Þjóðviljinn - 10.06.1979, Page 5
Sunnudagur 10. júni 1979 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 5
Afleiðingar
kjarnorku-
sprenginga
í Nevada
koma í Ijós:
Ibúarnir
tilraunadýr
Það var eins og ailt ijós
heimsins leiftraði eina
sekúndu... við sem horfð-
um á vörpuðum löngum
svörtum skuggum.... drun-
ur í f jarska... uns jörðin öll
lék á reiðiskjálfi.
Þannig farast Joe Fallini,
bónda á Twin Springs i Nevada-
fyiki, orö um kjarnorkuspreng-
ingar sem hann varö vitni aö sem
ungur strákur.
A árunum 1951-1962 sprengdi
her Bandarikjastjórnar 100
kjarnorkusprengjur i Nevada-
eyöimörkinni. Pentagon og
Kjarnorkunefnd Bandarikjanna
(EAC) fullyrtu aö þær tilraunir
vapru hættulausar vegna þess aö
,,þaö væru svo fáir fbúar í
grenndinni”.
1 raun bjuggu nokkur hundruö
mianna i örfárra kflómetra fjar-
lægö frá æfingasvæöinu. Og
geislavirkur úrgangur barst viöa
til þorpa meö þúsundum ibúa i
Suöur-Utah fylki og Vestur-Ari-
zóna-fylki.
Æ fleiri ibúar þessa svæöis
deyja nú úr krabbameini — af-
leiöingar kjarnorkusprenging-
anna foröum. Sú staöreynd er aö
gera þetta mál seint og um siöir
aö einhverju illræmdasta máli
bandariskrar kjarnorkusögu aö
sprengingunum i Japan frátöld-
um. Þaö er ekki fyrr en nú sem
þetta er fariö aö vekja verulega
athygli.
Aldrei varaðir við
Bændur á Nevada-hásléttunni
eins og Joe Fallini fengu aldrei
aö vita fyrirfram um kjarnorku-
sprengingarnar. Þess var ein-
staka sinnum getiö i blööum, en
ekki nærri alltaf. Þeir voru aldrei
hvattir til aö yfirgefa svæöiö eöa
koma sér I skjól. Enginn hugsaöi
heldur um þaö.
Þetta var á þeim árum sem
sem nu
deyja úr
krabba-
meini
kalda striöiö var i hámarki og
stjórnvöld ráku takmarkalausan
áróöur fyrir kjarnorkuvigbúnaöi.
Nevada var og er ihaldssamt
fylki og ráöamenn og „sérfræö-
ingar” þeirra létu einsog þessar
tilraunir væru hættulausar meö
öllu.
Kjarnorkunefndarmenn full-
vissuöu til dæmis Fallini fjöl-
skylduna um aö geislunin væri al-
gerlega hættulaus. Þegar Fallini
fékk sér engu aö siður Geiger-
teljara á heimilið kom hann aö
litlum notum: „Einu sinni gátum
viö ekki lesið á mælinn i tvær vik-
ur samfleytt”, segir Joe. „Visir
tækisins komst ekki lengra”.
Nágranni þeirra Martha Laird
vildi ekki sætta sig viö þetta. Hún
safnaöi undirskriftum nær allra
Ibúa svæöisins undir skjal þar
sem þess var krafist aö tilraunun-
um yröi hætt. Þetta bænaskjal
sendi hún til Hvita hússins, til
Dwights D. Eisenhowers.
1 svarinu sem henni barst var
talað um aö „hræösluáróöur”
hennar væri „undir áhrifum
kommúnista” og málinu aö ööru
leyti ekki sinnt. í október 1956 dó 7
ára gamall sonur hennar úr
lungnabólgu eftir hálfs árs legu.
Sem litill forvitinn snáöi tók Joe Fallini myndir af kjarnorkusveppnum.
„Viö höföum ekki hugmynd um hvaö leyndist I þessu skrýtna reyk-
skýi.”
Kjarnorkutilraunirnar voru
framkvæmdar I hjarta Nevada, I
aöeins nokkurra milna fjariægö
frá mannabyggöum.
Frú Laird var ekki i neinum vafa
um hvers vegna og flutti burt af
svæöinu skömmu siðar.
Æfleiri krefjast
bóta
Dauöi úr krabbameini og mein-
semdir i lungum eru lika mjög al-
geng i litlum bæ 30 milum vestar,
St. George I Utah-fylki. Þar búa
nú 11 þúsund manns og enginn
staður i heimi, Japan meötaliö,
hefur oröiö aö þola jafnmikla
geislun aö meöaltali. t eitt skiptiö
nam geislunin þar 6 þúsund milli-
remum á einum degi. (Hin opin-
beru hættumörk eru nú 500 milli-
rem á ári og þykir sumum vis-
indamönnum nóg um).
Mikill biturleiki rikir meöal
ibúa þessa svæöis aö sögn frétta-
manns Dagens Nyheter. Þeir
voru notaöir sem tilraunadýr i
vigbúnaöarkapphlaupi kalda
striösins og margir þeirra uröu
fyrir varanlegu heilsutjóni þess
vegna.
Þab er ekki fyrr en nú sem ibú-
arnir eru farnir aö leita eftir bót-
um svo einhverju nemi. 600
manns hafa ákveðið aö stefna
yfirvöldum vegna kjarnorku-
sprenginganna i Nevada. Skaöa-
bótakröfur þeirra nema frá einni
og upp i þrjár miljónir dollara
eftir þvi hvort þeir stefna fyrir
sjálfa sig eöa vegna látinna ætt-
ingja. Þessum kærum fjölgar
stöbugt nú þegar loksins er aö
veröa alkunna hvaö raunverulega
gerðist á þessum tima.
Þvi fer fjarri aö öll kurl séu
komin til grafar i þessu máli.
Mörg hundruö þúsund liermenn
voru viðstaddir þessar sprengju-
tilraunir. Þaö er ekki einu sinni
til fullkomin skrá yfir þá sem
voru neyddir til aö vera viö
sprengingarnar.
En margar sögur eru til um
hermenn sem voru þarna og
hafa látist af krabbameini siöan.
Enn sem komið er hafa tilraunir
þeirra sem urðu fyrir heilsutjóni
vegna þessa lltinn árangur boriö.
231 fyrrverandi hermaöur hefur
höföað mál af þessum sökum.
Einungis 19 hafa fengið einhverj-
ar skaðabætur.
Æ fleiri eru nú aö veröa sér þess
meövitaðir hvflikur glæpur til-
raunasprengingarnar i Nevada
voru. Æ fleiri munu freista þess
að sækja rétt sinn hjá dómstólun-
um. Og hver veit nema pólitiskt
ástand i þessu Ihaldssama fylki
breytist eftir þvi sem fleirum
veröur ljóst eðli bandariska her-
valdsins.
(Heimild:
Daeens Nyheter 26.5.’79)
Vituncl&Veaileild
Málgagn gegn vitundarþrengingu
Sbni 71688.
Húsnæði óskast
Læknaritari óskar eftir að taka á leigu
litla ibúð eða rúmgott herbergi með
snyrti- og eldunaraðstöðu. Ekki verra ef
staðsetning er nærri leið 4.
Reglusemi og góðri umgengni heitið. Vin-
samlegast hringið i sima 4-26-82 eftir kl.
19.00.