekki
á nein mistök. 1:0.
Á 7. minútu kom besta tækifæri
Svianna er Thomas Sjoberg átti
gott skot, en rétt yfir slá.
Þegar 15 minutur voru liðnar af
siðari hálfleik setti framkvæmd-
arstjóri sænska liðsins, George
Aby Éricson, hinn snjalla sóknar-
leikmann Ralf Edström inn á, en
hann fékk ekki við neitt ráðið, og
sigur Austurrikis var i höfn. Mik-
ilvægur sigur sem eins og áður
sagði tryggir liðinu áframhald-
andi þátttöku i keppninni.
Helmut Senekowitsch framkvæmdastjóri austurriska liðsins var ánægður eftir sigur sinna manna
sést hann heilsa framkvæmdastjóra spánska liösins, Ladislav Kubala, er hann kom til Argentlnu.
Sigurinn var sanngjarn, þvi
sænska liðið var mjög slakt að
þessu sinni og virkaði ekki sem
sama lið og tók á móti Brasiliu.
DómarivarSergoni Gonella frá
Italiu, og átti hann náðugan dag.
SK.
Hér
11
Austurríki með
mjög gott lið
99
George Áby Ericsson
framkvæmdastjóri
sænska liðsins var ekki
kátur eftir leikinn og
sagði aðeins fá orð við
blaðamenn.
„Austurriki er með mjög
sterkt lið. Það er engin
skömm að tapa fyrir sliku
liði. Liðið kom mér engan
veginn á óvart. Ég vissi
hversu góðir þeir eru.”
' Er blaðamenn spurðu
hann að þvi, hvort hann teldi
betra, lið Austurrikis eða
Brasiliu, svaraði hann sam-
stundis:
„Lið Austurrikis er mun
George Áby Ericson fram-
kvæmdastjóri sænska liðsins
sést hér gefa leikmönnum
sinum góð ráð.
betra. Það er engum blöðum
um jað að fletta.”
Brasilía-Spánn 0:0
„Verðum með sama lið
og sömu knattspyrnu”
//Við munum skipa
fram óbreyttu liði gegn
Brasilíu" sagði Helmut
Senekowitsch fram-
kvæmdastjóri austur-
ríska landsliðsins eftir
leikinn gegn Svíþjóð í
gærkvöldi.
„Ég mun ekki gera nein-
ar breytingar á liðinu, og viö
munum leika eins knatt-
spyrnu og við höfum leikið
hingað til,” sagði Helmut og
var hinn hressasti.
Þegarhann var spurður að
þvi hvort hann hefði ekki á-
hyggjur af þvi hversu mörg
marktækifæri hefðu farið
forgörðum hjá liði hans i
gær, sagði hann:
„1 knattspyrnu kemur það
oft fyrir, að miklir möguleik-
ar fara forgörðum, og þetta
var einn af þeim.
Sigur okkar var sann-
gjarn. Og varðandi mark-
tækifærin þá get ég sagt ykk-
ur það, að næst munu þessir
boltar liggja i neti andstæð-
ingsins. Enhafiðþað einnig
hugfast, að Sviar eiga frá-
bæran markvörð þar sem
Ronnie Hellström er,” sagði
Helmut Senekowitsch að lok-
um.
SK
Vonir Spánverja um að komast
áfram i Argentinu fóru út um þúf-
ur I gærkvöidi, er liðið náði „að-
eins” jafntefli gegn Brasiliu.
Leikurinn sem i heild sinni var
sæmilega ieikinn endaði með
markalausu jafntefli.
Fyrri hálfleikur var einkum lé-
legur, en þá þreifuöu leikmenn
liðanna fyrir sér og reyndu að
finna glufur i varnarvegg and-
stæðinganna, en það tókst ekki.
Mestar hættur sköpuðust viö
aukaspyrnur, og að sögn Repters
var það i eina skiptið sem liðin
komu boltanum inn i vitateig and-
stæðinganna að tekin var auka-
spyrna.
En i siðari hálfleik snerist
dæmið við, og kom þá mikil fjör-
kippur i leikmenn. Á 51. minútu
komst Reinaldo einn inn fyrir
vörn Spánverja og átti aðeins
markvörð liðsins eftir, en mark-
vörðurinn Angel hirti knöttinn af
tám hans á siðustu stundu. Stuttu
seinna var Reinaldo enn á ferö og
gaf á Cerezo, en hann skaut beint
i fangið á Engel I spánska mark-
inu.
