Þjóðviljinn - 10.06.1979, Síða 21
Sunnudagur 10. júnl 1979 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 21
Sendum öllum íslenzkum sjómönnum árnaðaróskir á hátíðisdegi þeirra 10. júní
Sambandsskipin eru í stöðugum siglingum til meginlands
Evrópu og til Ameríku.
Upplýsingar um umboðsmenn vora erlendis veittar
á skrifstofu vorri og í síma 28200.
SKIPADEILD SAMBANDSINS
Staða vtirlækuis
við Heilsuhæli Náttúrulækningafélags
íslands er laus til umsóknar. Laun sam-
kvæmt kjarasamningi sjúkrahúslækna.
Staðan veitist frá 1. október 1979.
Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur,
menntun og fyrri störf sendist stjórn
Heilsuhælis NLFt i Hveragerði fyrir 30.
júni 1979.
Hveragerði 29. mai 1979.
Stjórn Heilsuhælis NLFÍ.
Umferðar-
fræðsla,
brúðuleikhús
og kvikmyndasýning
fyrir 5-6 ára börn
í Reykjavík
Fræðslan
fer fram sem hér segir:
11. júni
Fellaskóli
Vogaskóli
13. júni
Melaskóli
Austurbæjarskóli
15. júni
Hliðaskóli
Breiðagerðisskóli
kl. 09.30 og 11.00
kl. 14.00 og 16.00
kl. 09.30 og 11.00
kl. 14.00 og 16.00
kl. 09.30 og 11.00
kl. 14.00 Og 16.00
Lögreglan i Reykjavik
Umferðarnefnd Reykjavikur
íranir hella
niður áfengi
transka sendiráöiö i Washing-
ton hefur hellt niöur um tvö þús-
und litrum af áfengi. Eins og
kunnugt er, er óleyfilegt fyrir
írani aö neyta áfengis eftir aö
Komeini komst til vaida og trúar-
'legtmat var lagt á áfengisneysiu.
1 tiö sendiherrans Ardeshir Za-
hedi varö sendiráöiö sér úti um
mikiö magn af eðlum vinum,enda
ekki gegn vilja þáverandi yfir-
manns landsins, Iranskeisara. Nú
hafa hins vegar um 4 þúsund
flöskur verið opnaöar og inni-
haldinu hellt I vaskinn samkvæmt
beinni skipun frá Ajatollah sjálf-
um. Mörgum hefur eflaust runnið
til rifja aðekki hafi verið reynt að
koma flöskunum i verð i stað þess
að hella þeim niður, en að sögn
sendiráösstarfsmanns við
iranska sendiráðið i Washington
hafði það verið ósk Ajatollah
Komeinis að enginn mundi
bragða á hinu áfenga vini heldur
skyldi þvi grandað i eitt skipti
fyrir öll.
Templarar allra þjóða eru ef-
laust sammála Komeini, en við
skulum vona að aðferðir sem
þessar leiöi ekki til hækkaös oliu-
verðs frá Iran.
,,Ég vona bara viö fáum sem
mest af hækkuninni þvi viö erum
ekkert ofsælir af hlutnum, þrátt
fyrir allt kjaftæöi um hálauna-
menn til sjós” segir Magnús As-
geirsson skipstjóri á Þorsteini.
armönnum að þeir telji sig Drao-
feiga ef þeir fá ekki alla hækkun-
ina til si'n. Það er alltaf þannig.”
Skipstjórinn á Þorsteini er
MagnUs Asgeirsson og hann taldi
ástandið i útgerðarmálunum bág-
legt sökum mikilla oliuverðs-
hækkana og var ekki viss um
hvort nokkuð af væntanlegri fisk-
verðshækkun kæmi i hlut sjó-
manna. „Þaö erfjandi hart, að þó
fiskiriið sé sæmilegt, þá er þetta
ekkert kaup fyrir allan timann
sem við leggjum i veiðarnar. Ég
vona bara við fáum sem mest af
hækkuninni i okkar hlut.
Svo á nú að fara að sigla i land
skilst manni á Ltú. Það er alveg
synd. Það verður þá litið ráðrúm
til að stunda veiðar þegar alls
kyns veiðibönn dynja svo ofan á
þetta. Annars er hálfhlálegt þeg-
ar Utgerðarmennirnir eru allt i
einukomnir i stræk. Þeir hafa nú
látið I sér heyra þegar við sjó-
menn höfum verið að beita sliku.
Og er ekki komið nóg af stræk-
um? ” 1
ofsælir af
laununum
segja bátsverjar á Þorsteini
Það var hráslagi i veðri og
mannfólki þegar við drápum nið-
ur fæti við Reykjavikur-höfn rétt
fyrir sjómannadaginn. Gamall
sjóhundur niðri við Grandakaffi
sagði aö vorið væri aumt en þó
væri Utgerðin aumari. „Okkur
er sagt að sigla inn þó þorsk-
veiðibannið skeri nú drjúgt af
hýrunni. Þeir kunna það, þessir
kallar. Það á að fella stjórnina.
Það er helvitis pólitik hlaupin i
þetta allt saman.” Þegar hann
heyrði að við vorum frá dagblaði
hnussaði hann bara og dólaði I
burtuogvildiekkertsamneyti við
soddan illmenni.
Þó lifið við höfnina væri með
dauflegra móti var þó verið að
landa Ur einum bát, Þorsteini frá
Reykjavik. Tveir ungir sægarpar
köstuðu aflanum i erg og grið
uppí löndunarmálið og sögðust
hafa fengið tvö tonn úti Flóanum.
Þeir voru fllir yfir seinkuninni á
fiskverðinu og kváðust ekki
ánægðir með verðið i dag. „Svoer
óvisthvað við fáum i okkar hlut”
sagði annar þeirra, Trausti að
nafni. „Manniheyrist nú á útgerð-
Erum ekki