Þjóðviljinn - 08.06.1978, Page 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN|Fimmtudagur 8. júni 1978
Tilkynning frá
iandskjörstjórn um
listabókstafi
í kjördoemunum
Samkværnt tilkynningum yfirkjörstjórna
verða þessir listar i kjöri i öllum kjör-
aæmum landsins við aiþingiskosniiigarn-
ar 25. júni n.k.:
A—LISTI ALÞÝÐUFLOKKSINS.
B—LISTI FRAMSÓKNARFLOKKSINS.
D—LISTI SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS.
F—LISTI SAMTAKA FRJÁLSLYNDRA
OG VINSTRI MANNA.
G—LISTI ALÞÝÐUBANDALAGSINS.
í fjórum kjördæmum verða auk þess eftir-
farandi listar i kjöri:
í Reykjavikurkjördœmi:
K-listi Kommúnistaflokks íslands.
R-Listi Fylkingar byltingarsinnaðra
kommúnista.
í Reykjaneskjördœmi:
S-Listi Stjórnmálaflokksins.
V-Listi óháðra kjósenda.
í Suðurlandskjördœmi:
L-Listi óháðra kjósenda.
í Vestfjarðarkjördœmi
H-Listi óháðra kjósenda.
LANDSKJÖRSTJÓRN
LEIKBORG
Nú er leikur að versla í Leikborg
Búsáhöld, gjafavörur,
leikföng og gluggatjöld
LEIKBORG
Hamraborg 14 Kópavogi
sími 44935
FRÁ GAGNFRÆÐA
SKÓLANUM
Á SAUÐÁRKRÓKI
Starfrækt verður framhaldsnám við skól-
ann næsta skólaár. A fyrsta ári: almennt
bóknám, uppeldisbraut, viðskiptabraut,
heilsugæsubraut og fornám.
Á öðru ári: uppeldisbraut og viðskipta-
braut.
Heimavist er fyrir að komunemendur.
Umsóknir sendist fyrir 10. júni.
Skólastjóri.
Auglýsid í Þjóðviljanum
Vandiö málid
Eftirfarandi pistill Glúms
Hómgeirssonar er raunar
einkabréf til Landpósts. Engu
að siður tekur hann sér bessa-
leyfi tíl að birta það.
Bréfritari beinir máli sinu
einkum að blaðamönnum þjóð-
viljans. Undan þvi munu þeir
ekki kvarta en líta svo á, að sá
sé vinur, sem til vamms segir.
En þvi birtir Landpóstur bréf-
ið að honum virðist það eiga er-
indi til ýmissa starfsmanna
allra blaða. Mættu gjarnan sem
flestir njóta góðsaf ábendingum
Glúms Hólmgeirssonar:
Ég hef áður vandað um mál-
far hjá ykkur við Þjóðviljann en
virðist hafa talað þar yfir dauf-
um eyrum. Ég er enginn mál-
fræðingur en hefi mína mál-
kennd eingöngu að kalla frá
liðnum kynslóðum, alþýðufólki
ólærðu, í sveitum landsins. Ég
býstekki við að ég sé neitt sér-
staklega næmur fyrir málspjöll-
um, en ég get þó ekki annað en
hnotið um, þegar rignir yfir
mann ambögum i máli og slett-
um úr dönsku og svo nú, þegar
enskan er farin að tröllriða öllu
málfari, bæði töluðu og rituðu.
Mér eru einna hvimleiðustu
ensku áhrifin með ofnotkun á „i
dag”. Þetta glymur i eyrum frá
svo til öllum, sem heyrist til í út-
varpi og svo i rituðu máli. Nú
nýlega var sagt að fara ætö að
gefa út bók eða rit, sem heita
átti: „íslandi i dag”, — þvi"*
ekki: .„ísland to day? Liklega á
þó ritið aðf jalla um fleira en að-
eins daginn, sem það er ritað.
Iðu lega sést og heyrist: ,,í dag
er svo komið”. Á íslensku var
sagt: „Nú er svo komið”. En
svona hefur enskan tröllriðið
hávaða manna, að þeir eru
farnir að teygja merkinguna i
orðunum: „i dag”yfir svo ótak-
markað tfmabil. En i islensku
geturþað aldrei merkt annað en
daginn, sem er að liða, eins og
„i gær” getur aldrei merkt ann-
að en næst liðin dag eða „á
morgun” næstkomandi dag.
Máski á það eftir að
koma að farið verði að láta þau
tákna óákveðna timalengd eins
og nú er að verða með ,,i dag”?
Ég er oft að athuga ritað mál,
og undantekningarlaust þar,
sem klesst er inn i „i dag”, má
strika það út án þess að meining
máls raskist, nema aðeins þar,
sem það er notað i' sinni réttu
mynd, t.d.: hann kom i dag. Ef
sagt er t.d. „Eins og er i dag
virðist ekki...”. Þarna er ,,i
Glúmur
Hólmgeirsson
skrifar
dag” óþarft innskot og til mál-
lýta, „eins og er” skýrir fúll-
komlega að átt er við yfirstand-
andi tima, en ekki einndag. Af
þessutagi er öll þessi ofnotkun á
„i dag”, og hrá enska.
Ég get ekki stillt mig um að
skjóta hér að setningu úr ræðu,
sem flutt var i vetur: „Þá væri
þetta kaup í dagnærri 145 þús.
kr....”. Þokkalegt dagkaup.