Brasiliumenn voru nálægt þvi
að skora mark eða mörk eftir
þetta, en ávallt tókst varnar-
mönnum Spánverja að bægja
hættunni frá. Er liða tók á siðari
hálfleikinn hljóp nokkur harka i
leikinn, og fékk þá einn Spán-
verjinn, Eugenio, gula spjaldið.
SK.
Johnstone tekið
með viðhöfn
Enn eitt áfallið hjá Skotum
Jafntefll við íran!
Landslið Skota i knattspyrnu
var svo gott sem slegið útúr HM i
knattspyrnu i gærkvöldi er þaö
varð að gera sér að góðu jafntefli
við Iran, 1:1. Jafnteflið er ekki
aðeins geysilegtáfall fyrir skoska
knattspyrnu, heldur einnig
breska knattspyrnu i heild. Von-
brigði áhangenda skoska lands-
liðsins voru eins og gefur að skilja
óskapleg. Þegar skosku lands-
liösmennirnir stigu út i birfreiö-
ina sem flutti þá frá leikvangin-
um beið þeirra mikill fjöldi Skota
sem hreinlega gerðu aðkast að
leikmönnunum og fleira i þeim
dúr.
Hvaö leikinn varöar náðu Skot-
ar forystu i fyrri hálfleik með
marki frá Eksandrian, mjög
klaufalegt sjálfsmark, skorað á
43, minútu. Skotar sýndu mjög
slaka knattspyrnu i fyrri hálfleik
og virtust leikmenn algerlega
heillum horfnir. 1 seinni hálfleik
voru Iranarnir sist lakari. Og á
60. minútu jöfnuöu tranarnir og
þar skoraði miðherji liðsins,
Danaifard fallegt mark. Skotar
reyndu allt hvað þeir gátu til að
bæta við marki en allt kom fyrir
ekki og reiðaslagið var stað-
reynd.
Þá gerðu Hollendingar og Perú
marklaust jafntefli i afar daufum
leik. Þessi úrslit henta báðum lið-
unum mjög vel. Perúmenn þurfa
aðeins jafntefli i siðasta leiknum
við tran og Hollendingar mega
tapa með tveggja marka mun
fyrir Skotum.
—hól.
Fátt eitt hefur verið meira rætt
manna á meðal á heimsmeistara-
keppninni i knattspyrnu, sem fer
fram i Argentinu, en pilluát
skoska útherjans Willie John-
stone.
„Ef til vill var ég vitlaus að
taka þessar pillur. En mér leið
illa. Mér var kalt, var með kvef,
og einnig var ég langt niðri að öllu
öðru leyti”, sagði Johnstone i
sjónvarpsviðtali i Argentinu i
gær, rétt áöur en að hann yfirgaf
landiö.
Hann sagði að pillurnar sem
hann tók hefðu aðeins átt aö rifa
hann upp úr þeirri lægð sem hann
var kominn i bæöi andlega og
likamlega.
„Það var aldrei meiningin hjá
mér aö gleypa þessar pillur ein-
ungis til að geta hlaupið I 90
mínútur. En eftir leikinn hafði ég
aldrei slæma samvisku vegna
pilluátsins. Mig grunaði aldrei aö
þessar pillur myndu valda mér
nokkrum vandræðum”.
Ekki vildi Johnstone endurtaka
nein af þeim stóryrðum sem hann
viðhafði eftir að i ljós kom að
hann hafði tekið pillurnar. Hann
sagði aðeins að hann hefði tekið
tvær pillur fyrir leikinn gegn
Perú og það hefði átt sér stað
þremur mlnútum fyrir leikinn.
Hann endurtók þá skoðun sina aö
lætin öll sem oröið hefðu þessu
pilluáti sinu samfara hefðu ein-
ungis verið til aö hylma yfir hinn
hrikalega ósigur Skotlands gegn
Perú.
Þegar Johnstone kom til Lond-
on var mikill viðbúnaöur á flug-
vellinum, og yfirgaf hann völlinn I
lögreglufylgd og með höfuðið nið-
urundir nafla. Þegar inn kom tók
Ron Atkinson framkvæmdastjóri
WBA-liðsins sem Johnstone leik-
ur með í Englandi á móti honum
og ók honum burtu. A undan fóru
lögreglumenn á mótorhjólum.
Pillumeistarinn frá Argentinu
var kominn heim.
SK.
Eyjamenn unnu 3:0
Eyjamenn unnu góðan sigur gegn engu og voru það Valþór
gegn FH i 1. deildinni i islensku Sigþórsson og Sigurlás Þorleifs-
knattspyrnunni i gærkvöldi gegn son 2 sem skoruðu mörk Eyja-
FH. Eyjamenn skoruðu 3 mörk manna. sk.