Þjóðviljinn - 01.12.1978, Qupperneq 20

Þjóðviljinn - 01.12.1978, Qupperneq 20
DJÚÐVIUINN Föstudagur 1. desember 1978 AAalsimi Þjóöviljans er 81333 kl. 9 — 20 mánudaga til föstudaga, kl. 9 — 12 og 5 — 7 á laugardögum. Utan þessa tima er hægt aö ná i blaöamenn og aöra starfsmenn blaös- ins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, iltbreiösla 81482 og Blaöaprent 81348. Skipholti 19, R. I BÚÐIIM simi 29800, (5 ------------- " Versliö í sérversJun með litasjónvörp og hljómtæki Tregur afli á Isafirði Hér hefur veriö mjög lélegur afli siöan f september og togar- arnir komiö meö 30—50 tonna afla eftir 7—8 daga veiöiferöir og hæst lOOtonn, sagöi Jóhannes G. Jóns- son framkvæmdastjóri Ishús- félags Isfiröinga I samtali viö Þjóöviljann i gær. Jóhannes sagöi aö mjög tafa- samt heföi veriö vegna veöurs. 1 október féllu niöur 6—7 vinnudag- ar i tshúsfélaginu og 3—4 i nóv- ember. 1 hinum frystihúsunum var svipaö ástand. Nú er veriö aö smiöa nýjan skuttogara i Flekkestad i Noregi fyrir Ishúsfélagið I staöinn fyrir Julius Geirmundsson sem veröur seldur úr landi. —GFr Rauðsokkahátíð á Akureyri álaugardag A iaugardaginn kemur veröui haldin rauösokkahátiö á' Akureyri. Hátiöin hefst kl. 14 Sjálfstæöishúsinu og stendui fram til kl. 18. A hátiöinni veröa fluttir aöal þættir úr dagskrá rauösokka — „Frá morgni til kvölds”, sem flutt var I Tónabæ laugardaginr 4. nóvember viö frábærar undir tektir. M.a. veröur flutt samfelld dag- skrá um samskipti karls og konu og einnig veröa umræöur um rauösokkahreyfinguna og kynn- ing á henni. Kaffi veröur á boö- stólum og reiknað er meö aö haft veröi ofan af fyrir krökkum meö- an umræöurnar fara fram. Þá veröur flutt söngvadagskrá Framhald á 18. siöu Sfödegis i gær voru menn aö leggja siöustu hönd á frágang i versluninni og i dag þegar stórmarkaöurinn veröur opnaöur eiga allar hillur aö vera fuilar af ódýrum matvörum. Ljósm. —-eik. Nýr stórmarkaður KRON í Kópavogi 1 dag 1. desember opnar KRON nýja verslun viö Skemmuveg 4a i Kópavogi. Þetta er stórmarkaöur á um 1700 fermetra gólfrými og er verslunin vel búin tækjum og innréttingum. Þegar Þjóöviljamenn litu inn i gærdag var veriö aö leggja siö- ustu hönd á frágang I versl- uninni sem er á efri hæö hús- sins. Aöaláherslan veröur lögö á lágt vöruverö, og í desember veröur aöallega verslaö meö matvörur, pappirsvörur, kerti, leikföng og gjafavörur, en siöar veröur bætt viö fatnaöi og al- gengustu búsáhöldum, sport- og ferðavörum Verslunarstjórar veröa fyrst um sinn þeir Guðmundur Ingi- mundarson og Gunnlaugur Þór- hallsson. Verslunarhúsnæöiö er byggt á lóö sem KRON fékk út- hlutaö hjá Kópavogskaupstaö áriö 1976 og er byggingar- timi hússins um 20 mán- uöir. Eins og fyrr segir er stór- markaöurinn á efri hæö hússins, en á neöri hæöinni er m.a. Efna- geröin Rekord. Byggingarkostnaöur hússins ásamt innréttingum fyrir versl- unina var áætlabur um 300 miljónir króna og eru likur á aö sú áætlun standist nokkurn veginn. Búiö er aö malbika bila- stæöi og lóö i kringum húsib og er aökoma mjög gób. 1. des. fundurinn í Háskólabíói kl. 14.00: Háskóli í auðvaldsþjóðfélagi t dag eru libin 60 ár frá þvi Islendingar fengu fullveldi 1. des- ember 1918. Aö venju munu stúdentar minn- ast fuliveldisdagsins meö há- tiöarfundi i Háskólabiói og hefst hann kl. 14. Útvarpað veröur af fundinum aö venju. Umræöuefni fundarins er ,,Há- skóli i auövaldsþjóðfélagi” og þaö er Verðandi, félag róttækra i HI sem hefur undirbúiö dagskrá fundarins. Gunnar Karlsson lekt- or, össur Skarphéöinsson, nemi I HI og Sigriöur óskarsdóttir verkakona Vestmannaeyjum flytja ræöur. Þá veröur samlestur um hlutverk og stjórnun Háskól- ans og um fagrýni. Einnig veröur fluttur nýr leikþáttur eftir ,,Vé- stókles” og nefnist hann „Viskan er ekki hér”. Sönghópur Rauö- sokka kemur einnig fram. 26 sóttu um fulltrúastöðu í utan« ríkisráduneytinu Fyrstu konurnar ráðnar beint til embætta Tuttugu og sex um- sóknir bárust um full- trúastöðu i utanrikis- þjónustunni og hafa nú verið ráðnar fyrstu kon- urnar sem koma beint til embættisstarfa i utan- rikisþjónustunni. Hefur Sigriöur Asdis Snævarr verið ráöin fulltrúi frá og meö 13. október 1978. Sigriöur hefur lokiö meistaraprófi frá Fletcher School of Law and Diplomacy I Banda- rikjunum. Hún hefur hafið störf I almennu deild ráöuneytisins og mun starfa þar fyrst um sinn. Sigriöur Berglind Asgeirsdóttir lögfræöingur hefur veriö ráöin fulltrúi i utanrikisþjónustunni frá og meö 1. janúar 1979. Hún lauk lagaprófi frá Háskóla Islands á s.l. vori og mun starfa i upp- lýsinga- og menntadeild ráöu- neytisins. Hún hefur veriö blaöa- maöur um skeiö. Ein kona hefur um árabil gegnt embættisstörfum I utanrikisráöu- neytinu/þaö er frú Halla Bergs sendiráðunautur, sem starfaöi lengi sem ritari áöur en hún tók viö skipun sem fulltrúi. A sama hátt hafa Anna Stephensen og Svanhildur Olafsdóttir áöur gegnt embættisstörfum i utanrlkisþjón- ustunni. Framangreint er byggt á frétt frá ráðuneytinu en bæta má viö aö ritarar og skifstofufólk i ráöu- neytinu og I sendiráöum eru nær eingöngu konur. —ekl Gerið skil Happdrætti Þjóðviljans Dregið 10. des. Tekið á móti greiðslum á skrifstofu Alþýðubandalagsins, Grettisgötu 3 (frá kl 9-19.30). Einnig má senda greiðslu inn á hlaupa- reikning Þjóð viljans nr. 3093 í Alþýðu- bankanum. Umboðs- menn! Hafið samband við skrifstofuna og Ijúkið uppgjöri. r j

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.