Ekki kyn þótt stjórnin vilji
lækka það.
Rétt er að benda á fleiri.
Brugðið hefur fyrir i barnales-
máli orðinu „dúkka”,Það er
leið dönskusletta, sem ég hygg
þó að sé að hverfa og ætti sist að
sjást i barna-lesmáli. I þessu
sambandi má minna á „bolt-
ann”, þennan leiða, danska
draug, sem virðist ætla að
ganga af okkur góða knetti
dauðum, og yrðu það ljót skipti.
Svo er i iþróttamáli margt
fleira óæskilegt. Þeirfara aldrei
að leika knattleik, nei, þeir spila
bolta (spille Bold). Ég verð nú
að segja, að mér finnst málið
ekki rismeira við þessa breyt-
ingu. — Blessaðir hættið þið að
tala um körfubolta, mér sýnist
einfaldast að segja bara karfa,
eins og heyrst hefur, eða þá
körfuleikur. Eins þætti mér til-
valið að taka upp knattkast i
stað handknattleikur, sem er ó-
munntamt.
Fyrir skömmu stóð i Þjóðvilj-
anum: „....undirbúa bátinn á
linuveiðar”. Þetta er ekki rétt
mál. Við fórum i gamla daga að
búa okkur til að fara út. Þarna
er „undir” hreinlega ofaukið.
Þó tekur úr steininn sem iðulega
sést, orðahrönglið: „undirbúa
sig undir”.
í Þjóðviljanum 3l/l: viðræður
áMöltu: „...sagði, að ef Bretar
myndu ekki breyta..”. Þetta er
herfilegt klaufamál, sem hlýst
af hinni afmánarlegu áráttu að
klessa allsstaðar i frásögn:
myndi, má, mundi. Finnst
ykkur ekki einfaldara og betra
mál að segja bara: Ef Bretar
breyta ekki?
Algengast er að heyra, ef
menn eru spurðir: „Ég mundi
segja”, en þeir segja ekki hvaða
skilyrði þarf aðuppfylla til þess
að þeir geti tjáð sig. En sumir
eruhressari, þeir eru víst búnir
að fá leyfi: Ég má segja.
Nú sést varla i rituðu máli né
heyrist i tali annað en eftirmið-
dagur, ömurleg, dönsk sletta.
Það virðist svo sem allir séu
búnið að gleyma að til er i móð-
urmáli þeirra orð yfir þetta:
siðdegis og kvöld og aftan yfir
siðasta hluta dags.
Það er alvarlegt áhyggjuefni
að svo virðist allt of oft að þeir,
sem búnireruað ganga upp allt
skólakerfið, eru mestir bögu-
bósar í notkun móðurmáls.
Bendir það til þess að meira en
litið sé áfátt i kennslu moður-
málsins i skólakerfinu. Hollt
væri að lita i Islendingasögur.
Mál er að linni og er þó margt
ósagt.
Besta kveðja
Glúmur Hólmgeirsson
Siguröur Markússon.
Guðjón B. ólafsson.
Þróttmikil
starfsemi
Iceland Products
Aðalfundur sölufyrirtækisins
Iceland Products Inc. var haldinn
i Reykjavik 25. mai, en það er
eins og kunnugt er I eigu Sam-
bandsins og þeirra frystihúsa og
fiskvinnslustöðvar, sem Sjávar-
afurðadeild er söluaðili fyrir. Á
fundinum fluttu þeir Erlendur
Einarsson stjórnarformaður og
Guðjón B. Olafsson framkv.stj.
skýrslur um rekstur fyrirtækisins
á liðnu ári.
1 skýrslum þeirra kom m.a.
ramað áfram hefur verið haldið
æim margvislegu endurbótum á
óllum vélbúnaði og byggingum
verksmiðjunnar, sem unnið hefur
verið að siðustu árin. Hefur það
nú skilað þeim árangri, að fyrir-
ækið hefur getað bætt fram-
eiðslu sina verulega, sem m.a.
kemur fram iþvi.að meiraerþar
nú framleitt af verðmætari teg-
undum en áður.
Heildarvelta fyrirtækisins á ár-
inu 1977 varð 61,7 milj. Banda-
rikjadala oger það 27,1% aukning
frá árinu áður.
Miklar umræður urðu á fundin-
um og kom þar fram mikil
Erlendur Einarsson
ánægja fulltrúa frystihúsanna
með rekstur og þjónustu fyrir-
tækisins.
Þá gerði stjórnarformaður
einnig ýtarlega grein fyrir hinu
svonefnda Mr . Paul% Kitchen
máli á fundinum, en þvi er nú ný-
lega okið með fullum sigri Sam-
bandsins og Iceland Products.
I stjórn Iceland Products voru
kjörnir þeir Erlendur Einarsson
forstjóri, sem er formaður, Guð-
jón B. Ólafsson, frarhkv. stjóri,
Sigurður Markússon, framkv.stj.,
William D. Boswell, lögfræðingur
I Bandarikjunum, Marteinn Frið-
riksson, framkv.stj. á Sauðár-
króki) og Þorsteinn Sveinsson,
kaupfélagsstjóri á Egilsstöðum.
(Heim.: Sa mbandsf réttir).
—mhg
VC/
Umsjón: Magnús H. Gíslason
t